fbpx

ÓTRÚLEGAR FYRIR & EFTIR MYNDIR FRÁ FALLEGU HEIMILI Í EYJUM

Íslensk heimiliSvefnherbergi

Í dag ætla ég að deila með ykkur ótrúlegum fyrir og eftir myndum frá fallegu heimili í Vestmannaeyjum. Hér býr Sara Sjöfn ásamt unnusta sínum Bergi Páli og börnum. Þau keyptu húsið í desember 2018 og fóru í talsverðar endurbætur og umbreyttu meðal annars þvottahúsinu yfir í þetta glæsilega svefnherbergi.

Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgjast með Söru á Instagram @sarasjofn ♡

// Byrjum á því að skoða fyrir myndirnar til að átta okkur á ótrúlegum breytingunum.

Hér að ofan má sjá myndir af þvottahúsinu fyrir framkvæmdir.

Segðu okkur aðeins frá framkvæmdunum, hvað var það helsta sem þið gerðuð? Húsið er 50 ára gamalt og búið að ganga í gegnum talsverðar endurbætur á síðustu árum og var stofan og eldhús tekið í gegn fyrir 13 árum og þar var allt vandað til verka og vel valið. Þar sem húsið og bílskúrinn lágu saman ákváðum við að finna leið til að opna á milli og var það ásamt baðherberginu stærstu framkvæmdirnar. Úr því við náðum að opna á milli hússins og bílskúrsins var ákveðið að færa þvottarhúsið þangað og búa til herbergi þar sem er í dag svefnherbergið okkar. Við skiptum einnig um loft á svefnherbergisganginum sem voru að hluta til upprunaleg og inní herbergjum. Einnig enduðum við á að setja gólfhita í allt sem ekki var upprunalegt plan og síðast var sett nýtt gólfefni.

Þurfti að fá aðstoð fagfólks eða gerðuð þið allt sjálf? Já að lang mestu, annars hefðum við ekki getað þetta fjárhagslega. En Bergur gerði þetta að mestu sjálfur með góðri hjálp pabba okkar, ættingja og vina sem var algjörlega ómetanlegt. Við eigum marga laghenta í kringum okkur sem voru mjög viljugir til að hjálpa. Einnig var góð vinkona okkar og innanhússarkitektinn Sara Dögg Guðjónsdóttir okkur innan handar í hönnunarferlinu.

“… ég legg mikið uppúr því að hafa hlýlegt í kringum okkur “

 

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég er aðeins búin að dvelja við þessa spurning og á smá erfitt með að svara.. stílinn okkar er dökkur og djúpur en ég legg mikið uppúr því að hafa hlýlegt í kringum okkur og svo eru smáatriði hér og þar sem setja alltaf punktinn yfir i-ið og gera heimili persónuleg.

Hvað er það besta við svefnherbergið í dag? Í góðu svefnherbergi þarf að vera gott rúm sem maður sefur vel í, þannig ég verð að segja rúmið. En okkur finnst það líka notalegt og það tekur vel utan um mann.

Lumar þú á góðu ráði fyrir þá sem eru í breytingarhugleiðingum? Það er satt það sem þeir segja bættu allavega 30% við fjárhagsáætlun. Þetta tekur yfirleitt aðeins lengri tíma en áætlað var og þetta tekur á alla. Ferlið er samt líka skemmtilegt og spennandi en við erum bæði í fullri vinnu með tvö lítil börn og gerðum þetta að stórum hluta sjálf, þannig óneitalega tók þetta á en allan tímann þess virði, því við erum ótrúlega ánægð með þetta allt saman.

Eru fleiri framkvæmdir á dagskrá? Nei alls ekki, núna á bara að njóta.

“… óneitalega tók þetta á en allan tímann þess virði, því við erum ótrúlega ánægð með þetta allt saman.”

Ef þú lítur tilbaka, myndir þú vilja gera þetta öðruvísi? Nei í raun ekki.

Takk fyrir spjallið kæra Sara – ég mæli með að fylgjast með henni á Instagram @sarasjofn og sjá myndir af fallegu heimili hennar í Vestmannaeyjum.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

Ég vil minna á veglegan gjafaleik sem núna stendur yfir á Instagram síðunni minni, tveir heppnir þátttakendur vinna 50.000 kr. inneign hjá Sérefni Málningarvöruverslun.

SMART HEIMILI MEÐ LITUM OG FALLEGRI HÖNNUN

Skrifa Innlegg