ÞVÍLÍKUR DRAUMUR

EldhúsHeimili

Þvílíkur draumur sem þetta heimili er. Útsýnið úr stofunni inn í eldhús er eitthvað sem ég get alveg gleymt mér yfir og velti fyrir mér hverju smáatriði, fyrst eru það frönsku millihurðarnar sem heilla mig alltaf svo og eldhúsið, ó þetta fagra eldhús er nú eitthvað til að ræða betur. Marmari á borðum og vel hannaðar og glæsilegar innréttingar, ég er alveg sannfærð um að þið eigið nokkur eftir að fá mikinn innblástur frá þessu eldhúsi. Tom Dixon koparljósið trónir svo eins og skartgripur yfir borðstofuborðinu og setur mikinn svip á heimilið.

Fallegi Gloria kertastjakinn (fæst í Winston Living) skreytir eldhúsið ásamt flottum veggspjöldum.

Hér dugar ekkert minna en gylltur vaskur og blöndunartæki ásamt Tom Dixon uppþvottalegi.

Einfaldur Besta skápur frá Ikea er klassískur undir sjónvarpið, virðist virka hvar sem er.

Þessar frönsku hurðar og vegglistar eru algjör draumur.

Gólfsíðar gardínur eru alltaf svo elegant.

Myndir via Bjurfors fasteignasala

Draumur ekki satt? Fyrir enn meiri innblástur þá mæli ég með að kíkja yfir á Svartahvitu snappið þar sem ég kíkti óvænt í heimsókn í eina gullfallega verslun ♡ Efnið er aðgengilegt þangað til 16:00 þann 16.11.

TIPS & TRIX FYRIR ELDHÚSIÐ

EldhúsRáð fyrir heimiliðVerslað

Við sem búum í leiguhúsnæði erum oft að vandræðast hvernig eigi að flikka uppá heimilið án þess að vera að negla of mikið eða mála. Það er hinsvegar heilmikið hægt að gera en aðaláherslan er þá á skrautmuni í stað innréttinga og það að gera sem mest úr fallegu hlutunum og á meðan að geyma þreytta hluti inni í skáp. Þetta síðarnefnda er dálítið sem ég er að vinna í hægt og rólega og fór nú síðast um daginn í gegnum allar eldhússkúffur og tók í burtu allt sem hefur ekki verið notað lengi og fékk í staðinn fullt af nýju skúffuplássi sem vel má nýta. Það getur verið gott að renna reglulega í gegnum skrautmuni í eldhúsinu (á reyndar við allt heimilið) og hvíla sumt á smá tíma og þá getur reynst vel að tæma allar hillur og borð og endurraða en setja aðeins þá hluti aftur sem þú annað hvort notar reglulega eða eru virkilega fallegir. Hitt má einfaldlega fara ofan í skúffu eða í kassa sem fer svo í Góða Hirðirinn. Ég tók saman nokkur tips hvernig hægt er að fegra eldhúsið á einfaldan hátt og nokkra hluti sem myndu svo sannarlega fegra hvaða eldhús sem er.

eldhus

1.// Georg Jensen hnífur fyrir þá vandlátu. Epal. 2.// Falleg kopar pressukanna frá Bodum. Ormsson. 3.// Smart uppþvottalögur frá Meraki. Maí & Litla Hönnunarbúðin. 4.// Brauðbox í fagurgrænum lit til að fela allt kexið og brauðpoka. Kokka. 5.// Smeg ristavél sem yrði seint stungið ofan í skúffu. Hrím. 6.// Kastehelmi krukkur frá iittala undir hafra, fræ og fleira. Sölustaðir Iittala. 7.// Gyllt hnífapör hljóma of vel. Maí & Fakó. 8.// Rivsalt er eitthvað sem mig langar til að prófa. Maí & Litla Hönnunarbúðin. 9.// Fullkominn steypujárnspottur undir ljúffenga pottrétti. Ormsson.

Að stilla upp bestu hlutunum er gott trix.

Ég geng alltaf frá gömlu og lúnu brauðristinni og kaffivélinni ofan í skúffu eftir notkun en ef tækin væru örlítið fallegri mættu þau alveg vera uppivið. Í staðinn er ég með viðarbakka þar sem ég geymi saltflögur í fallegri krús og fræ sem fara í hafragrautinn í fallegum krukkum, einnig er ég með vel valin og fín áhöld í marmarastandi sem ég fann í Góða Hirðinum ásamt öðru punti eins og viðarbretti og skrautbakka.

Einnig getur breytt miklu fyrir lúkkið að bæta við fallegri plastmottu á eldhúsgólfið en það fást fallegar m.a. í Pipar & salt og Kokku. Ég mæli einnig með að bæta við eldhúsið plöntu eða kryddjurtum sem er sérstaklega sniðugt fyrir þá sem eru með græna fingur en það gefur eldhúsinu mikið líf. Það getur verið vandasamt að halda þessum elskum á lífi en æfingin skapar meistarann og ég mun halda ótrauð áfram að reyna að halda basilíkum á lífi en þær drepast undantekningarlaust hjá mér. Toppurinn er svo auðvitað að hafa þær í smart blómapotti en þessir gylltu frá Winston living eru sérstaklega flottir.

Ef þú ert eitthvað ósátt/ur við eldhúsinnréttingarnar í leiguhúsnæðinu má svo sannarlega skipta um höldur á hurðum og skápum til að aðlaga að þínum stíl, -passa bara vel upp á gömlu höldurnar til að skipta út þegar þú flytur burt.

Það sem ég hef fundið út er að það er hægt að gera gott úr nánast öllu með því að veita dálitla athygli að smáhlutunum, t.d. uppþvottalögur í fallegum umbúðum og smart viskastykki við vaskinn geta gert gæfumuninn í þreyttu eldhúsi. Ég hef jafnvel gerst sek að fylla á minn gamla L:A Bruket uppþvottalögurbrúsa í stað þess að kaupa strax nýjann því ég er svo hrifin af umbúðunum (líka mjög góð sápa).

Hægt er að fjárfesta í smáhlutahillum og stilla þar upp bestu kaffibollunum, uppáhalds te-inu og jafnvel litlum kaktusum en þá þarf að vísu að bora í veggi. Vinsælt val væri String hilla (sjá uppraðanir í hlekk), en þó er hægt að finna smáhlutahillur í Ikea og í fleiri verslunum. Fallegar matreiðslubækur er einnig gott að nýta sem skraut og koma jafnvel vel út í diskarekkum, ég elda ekkert alltof oft uppúr slíkum bókum en hef þó gaman af því að eiga nokkrar vel valdar og þessi hér er núna á óskalistanum.

Marni-kitchenwide

Þetta eldhús hér að ofan er einstaklega fallegt og kemur vel út að nota Rand mottuna undir borðið þó svo að þeir sem eigi börn hristi líklega hausinn núna. En takið eftir hvað plönturnar, litríku viskastykkin og matreiðslubækurnar gera mikið. P.s. það var ekki fyrr en að ég hafði birt þessa færslu að ég tók eftir að Elíasbet Gunnars hafði einnig birt þessa mynd í nýjustu færslunni sinni, -sjá hér:) Við erum greinilega með svipaðan smekk!

2d7e35f88ce3a919fc534919c56ca0aa

5b45a0f7e5f445d6ddcebcb5e605edda

 Myndir frá Pinterest síðu Svart á hvítu

Eldhúsið er hjarta heimilisins og þá er tilvalið að hafa það örlítið smart er það ekki?:) Ef ykkur líkar vel við svona færslur með ráðum fyrir heimilið þá megið þið endilega smella á like hnappinn hér að neðan eða skilja eftir athugasemd.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

INNLIT: MEÐ SPEGLAVEGG Í STOFUNNI

BaðherbergiEldhúsHeimiliHugmyndir

Ég er dálítið skotin í þessu heimili og alveg sérstaklega skotin í speglaveggnum í stofunni. Við vitum flest að speglar láta rými virka stærri og það að þekja heilann vegg með speglum gerir stofuna nánast helmingi stærri. Fyrir utan spegilinn eru glerhurðarnar sem loka af eldhúsið sérstaklega fallegar ásamt gluggaveggnum sem aðskilur baðherbergið og svefnherbergið. Það hefur orðið æ algengara að sjá gluggaveggi í skandinavískum hönnunartímaritum og bloggum og þetta er klárlega trend sem við munum sjá meira af. Það er sérstaklega góð hugmynd að brjóta niður vegg til hálfs og gera úr gluggavegg, það bæði hleypir birtu svo vel inn og lætur rýmið virka stærra svo er það hreinlega svo töff.

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2OTExLmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=

Takið eftir hvað listarnir koma vel út, óvenjulega háir við gólfið en mjög flottir og gefa íbúðinni mikinn karakter

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2OTE3LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=

Í draumahúsinu mínu myndi ég vilja setja upp svona gamlar glerhurðar í eldhúsið, oh svo smart!

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2OTAzLmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzE2NDg5LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzE2NDk1LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzE2NDM5LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=

Hér má sjá gluggavegginn sem um ræðir, það er lítið mál að gera gluggavegg úr veggjum sem eru úr gifsi en annað mál ef það eru steyptir burðarveggir sem en þá þarf að tala við fagfólk. Þarf að taka saman færslu með nokkrum flottum útfærslum á gluggaveggjum:)

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzE2NDQ1LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzE2NDUxLmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=

Það kemur vel út að þekja heilann vegg á baðherberginu með spegil – enn og aftur hvað rýmið stækkar fyrir vikið og hleypir dagsbirtunni inn útaf gluggaveggnum, þið sjáið á myndinni hér að neðan að annars væri baðherbergið alveg gluggalaust. Mjög sniðug lausn!

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzE2NDY3LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2ODg1LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=

Góð hugmynd að hafa tveggja hæða fatahengi á þröngum göngum til að nýta plássið sem best

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2ODk1LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=

Heimatilbúið sófahorn í eldhúsinu

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2ODk5LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2ODkxLmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2OTA1LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2OTEzLmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=

Mjög smart innlit, hvað stendur uppúr hjá ykkur?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

HELGARINNLITIÐ: LITARAÐAÐ Í BÓKAHILLUR

EldhúsHeimili

Hér kemur enn eitt innlitið af blogglagernum mínum, ótrúlegt að ég hafi ekki birt það strax því það er alveg frábært og fullt af flottum lausnum hér að finna. Sérstaklega falleg bókahillan sem umlykur heilan vegg og litaraðaðar bækurnar setja alveg punktinn yfir i-ið

01_stuen

Alveg geggjuð bókahillan, ég myndi skemmta mér mjög vel við það að raða í hana

08_koekken

Lítill en smart eldhúskrókur

12_spisestue04_friske_blomster10_koekken09_koekken

Ég er mjög hrifin af svona opnum hillum í eldhús með allt uppivið og ekki lokað í skápum eins og með t.d. eldföstu mótin og blandarann. Boxin frá HAY eru mjög flott til að geyma ýmislegt í, ég á svona sett nema mín eru búin að upplitast mikið því ég geymdi þau við glugga.

02_teakskaenk

Fullkominn danskur tekkskápur!

16_Vegas_vaerelse

Fallegt barnaherbergið og þægilegt að hafa tvær stórar taukörfur til að henda í leikföngum eftir daginn. Ég set þó stórt spurningarmerki við það að hafa skinn af litlum bamba á gólfi inni í barnaherbergi, en það er kannski bara ég?

14_sovevaerelse

Svefnherbergið er klárlega uppáhalds herbergið mitt í þessu innliti, litakombóið í rúminu og náttborðinu er alveg geggjað. Ég mæli þó alls ekki með að hafa myndahillu við höfuðgaflinn nema vera búin að líma myndirnar líka við vegginn til að koma í veg fyrir slys.

13_skab 05_badevaerelse

Aldrei að gleyma að setja líka smá punt á baðherbergið:)

17_lampe_paa_natbordet

Nú held ég áfram að grafa mig í gegnum blogglagerinn minn og birti gleymdar en góðar færslur:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

KVENLEGT HEIMILI MEÐ BLEIKU & BLÁU

EldhúsHeimili

Í byrjun þessa árs þá fór ég yfir nokkra liði í heimilisbókhaldinu og þurfti að finna út hvar ég gæti mögulega sparað smá pening, og viti menn ég ákvað að hætta að kaupa svona mörg tímarit! Ég má kannski ekki skrifa svona þar sem að ég vinn meðal annars við það að skrifa í tímarit, en þegar ég var farin að drösslast heim með nokkur í hverjum mánuði og með meter háa bunka af tímaritum hér í stofunni þá má alveg endurskoða hlutina. Það vill nefnilega til að mín uppáhalds innanhússtímarit sem ég var að eyða mestum pening í halda öll úti öflugum vefmiðlum þar sem innlitin birtast einnig flest og ég er dugleg að fylgjast með þeim þar ásamt því að ég elska að setjast á bókakaffi og fletta í gegnum blöðin. Eitt af uppáhalds þessa stundina er þetta hér að neðan, ofboðslega skemmtileg íbúð og mjög flott notkun á litum á heimilinu, bæði í litum á veggjum og í skrautmunum. Það kemur ekki á óvart að þarna má finna frábært safn af fallegri hönnun en húsráðandinn er markaðsstjóri hjá danska hönnunarfyrirtækinu &tradition sem er eldheitt um þessar mundir.

traegulv-spisestue-kokken-CZ5bT_VxoH3ISbX0mim4ng

glas-pendler-farver-design-by-us-qGBKDypRXQEnPqJRAB45YQ

Ljósin eru æðisleg og eru þau frá Design by us

opbevaring-stue-reolsystem-raekkehus-6G5ze9Z9PlfULFt8ztTX0Q

Mini Svanur og mini Egg eiga sinn stað á þessu heimili, Montana hillan að sjálfsögðu í bláu og ólíklega búið að krota á þessa….

kokken-flisevaeg-vitrineskab-xcRh_nuGP5GkWUVa7k0HiQ

Bleiki stóllinn er eftir uppáhalds Jamie Hayon fyrir &tradition….

kokken-fliser-stilleben-kryderier-olier-u053PB1eYhluJQlOwFTiDw

Smá safn af Royal Copenhagen stelli er draumur margra…

indretning-tallerken-vaeg-kunst-6CeosWRzld9fOT8odwJDxg hylde-hay-kobber-indretning-raekkehus-daAl5VUz7B9NVKz_BcdjtQ

Mjög skemmtileg horn-vegghillan frá HAY

raekkehus-makeover-diy-XsU9JLqBymi7WQCoESrcUw

Borðin eru bæði frá &tradition ásamt stólunum og ljósunum, neon litaði kollurinn er frá Tom Dixon

hjemmekontor-feminin-lyserod-indrening-raekkehus-wbaPqFf_8w6T5NIQYzk3sg

Eigum við að ræða þetta gólf? ♡

sovevaerelse-bla-vaeg-kunst-m_sZFNA669_IbVxekC2AEQ fjer-wall-stickers-ferm-HKUIdDU5Ejm-tQpR_DqfRQsovevaerelse-bla-hotel-stil-4HUzVm-jVoo9PS03n-rrlA

Það kemur vel út að mála hilluna í sama lit og vegginn… reyndar frekar áhugavert að velja líka alla aukahluti í sömu litatónum en útkoman er æðisleg.

sovevaerelse-spejl-indretning-aEJWfo4_SY6TMtweKLwjiA

// Myndir via Bolig Magasinet 

Íbúðin er björt og lífleg, litapallettan smellpassar saman og kemur virkilega vel út að nota þrjá ólíka tóna af bláa litnum í stað þess að vera bara með sama litinn. Mér sýnist þetta vera sömu litirnir og á flísunum í eldhúsinu sem er mjög góð hugmynd, þetta tónar allt svo vel saman við bleiku litina. Klárlega draumaheimili og kemur varla á óvart að það birtist í danska tímaritinu Bolig Magasinet sem er eitt allra uppáhalds og er yfirleitt með frekar kvenleg heimili sem hitta alveg beint í mark hjá mér.

Vonandi verður dagurinn ykkar frábær! Gleðilegt sumar:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

BÓHEMÍSKT & FALLEGT

BarnaherbergiEldhúsHeimili

Það er aldeilis kominn tími á nýtt innlit og þetta hér að neðan er alveg æðislegt og svo mikið af skemmtilegum hugmyndum að finna og vel hugsað út í smáatriðin. Stíllinn er afslappaður með smá bóhemísku ívafi, þarna má finna uppstoppaða fugla, fallega hönnun og nóg af gömlum hlutum með sál. Ég er mjög hrifin af svona forvitnilegum heimilum, það er jú nóg að skoða þarna inni og ég er þegar búin að rýna vel í myndirnar, skoða skrautið á eldhúsveggnum, ljósaskiltið í svefnherherberginu og telja alla glerkúplana, jú þeir eru nefnilega sex talsins. Hér býr smekkkonan Karoline Vertus sem hefur augljóslega mjög gaman af því að nostra við heimilið.

Miloii1 Miloii2Screen Shot 2016-04-09 at 13.22.46 Miloii3 Miloii4 Miloii6 Miloii9 Miloii91 Screen Shot 2016-04-09 at 13.21.24Stílisti: Emma Persson / Myndir : Andrea Papini

Ég væri gjarnan til í að sjá meira frá þessari íbúð, þá meira frá svefnherberginu, baðherberginu og af ganginum. Það vekur athygli mína að það eru nokkuð ólík gólfefni í hverju rými og þónokkuð margar gólfmottur sem gefa heimilinu mjög hlýtt yfirbragð. Motturnar og flísarnar eru í þessum “marokkóska” stíl sem smellpassar algjörlega við þennan heimilisstíl. Ég gæti vel hugsað mér eina slíka mottu ásamt svona pallíettuábreiðu sem liggur á rúminu… ásamt nokkrum öðrum hlutum:)

Hvernig lýst ykkur á þetta heimili?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

MEÐ GYLLTAN KRANA & NÓG AF PLÖNTUM

Eldhús

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem ég tók saman fínerí fyrir eldhúsið þá er tilvalið að deila myndum af þessu hrikalega fallega eldhúsi með ykkur. Þegar að um svona litla íbúð er að ræða eða 57fm eins og þessi og með eldhúsið inni í stofu nánast þá er fallegt að sleppa efri skápunum og hafa í stað þess litla skrauthillu og leyfa nokkrum fallegum áhöldum og plöntum að njóta sín sem punt. Plönturnar og kryddjurtirnar gefa eldhúsinu mikið líf og gyllti kraninn setur að sjálfsögðu punktinn yfir i-ið.

305183_karl_gustavsgatan_11b-12.jpg-965045418-rszww1170-80 305183_karl_gustavsgatan_11b-14.jpg-986665898-rszww1170-80 305183-Karl-Gustavsgatan-11B-15-1024x683 305183-Karl-Gustavsgatan-11B-20 huvudbild.jpg-939736442-rszww1170-80

Fyrir áhugasama þá má sjá fleiri myndir af íbúðinni hjá sænsku fasteignasölunni Bjurfors, sjá hér. 

Innréttingarnar eru afskaplega einfaldar með flotuðum toppi og fallegum höldum sem gera mikið fyrir lúkkið, minna mig dálítið á þessar frá Superfronts. Ég er að fíla alla þessa gylltu detaila í eldhúsinu, lampinn, kraninn, sláin og krókarnir gefa því smá “klassa” ef við slettum smá. Ég þarf að gera aðra tilraun við að halda kryddjurtum á lífi í eldhúsinu mínu, það er algjör lúxus að geta teygt sig í ferskar jurtir en mikið sem ég á erfitt með að halda öllu sem er grænt á lífi, það er mér nánast ómögulegt.
Ég vona að þetta fína eldhús gefa góðar hugmyndir! Þangað til næst:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

ELDHÚSDRAUMUR

EldhúsÓskalistinn

eldhus

 Á meðan við búum í leiguhúsnæði þá hefur mér þótt mikilvægt að geta sett minn svip á heimilið með litlu hlutunum því þrátt fyrir að hafa ekkert um innréttingar eða hönnun heimilisins að segja þá er mikið hægt að gera fyrir heildarlúkkið með fallegu punti. Stóru hlutirnir á myndinni s.s. Smeg ísskápurinn og Kitchen aid hrærivélin eru á langtíma óskalistanum, en flestir þurfa nú að gifta sig til að eignast slíka hrærivél. Nokkrir af þessum hlutum mættu svo sannarlega rata í mitt eldhús, svosem marmarabrettið (Hrím), svart hvíta Marimekko krúsin (Epal), svörtu Stelton hnífarnir (Epal), bleiku salt & pipar kvarnirnar frá Menu (Epal), og bleika viskastykkið (Snúran). Það er eitthvað svo ofsalega smart að hafa mottur í eldhúsgólfi, þessi er frá Pappelina og er meira að segja á 15% afslætti um helgina (Kokka). Svo til að toppa lúkkið þá er smart uppþvottalögur frá L:A bruket (Snúran), og fersk basilíka í potti alveg málið:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

TALIÐ NIÐUR Í HÖNNUNARMARS

EldhúsPersónulegt

Ég er búin að slá met í því að birta myndir héðan heima í vikunni og hef einnig verið ansi virk á instagram sem var markmið sem ég setti mér nýlega, ykkur er velkomið að fylgjast með þar @svana_  Það styttist í HönnunarMars sem byrjar í næstu viku og ég er búin að vera að undirbúa mig undir mikla vinnutörn sem felst í því, nóg af spennandi sýningum til að sjá ásamt viðtölum og greinum sem ég þarf að skrifa, ég kem að sjálfsögðu til með að segja ykkur frá öllu því besta.

Helgin verður því tekin í smá slökun til að safna orku fyrir stuðið í næstu viku, ég vona að þið séuð orðin spennt fyrir HönnunarMars í ár, dagskrána má sjá hér á netinu. Hátíðin stendur frá 10.-13.mars þrátt fyrir að einhverjar sýningar taki smá forskot á sæluna og opni á miðvikudaginn. -Meira um það síðar!

12822873_10154597241508332_117022472_o

P.s. þið megið endilega smella á like hnappinn eða hjartað ef þið viljið að ég haldi áfram að birta myndir héðan heima:)

Eigið ljúfa helgi!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

DÖKKMÁLAÐ & FALLEGT

EldhúsHeimili

Hér er eitt afar fallegt heimili sem birtist í Bolig Magasinet þar sem dökkmálaðir veggir spila stórt hlutverk. Eldhúsið og borðstofan eru sérstaklega vel heppnaðar enda klikkar sjaldan að eiga stóra glerskápa sem fylla má af fallegu stelli og öðru punti, klárlega á óskalistanum mínum þegar ég eignast stærra heimili.

spisestue_havestue_vitrineskab_spisebord_gardiner-jpgkkken_kvik_sortbejdset_eg_vitrineskab-jpgkonsolbord_standerlampe_barnestol-jpgtrappe_sort_opgang-jpg

sofa_gra_flyder_pude_ballroom-jpg

Þó virkar stofan örlítið á mig eins og hún sé ókláruð það vantar að minnsta kosti eitthvað á vegginn því núna er þetta frekar “flatt” að mínu mati. Sófinn fellur dálítið inn í vegginn og mottan gerir ekki mikið fyrir rýmið. Hinsvegar er restin af heimilinu algjört æði og þaðan má fá fullt af hugmyndum!

Þegar að þessi færsla mun birtast verð ég komin til London svo það fær að koma í ljós hvernig vikan verður hvort ég nái að láta í mér heyra! Þó mun ég reyna mitt besta inná milli verkefna sem við Andrés minn eigum fyrir höndum:) Þangað til næst!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111