fbpx

SVARTÁHVÍTU & SMÁRALINDAR SNAPPIÐ

HeimiliPersónulegtStofa

Á morgun, laugardag verð ég með Smáralindar snapchattið og mun því þræða allar verslanir með símann minn að vopni (og mögulega Visa kortið, -djók). Ég kem til með að fara yfir allskyns fínerí fyrir heimilið og góð kaup sem finna má í verslunum Smáralindar ásamt öðru heimilis og hönnunartengdu. Núna standa yfir tískudagar og þann 6.september verður Home Decor dagur sem hljómar afskaplega vel í mínum eyrum. Notandanafnið er Smaralind.

Fylgist endilega með, þetta verður bara gaman:)

Meðfylgjandi eru myndir frá mínu snapchatti, svartahvitu síðan ég var að breyta stofunni í vikunni. Ég er nú ekki alveg búin og er enn eftir að hengja upp myndir og færa aðrar. Ég er alveg agaleg að birta bara símamyndir í þetta sinn en betri myndir verða teknar þegar allt er búið að finna sinn stað. Ég er nefnilega að vandræðast með nokkra hluti sem eru ekki að virka nógu vel, jihh ætli ég færi sófann aftur tilbaka jafnvel?

14203686_10155155878353332_272216985_o

1

14215452_10155155851483332_1253281109_o

“Sjáumst” á morgun á smaralind snapchat!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

DIY: AUÐVELD HILLA MEÐ LEÐURBÖNDUM

Skrifa Innlegg