ALLT SEM ER GRÆNT GRÆNT….

HeimiliStofa

Það er svo mikið í gangi í þessari stofu að ég veit varla hvar skal byrja… fyrst þegar ég sá myndirnar varð ég alveg heilluð uppúr skónum og hugsaði bara vá þetta er nú eitthvað. En nördinn ég fór svo að skoða betur myndirnar og miðað við stílinn og stemminguna sem við sjáum þá hefði ég staðsett íbúðina í Svíþjóð og þá eru nokkrir hlutir sem hreinlega passa ekki þangað inn. Fyrsta lagi er það brúna köflótta teppið sem er fremst á myndinni og í öðru lagi þá er það skipsstýrið í eldhúsinu, þriðja lagi er það óvenjulegt val á gólfefni í stofu og í fjórða lagi er það ein plantan þarna í hægra horninu, stór þykkblöðungur sem ég hef hreinlega ekki séð í innliti áður.

Höldum áfram með nördasöguna. – þá kom að því að finna uppruna myndanna og komst ég þá að því að myndirnar eru tölvuteikningar gerðar af Hoang Long sem er búsettur í Víetnam og vinnur sem 3D listamaður. VÁ! 

green-living-room-2 green-living-room-3 green-living-room-4 green-living-room

AN5-1 AN7-1

Þessi er svo sannarlega hæfileikaríkur og á sama tíma með góðan smekk!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SVARTÁHVÍTU & SMÁRALINDAR SNAPPIÐ

HeimiliPersónulegtStofa

Á morgun, laugardag verð ég með Smáralindar snapchattið og mun því þræða allar verslanir með símann minn að vopni (og mögulega Visa kortið, -djók). Ég kem til með að fara yfir allskyns fínerí fyrir heimilið og góð kaup sem finna má í verslunum Smáralindar ásamt öðru heimilis og hönnunartengdu. Núna standa yfir tískudagar og þann 6.september verður Home Decor dagur sem hljómar afskaplega vel í mínum eyrum. Notandanafnið er Smaralind.

Fylgist endilega með, þetta verður bara gaman:)

Meðfylgjandi eru myndir frá mínu snapchatti, svartahvitu síðan ég var að breyta stofunni í vikunni. Ég er nú ekki alveg búin og er enn eftir að hengja upp myndir og færa aðrar. Ég er alveg agaleg að birta bara símamyndir í þetta sinn en betri myndir verða teknar þegar allt er búið að finna sinn stað. Ég er nefnilega að vandræðast með nokkra hluti sem eru ekki að virka nógu vel, jihh ætli ég færi sófann aftur tilbaka jafnvel?

14203686_10155155878353332_272216985_o

1

14215452_10155155851483332_1253281109_o

“Sjáumst” á morgun á smaralind snapchat!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

BLÓM GERA ALLT BETRA

HeimiliPersónulegtStofa

Ég keypti mér svo fallegan blómvönd í gær að það var ekki annað hægt en að taka myndir hér heima í dag enda færa blóm svo mikið líf inn á heimilið, blómvöndinn fann ég nú bara í minni venjulegu búðarferð við hliðina á grænmetisrekkanum á ofsa góðum prís svo ég gat ekki annað en kippt honum með. Ég er ekki frá því að blómvöndurinn hafi haft aldeilis góð áhrif því ég var farin að taka til í skúffum og í öllum krókum og kimum í lok dagsins, ég þarf greinilega oftar að kaupa mér blómvönd:) Myndirnar birti ég á Instagram síðunni minn @svana_ sem ykkur er velkomið að fylgjast með.
12948431_10154732759968332_347187811_o 12986523_10154732759478332_536133789_o

Plakat: Scintilla, Blómavasi: Finnsdóttir, Púðar: Hay og Further North.

Það sem að ég er skotin í þessum fallegu blómum ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

TÖLUM UM MOTTUR…

Ráð fyrir heimiliðStofa

Það er mjög viðeigandi að tala um mottur á svona köldum degi eins og í dag og þar sem gólfkuldinn er líklega í hámarki á mörgum heimilum. Þá væri það nú draumur í dós að vera með fallega og hlýja mottu á gólfinu í staðinn fyrir kalt parketið. Mottur eru ekki bara skraut á gólfið en þær hafa þann eiginleika að vera hljóðdempandi sem er eitthvað sem þið sem eigið stór heimili þar sem er vítt til veggja og hátt til lofts ættuð alvarlega að íhuga að fá ykkur. Ég hef heimsótt mörg stór heimili og oft eru húsráðendur í vandræðum með slæma hljóðvist á heimilinu þar sem bergmálar jafnvel, það eru til margskonar lausnir og eru mottur ein einfaldasta lausnin, en þar fyrir utan eru auðvitað gardínur, hljóðísogandi veggflekar, púðar og fleira. Það er þó eitthvað við motturnar sem gera heimili svo heimilisleg, þær virðast ná að binda rými saman í fallega heild og gefa því hlýlegt yfirbragð. Ég er með eina röndótta mottu á stofugólfinu sem ég gæti vel hugsað mér að skipta út fyrir aðra í örlítið dempaðri litum.

6e1968a0f543fb34875e3903eda4d3edbdf9315bdde78a629491fa5bf7e9adbf0d6ee4a542256211bff60a76c8377a87 605675c7684bcd7f47c58fc4633bd45e 049245cc0aec6bd8bfe125f912b5857e c961c3284dd2b4ab7f16fd6acacb044d f9f2af2a9175cb2ee49b8cdf17ad36c4

Mig langaði einnig til að benda ykkur á skemmtilegan mottumarkað, sjá viðburð hér, sem nú er í gangi fram á laugardag þann 5.desember, sem heildsalan Ásbjörn Ólafsson stendur fyrir, en þar er hægt að næla sér í fallegar handofnar indverskar mottur á góðu verði ásamt fleiri vörum t.d. pullum, púðum og fallegum skrautmunum. Ég hika oft við þegar ég les um handgerðar indverskar vörur, en fékk þó þær ánægjulegu upplýsingar að hjá The Rug Republic þaðan sem vörurnar eru þekkist ekki barnaþrælkun heldur þvert á móti því með hverri seldri mottu styrkir fyrirtækið börn til menntunar þar í landi. Ég tók saman nokkrar flottar mottur sem eru núna á markaðinum, en þið getið séð fleiri upplýsingar á facebook viðburðinum hér. Það er opið hjá þeim í dag frá 15-20 og á morgun, laugardag frá kl.11-16 í Bæjarlind 16 í Kópavogi. Mæli með því að kíkja:)

Ég gæti alveg hugsað mér eina af þessum hér að ofan, finnst alltaf dálítið skemmtilegt þegar talað er um mottur sem listaverk á gólfi það er nefnilega oft mikið til í því:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

ÞRÖNGT MEGA SÁTTIR BÚA!

EldhúsHeimiliStofaSvefnherbergiUppáhalds

Þetta heimili fær 10 stig af 10 mögulegum í einkunn hjá mér bara svo það sé komið á hreint en þrátt fyrir að vera ekki nema 68 fermetrar er íbúðin svo snilldarlega skipulögð að hver fermeter nýtist vel. Það er þó helst svefnherbergið sem er mesta snilldin en þetta eina rými þjónar þeim tilgangi fyrir utan það að vera svefnherbergi hjónanna að vera barnaherbergi tveggja barna þeirra ásamt vinnuaðstöðu og það verður að teljast ansi gott! Herberginu hefur verið skipt upp með sniðugum millivegg með skápaplássi að neðan en að ofan er gler sem hleypir dagsbirtunni vel í gegn. Oftast enda ég á svefnherbergjum í innlitum en núna ætla ég að byrja á því enda líklega best skipulagða svefnherbergi í heimi…

JB1 JB2

Þegar að vinnuaðstaðan er svona einföld er ekkert því til fyrirstöðu að hafa hana í svefnherberginu.

JB4

Kojur barnanna eru einnig vel skipulagðar með góðu geymsluplássi að neðan.

JB5 JB6SFDF7F164DB83914739B86BB14F0D6931D5-640x479

Það er líklega aðeins meira á þessum fataslám þegar það er ekki verið að ljósmynda íbúðina, en hér býr einmitt einn aðalstílisti sænsku fasteignasölunnar Stadshem, hún Johanna Bagger.

JB3JB7

Stofan er glæsileg og þessi sófi er sérstaklega smart, mér sýnist þetta vera Söderhamn frá Ikea.

SFD6BC5581FE22240A1B9C7E90D7C533E02-640x479

Þessar síðu gardínur eru akkúrat það sem stofan mín þarfnast.

JB9 JB9aSFDFE07666014DE4AD5957C6F0075421075

Svo er það eldhúsið sem er algjört æði, Mirror ball ljósið eftir Tom Dixon og allir smáhlutirnir sem skreyta rýmið gera það að algjöru augnakonfekti.

SFD6D1DDF7029D64E2D95E57F00B7456418SFD3CBC70C7D40A447EA17E47EF0ABFF379

SFD38DE38DD40E848ABAF70343B872BBD0D-640x853

Vel nýttur veggur undir bækur og punt.

SFDE3757EA52C92485480DC6C2C1D231830-640x479

SFDDDB93B58A5E84DE89BF60956203ADA3E-640x853

SFD13738671340840A7A142F200521F9388

Smekkkonur eins og hún Johanna Bagger eru að sjálfsögðu líka með smart inni í skápum.

JB9d

Í andyrrinu má m.a. finna vegghilluna sem Inga Sempé hannaði fyrir Wrong for HAY.

SFDCE9F9C4C241C4E9FAF5226665606DCDF

Myndir via Stadshem

Og eigum við svo að ræða smáhlutina sem skreyta baðherbergið? Hér býr augljóslega sannur fagurkeri!

Þetta heimili er algjörlega æðislegt, fullt af frábærum hugmyndum sem hægt er að nýta sér ásamt því að vera hreint og beint augnakonfekt. Þið megið endilega smella á like hnappinn ef þið fílið þetta heimili:) Eigið annars alveg frábæran föstudag!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

SAFNARINN ÉG…

PersónulegtStofa

Hér hafa nokkrir hlutir bæst við síðan síðast, og allt er að verða dálítið ofhlaðið í stofunni en það er akkúrat þannig sem ég vil hafa það. Ég rændi reyndar mömmu um daginn en á meðan hún var ekki heima þá fór ég og sótti þennan “fugl” í glerboxinu sem að ég gerði fyrir nokkrum árum síðan og gaf henni svo reyndar. Mig langaði bara til að máta hann aðeins í stofuna mína, ég á reyndar ekkert sem ég gæti boðið henni í staðinn svo ég þarf að öllum líkindum að skila honum aftur. En á meðan ætla ég að njóta hans, ég man bara hvað ég var komið með hrikalega mikið nóg af þessum “fuglum” eftir að hafa eytt hrikalega löngum tíma í rannsóknarvinnu (nenni eiginlega ekki að fara út í það en þeir voru útskriftarverkefnið mitt) og ég lét þá frá mér tvo fallegustu fuglana en hélt sjálf eftir þremur sem voru minna uppáhalds. Stundum sé ég eftir þeim, en mögulega þarf ég bara að taka upp hanskana og búa til fleiri… hvernig væri það nú:)

20150915_101010

Stundum vantar mig hreinlega nokkrar auka klukkustundir í daginn til að geta gert allt það sem mig langar til að gera. Ætli það hugsi svosem ekki flestir þannig:) Þessi mynd er af Instagraminu mínu sem ykkur er velkomið að fylgja @svana_ 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

FLJÓTFÆRNIN

DIYPersónulegtStofa

Stundum nenni ég hreinlega ekki að bíða eftir að fá aðstoð til að geta gert hlutina almennilega. Ég var heima í allan gærdag með strákinn minn vegna flensu en ég hef það sem mottó að vera ekki í tölvunni þegar hann er vakandi og því þurfti ég að finna mér eitt og annað að gera yfir daginn. Þá mundi ég eftir þessari frauðplast rósettu sem ég átti ofan í skúffu og ákvað að skella henni upp eins og skot. Svona þar sem að ég hef enga kunnáttu í að aftengja ljós þá ákvað ég bara að skera rósettuna inn að miðju og troða þannig rafmagnssnúrunni í gegn. Svona ekta “skítamix”. Ég er ægilega glöð með að vera loksins komin með rósettu í loftið, en þarf núna næst að finna bestu leiðina til að laga sárið:)

20150829_155824 20150829_160105

Og svo færði ég til og frá myndir á veggjum og leyfði þessum fugli að koma inní stofu og finnst hann bara koma nokkuð vel út:)

Svo vil ég endilega nýta mér aðstöðu mína hér á blogginu og hvetja ykkur til að leggja Unicef á Íslandi lið með því að leggja inná neyðarreikning þeirra. Hægt er að leggja inn á : 701-26-102040 Kt. 481203-2950 eða senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1.500 kr.

Eigið góða helgi!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

HÁLFMÁLAÐAR HILLUR?

HugmyndirStofa

Ég sýndi ykkur um daginn hvað það er frábær hugmynd að mála hálfa veggi og þessi hugmynd er alveg jafn góð finnst mér, að hálfmála hillur. Þetta rými hér að neðan ber það að minnsta kosti mjög vel og þessi einfalda lausn gefur rýminu miklu meiri dýpt, fölbleiki liturinn er auðvitað alveg extra flottur en samt svo látlaus. Þarna væri hægt að láta vel fara um uppáhaldshlutina sína og svo hressir þetta heldur betur við hvíta stofuna. Þessi hugmynd má fara á to do listann minn, en hana er jafnvel hægt að útfæra á milljón vegu, t.d. að mála inní skápa og skúffur, bara allt sem að þú vilt draga athygli að, ekki það að við viljum að allir séu að horfa inní skápana okkar. En það gæti komið vel út í glerskáp þar sem vínglösin eru geymd…

Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St2Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St1Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St5

Svo er mjög sniðugt eins og sjá má hér að neðan hvernig stofan er hólfuð niður í miðju rýminu með þunnum og gólfsíðum gardínum. Góð hugmynd!

Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St4Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St6Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St7

Myndir: Est Magazine. Ljósmyndari: Brooke Holm. Stílisti: Marsha Golemac

Þetta er ofsalega stílhreint og minimalískt heimili svo það gerir mjög mikið fyrir það að hafa svona smá óvænt í gangi, t.d. bláa skúffu innvolsið, það er æðislegt!

Hvernig væri nú ef það kæmi bara brjálað æði fyrir að mála? Líka hjá okkur í leiguíbúðunum:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

SUNNUDAGSINNLITIÐ

HeimiliStofa

Þetta er alveg fullkomið sunnudagsinnlit til að skoða yfir morgunverðinum. Njótið!

SFD74F0AFD4C7034989976753AB11A6BAFF SFD8D51756571B046BB982F127985A66EBESFD57EBFA7DB9A6494B9FAA621CE93A39FA SFD560555E4ADFB46B89F2F0565FDC8F70DSFD045A65B5F1DD4238B277302591F1F69B SFD6A91016CF4594F2B9FF7186E0A54DA69SFDAE17E655C5F34A27A58F047635C610EC SFD52E3FAE1A61042BB9C637A4DF598CB4BSFDE85A6A195D6F4C0AB5EBAE8FE3640952SFDCA92F49812EC421EA5F8569511713D5B

Björt og falleg íbúð sem hefur verið stíliseruð fyrir fasteignasöluna Stadshem. Plönturnar gera síðan allt svo líflegt en takið eftir að þær eru að finna á hverri einustu mynd.

Ég aðstoðaði systir mína fyrir nokkrum dögum síðan að gera íbúðina hennar tilbúna fyrir sölumyndatöku og íbúðin seldist á þremur dögum. Ég er alls ekki að gefa mér heiðurinn á því en það sem skipti sköpum í því tilfelli var að við losuðum út allt aukadót sem stundum gleymist í fasteignasöluferlinu en hún er nefnilega safnari eins og ég svo við reyndum að létta eins mikið á íbúðinni og hægt var. Sænsku fasteignasölurnar eru þó orðnar mjög framalega í þessum málum og koma með sína eigin hluti til að nota þó að grunnurinn sé oft frá eigendunum sjálfum, þar eru íbúðirnar einnig oft stíliseraðar frá grunni sem er að sjálfsögðu þvílíkt mikil vinna sem leggst ofan á verð íbúðarinnar. Það væri sniðugt ef það væri einhverskonar þjónusta í boði hérlendis sem byði upp á ráðgjöf fyrir söluferli fasteigna til að leiðbeina íbúðareigendum hvað þau þurfa að gera til að íbúðin verði sem söluvænlegust. Góð hugmynd fyrir núverandi fasteignasala;)

ec242262e11a106084a9a20821268a29

Og svo smá pepp inn í daginn, “Surround yourself with the people and things you love. Forget the rest, darling.”

Eigið góðan dag.

Screen Shot 2015-04-23 at 22.38.42

HEIMA HJÁ RAKEL RÚNARS ♡

HeimiliHönnunPersónulegtStofa

Ætli þetta sé ekki eitt skemmtilegasta innlitið sem ég hef birt að mínu mati, hér býr ein af mínum allra bestu og frábærustu vinkonum, hún Rakel Rúnars. Ég hef sjálf bara séð brot af heimilinu af og til á Snapchat og suðaði svo í henni að fá fleiri myndir sendar, ég er því að sjá heimilið í fyrsta skipti núna og finnst það alveg ægilega gaman. Rakel flutti nefnilega til Cardiff í haust ásamt fjölskyldunni sinni þeim Andra Ford og syni þeirra honum Emil Patrik. Rakel sem er með masterpróf í tískustjórnun og markaðsfræði (æ nó spennandi!) vinnur hjá bresku fatakeðjunni Peacocks á meðan að Andri er að taka master í Kírópraktík. Við fjölskyldan erum á leið til þeirra í heimsókn í mars og það er talið niður hér á bæ og gaman að sjá hvað það mun fara vel um okkur á þessu fallega heimili.

DSC01542

Við Rakel deilum nánast alveg sama smekk eða u.þ.b. í 90% tilfella og því ekki furða að mér þyki þetta vera æðislega smart heimili. Sófann keyptu þau nýlega en hann er frá Ilva en Rand mottan gerir ofsa mikið fyrir stofuna sem var teppalögð fyrir (bretar eru víst sjúkir í að teppaleggja allt), mér finnst þetta vera ofsalega hlýlegt að hafa teppi á teppi:)

DSC01555

DSC01538

Það verða ófáar kósýstundirnar í þessum horni ♡ Fínu myndina á veggnum keypti Rakel fyrir nokkru og viðbrögðin hjá hennar manni voru svipuð og hjá Andrési þegar hann sá plakatið mitt hahaha. -Svo skemmtilegir þessir kærastar:)

DSC01674

DSC01561

DSC01612

Ég ætla að ræna þessum fluffy púða í mars.

DSC01668

DSC01637

Herbergið hans Emils er líka æðislega fínt.

DSC01640

DSC01633

DSC01569

Rakel var einmitt að minna mig á í kvöld hvað það er fyndið að við séum svona góðar vinkonur í dag því við vorum saman í bekk í unglingadeild og þoldum þá ekki hvor aðra, ef ég man rétt þá þótti henni ég tala of mikið í tímum og mér þótti hún vera frekar mikið snobb. Sem betur fer breyttist það þó fljótlega!

Mikið verður nú gaman að koma bráðlega í heimsókn þangað.

Þið finnið hana á instagram hér: rakelrunars

-Svana