BÚSTAÐURINN : NOKKRAR MYNDIR

Persónulegt

Það hefur líklega ekki farið framhjá ykkur sem fylgist með að fyrir nokkru síðan kom lítill og fallegur bústaður í fjölskylduna og núna loksins er að koma ágætis mynd á hann. Það finnst varla duglegri maður en hann pabbi minn og hefur hann staðið í ströngu að gera upp bústaðinn og er hann jafnvel í huganum strax farinn að huga að stækkun, en hann er einn af þeim sem þarf aldrei að hvílast. Við hinar, ég, mamma og systir mín ætlum meira að passa upp á að það verði huggulegt hjá okkur sem það er nú aldeilis að verða. Enn er nú ýmislegt sem á eftir að týnast til, ég vona að fallegu flísarnar okkar verði lagðar næstu helgi á anddyrið og gestaskúrinn verði parketlagður og málaður sem fyrst. Við systurnar skiptum helginni á milli okkar þar sem foreldrar mínir tóku eina helgi í frí frá bústaðarvinnu og vorum við Andrés og Bjartur því ein að dúlla okkur þarna í dag. Algjör draumadagur ♡

Bústaðurinn var allur málaður með litnum Soft Sand sem við fengum í Sérefni. Það hafa verið tekin yfir 500 skjáskot af þessum lit þegar ég set hann á Svartahvitu snappið svo þessi litur verður án efa afar heitur í sumar! Það kemur reyndar alls ekki á óvart því hann er þessi fullkomni neutral litur sem passar við allt, ég þekki nokkrar sem eru að mála með þessum lit núna, svo ég mæli að minnsta kosti með að fá prufu hjá Sérefni ef þú ert að leita af mildum og fallegum lit.

Bekkinn keypti mamma í Hugmyndir og heimili en þaðan er einnig stofuborðið, þið sem hafið ekki kíkt við hjá þeim ættuð að skella því á listann ykkar. Eldhúsborðið var keypt notað og Mæðradagsplattarnir koma svo fallega út á veggnum. Mestmegnið af hlutunum í bústaðnum eru notaðir eða eitthvað sem þegar var til sem gerir litla bústaðinn svo kósý þrátt fyrir að vera ekkert endilega tilbúinn.

Pabbi málaði Ikea Lack vegghillurnar sem eru upphaflega úr unglingaherberginu mínu í sama lit og veggurinn og kemur það alveg ótrúlega vel út. Fyrst voru þær grunnaðar og svo málaðar. Reyndar voru þær einnig styttar til að passa á vegginn, en ég vil benda á að þessar hillur eru nánast holar að innan svo þær þurfa þá að mæta vegg, en þetta er góð lausn fyrir þá sem eiga nú þegar til svona hillur en vilja breyta til. Hér er þó eftir að bæta við ýmsu punti …

Parketið er algjört bjútí, það er reyndar mikið hlýrra /meira út í brúnt en það virkar á þessari mynd. Það heitir Hardy Oak harðparket og er frá Byko en þið getið nálgast allar upplýsingar + verð hér. Fallegi Sunrise bakkinn sem vinkona mín og vöruhönnuðurinn Anna Þórunn hannaði smellpassar í bústaðinn, en sætu bleiku krúsirnar fékk ég í A4 en þær eru frá Bloomingville.

Innréttinguna keyptu foreldrar mínir í Ikea en borðplatan er frá Byko. Þarna á eftir að bæta við höldu undir vaskinn en þó það sé ekki skúffa finnst ykkur ekki smá truflandi að það sé engin halda? Glerskápurinn hvíti var síðan keyptur notaður á Bland og er fullkominn undir fína bleika stellið sem sum ykkar hafið séð á snappinu.

Instagram reikningurinn minn fær að fylgja með í þetta sinn en þið finnið mig þar undir nafninu svana.svartahvitu ♡ Vonandi áttuð þið góða helgi, ég fer að minnsta kosti endurnærð inn í komandi viku en ég þurfti einmitt á því að halda! x Svana

ARNA & SIGVALDI: BAÐHERBERGIÐ TILBÚIÐ!

Baðherbergi

Það er aldeilis baðherbergjaþema í gangi hér á blogginu mætti segja og er því alveg tilvalið að sýna ykkur núna lokaútkomuna hjá þeim Örnu og Sigvalda sem við höfum fylgst með taka í gegn þeirra fyrstu íbúð. Stóra baðherbergjafærslan sem ég birti í gær -sjá hér- er að slá öll met og lítur út fyrir að okkur vanti bara smá loka spark í rassinn til að hefjast handa. Þó leggja ekki allir í svona miklar framkvæmdir eins og þau Arna og Sigvaldi en það er alltaf gott að fá innblástur!

1-400x627

Segðu okkur Arna hvað er að frétta frá því síðast? Núna erum við Sigvaldi loksins búin að taka í gegn alla íbúðina, eða það sem við ætluðum okkur að gera frá því við fluttum inn. Fyrir um ári síðan gerðum við smá bráðabirgða breytingar á baðherberginu en planið var alltaf að fara svo seinna í stærri breytingar sem nú hafa loksins átt sér stað. // Sjá færsluna hér.

Hvað er það helsta sem þið breyttuð núna? Við tókum út baðkarið og settum sturtu og skiptum einnig um vask og blöndunartæki ásamt því að flísaleggja.

17409464_10154461371071238_785654280_n

Hvaðan fenguð þið hugmyndir um útlit á baðherberginu? Þegar við byrjuðum á að fara yfir hugmyndir og útfærslur um hvernig við vildum hafa baðherbergið kom Pinterest og Instagram að góðu gagni. Sem betur fer erum við Sigvaldi oftast á sama máli með stílinn á heimilinu og því ekki erfitt fyrir okkur að vera sammála um hvað við viljum og hvað ekki.

Hvaðan völduð þið innréttingar og gólfefni? Við enduðum á að kaupa allt í BYKO, við byrjuðum á að kíkja á tilboðsdaga sem þá voru í gangi og skoðuðum úrvalið. Áður en við vissum af vorum við búin að finna allt sem okkur langaði í á baðherbergið og þökk sé Ástu snillingi hjá þeim að þá var þetta fljótt að smella saman, okkar sýn var komin á pappír og allt í takt við fjármagnið sem við vorum tilbúin að eyða í baðherbergið.

Eftir að við vorum búin að taka allar ákvarðanir með útlitið á baðinu fórum við aftur í Byko og fengum lokatilboð í allan pakkann, frá leigu á búnaði sem við þurftum í framkvæmdirnar yfir í blöndunartækin og flísar … og vá þvílíkur lúxuuuus að fá þetta allt bara á sama staðnum!

Er einhver sérstök hugsun á bakvið litaval og annað? Baðherbergið hjá okkur er ekki stórt auk þess sem það er gluggalaust, svo dökkir litir voru strax teknir út af borðinu til að minnka ekki rýmið og til halda einhverri birtu þarna inni. Við vildum hafa kósý inná baði og hafa þetta stað sem væri hlýr og notalegur.

1

Liturinn sem þau völdu á flísarnar var grár sem passar einnig vel við litinn á parketinu í íbúðinni.

4

Hvernig gengu svo framkvæmdirnar fyrir sig? Sigvaldi byrjaði á að strípa niður allt baðherbergið og vá hvað það kemur mikið ryk! Við mælum með fyrir alla sem ætla að fara í svona framkvæmdir að hafa mjög góða iðnaðarryksugu og plasta allt vel því það kemur ryk á staði sem þú vissir að væru ekki til. Við byrjuðum fyrsta daginn á að nota heimilisryksuguna og komumst fljótt að því að það væri ekki málið útaf fína rykinu sem kom og fórum því og leigðum góða iðnaðarryksugu í Byko sem létti okkur lífið talsvert.

Allavega… eftir að búið var að taka dúkinn, pússa allt niður og taka eins mikið ryk í burtu og hægt var að þá var byrjað að grunna veggina og gólfið með rakavörn. Eftir það hófst múrvinnan og gerð á sturtubotninum. Við vorum svo heppin að fá Alla (Alexander Óðinsson) vin hans Sigvalda sem starfar sem múrari til að koma og sýna okkur réttu handtökin við múrverkið en það er mjög mikilvægt að fá leiðbeiningar frá einhverjum sem er með þekkingu í að múra til að aðstoða við múrverkið því það er grunnurinn að þessu öllu saman og skiptir gríðalega miklu máli að það sé vel gert. Eftir góða kennslustund og múrinn kominn á þá var næst sett vatnsþéttifilma í allar kverkar eftir að Sigvaldi var búinn að setja upp falskan vegg meðfram lögnunum. Þar á eftir setti hann tvær umferðir af vatnsþéttifilmu á veggina og það látið þorna. Undirbúningsvinnan var mun tímafrekari en við bjuggumst bæði við en hún er mjög mikilvæg uppá að það komi ekki lekaskemmdir/rakaskemmdir undir flísarnar svo þessi vinna var vonandi öll þess virði.

Flísavinnan kom síðan mun betur út en við þorðum að vona enda algjört tilraunaverkefni hjá okkur. Lykilatriðið er að vera rosalega þolinmóður því þetta var mikil vandvirknisvinna og ég get ekki verið stoltari af Sigvalda að hafa náð að gera þetta sjálfur!

2-copy

Flísarnar sem við völdum heita Sintesi Eliementi Grigo og eru með mjög litla vatnsdrægni. Fúgan sem okkur var ráðlagt að nota er svo með vörn gegn bakteríum, sveppum og myglu og hentar því vel á baðherbergi, hún fékkst einnig í Byko.

Hvers vegna sturtu í stað baðkars? Ég er mikill aðdáandi að stílhreinum og stórum opnum sturtum og hafði áður leigt hús sem var með tvöfaldri risastórri walk in sturtu sem mig langaði svo mikið í. En þar sem við vorum með ákveðið budget í þetta verkefni þá þarf maður að minnka kröfurnar á sumum stöðum. Þar sem við vorum að nýta lagnir sem voru fyrir og vildum sleppa við að færa þær þá komumst við að samkomulagi um að hafa opna einfalda sturtu með stórum sturtuhaus. Við vildum bæði hafa sturtuna opna og með gleri en ekki hengi til að rýmið væri nýtt sem best og væri sem stílhreinast.

3-copy

Blöndunartækin sem þau völdu eru öll frá merkinu Grohe.

Hvernig gekk að koma öllu vel fyrir á þessu litla baðherbergi? Vaskurinn og innréttingin var smá höfuðverkur fyrir okkur í byrjun þar sem við erum með lítið pláss til að leika með en það voru til svo margar fallegar og stærri innréttingar sem okkur langaði í sem einfaldlega pössuðu ekki inná baðherbergið. Við vildum þó halda rýminu stílhreinu og skoðuðum mikið af vöskum og litum á innréttingu en enduðum alltaf í hvítu. Við fundum í Byko ferðinni þegar við vorum að velja flísarnar þennan vask og innréttingu sem hentaði mjög vel í rýmið og var á fínu verði svo við vorum ekki að velta þessu mikið meira fyrir okkur og erum við bara mjög sátt með hvernig þetta kom út.

Hvernig er svo tilfinningin að vera loksins búin? Í heildina litið erum við hrikalega sátt með útkomuna, við náðum þeim markmiðum sem við lögðum upp með, þ.e. að stækka rýmið, gera baðherbergið notarlegt og halda okkur innan budgets. Þeir þættir sem hjálpuðu okkur mest eru líklegast aðstoð Alla múrara við grunninn á baðherberginu, Youtube myndbönd og öll þessi ráðgjöf sem við fengum frá snilldar starfsfólki í Byko. Við Sigvaldi erum nefnilega ekki iðnmenntuð en erum að reyna að krafsa okkur í gegnum það að gera upp íbúð sjálf og það að geta gengið inn í verslun og fengið svör við því sem þér vantar er ómetanlegt og því vert að taka fram, því það eru svo sannarlega ekki allar verslanir sem eru með þá þjónustu eins og við vitum líklegast flest.

// Ég samgleðst þeim alveg innilega að vera loksins búin í framkvæmdunum og íbúðin orðin svona glæsileg, en eins og áður hefur komið fram þá voru allar breytingarnar gerðar í skrefum en ekki allt í einu svo verkin og kostnaðurinn voru yfirstíganlegri. Þeim tókst líka að klára allt í tæka tíð en það eru ekki nema örfáar vikur í að þau eignist sitt fyrsta barn og geta því verið róleg í hreiðurgerð. Takk elsku Arna og Sigvaldi fyrir að leyfa okkur að fylgjast með ♡

Næstu framkvæmdarfærslur verða svo af fjölskyldubústaðnum sem við erum á fullu að taka í gegn og einhver ykkar hafa þegar fengið að sjá smá af á Svartahvitu snappinu.

svartahvitu-snapp2-1

ARNA & SIGVALDI: ELDHÚSIÐ REDDÝ!

DIYHeimili

Þá er loksins komið að fleiri fréttum af vinum mínum þeim Örnu og Sigvalda sem hafa verið að taka í gegn sína fyrstu íbúð. Núna er eldhúsið loksins orðið tilbúið og er útkoman glæsileg, það er ótrúlega gaman að skoða núna fyrstu myndirnar frá því að þau keyptu íbúðina og sjá eldhúsið sem var áður – rosaleg breyting. Breytingarnar á heimilinu hafa verið gerðar í skrefum en þau helltu sér ekki í það að rífa allt út strax heldur spara fyrir næsta skrefi sem er mjög skynsamlegt en það eru nokkuð stór verkefni að kaupa nýtt gólfefni á íbúð ásamt því að skipta út eldhúsi og baðherbergi. Ef þið smellið hér að neðan á taggið “Arna & Sigvaldi” þá getið þið lesið allar færslur sem birst hafa um breytingarnar frá upphafi og þau eru aldeilis ekki hætt.

En kíkjum á fyrir og eftir myndirnar,

2

Hér má sjá eldhúsið fyrir breytingar, mjög þröngt og illa skipulagt og þessi græni litur er einnig ekki að skora mörg stig það má alveg viðurkennast. Á þessari mynd má einnig sjá dúkinn sem var áður á gólfinu en núna hefur verið lagt fallegt parket og má sjá færsluna um það hér.

6

Það að rífa út eldhúsið “stækkaði” íbúðina töluvert og ég tala nú ekki um hvað svona breytingar hækka einnig verðgildi íbúða. Þau gerðu allar breytingarnar sjálf og fengu til liðs við sig fjölskyldu og vini til að aðstoða við ýmislegt svo kostnaður hélst í lágmarki.

7

Segðu okkur aðeins frá eldhúsinu Arna?

Þegar við Sigvaldi skoðuðum íbúðina okkar fyrst fyrir kaupin sáum við rosalega mikið tækifæri í breytingum á eldhúsinu. Eldhúsið var áður lokað af með millivegg á milli þess og borðstofunnar sem gerði bæði eldhúsið mjög lítið og þröngt sem og nánast engin lýsing komst í eldhúskrókinn. Eftir að við keyptum var fyrsta skrefið okkar að brjóta niður millivegginn og opna þannig rýmið. Við erum bæði mjög skotin í opnum rýmum en ekki öllu hólfuðu niður.

15970655_10154073909771781_152875149_n

Og þá eru það eftir myndirnar, VÁ!

16117918_10154089928581781_1220086664_n

Það tók okkur dágóðan tíma að velja hvernig við vildum nákvæmlega hafa eldhúsið en vorum bæði á sömu blaðsíðu með að hafa það hvítt, höldulaust og stílhreint. Við kíktum í margar verslanir og enduðum með að nýta okkur þá frábæru ráðgjöf sem okkur var veitt hjá HTH (Ormsson). Rakel sem aðstoðaði okkur þar var strax á sömu blaðsíðu og við og kom með fullt af góðum punktum sem betrumbætti okkar sýn á hönnunina. Við vildum t.d. ekki hafa neina efri skápa á lengri veggnum svo hún kom með mjög góða lausn á hvernig nýta mætti best allt skápapláss og bættum við svo hillum í hornið sem er mjög þægilegt að hafa fyrir fínni glösin og kaffikönnurnar án þess að það sé of áberandi. Aðal kosturinn við það að hafa valið HTH innréttingu er að við þurfum ekki að setja hvern einasta skáp eða skúffu saman – það kemur nefninlega uppsett og þá þarf maður „bara“ að pússla og passa uppá að mælingar séu 100% . Við fengum með okkur vin sem er húsgagnasmiður og mælum eindregið með því að þeir sem ætli að setja þetta upp sjálfir í fyrsta skipti fái einhverja aðstoð því þetta er mjög mikil vandvirknisvinna (takk Andrés). Annar kosturinn við að versla hjá HTH er að það seljast líka raftækin í sama húsnæði s.s hjá Ormsson. Við nýttum okkur það og versluðum AEG vörur sem við erum hæst ánægð með, sérstaklega fallega helluboðið því við vildum hafa það eins stílhreint og hægt væri, s.s ekki með útistandandi tökkum eða merkingum á heldur er það alveg svart og mjög auðvelt í notkun.

15934570_10154073909991781_149578980_n16117394_10154089928421781_270143074_n

Breytingarnar á íbúðinni eru örugglega hvað mestar eftir að við tókum eldhúsið í gegn sem við erum hæst ánægð með. Það er virkilega þægilegt í eldamennskunni að hafa þetta allt svona opið og nóg af borðplássi, tala nú ekki um að hafa ofninn í vinnuhæð (s.s að þurfa ekki að beygja sig niður til að setja steikina inn).

Í lokin ákváðum við að setja upp meiri lýsingu fyrir ofan eldhúsbekkinn og völdum við ljós frá Rafkaup. Það að setja upp lýsingu var smá basl því við vorum ekki með neitt tengi á veggnum og vildum ekki fara í það að brjóta upp og leggja rafmagn heldur var alltaf ætlunin að gera þetta eins einfalt og hægt er. Þá var okkur bent á eina mestu snilld sem við höfum uppgötvað og það er þráðlaus rofi. Við gátum þannig samtengt ljósin inná þráðlausan ljósarofa sem tengdur er í rafmagn og erum þá með sér slökkvara til þess að slökkva og kveikja á þeim ljósum sem eru fyrir ofan bekkinn sem er meira að segja með dimmer, sem við erum alls ekki að hata!

15970797_10154073909766781_1301477626_n 15995940_10154089928576781_993336889_n15942212_10154073909941781_390861446_n15970244_10154073909011781_1983641449_n

Hvað er þá næst á dagskrá?

Núna er svo bara að finna fallegar myndir í ramma til að bæta á langa vegginn og þá ætti eldhúsið nokkurnveginn að vera tilbúið. Þar á eftir tekur við final breytingin á baðinu sem okkur hlakkar rosalega til að komast í. Við gerðum þarna í fyrra smá breytingar á baðinu til að hafa til bráðabirgða og nú loksins munum við breyta baðherberginu alla leið. Við erum byrjuð að skoða í verslanir og skoða á fullu á Pinterest og Instagram hugmyndir af fallegum baðherbergjum. Við skoðum það reglulega til að fá hugmyndir, kannski ekki Sigvaldi jafn mikið og ég hehe, en það er ábyggilega sniðugasta leiðin til að byrja á ef maður er í framkvæmdarhugleiðingum því það er hægt að fá svo hrikalega margar góðar og flottar hugmyndir sem eru oft ekki jafn flóknar í framkvæmd og maður heldur.

– Virkilega flott breyting og þvílíkur munur á íbúðinni með svona bjart og fallegt eldhús. Núna er ég orðin mjög spennt að sjá hver útkoman með baðherbergið verður og hvernig væri nú ef ég kíkti bara í heimsókn með snappið og skoðum breytingarnar live! Hann Andrés minn hjálpaði eitthvað til með að setja upp eldhúsið þeirra og ætla ég því að fá Sigvalda lánaðann í nokkur verk þegar ég kemst einn daginn yfir svona íbúð sem þarfnast breytinga haha:) Þetta hlýtur að vera alveg ótrúlega skemmtilegt verkefni að breyta heimilinu svona mikið en á sama tíma mjög krefjandi. Ég er búin að kíkja í heimsókn til þeirra eftir að eldhúsið varð klárt og er mjög hrifin af þessum innréttingum, hrifnust er ég af því að fella ískápinn inn í innréttinguna og eigum við að ræða þessa tvo ofna? Eitthvað hlýtur nú að vera bakað og eldað á þessu heimili ♡

svartahvitu-snapp2-1

INNLIT HJÁ ÖRNU & SIGVALDA

DIYHeimili

Áfram höldum við að fylgjast með þeim Örnu og Sigvalda sem eru á fullu að standsetja fyrstu íbúðina sína, þau eru nú þegar búin að taka baðherbergið í gegn, skipta um gólfefni fyrir glæsilegt parket og eru núna búin að koma stofunni í flott stand með nýjum sófakaupum og svartmáluðum gluggakörmum. Miðað við lestrartölurnar á þessum færslum þar sem ég hef sýnt frá þessu ferli þá virðist vera alveg gífurlegur áhugi fyrir svona efni og þessvegna ákvað ég að taka stöðuna á þeim enn einu sinni:)

IMG_0896

Jæja Arna segðu okkur núna hvað er nýtt að frétta af heimilinu? Það er helst að stofan er orðin tilbúin, eftir að hafa tekið niður vegginn inní eldhúsi þá voru við komin með mjög stórt og opið rými miðað við hvernig þetta var allt áður og eftir að hafa málað og sett glæsilega parketið okkar var íbúðin björt og hlýleg. Með því að hafa ljósa parketið gátum við leikið okkur frekar með dekkri liti í húsgögnum og vildum við því einhvern fallegan en þægilegan sófa í stofuna því við erum jú ekki með sér sjónarpshol í íbúðinni.

Við þurftum því að leita af frekar stórum sófa sem væri samt snyrtilegur og þægilegur til að liggja í. Við fórum í milljón verslanir og skoðuðum allt milli himins og jarðar. Vinkona mín benti mér á að kíkja í Pier því hún átti sófa þaðan sem hún sagði að væri uppáhalds húsgagnið sitt heima hjá sér. Leið okkar lá því í Pier og vorum við ofsalega heppin með afgreiðslustelpu sem sökk sér alveg í það með okkur í pælingum og útfærslu, mér leið í smá stund eins og hún væri líka að kaupa sófann með okkur sem var góð tilfinning:) Sófinn sem við völdum heitir Polo en hann passar svo ótrúlega vel heima því hann er með 2 tungum svo hann lokar pínulítið af rýmið en ekki þannig að það minnki neitt rýmið. Við getum því núna tekið vel á móti gestum án þess að allir sitji ofaní hvor öðrum og svo fá allir sitt pláss til að horfa á sjónvarpið. Við völdum dökkgrátt áklæði aðalega upp á þrif og fleira að gera en við fengum fljótt áskorun með þann part þegar nágrannaköttur skreið inn eina nóttina og hafði það huggulegt í sófanum og skyldi eftir hálfan feldinn og skítug fótspor um sófann hahaha … sem betur fer var auðvelt að ná þessu úr með blautri tusku og smá sápu:)

 3

Hvað kom til að þið máluðuð gluggakarmana svarta? Þeir voru hvítir, en eftir að rýmið opnaði svona mikið langaði okkur að gera eitthvað öðruvísi við gluggana. Ég lá á Pinterest og rambaði þar á íbúð sem var með svörtum gluggakörmum og þá var ekki aftur snúið. Þetta var auðvitað smá áhætta að mála svart því ef þetta hefði misheppnast þá tekur um 3-4 umferðir að ná aftur hvíta litnum. En sem betur fer erum við rosalega ánægð með gluggana og finnst þeir skerpa smá heildarlúkkið í þessu rými, gera hana aðeins meira kósý og öðruvísi.

41

Diskarnir á veggnum er örugglega uppáhalds “hornið” mitt í stofunni. Báðar ömmur mínar voru með þessa diska heima hjá sér þegar ég var lítil og var ég alltaf að spá í þeim og hafa þeir því mikið tilfinningalegt gildi hjá mér. Við vildum ekki alveg fara í það að raða þeim eins og ömmur mínar gerðu og örugglega fleiri á þeim tíma (í beinni línu efst á veggnum) og var því farið í rannsóknarvinnu á Pinterest að sjálfsögðu. Við skoðuðum nokkar útgáfur sem við vorum sammála um og prófuðum að raða eins og eftir okkar höfði með þvi að teikna diskana á pappír og þá líma pappírinn á veginn til þess að finna út hvað okkur fannst flottast. Litirnir í diskunum gera mikið fyrir íbúðina en við vorum svolítið dottin í svart, hvítt og grátt og kemur þá þessi blái rosalega vel með sem “auka” litur og erum við því núna að skoða fleiri bláa hluti til að setja inná heimilið til að tóna við vegginn.

IMG_0898

Vegna fyrirspurna um parketið þá læt ég fylgja með aftur upplýsingar um það:

Hvaðan er parketið? Við vorum bæði mest skotin í parketum frá Birgisson en þau eru með ekkert smá mikið úrval af parketum og í öllum verðflokkum. Um leið og við gengum inn var tekið vel á móti okkur og fengum góða fræðslu um hvernig parket við ættum að skoða útfrá okkar aðstæðum, en við vildum einmitt parket sem við gætum sett á alla íbúðina og líka inn í eldhús. Útfrá því fór starfsmaðurinn með okkur yfir svona helstu staðreyndir um þau parket sem við vorum búin að gjóa augum að sem var mjög þægilegt þar sem við vissum lítið sem ekkert um þetta.

Hvað fannst þér mikilvægt að hafa í huga við valið? Parketið sem við völdum okkur var á viðráðanlegu verði en samt svo fallegt og tók það okkur ekki langan tíma að staðfesta kaup á því. Parketið er s.s 10mm harðparket og heitir Vermont Oak White, en þetta er glæsilegt alhvíttað eikarlíki. Okkur fannst skipta máli að hafa parket sem myndi endast vel og ekki rispast auðveldlega en við erum stundum með fósturhundinn okkar hana Birnu og viljum geta leikið við hana án þess að vera að stressast með gólfið.


2

Stofan er orðin hin glæsilegasta og ég er ekki frá því að þau eigi skilið smá pásu frá framkvæmdunum áður en ráðist verður í eldhúsframkvæmdir en það er víst næst á dagskrá! Efst í færslunni er að finna linka yfir í færslurnar sem sýna allt ferlið og myndir af íbúðinni fyrir framkvæmdir. Ef ykkur líkar við svona verkefni þá megið þið endilega smella á like hnappinn hér að neðan, ég er nefnilega að fylgjast með annari vinkonu minni taka baðherbergið sitt í gegn á ódýran og “auðveldan” hátt:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

ARNA & SIGVALDI: PARKETIÐ

DIYFyrir heimilið

Það er aldeilis kominn tími til að taka aftur stöðuna á þeim Örnu og Sigvalda sem hafa verið að gera upp íbúðina sína. Síðan síðast þá hafa þau skipt út gólfefnum fyrir fallegt parket ásamt því að fjárfesta í nýjum sófa. Það er orðinn þvílíkur munur á íbúðinni þó svo að enn sé nóg eftir af verkefnum, en næst verður það eldhúsið. Ég ásamt svo mörgum öðrum hef einstaklega gaman af því að fylgjast með svona framkvæmdum og er sannfærð um að þessar færslur geti komið mörgum að góðu gagni sem eru eða ætla að skella sér í framkæmdir á heimilinu.

Segðu okkur hvað þið hafið verið að gera síðan síðast? Þegar við Sigvaldi keyptum íbúðina var hún með brúnum dúk á gólfinu en það var einmitt þar sem við sáum sem mestu möguleikana. Við fórum strax að skoða okkur um í helstu parketverslunum hér á höfuðborgarsvæðinu og fengum endalaust af prufum og upplýsingum. Við vorum sem betur fer bæði sammála um að við vildum ljóst en hlýtt parket svo það var fínt upphaf á leitinni.

Hvaðan er parketið? Við vorum bæði mest skotin í parketum frá Birgisson en þau eru með ekkert smá mikið úrval af parketum og í öllum verðflokkum. Um leið og við gengum inn var tekið vel á móti okkur og fengum góða fræðslu um hvernig parket við ættum að skoða útfrá okkar aðstæðum, en við vildum einmitt parket sem við gætum sett á alla íbúðina og líka inn í eldhús. Útfrá því fór starfsmaðurinn með okkur yfir svona helstu staðreyndir um þau parket sem við vorum búin að gjóa augum að sem var mjög þægilegt þar sem við vissum lítið sem ekkert um þetta.

Screen Shot 2016-04-06 at 11.55.25

Hvað fannst þér mikilvægt að hafa í huga við valið? Parketið sem við völdum okkur var á viðráðanlegu verði en samt svo fallegt og tók það okkur ekki langan tíma að staðfesta kaup á því. Parketið er s.s 10mm harðparket og heitir Vermont Oak White, en þetta er glæsilegt alhvíttað eikarlíki. Okkur fannst skipta máli að hafa parket sem myndi endast vel og ekki rispast auðveldlega en við erum stundum með fósturhundinn okkar hana Birnu og viljum geta leikið við hana án þess að vera að stressast með gólfið.

fyrir1

“Þegar það kom að velja undirlag vorum við alveg útá túni og það var akkurat þar sem ég er þakklátust í dag fyrir ráðleggingarnar Óttars hjá Birgisson. Við vorum fyrst ekkert viss með að eyða eitthvað rosalega í undirlag þar sem það sést nú hvort eð er ekki en hann var alveg staðfastur á því að ef við ætluðum einvhersstaðar að spara að þá væri það ekki í undirlaginu. Við tókum hans ráðleggingum og tókum því gott undirlag og þar sem við búum í fjölbýli þá getum við ekki sagt að við sjáum eftir þeirri ákvörðun þar sem hljóðeinangrunin er miklu betri og mýktin varð einhvernveginn miklu betri við að ganga á gólfin.”

12476782_10153371189971781_763106765_o 12894591_10153371189821781_2103072051_o

“Þegar kom að því að parketleggja þá var Sigvaldi sem betur fer búinn að gera þetta nokkrum sinnum áður og gátum við því gert þetta sjálf, en okkur fannst mjög mikilvægt að geta haft möguleikann á að gera þetta sjálf, þó ég mæli ekki með því nema að fólk kunni eitthvað fyrir sér í þessum málum. Eftir að við parketlögðum þá varð strax svo mikill munur á íbúðinni, en okkur finnst parketið alveg gera heildarsvipinn og gera íbúðina svo hlýja og fína.”

undirlag2

3

 Hér er fallega parketið komið á gólfið og búið að mála gluggakarmana! Þvílíkur munur ♡

6

Mér fannst mjög áhugavert að heyra frá Örnu þetta með parketundirlagið og það að búa í fjölbýli, en það vill svo til að ég bý einnig í fjölbýli og er með plastparket á gólfinu en undirlagið er svo lélegt (ef það er nokkuð undirlag) að það heyrist svo gífurlega mikið á milli hæða að það er einn stærsti ókosturinn við það að búa hérna. Ég læt fylgja með eina detail mynd af parketinu hér að neðan, ég er mjög skotin í þessu þó svo að ég hafi núll vit á parketum:)

5

Ég tók svo mikið magn af myndum þegar ég kíkti í heimsókn til Örnu að þær komast ekki fyrir allar í einni færslu og því verður innlit í stofuna til þeirra birt í annarri færslu! En þvílíkur munur á íbúðinni eftir að dúkurinn var rifinn af, þetta hefði líka klárlega verið eitt það fyrsta sem ég hefði gert, að skipta út gólfefninu enda lítil prýði af brúnum dúk í stofunni hjá sér:)

Smellið endilega á like hnappinn ef þið viljið fylgjast betur með framkvæmdunum hjá Örnu og Sigvalda!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

ARNA & SIGVALDI // BAÐHERBERGIÐ FYRIR & EFTIR

DIYHeimili

Það eru aldeilis kominn tími á nýjar fréttir af ofurparinu Örnu og Sigvalda sem hafa undanfarið verið að taka í gegn sína fyrstu íbúð. Það hefur verið nóg að gera hjá þeim en þar sem að Sigvaldi starfar sem sjómaður eru teknar pásur inni á milli frá framkvæmdum. Það sem er núna að frétta er að búið er að taka baðherbergið í smá yfirhalningu sem Arna talar þó aðeins um sem bráðabirgða lausn sem þó heppnaðist afar vel og er þvílíkur munur á fyrir og eftir myndunum.

1-400x627

12699042_10153274408196781_1441173556_o

Hvað er núna að frétta af framkvæmdunum hjá ykkur? Við Sigvaldi ákváðum að gera smá fínna inná baði til bráðabirgða, en við munum taka það almennilega í gegn eftir einhverja mánuði þar sem svona framkvæmdir eru ekki þær ódýrustu. Við vildum gera baðherbergið meira kósý og nýtískulegra með einföldum og ódýrum hætti. Klósettið sem var fyrir var orðið ansi lúið og var stanslaust vatnsflæði í gangi. Við byrjuðum því á að fjárfesta í nýju salerni á útsölunum og keyptum þar upphengt klósett.

Hvaða lausn enduðuð þið á varðandi gólfdúkinn? Þeir hjá Slippfélaginu bentu okkur á að það væri hægt að mála dúkinn því okkur fannst hann mjög ósmekklegur á litinn en þetta var einmitt mjög einföld, ódýr og sniðug lausn sem gerir rosalega mikið fyrir baðherbergið.

Svo var restin afskaplega einföld, mála allt hátt og lágt, kaupa nýtt sturtuhengi og fallegan hringlóttan spegil og svo sáum við þessa sniðugu einingu til að hafa undir vaskinn hjá Ikea sem er mjög þægileg til að fela lagnirnar undir vaskinum.

12696667_10153274412626781_915358655_o12696626_10153274412566781_861300707_o12696525_10153274412856781_1648770527_o12696394_10153274412911781_1627935699_o 12637392_10153274412946781_1167699977_o
Gólfdúkurinn var málaður steingrár og þvílíkur munur vá!

12695109_10153280386076781_1711193955_o

12696772_10153274706381781_1648333750_o12696778_10153274706281781_853400904_o

Þú talar um bráðabirgðalausn, hver eru þá framtíðarplönin? Framtíðarplönin eru að taka út baðkarið og setja stóra sturtu með glervegg, nýjan vask með fallegum blöndunartækjum og flísaleggja baðið í hlýjum tónum. Við munum þó ekkert drífa okkur í því að fara í þær framkvæmdir þar sem við erum svo hrikalega ánægð með þessar breytingar.

-Mikið er ég sammála Örnu, hrikalega flottar breytingar sem kostuði ekki mikið og voru ekki of flóknar. Það er nefnilega vel hægt að gera ýmsar breytingar á heimilinu með útsjónarsemi og það þarf ekkert alltaf að hella sér út í meiriháttar breytingar strax, bara það að mála gólfdúkinn breytti gjörsamlega heildarútliti baðherbergisins og er klárlega lausn sem margir gætu viljað kynna sér betur.

Ég hakka til að sýna ykkur framhaldið, það er enn heilmikið eftir að skoða:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

ARNA & SIGVALDI: ÍBÚÐIN TEKIN Í GEGN

DIYHeimili

Ég kynni til leiks ofurparið Örnu og Sigvalda en við ætlum að fylgjast með þeim á næstu vikum þar sem þau taka íbúðina sína í gegn sem þau festu nýlega kaup á og ætla að leyfa mér að birta allt ferlið frá A-Ö hér á blogginu! Ég sjálf er ótrúlega spennt að fylgjast með þeim og ég veit að fjölmargir lesendur kunna mjög vel að meta svona fyrir & eftir verkefni en það að fá allt ferlið beint í æð er auðvitað ennþá betra. Ætli það blundi ekki í okkur flestum sá draumur að kaupa “ódýra” íbúð og gera upp algjörlega í okkar eigin stíl, ætli það sé ekki einn af mínum æðstu draumum. En í bili læt ég mér það nægja að fylgjast með þeim Örnu og Sigvalda sem gera þetta svo vel að það er eins og þau hafi aldrei gert neitt annað:)

Tökum aðeins stöðuna á þeim…

1

Segðu okkur aðeins frá ykkar pælingum? Við Sigvaldi vorum búin að skoða lengi hérna á fasteignamarkaðinum en okkur fannst allt einhvernveginn ekki henta hvort sem það var verð, stærð, staðsetning eða skipulagning íbúðarinnar. Við vorum bæði mjög spennt fyrir að kaupa eitthvað sem við gætum unnið í, breytt og bætt þar sem markmiðið er að kaupa einhvern daginn fokhelt og þá er fínt að vera komin með smá æfingu í að sparsla og pússa og svona.

12562384_10153242443831781_967702036_o

Hér má sjá fyrir myndir af íbúðinni sem er í heildina 85 fermetrar og þriggja herbergja.

12562759_10153242443996781_933477238_o

Hvað var það við þessa íbúð sem heillaði? Íbúðin sem við keyptum er í upprunalegu ástandi og keyptum við hana því við vildum geta gert hana aðeins upp. Hún var t.d. ennþá með dúk og þessari týpísku eldhúsinnréttingu sem var vinsæl í kringum 1990, ekki mjög móðins í dag.
Við Sigvaldi erum sem betur fer bæði með mjög svipaðan stíl svo það hefur alls ekki verið erfitt fyrir okkur að ákveða hvernig við viljum hafa íbúðina. Við byrjuðum strax á því að rífa niður vegg sem lokaði eldhúsið af því við viljum hafa íbúðina aðeins opnari og léttari. Og guð hvað það var mikill munur að rífa þennan hundleiðinlega vegg niður, eldhúsið var áður þröngt, lítið og dimmt því það komst ekkert dagsljós inn. Við ætlum okkur að kaupa bjartari eldhúsinnréttingu í L-lagi og hafa eldhúsið þá alveg opið í borðstofuna og stofuna.

2

Hvað var mikilvægast að ykkar mati að hafa í huga?
Eins og margir á okkar aldri þá er smá basl að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign og hvað þá að fara að gera hana upp og hugsum við því mikið í hvað við getum gert með ódýrum lausnum. Okkur fannst gólfefni skipta miklu máli og lögðum því meira til þar heldur en annarsstaðar og vorum við bæði sammála um að hafa það ljóst og gróft til að íbúðin myndi vera björt og þægileg.
Hurðarnar í íbúðinni eru ljósbrúnar og mjög óspennandi og fórum við vel yfir hvernig það kæmi hagstæðast út fyrir okkur að gera þær fínni, vorum ekki alveg að leggja í að kaupa nýjar hurðar. Frændi minn hjá Slippfélaginu kom með snilldar lausn og ákváðum við því að mála hurðakarmana hvíta og svo finna aðila til að annaðhvort sprauta þær eða láta filma hurðarnar.

12620848_10153242444521781_416989941_o12620561_10153242444621781_147949069_o

Þá er veggurinn loksins kominn niður!

12620643_10153242444751781_1596919904_o

Og hvernig hefur ferlið verið hingað til?
Við byrjuðum s.s á því að skipta út gólfefnum og mála alla íbúðina hátt og lágt. Ég er búin að liggja á Pinterest öll kvöld, en það er algjör snilld til að fá góðar hugmyndir. Við keyptum t.d. Steingráann lit eftir Rut Kára í Slippfélaginu og máluðum tvo veggi þannig til að gefa aðeins hlýju þar sem íbúðin er orðin svo opin og fín. Svo náði ég að plata Sigvalda í að leyfa mér að mála gluggakarmana svarta og vá hvað ég er sjúklega ánægð með þá ákvörðun, gluggarnir eru klikkaðir og íbúðin orðin ekkert smá kósý og fín.

12562722_10153242444111781_236161643_o

Það mætti alveg veita þessu baðherbergi örlitla ást…

Og hvað er næst á dagskrá?
Næsta skref hjá okkur er að setja upp klósettið en klósettið sem var fyrir var orðið frekar slappt og vildum við því kaupa núna vegghengt klósett og munum til bráðabirgða mála gólfdúkinn inná baðinu steingráan, hann er brúnn fyrir sem er ekkert ofboðslega skemmtilegur litur. Svo keyptum við falleg húsgögn til að gera baðið aðeins fínna þangað til við munum leggjast í frekari framkvæmdir inná baði. Framtíðarplönin með baðið eru s.s. að taka út baðkarið og setja stóra sturtu með glervegg, flísaleggja það og kaupa nýjan vask.
Fataskáparnir eru ljósbrúnir líka, það skín í gegn að brúnn er ekki vinsæll á heimlinu eða allavega ekki þessi týpa og munum við mála þá sem ég hélt að væri mega mál en er svo ekkert smá einfalt að gera!


12596638_10153242445001781_321230900_o12546183_10153242445071781_624659967_o

  Það sem ég hlakka til að sjá innréttingarnar sem verða fyrir valinu í eldhúsið.

12591922_10153242445081781_1483716605_o Hér er búið að rífa upp dúkinn og næsta skref er að leggja parketið!

12596682_10153242445266781_1196657854_o

Ég er viss um að það verði heilmikill munur á næstu myndum sem við fáum að sjá en þá verður parketið komið á. Það er eflaust ljúf tilfinning að standa í sinni eigin íbúð sem er eins og tómur strigi og þú getur komið öllum þínum hugmyndum í framkvæmd. Það verður því gaman að sjá hvernig framhaldið verður hjá Örnu og Sigvalda en það er augljóslega næg vinna framundan hjá þeim. Ég hlakka til að sýna ykkur allt ferlið, og vonandi gefur þetta einhverjum hugmyndir sem eru í breytingarhugleiðingum eða hvetur aðra jafnvel áfram til að kýla á það og brjóta loksins niður vegginn sem skyggir á dagsljósið, mála hurðarnar sem passa ekki við heildarlúkkið, eða rífa upp ljóta dúkinn sem hefur truflað ykkur svo lengi…. það þarf víst bara að byrja einhversstaðar!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

DIY: MARMARABORÐ

DIYHugmyndir

Ég var að skrolla í gegnum eina einstaklega smekklega instagram-síðu í kvöld og fór svo langt að ég var komin að jólunum í fyrra:) Nema hvað að ég rak augun í eina skemmtilega breytingu á heimilinu hennar Ingrid (eigandi instagram-síðunnar), hún gjörbreytti eldhúsborðinu sínu með marmarafilmu. Ég hef séð nokkrar útfærslur á breytingum með marmarafilmu en þessi fær að vera ein uppáhalds, sjáið bara!

Screen Shot 2014-11-08 at 11.36.37 PMScreen Shot 2014-11-08 at 10.29.30 PM

Og svo fyrir:

Screen Shot 2014-11-08 at 11.40.54 PM

Þvílíkur munur og vá hvað borðið er fallegt í dag!

Screen Shot 2014-11-08 at 11.34.49 PM

Svo fékk Ikea Besta skenkurinn einnig yfirhalningu.

Ég ræð bara ekki við mig, þetta er eitt það flottasta sem ég hef séð:)

myndir via: @ingridpall

Svo er ég að taka saman innlit á heimilið hennar sem er algjör draumur:)

BAÐHERBERGIÐ: FYRIR & EFTIR

BaðherbergiDIYPersónulegtRáð fyrir heimilið

Ég var aðeins að dúlla mér hér heima um daginn, en baðherbergið var búið að pirra mig í nokkurn tíma. Það er alveg ágætlega rúmgott og pláss fyrir bæði þvottavél og þurrkara þar inni, svo eru hillur þar fyrir ofan sem ég sá alltaf fyrir mér að nota sem skiptiaðstöðu þegar að því kæmi.

F-E

Eins og sjá má var ekkert mjög mikil prýði af þessu baðherbergi, hillurnar sem geyma ýmist þvottaefni og straujárn voru ekki mikið fyrir augað og þurftu þær því alveg á því að halda að fá smá make-over…

IMG_1033

IMG_1036

Ég gerði í rauninni mjög lítið þó að munurinn sé mikill.

Við mamma saumuðum og strengdum efni fyrir hillurnar úr doppóttu efni sem ég keypti í Virku og svo keypti ég nokkur skipulagsbox í Ikea undir bæði snyrtidót og ýmsa hluti sem þarf að nota fyrir skiptiaðstöðuna. Ég viðurkenni alveg að ég valdi mögulega ekki ódýrustu boxin í búðinni, en það virðist vera eitthvað sem fylgir mér bara:) En fín eru þau!

Ég mæli algjörlega með því að strengja efni fyrir svona hillur ef þið eruð með heima hjá ykkur, þetta léttir alveg ótrúlega mikið á rýminu og svo er vel hægt að kaupa ódýr skipulagsbox til að létta smá á draslinu.

Á myndinni má einnig sjá sjúkrahústöskurnar klárar fyrir komandi daga:)

Ég er allavega mjög ánægð með útkomuna!

-Svana

KOMMÓÐAN: FYRIR & EFTIR

DIYHugmyndirPersónulegt

Munið þið eftir þessari hér? Ég keypti þessa kommóðu á nokkra þúsundkalla í lok aprílmánaðar og hún vakti hreint ekki lukku hjá húsgagnasmiðnum mínum. Honum þótti hún heldur illa farin en ég náði þó að plata hann til að pússa hana fyrir mig í upprunarlegt ástand, fyrst var hún blá, svo rauð, gul, hvít og að lokum kom tekkliturinn í ljós:) Hún er búin að standa hálfkláruð inni í skúr í margar vikur en loksins fóru sumir í sumarfrí og þá var verkið klárað.
IMAG4926-620x826

Eins og þið sjáið þá var hún áður án fóta en ég var strax ákveðin í því að fá mér Prettypegs fætur undir hana með málmhringjum á sem fást á Snúran.is. Mér finnst þær gefa komóðunni smá “klassalúkk” og þær smellpassa við stílinn. -Sparaði líka heilmikla vinnu að þurfa ekki að renna nýjar fætur.

IMAG5366

Ég skal taka betri myndir eftir nokkra daga og sýna ykkur betur, þarna er lakkið líka ekki 100% orðið þurrt. Ég er einnig að setja í skúffurnar ofsalega fallegar marmarafilmur því að botninn í skúffunum er frekar sjúskaður, held það sé eftir að koma mjög vel út:)

Ég er alveg hrikalega ánægð með þetta, tók sinn tíma en falleg varð hún. Hún er það fyrsta sem er tilbúið fyrir barnaherbergið… núna fer þetta að smella:)