SUMARBÚSTAÐURINN!

Fyrir heimiliðPersónulegt

Fyrir stuttu síðan rættist mjög gamall draumur minn þegar fjölskyldan mín eignaðist lítinn og krúttlegann sumarbústað. Ég hef alltaf verið mjög heilluð af þeirri hugmynd að eiga eitthvað athvarf þar sem ég get farið í smá frí út úr bænum með fjölskyldunni minni og haft það notalegt í nokkra daga, mér finnst í rauninni fátt vera jafn kósý. Við Andrés höfum reyndar verið mjög dugleg undanfarin ár að leigja okkur bústaði út og suður um landið og í gegnum hin ýmsu félög og hafa þeir aldeilis verið í misgóðu ástandi og fæstir þeirra hafa verið nálægt því huggulegir. Það hefur því verið mjög góð tilfinning að hugsa til þess að það styttist í að við getum farið í “okkar” bústað og haft það gott hvenær sem okkur hentar. Undanfarnar vikur hafa því farið í allskyns bústaðarpælingar og er þetta eftir að verða mjög skemmtilegt fjölskylduverkefni en þetta er bara mamma, pabbi, systir mín, ég ásamt mökum og börnum og það má alveg viðurkennast að við erum mjög náin fjölskylda. Núna er búið að rífa út parketið, eldhúsinnréttingu og búið að mála allan bústaðinn að innan í einum fallegasta lit sem ég hef séð. Mamma er frekar fyndin týpa þegar kemur að allskyns kaupákvörðunum og hún ákveður aldeilis ekkert í flýti (andstæða við dóttur sína) og vill helst hugsa um öll kaup í nokkra daga. En þegar við fórum í málningarleiðangur í Sérefni að skoða PRUFUR þá fundum við ótrúlega fallegan lit sem heitir Soft Sand og þá var ekki aftur snúið og engin þörf á að prófa hann neitt. Þessi litur skyldi fara á allan bústaðinn og hananú!

Og vá hvað hann kom vel út! Við ætluðum varla að trúa því ♡

17392240_10155897422288332_528364323_n

Ég leyfi einni krúttmynd að fylgja af þessum litla demant okkar, en hér er hann í allri sinni dýrð bara voða kósý eins og margir bústaðir eru og ég hef svosem ekkert út á hann að setja. En að sjálfsögðu er hægt að gera heilmikið og fyrsta skrefið var að mála!

17392080_10155897426073332_1947484196_n

Ein mynd af Svartahvitu snappinu sem ótrúlega margir tóku skjáskot af, enda erum við mamma ekki einar um að hafa heillast af Soft sand. Þetta er hinn fullkomni neautr

17392121_10155897418408332_266112151_n

Sjáið hvað bústaðurinn gjörbreytist þegar búið er að mála allt ljóst! P.s. hér er ekki búið að klára að mála.

17409989_10155897419588332_362356280_n 17410012_10155897417538332_1880533509_n

Hér er bara búið að grunna

17439478_10155897420433332_1032242325_n

Snillingarnir í Sérefni splæstu síðan svona fínum málningargalla á gamla

17439647_10155897418883332_1077284019_n

Hér sjáið þið litinn ágætlega þó svo að ég eigi eftir að taka mikið betri myndir þegar líður á allt ferlið. Og þarna átti einnig eftir að mála seinni umferðina!

Næsta verkefni er að parketleggja og flísaleggja ásamt því að skipta á út öllum gólflistum og gereftum, meira um það síðar. Ásamt því þá þarf að sjálfsögðu að mubbla upp allan kofann en bústaðir eiga að mínu mati að vera ofur kósý og erum við því eftir að finna til húsgögn og gersemar sem passa þeim stíl. Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með framkvæmdunum og hef nú þegar sýnt frá tveimur heimsóknum í bústaðinn á Svartahvitu snappinu og kem til með að sýna meira þar þegar á líður. Þegar að helgarnar eru eini tíminn sem gefst í vinnu þá tekur svona verkefni að sjálfsögðu lengri tíma og ég hef varla séð foreldra mína síðan kaupin gengu í gegn haha.

Haldið þið ekki að þetta verði fínt hjá okkur?

svartahvitu-snapp2-1

TREND: 18 FALLEGIR GLERVEGGIR

Fyrir heimiliðHugmyndir

Það er að verða æ algengara að sjá glerveggi notaða til að skilja að rými og það kemur sérstaklega vel út í litlum íbúðum því glerveggurinn leyfir birtunni að flæða í gegn. Ég tók saman nokkrar myndir sem ég hef vistað hjá mér undanfarið en ég er mjög hrifin af þessu trendi og vonast til að sjá meira um glerveggi á íslenskum heimilum. Við megum nefnilega varla við því að loka neina birtu úti ♡

Ég vil minna á að hægt er að smella á mynd og fletta þá í gegnum þær í stórum stærðum – og einnig er hægt að smella á Pinterest hnappinn til að vista þær myndir hjá ykkur sem þið viljið halda utan um. Mæli með því!

svartahvitu-snapp2-1

MÁLAÐU HILLUR & VEGGI Í SAMA LIT

Fyrir heimiliðHugmyndir

Af öllu því sem mig langar til að gera á heimilinu mínu þá er ofarlega á listanum að mála stofuna í einhverjum hlýjum og fallegum lit. Það hefur orðið mjög vinsælt undanfarið að hillur og veggir séu málaðir í  sama lit og útkoman er ekkert nema dásamlega falleg, það er svo mikil ró sem færist yfir annars yfirfullar hillurnar og hlutirnir og allt puntið nýtur sín töluvert betur fyrir vikið. Það hafa margir látið á þetta reyna og oftar en ekki með ódýrum Ikea hillum sem samstundis virðast vera sérsmíðaðar og elegant þegar að þær falla svona vel inn í umhverfið. Fróðir menn segja að þó sami litur sé valinn þá þurfi að nota sitthvora málninguna á veggi og hillur – sérstaklega ef þær eru plasthúðaðar eins og margar Ikea hillur eru.

nordsjo-r4-05-62-tildab-damernasvarld-se-4-446x669

Sjáið hvað stofan verður glæsileg og hlutirnir á hillunni njóta sín ótrúlega vel.

nordsjo-sofistikerad-anna-kubel-2-500x755

Nokkrir hafa breytt Välje hillunum frá Ikea, snúið þeim á hlið og svo málað í fallegum lit.
162c80629ce934bd3aab5b70a512e2a9

3596ea435b8cfe1bf873922b92ecf775 4070acb3f3ca3ee06f9ea29e51dbfa12

Hér er skenkurinn og hillurnar hafðar í sama lit og veggurinn, svo fallegt!

fd9de161c55253be1f8cc05480f2cd79

Hér hefur rúmgafl verið málaður í sama lit og veggurinn.

nordsjo-deep-paris-emily-slotte-2

Og síðast en ekki síst þá er það þessi mynd úr fallegu barnarherbergi sænska bloggarans Emily Slotte, hér þarf að sjálfsögðu að veggfesta hillurnar en einnig er gott að spartla í hillugötin til að ná fram þessu sérsmíðaða fágaða útliti.

// Í færslu sem málningarverslunin Sérefni skrifaði um – sem veitti mér innblástur að þessari færslu- má sjá nöfnin á litunum á mörgum hillum sem sjá má hér að ofan ásamt því hvernig lakk og málningu er best að nota. Mæli með!

svartahvitu-snapp2-1

TRYLLT DIY SEM ÞIÐ VERÐIÐ AÐ SJÁ

DIYFyrir heimiliðHugmyndir

Ég hefði vel getað skipt þessari færslu niður á tvær góðar en ég er svo spennt yfir þessum “DIY” verkefnum að ég verð hreinlega að sýna ykkur þau strax! Við erum að tala um nokkuð vinsæl húsgögn, töffaraleg tímaritahilla og draumasófaborðið mitt á hjólum nema að Ikea bloggið var að sýna hvernig útfæra megi þessi húsgögn úr borðplötum frá þeim – algjör snilld. Sófaborð á hjólum hefur verið í um tvö ár á “to do” listanum mínum langa nema helst með glerplötu, ég er þó að hallast að því að svona svört viðarplata sé alveg málið og það gæti einnig leyst vandamálið sem ég sá við það að vera með glerborð + barn!ikea_diy_magasinhylla_inspiration_1

Einfaldari gerast varla heimatilbúin húsgögn! Hér er einfaldlega keypt borðplata (Säljan) og í þessu tilfelli með marmaraáferð og síðan eru myndarammahillur festar á. Þessar hillur eru draumur fyrir þann sem hefur gaman af því að raða…

ikea_diy_magasinhylla_inspiration_2ikea_diy_magasinhylla_inspiration_3

Myndir : Karl Andersson via Ikea

ikea_beton_pa_hjul_inspiration_1

Og þá er það sófaborðið sem brátt verður mitt – ég veit vel að ég hef margoft talað um svona borð og ég á það til að endurtaka mig ansi oft með vissa hluti. En þetta borð er jafnvel orðið einfaldara en mig hefði grunað, því þau hjá Ikea einfaldlega límdu hjólin við plötuna (Ekbacken) – ekkert vesen að bora! Ef ég hendi mér ekki í þetta verkefni núna þá veit ég ekki hvað:)

ikea_beton_pa_hjul_inspiration_2

Myndir : Ragnar Ómarsson via Ikea

ikea_beton_pa_hjul_inspiration_3

Algjör draumur til að stilla upp uppáhalds bókunum í bland við smá punt – LOVE IT!

Hvernig lýst ykkur á?

 svartahvitu-snapp2-1

ÁRAMÓTAINNBLÁSTUR // 2017

Fyrir heimiliðJóla

Ég er ein af þeim “heppnu” sem fæ einfaldlega að mæta bara í öll jólaboðin og held því engin boð sjálf, ég veit ekki alveg hvernig það fer með eldunarhæfileika mína en þeir fá því sjaldan áskorun. Hér sit ég því og vafra um á netinu að skoða myndir með borðskreytingum, mögulega það eina sem við sem ekki kunnum að elda fáum að gera? Það ásamt ekta áramótamyndum sem koma mér í stuðið fá því að skreyta færslu dagsins – eigið góðan síðasta dag ársins ♡

// Ef þið smellið á myndirnar þá stækka þær.

Fyrir meiri innblástur má hér sjá myndir af jólaborðinu sem ég dekkaði upp fyrir verslunina Epal fyrr í mánuðinum, og hér má sjá uppdekkað áramótaborð sem ég gerði fyrir áramótin í fyrra

Ég vil annars þakka ykkur fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða – ég kann innilega vel að meta hverja heimsókn  sem bloggið fær og hverja athugasemd sem þið skiljið eftir, megi árið 2017 vera það allra besta. Ég er að minnsta kosti með mjög há markmið og hlakka til að fá að vinna í þeim.

Á morgun, Gamlársdag stefni ég síðan á að fara í síðasta Snapchat innlitið á Svartahvitu snappinu og ég mæli svo sannarlega með að fylgjast með – sú sem ætlar að taka á móti okkur er ein af þeim sem kalla mætti ofur fagurkera;)

svartahvitu-snapp2-1

SKIPULAGIÐ !

Fyrir heimiliðSvefnherbergi

Ég veit ekki hvernig þið kjósið að eyða síðustu dögum ársins en ég er algjörlega með skipulag á heilanum þessa síðustu daga og finnst ég hálfpartinn ekki tilbúin til að taka á móti nýju ári með heimili í óreiðu og skápa í drasli. Ég hef einnig verið að sökkva mér í nokkrar greinar og TED fyrirlestra og sækja mér nýja þekkingu til að taka á móti nýju ári og getað tæklað nokkur góð markmið, eitt gott þema sem ég skoðaði í gær var hvernig er hægt að vinna minna en þó afkasta meira? Mér lýst ansi vel á þann kost og ætla mér aldeilis að láta á reyna:) Ekki misskilja mig samt með þetta skipulag, ég er svo innilega ekki öfga týpa í neinu og hvet ykkur alls ekki til þess að eyða síðustu dögum ársins í tiltekt – stundum er líka bara gott að ákveða hvar skuli byrja á nýju ári, flokka snyrtivörur og föt og losa okkur við það sem við notum ekki? Raða í skápa og fara með nokkra kassa í Kolaportið eða í Rauða Krossinn, þannig er gott að byrja nýtt ár ásamt því að það er góð leið til að fá smá auka pening.

6ccca1a63463d8d6bc062d6cf52d73f0

Á þessum þriðja síðasta degi ársins ætla ég einnig að næla mér í nýja dagbók fyrir nýja árið, ég ætla nefnilega að taka 2017 í nefið hvað varðar skipulag! Hvernig finnst ykkur best að klára árið / taka á móti nýju ári varðandi skipulag ?

TOPP 5: BESTU ILMKERTIN

Fyrir heimilið

Ilmkerti er alltaf góð gjöf og í tilefni þess að núna þeytast margir á milli verslanna í leit að jólagjöfum þá ákvað ég að taka saman mín uppáhalds ilmkerti í von um að gefa einhverjum ykkar góða hugmynd. Ég sjálf á líklega um 15 stykki af ilmkertum heima, þau eru þó alls ekki öll í notkun ég hvíli þau af og til inn í skáp eftir stuði hvernig ilm ég vil hafa, flest kertanna minna hef ég keypt mér sjálf og sum þeirra kaupi ég aftur og aftur eins og viss jólakerti sem ég get ekki verið án. Ég hef mikið verið að þræða verslanir undanfarna daga í tilefni af risa jólaleiknum og tek eftir að flestar verslanir bjóða upp á í dag úrval af heimilisilmum og ilmkertum – mjög skemmtileg þróun. Ég tók þó að sjálfsögðu aðeins saman kerti sem ég sjálf hef reynslu af og vil mæla með.

kerti

// 1. Voluspa er merkið sem flestir þekkja, úrvalið er rosalega mikið en lengi vel fengust þessi kerti ekki á Íslandi. Ég hef keypt mér margar tegundir frá þeim, bæði erlendis, á netinu og núna í verslunum hér heima. Ég viðurkenni að ég versla dálítið ilmkerti útfrá umbúðunum jafnt sem ilminum og er Crane Flower í einstaklega fallegum gylltum umbúðum. Voluspa fæst í Línunni. // 2. Nýtt sem rataði beint á topplistann minn er Coconut Milk Mango kerti frá Illume sem ég fékk í versluninni hjá Hlín Reykdal út á Granda. Ég kveiki á því á hverjum degi og vildi óska þess að það hefði fylgt líkamskrem með því svo góður er ilmurinn. Hlín Reykdal, Fiskislóð 75. // 3. Skandinavisk er merki sem ég held mikið upp á og hef farið í gegnum mörg kerti frá þeim og á núna heima 3 ilmi úr línunni, Jul, Bær og Koto (á reyndar líka Heima sem er sami ilmur). Skandinavisk er einnig með heimilisilmstangir og fæst merkið í Epal. // 4. Votivo er eitt af þessum gæðamerkjum og uppgötvaði ég jólakertið þeirra í vikunni og heillaðist alveg. Joie de Noel er einn af þremur jólailmum í ár og ilmar dásamlega og ég tala nú ekki um hvað kertið kemur í fallegri pakkningu. Votivo fæst í Myconceptstore // 5. Síðast en ekki síst er nýtt merki sem ég uppgötvaði nýlega, en það eru íslensku ilmkertin EG frá Erlu Gísla! Ilmkertin frá henni eru fjögur talsins og heita öll eftir árstíðunum þaðan sem innblástur ilmsins er sóttur, vetur, sumar, vor og haust. Ég fékk alla línuna í gjöf og var lengi að finna út hvert væri mitt allra uppáhalds en komst loksins að niðurstöðu að það væri Stormur/Winter, tilvalið fyrir jólin og ilmurinn er æðislegur, dálítið þungur og kryddaður sem er fullkominn á þessum tíma. EG ilmkertin fást m.a. í Snúrunni, Hlín Reykdal og í Litlu Hönnunarbúðinni. // – Öll ilmkertin hér að ofan eiga það sameiginlegt að vera gerð úr miklum gæðum og brenna hægt.

Það styttist hinsvegar í að ég dragi út vinningshafa úr risavaxna jólagjafaleiknum sem ég held ásamt fallegustu verslunum Íslands! Er þitt nafn ekki pottþétt komið í pottinn? Sjáðu meira HÉR. 

svartahvitu-snapp2

LITUR ÁRSINS 2017: GREENERY

Fyrir heimilið

Ef að þið hélduð að plöntutrendið hefði náð hámarki sínu þá er það bara rétt að hefjast. Alþjóðlega litakerfið Pantone hefur loksins gefið út hver verður litur ársins 2017 og er það fallegur og bjartur gul-grænn litur sem hefur verið gefið heitið GREENERY. Á næsta ári munum við því sjá nokkuð mikið af grænum litum, Greenery minnir okkur á vorið og bjartari tíma og ég er nokkuð ánægð með valið. Það eru fjölmörg tískufyrirtæki, hönnuðir og jafnvel snyrtivöruframleiðendur sem vinna með liti ársins en þið eruð eflaust nokkur sem eruð nú þegar búin að ákveða að þessum lit ætlið þið ekki að klæðast.

Litur ársins er þó eitthvað töluvert meira en yfirborðskenndur litaspádómur sem eigi að hertaka heimili okkar og fataskápa. Þetta er nefnilega töluvert pólitískara en svo og enduspeglar örlítið hvað er að gerast í heiminum, grænn litur er gjarnan tengdur við nýtt upphaf, ferskleika og endurnýjun og jafnvel grænan lífstíl. Miðað við allt sem við höfum lesið í fréttunum á árinu og það sem gengið hefur á þá á þetta líka að minna okkur á að með nýja árinu megum við að slaka örlítið á og jafnvel taka skref aftur á bak frá lífsgæðakapphlaupinu. Leita meira inn á við, minnka stress og tengjast aftur náttúrunni. Við erum ekki endilega öll að fara að gera það, en það má alveg bæta við heimilið a.m.k. nokkrum plöntum?

pantone-color-of-the-yeat-2017-designboom-04

svartahvitu-snapp2

GRÁTT Á GRÁTT

Fyrir heimiliðHugmyndir

Voru sunnudagar annars ekki skapaðir til að taka því rólega eða jafnvel… til að gera og græja heima hjá sér eða að minnsta kosti til að dagdreyma yfir heimilisplönum og draumum? Ég er reyndar í þessum skrifuðu orðum stödd í Boston en ég er svo mikill bloggnördi (já ég viðurkenni það) að ég tímastilli alltaf færslur þegar ég fer í burtu frá tölvunni minni í nokkra daga:) Færsla dagsins er um aðal trendið í dag sem er að mála hillur og veggi í sömu litum eða að velja sama lit á húsgögn, mottur og veggi. Hér spila að sjálfsögðu smáhlutirnir stórt hlutverk til að brjóta upp á heildarútlitið og gefa því smá líf. Bækur, plöntur, plaköt eða listaverk eru nauðsynlegir fylgihlutir en þegar vel er gert er útkoman algjört æði.

Eigið annars alveg frábæran sunnudag x

skrift2

ÓSKALISTINN: ÞÁ ER ÞAÐ SVART

Fyrir heimiliðÓskalistinn

Ég ákvað að henda saman í einn góðan óskalista fyrir heimilið og áður en ég vissi af hafði ég aðeins valið svarta hluti og meirihluti þeirra eiga heima í eldhúsinu. Fyrst og fremst er það eini hluturinn sem er ekki svartur, en það er þetta ó svo fallega kúaskinn sem ég hef verið að leita mér að í nokkrar vikur núna en án árangurs (hæ allir sem geta gefið mér ábendingar). Það horfir á mig á hverjum degi á desktopinu á tölvunni minni ásamt nokkrum óskahlutum fyrir heimilið – sá listi tæmist að sjálfsögðu aldrei. Skemmtileg tilviljun að ég las yfir nýjustu færsluna hjá Pöttru áður en ég birti þessa og sá þar fína brúna kúaskinnið sem hún fjárfesti nýlega í. Svona skinn eru mjög slitsterk og á að vera auðvelt að hreinsa þau og því henta þau ágætlega undir borðstofuborð eða stofuborð. Ég var jafnvel komin á það að flytja inn eitt skinn frá USA en ákvað að það væri jú töluvert hagkvæmara fyrir að versla slíkt innanlands. Ég skal leyfa ykkur að fylgjast með ef ég finn draumaskinnið…

svart2

 

Þessir svörtu hlutir eiga það sameiginlegt að vera ekki bara fallegir heldur líka töff. Ef þið viljið sjá alsvart eldhús þá mæli ég með því að kíkja á þetta hér fyrir hugmyndir, sumir fara jú alla leið með svarta litinn. Það styttist í að ég byrji að taka saman jólagjafahugmyndir en á þessum lista má að sjálfsögðu finna ýmislegt hentugt í pakkann:) Takið eftir að ég linka yfir í vefverslanir á allar vörurnar í upptalningunni hér að neðan.

// 1. EM 77 Reverse hitakanna frá Stelton, í möttu svörtu ólík hinum hefðbundnu, Kokka.  // 2. Svart marmarahliðarborð frá Zuiver, Línan. // 3. Brass blómapottar frá Hübsch, Línan. // 4. Mjög fallegt og smá dramatískt matarstell frá Mr. Bitz, Snúran. // 5. Teketil fyrir nýju hollu mig frá Stelton, Kokka. // 6. Lítill blómavasi frá Hübsch, Línan. // 7. Stór blómavasi frá Finnsdottir, Snúran. ( Til miðnættis er 20% afsláttur af öllu á Snúran.is í tilefni 11.11) // 8. Lífrænt viskastykki, Kokka. // 9. Vipp ruslatunna, Kokka & Epal. // 10. Pepples frá Normann Copenhagen, væntanlegt í Epal. // 11. Geggjuð tímaritahilla frá Hübsch, Línan. // 

skrift2