fbpx

ÆÐISLEG ÞAKÍBÚÐ MEÐ SMART SKÁPALAUSNUM

Heimili

Byrjum þessa frábæru helgi á því að skoða þetta glæsilega heimili þar sem vandað innréttinga og efnisval ásamt smekklegri hönnun veita innblástur. Skáparnir í svefnherberginu koma ótrúlega vel út, í mildum ljósgrágrænum lit og umlykja rúmið alveg sem nokkurskonar höfðagafl en eru einnig fataskápar. Það er áberandi hversu vandað allt efnisval á heimilinu er sem skilar sér í mjög elegant heildar yfirbragði, í eldhúsinu má sjá sérsmíðaðar dökkar eldhúsinnréttingar sem ná upp í loft og falleg marmaraborðplata sem nær upp á vegg sem toppuð er með smart skrauthillu, einnig úr marmara, setur punktinn yfir i-ið.

Kíkjum í heimsókn,

Myndir via Historiska hem

DRAUMA JÓLADAGATAL FRÁ ROYAL COPENHAGEN

Skrifa Innlegg