fbpx

BLEIKT VIPP ELDHÚS OG RUSLATUNNA Í STÍL : THE AMOUR EDITION

EldhúsHönnun

Ef þú ert í leit að óhefðbundnu eldhúsi þá þarftu ekki að leita lengra! Danska hönnunarmerkið Vipp kynnir nú Amour sem er skemmtilegt samstarfsverkefni við franska götulistamanninn André Saraiva. Útkoman er mjög svo bleikt Vipp eldhús og fræga Vipp ruslatunnan sem búið er að skreyta með graffití verkum André! Amour línan verður kynnt fram að Valentínusardegi þann 14. febrúar og er því talin vera tilvalin Valentínusargjöf – að minnsta kosti þessi geggjaða ruslatunna.

Vipp ruslatunna er á óskalistanum mínum – einn daginn! Og bleik væri auðvitað tilvalin ♡ Það eru væntanlegar ööörfáar tunnur á næstu dögum í Epal fyrir áhugasama sem vilja næla sér í þennan grip!

“Franski götulistamaðurinn André Saraiva og Vipp kynna nú einstakt samstarfsverkefni í takmörkuðu upplagi sem ber heitið Amour. Amour Edition samanstendur af Vipp eldhúsi og Vipp ruslatunnu sem dýft hefur verið í bleikan einkennislit André Saraiva og skreytt svörtum graffitímyndum eftir listamanninn. Amour samstarfið er sprottið út frá sérhönnuðum Vipp ruslatunnum sem hann valdi fyrir hótel sitt Amour í París og vakið hefur mikla athygli.” Texti frá Vipp / Epal.

Verðum við ekki að skoða líka nokkar myndir frá Amour Hótelinu hans í París sem hefur nú opnað á fleiri áfangastöðum. Þar má svo sannarlega finna sitthvað bleikt. Virkilega skemmtilegt!

“Allt sem er bleikt, bleikt, finnst mér vera fallegt”. Dálítið hressandi samstarf er það ekki:)

GUÐDÓMLEGA FALLEGT ELDHÚS Á GLÆSTU DÖNSKU HEIMILI

Skrifa Innlegg