HEIMILI SEM GAMAN ER AÐ GRAMSA Á

BarnaherbergiHeimiliSvefnherbergi

Ég veit ekki með ykkur en ég elska að gramsa… og ég er mjög forvitin að eðlisfari. Þessvegna elska ég heimili sem eru stútfull af hlutum til að skoða og spá í og þetta hér að neðan er einmitt þannig. Eins mikið af stílhreinum og minimalískum heimilum ég birti hér á blogginu þá hentar sá stíll ekki beint mér sjálfri, enda er ég of mikill safnari til þess og vil helst hafa alla hluti uppivið. Ég get alveg sokkið mér inn í þessar myndir og skoða þær aftur og aftur og finnst þetta heimili algjörlega æðislegt!

bjurfors_malmo1bm9d

Akkúrat þessi mynd hún hittir mig beint í hjartastað – þarna langar mig að vera og fá að gramsa smá haha

bm2

Sjáið hvað það stækkar rýmið að hengja spegilinn fyrir ofan sófann

bm7

Fallegur litur á veggnum, ég veit að Nordsjö hefur verið í samstarfi við helstu bloggarana í Skandinavíu og stílista og þori ég að veðja að Árný vinkona mín hjá Sérefni þekki þennan lit! Ég ætla að giska á litinn Deep Paris.

bm9 bm9a-copy

348886-27_348886-17-jpg-792929992-rszww1170-80 348886-34_348886-46-jpg-784777752-rszww1170-80 348886-18-jpg-553360712-rszww1170-80 348886-52_348886-47-jpg-756531016-rszww1170-80 bm9b

Fallegt barnaherbergið í dálítið rómantískum stíl
bm9e

Svona má svefnherbergið mitt líta út ♡

bm9f

Sjá fleiri myndir hjá Bjurfors

Þetta heimili er algjör gullmoli – og ætla ég að vista nokkrar myndir á Pinterest til að geta leitað í innblástur seinna.

Ég man ennþá tilfinninguna þegar ég hef komið inn á svona falleg “grams” heimili og ég get eytt þar tímunum saman að skoða fallega hluti. Eitt uppáhalds “grams” heimilið mitt heimsótti ég eitt sinn þegar ég var að kaupa eitthvað notað af netinu og ég heillaðist alveg upp úr skónum. Það heimili endaði svo á forsíðu H&H enda varð ég að fá að komast aftur þangað í heimsókn og þá var gott að hafa þá afsökun að starfa sem blaðamaður haha.

Er ég nokkuð ein svona klikkuð?

svartahvitu-snapp2-1

SÆTUSTU LJÓSIN Í BÆNUM

Barnaherbergi

Af og til fæ ég vissa hluti á heilann og núna eru það krúttlegar mjúkar ljósakúlu seríur sem ég rakst á í gær á búðarrölti sem eru fullkomnar í barnaherbergi. Ég hef að sjálfsögðu séð svona ljós margoft áður og þau eru sérstaklega áberandi í innlitum í barnaherbergjum þó þær henti jafnt í stofuna eða svefnherbergið. Það er eitthvað við þessa mjúku áferð sem er svo kósý og gefur hlýtt yfirbragð.

3480d88b296dcc4a7ccf2bfd8305716d 9dff54cf11e2dfc0457c7e7ae818a8a2

Seríurnar sem ég var að skoða voru í Byko Breiddinni og voru til bæði einlitaðar (svartar og hvítar) en líka í svona huggulegum blönduðum litum en þið sem eruð með mig á Snapchat sáuð mögulega frá leiðangrinum mínum þangað. Ég fékk að minnsta kosti margar fyrirspurnir varðandi nokkra hluti sem ég sýndi, með mér rötuðu heim 3 æðislegar plöntur í leiðangrinum og ein þeirra er hin eftirsótta peningaplanta sem mig hefur dauðlangað í en aldrei fundið! Þvílík gleði ♡

svartahvitu-snapp2-1

LEGO HAUSINN: FRAMHALD

BarnaherbergiPersónulegt

Ég þorði varla að segja ykkur það um daginn að ég hafi pantað mér aftur Lego geymsluhaus eftir grínið sem ég lenti í síðast, – sjá hér fyrir forvitna. Mér til mikillar gleði kom hausinn í réttri stærð í þetta sinn en ef þið horfið mjög vel á myndina þá má sjá litla hausinn þar líka;)

Screen Shot 2016-10-21 at 15.14.09

Litli hausinn er þó eftir að skemmta mér um ókomna tíð en þið gætuð ekki trúað því hvað það hafa margir gert grín af mér fyrir þessi kaup. Kaupin voru svo þess virði eftir allt saman…

skrift2

INNLIT: BJART & HRIKALEGA FALLEGT SÆNSKT HEIMILI

BarnaherbergiHeimili

Ég elska þegar ég dett inná innlit sem eru nánast fullkomin og þetta er klárlega í þeim hópi. Ofsalega björt íbúð og innbúið alveg einstaklega fallegt með fullkominni blöndu af gömlu og nýju, klassík og trendum, ég tek sérstaklega eftir ljósunum sem er ansi veglegt safn af t.d. Eos fjaðraljósið, AJ lampi, Koushi ljós og fleiri. Ég mun koma til með að skoða þetta heimili aftur og aftur í leit að innblæstri…

SFDA1DEDEA8A5564FEB940870B14629C8C2 SFD7765AA252E774875B39A128072496581 SFDE9AED94AAAAD41AFB40F104F47318CE2

Fallegur viðarbekkur við borðstofuborðið, eitthvað sem við sjáum ekki mikið af og hrikalega flottur myndaveggur á bakvið.

SFD1B122A7B2EE14ABBAC987D5A47A9096E SFD4B20A69923E643818B33C1F87B18932E

Kristalsljósakróna yfir borðkróknum – hversu smart!

SFD5AE5AF9D862D417CB3365167094754BFSFDA8AC50B9762C445A8F51683B2A371F5B

Það er ekki oft sem ég verð upptekin af tækjum og græjum, en ég gæti alveg hugsað mér svona græjusett í mitt eldhús.

SFD33BEDA3C1402450ABA2AD87D39ED8E82

Ikea Sinnerlig ljósið er að koma sterkt inn,

SFD60C2577571F040BB96FA2DFE56BA936F

Eos fjaðraljósið frá Vita er líka guðdómlegt, gæti vel hugsað mér að eiga eitt stykki.

SFD7765AA252E774875B39A128072496581SFD9288960B19A64C4289CFFD59987C0A46 SFDE6D4F35B4DE74E51836D858662CEE413SFD76BE3083D02F4F3A99AD7B01E8F9ADEBSFDD8173C2474864F82B2A4D31734B25678

Góðan dag vel raðaði fataskápur!

SFD9AE859E7323D4A79807C6833A16D9E0BSFDD53A95DB7E6B430985A456A0BE8E8165SFD1CF2D6BF9BB44E8E85A819A5446B04CE SFDD2B5D6CF0DDE423FB20906BECB8D7D10

Og svo er það unglingaherbergið… algjör draumur!

SFD14D28113CDD7427E9D150DC224C82E63

Mikið sem það kemur vel út að stilla rúminu upp í miðju herbergisins, verður dálítill prinsessu fílingur á þessu og ljósið svo toppar þetta!

SFDDB29405BE852423FA6F6A8C6122D2095

Hér sést vel hversu góð blanda af gömlu og nýju er á þessu heimili, snyrtiborðið, stóllinn og borðlampinn virka alveg einstaklega vel í þessu umhverfi í bland við ljósari liti og meira módern hönnun. Of mikið af hvorum stíl getur alveg steindrepið stemminguna að mínu mati;)

SFDDB9661D28B7C41ADA8F036BCD836170F

Og þá er það barnaherbergið sem ég er mjög skotin í…

SFD8AD8891990BA42C9A8F0257E630E268ESFD6C2C31CE5B084E41802A7EC668E9E094SFD8D1E2776D0A847898D5E30EBB99A4B80SFD795B536F1A154B92B584332D491815AB

Ein mynd af baðherberginu fær að læðast með –

SFDE68F0B4CAB1F4590B8DD06BD687F1805SFDA343DB8006D8406B8C281BF08D3ED465SFD956297ECA671428383935B843576D3EBMyndir via Alvhem fasteignasala

Jiminn einasti hversu geggjað heimili? Ég er alveg bálskotin og er ekki frá því að nokkrir hlutir hafi ratað á óskalistann minn, -í fyrsta lagi er ég enn staðfastari á því nú að “ég verði” að eignast Eos ljósið í svefnherbergið eða í barnaherbergið og má ég líka biðja um að eignast eitt stykki unglingsstelpu til að geta græjað svona drauma unglingaherbergi fyrir?:)

Frá einum uppí tíu hversu fínt er þetta heimili að ykkar mati? I loooove it

P.s. varstu búin að sjá að ég er mætt á Snapchat? Er að prófa þann fína miðil og þér er velkomið að kíkja í heimsókn á svartahvitu ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

INNBLÁSTUR: BLEIKT BARNAHERBERGI

Barnaherbergi

Ég hef alveg óendanlega gaman af því að skoða barnaherbergi og fyllist innblæstri að sjá svona fallega útbúið herbergi eins og þetta hér að neðan. “Kids room” albúmið mitt á Pinterest er þegar orðið stærsta albúmið þrátt fyrir að vera eitt af nýlegustu, með um 450 myndum af flottum barnaherbergjum. Hún Karin Boo Wikander bloggari House no.31 útbjó þessi æðislega flottu herbergi fyrir börnin sín.

IMG_7780 IMG_7784 IMG_7794

Litapallettan er algjör draumur og bleiki liturinn sérstaklega flottur. Myndin hér að neðan er af herbergi dóttur hennar áður en það var málað bleikt.

IMG_7014

Grátt og fallegt stelpuherbergi. Myndin hér að neðan er síðan af herbergi sonar hennar, greinilega smekkmamma hér á ferð.

image-6

 Myndir: House no.31

Hrikalega flott barnaherbergi!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

TOMORROW TOMORROW…

BarnaherbergiPersónulegt

Bjartur-herbergi

Tomorrow tomorrow eru orðin sem fylgdu mynd úr herberginu hans Bjarts á instagram síðunni minni um daginn. Ég nefnilega lofaði að birta loksins myndir af tjaldinu hans  sem ég gerði fyrir nokkru síðan og segja frá hvernig ég bjó það til, hann eignaðist líka nýlega Ikea leikeldhús sem ég breytti örlítið og ég ætla að sýna betri myndir af því. En það vill svo til að ég er á leiðinni til útlanda í smá sól og sumaryl og þá þurftu þessar færslur að víkja fyrir öðrum verkefnum sem biðu mín:) Ég veit þó að þið fyrirgefið mér það, ég skelli mér í þetta um leið og ég kem heim aftur. Þangað til er ég búin að tímastilla nokkrar mjög góðar færslur fyrir ykkur!  x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

BÓHEMÍSKT & FALLEGT

BarnaherbergiEldhúsHeimili

Það er aldeilis kominn tími á nýtt innlit og þetta hér að neðan er alveg æðislegt og svo mikið af skemmtilegum hugmyndum að finna og vel hugsað út í smáatriðin. Stíllinn er afslappaður með smá bóhemísku ívafi, þarna má finna uppstoppaða fugla, fallega hönnun og nóg af gömlum hlutum með sál. Ég er mjög hrifin af svona forvitnilegum heimilum, það er jú nóg að skoða þarna inni og ég er þegar búin að rýna vel í myndirnar, skoða skrautið á eldhúsveggnum, ljósaskiltið í svefnherherberginu og telja alla glerkúplana, jú þeir eru nefnilega sex talsins. Hér býr smekkkonan Karoline Vertus sem hefur augljóslega mjög gaman af því að nostra við heimilið.

Miloii1 Miloii2Screen Shot 2016-04-09 at 13.22.46 Miloii3 Miloii4 Miloii6 Miloii9 Miloii91 Screen Shot 2016-04-09 at 13.21.24Stílisti: Emma Persson / Myndir : Andrea Papini

Ég væri gjarnan til í að sjá meira frá þessari íbúð, þá meira frá svefnherberginu, baðherberginu og af ganginum. Það vekur athygli mína að það eru nokkuð ólík gólfefni í hverju rými og þónokkuð margar gólfmottur sem gefa heimilinu mjög hlýtt yfirbragð. Motturnar og flísarnar eru í þessum “marokkóska” stíl sem smellpassar algjörlega við þennan heimilisstíl. Ég gæti vel hugsað mér eina slíka mottu ásamt svona pallíettuábreiðu sem liggur á rúminu… ásamt nokkrum öðrum hlutum:)

Hvernig lýst ykkur á þetta heimili?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

PÖNDUPARTÝ

BarnaherbergiHugmyndir

Ég hef aðeins verið að skoða partýskreytingar undanfarna daga og það eru svosem nokkrar ástæður fyrir því:) Ég rakst í leiðinni á þetta geggjaða pöndu barnaafmæli sem ég á til með að deila með ykkur. Klárlega hugmynd sem hægt er að útfæra á sinn hátt og mun líklega slá í gegn í næsta barnaafmæli. Ef einhverjum þykir afmælið of litlaust fyrir sinn smekk þá er einfalt að skella blómum í vasa og bera fram ferska ávexti sem eru auðvitað ómissandi fyrir barnaafmæli.

3_Sugarcoatedevents_panda_party_bear_birthday_kids_children_monochrome_little_gatherer 12_Sugarcoatedevents_panda_party_bear_birthday_kids_children_monochrome_little_gatherer1_Sugarcoatedevents_panda_party_bear_birthday_kids_children_monochrome_little_gatherer

Fleiri myndir ásamt frekari upplýsingum um vörurnar má sjá hjá Little Gatherer.

3 hlutir sem myndu henta afar vel í slíkt þemaafmæli eru að sjálfsögðu pandahöfuðið (Petit), pandabolurinn frá Ígló & Indí (ígló&indí), og pönduplakat eftir Áslaugu vinkonu mína -fæst hjá Fóu Feykirófu.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

HELGARVERKEFNIÐ: TJALD!

BarnaherbergiDIY

Sonur minn eignaðist leiktjald í dag, en mamman ákvað að bretta upp ermarnar um helgina og sauma eitt stykki í barnaherbergið. Ég var búin að eiga efnið til í nokkrar vikur og aldrei komið mér í verkið, en svo var ég ekki nema um klukkustund að sauma það saman (tek það fram að ég er vön að sauma). Ég ætla að taka betri myndir af því þegar kósýhornið er alveg tilbúið og birti þá leiðbeiningar hvernig ég fór að. Núna þarf ég að kíkja í verslunarferð og finna til nokkra huggulega púða og teppi eða gæru til að fullkomna tjaldið. Svo er spurningin hversu lengi tjaldið fái að standa upprétt!

Screen Shot 2016-02-29 at 22.12.36

Mynd via instagram @svana_ 

P.s. ég er ennþá alltaf að gera nafnaplakötin fyrir áhugasama, sjá betur hér. 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

ÓSKALISTI BARNSINS

BarnaherbergiÓskalistinnVerslað

Ef að barnið mitt kynni að tala þá er ég viss um að þetta væru þeir hlutir sem hann myndi biðja mig um… nei ég segi bara svona, þetta er að minnsta kosti minn óskalisti fyrir son minn. Ég hef lengi verið á höttunum eftir fallegu ljósi í barnarherbergið en fundist úrvalið heldur óspennandi, þessi fugl sem settur er utan um ljósaperuna er alveg í mínum anda og ég er að íhuga að panta eitt við tækifæri. Það vantar þó á þennan lista Lego hauskúpuna sem ég hef lengi verið á leiðinni að kaupa en haldið þið ekki að þeir séu hættir í framleiðslu, og þeir hausar sem núna eru í verslunum eru þeir allra síðustu sem hægt er að næla sér í, -sönn saga. Herra Lego var víst ekki par sáttur að seldir væru afhöfðaðir Lego hausar og það sem ég er ósammála honum!

bjartur-oskalisti

Hér má annars finna sittlítið af hvoru sem heillar mig upp úr skónum og mögulega son minn líka þar sem hann hlýtur að hafa jafn góðan smekk og ég;) P.s. ekki fá áhyggjur að ég leyfi barninu ekki að hafa liti í kringum sig, það er nóg af litum í hans herbergi.

// 1. “Mikka Mús” húfa er eitthvað sem er hrikalega sætt og fer öllum börnum svo vel, Bjartur á reyndar eina afar fallega dúskahúfu en þessi fékk þó að vera með á listanum. Húfan er frá Mini Rodini og fæst hér. // 2. Tígra buxur eru möst have fyrir litla töffara og pæjur, mögulega á minn sonur of mikið af flíkum með kisuprenti á, það má:) Þessar fást í Petit, sjá hér.  // 3.  Ljósið fallega sem hannað er af Hommin studio, fæst hér. // 4. Nike strigaskór er alveg agalega gæjalegir, þeir fást í Petit. // 5. Plasthnífapör frá Design Letters gera matmálstímann örlítið smekklegri. Fást í Epal, sjá hér. // 6. Lego geymslubox, við erum með 2 stk í barnaherberginu en það fer að koma tími á eitt í viðbót undir stækkandi dótasafnið, fæst í Epal. // 7. Eitt fallegasta teppi sem ég hef séð og íslensk hönnun í þokkabót. Panda teppið er frá Ígló+Indí og er fullkomið á rúmið, fyrir ferðalagið og uppá punt. Fæst hér. 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111