fbpx

TREND: VEGGFÓÐUR Í BARNAHERBERGIÐ

BarnaherbergiSamstarf

Veggfóðruð barnaherbergi eru alveg einstaklega sjarmerandi. Í dag eru veggfóðrin gjarnan með rómantískum blæ og eru fallega myndskreytt með ævintýralegum teikningum, blómum, plöntum og dýrum. Það er aðeins annað en var þegar ég var yngri, en þá var afskaplega vinsælt að veggfóðra barnaherbergin og jafnvel sjálft heimilið, eldhúsið eða baðherbergi. Þá voru veggfóðrin þó aðeins litríkari og jafnvel skreytt prinsessum og öðrum teiknimyndafígúrum, oft á breiðum veggfóðursborða sem lagður var þvert yfir miðjann vegginn. Núna er algengt að skipta upp veggnum með vegglistum og veggfóðra þá annan helminginn og mála hinn helminginn í lit sem passar við. Hvort sem þú velur að veggfóðra einn vegg eða alla, hálfa veggi eða heila, þá verður útkoman án efa dásamlega falleg eins og sjá má á þessum myndum. Heildarmyndin verður eitthvað svo miklu notalegri ♡

Þessi hér að neðan eru í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir barnaherbergið en þau eru öll frá Sérefni.

Newbie-línan frá Boråstapeter er ótrúlega vinsæl í barnaherbergi og einkennast þau af mildum litum og dásamlegum myndskreytingum. Sjáið hvað þetta er krúttlegt!

Þetta blómaskreytta veggfóður er æðislegt, heitir Alice’s garden frá Rebel Walls. “Orkídeur, alpafjólur, drottningafíflar og bergsóleyjar. Ljós bakgrunnurinn magnar upp skarlatsrauðu, bleiku og hvítu litina í þessu fallega mynstri.”

Bunny Field frá Rebel Walls. “Forvitnar kanínur leika sér á milli safaríkra túnfífilslaufa og maríubjalla. Vatnslitamynstrið er með fíngerðum línuteikningum og hefur milt og notalegt yfirbragð.”

Della Coral frá Sandberg er fallega skreytt neðansjávardýrum og er í mildum litum sem passa við allt.

Ég elska allt bleikt og fugla – svo þetta Flamingo veggfóður frá Cole & Son er æðislegt. “Flamingóarnir er enn ein vinsælasta hönnun Cole and Son, með sínum heillandi og svolítið yfirlætislegu fuglum.”

Eruði að sjá hvað hægt er að skapa algjöra draumaveröld í herbergi barnsins. Þetta heitir Giraffe’s stroll og er frá Rebel Walls.

Meadow frá Boråstapeter er svo fallegt en þetta er svona veggfóðursheilmynd sem þekur vegginn skreytt sætum kanínum, blómum, laufblöðum ásamt smáfuglum og fleiri dýrum.

Hvalirnir frá Boråstapeter er klassískt veggfóður og afskaplega vinsælt í barnaherbergi í dag. “Hvítir hvalir synda um á sandlitum bakgrunni. Veggfóðrið er sérstaklega hannað af sænska lífsstílsmerkinu Newbie fyrir Boråstapeter.”

Fallegt ekki satt? ♡ Fyrir áhugasama þá er hægt að skoða öll þessi veggfóður nánar hjá Sérefni og svo miklu fleiri en þau sem ég tók saman.

ÓTRÚLEG BREYTING Á EINFÖLDUM SKÁP

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Ellen Björg

    27. September 2022

    Yndislegt ♡