fbpx

ÓTRÚLEG BREYTING Á EINFÖLDUM SKÁP

DIYSamstarf

Ég elska að sjá svona flott verkefni þar sem fyrir og eftir myndirnar eiga nánast ekkert sameiginlegt en hér má sjá hvernig einföldum Ikea skáp er umturnað með veggþiljur og málningu að vopni. Ég er algjörlega með svona veggþiljur á heilanum og er að láta mig dreyma um hvaða rými hér heima ég geti valið til skreyta með svona smá áferð. Ótrúlega skemmtileg og einföld lausn sem hægt er að setja á veggi, innréttingar, hurðar og fleira!

VÁ!

Myndir frá @melanielissackinteriors & @oracdecor 

Þvílíkt skemmtileg breyting sem væri gaman að leika eftir. Fyrir áhugasama þá eru þessar og svo margar fleiri Orac Decor veggþiljur í ólíkum áferðum til hjá Sérefni – smelltu hér – til að skoða úrvalið. Það er aldeilis hægt að láta hugann reika varðandi skemmtileg verkefni sem má nota svona í!

FALLEGUSTU "JÓLA"STJÖRNURNAR ÁR EFTIR ÁR

Skrifa Innlegg