HAUSTIÐ HJÁ H&M HOME

Fyrir heimilið

Ég er ein af þeim sem hoppaði hæð mína þegar staðfest var að H&M kæmi til Íslands og núna bíð ég spennt eftir að H&M HOME bætist við þó það gerist ekki alveg strax. Þessar myndir frá haustlínunni þeirra (sem fæst núna í öllum verslunum þeirra) eru guðdómlegar, það er alltaf hægt að treysta því að finna fallegar textílvörur ásamt smávörum fyrir heimilið í heimilisdeildinni sem er í uppáhaldi hjá mér. Núna hef ég þó heyrt frá þónokkrum að sænska Granit sé á leið til Íslands þó að ég hafi ekkert fengið staðfest með það en hversu skemmtilegt væri það nú!

Byrjum á þessum fallegu myndum frá H&M home ♡

Myndir via H&M

Algjör draumur, ég tók eftir fína hlébarða náttsloppnum mínum sem ég keypti mér í vor og gaman að hann sé ennþá til – mæli með! Litirnir eru í fallegum bláum tónum ásamt gylltu sem gerir allt svo extra elegant.

#BYKOTREND / NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR!

Fyrir heimilið

Það styttist í að við dómnefndin veljum vinningshafa í #bykotrend leiknum sem núna stendur sem hæst á Instagram og aðeins örfáir dagar eftir til að taka þátt! Eins og áður hefur komið fram þá á einn heppinn þátttakandi möguleika á því að vinna sér inn 100.000 kr. inneign í Hólf og Gólf í Byko sem er án efa draumur fyrir alla þá sem standa í framkvæmdum núna eða láta sig dreyma um að taka heimilið í gegn, einnig verða veittir tveir aukavinningar upp á 35.000 kr. sem koma sér vissulega vel líka. Ég hvet ykkur því til að bretta upp ermar og taka mynd af rými sem þarfnast yfirhalningar og birta hana á Instagram merkta #bykotrend – það er nefnilega til mikils að vinna!

Meðfylgjandi eru nokkrar skemmtilegar myndir úr leiknum valdar af handahófi, kannski leynist vinningsmyndin hér að neðan? Hver veit:)

Ef þú þekkir einhvern sem gæti þurft á þessum glæsilega vinning að halda sem spark í rassinn að taka í gegn baðherbergið – eldhúsið – allt húsið eða jafnvel bústaðinn? Deildu þá endilega færslunni áfram því það eru einungis 2 dagar til stefnu svo hver fer að verða síðastur. Og vá hvað mig hlakkar mikið til þess að setjast niður með Byko vinum mínum og velja okkar uppáhalds myndir:)

LITUR ÁRSINS 2018 FRÁ NORDSJÖ: BLEIKUR HEART WOOD

Fyrir heimilið

Má bjóða ykkur að sjá lit ársins 2018 að mati Nordsjö sem er eitt af þekktari málningarfyrirtækjunum í Skandinavíu. Liturinn sem ber heitið Heart Wood er hlýlegur bleikur litur með smá gráum tón í og kemur mér ekkert á óvart að uppáhalds bleiki liturinn minn haldi áfram sigurför sinni um heiminn ♡

Myndir via Nordsjö

Eins og sjá má á þessum myndum er liturinn nokkuð fjölhæfur og hægt að nota á ólík rými og para saman við margar litapallettur. Ég er sérstaklega hrifin af bleika litnum á svefnherbergið og held það sé ekki annað hægt en að sofa vel þar. Fyrir áhugasama þá er Sérefni með umboðið fyrir Nordsjö á Íslandi en þar er einmitt hægt að fá Svönubleika litinn ♡

#BYKOTREND / VINNUR ÞÚ 100.000 KRÓNA INNEIGN Í HÓLF & GÓLF?

Fyrir heimilið

#BYKOTREND leikurinn er í fullum gangi og ég skemmti mér mjög vel að fara í gegnum myndirnar sem þegar hafa verið birtar á Instagram um helgina. Byko endurtekur Instagram leikinn sem við vorum einnig með í vor en hægt er að vinna sér inn 100.000 kr. inneign í Hólf & Gólf deildinni hjá þeim sem er líklega draumur allra þeirra sem eru í framkvæmdum eða eru að hugleiða að breyta til á heimilinu. Ég fæ að vera gestadómari ásamt aðilum frá Byko og kem til með að birta vinningsmyndina hér á blogginu þann 22. september! Vinningsmyndin síðan í vor var frá Sólveigu Bergsdóttur og ég veit að vinningurinn kom sér ótrúlega vel þar sem hún var að taka í gegn sína fyrstu íbúð.

Núna ættuð þið öll að vera búin að fá nýja Byko bæklinginn inn um lúguna – ef ekki þá er hægt að skoða hann rafrænt hér. Leikurinn er kynntur á baksíðunni en þar er einnig tilkynnt að tveir heppnir geta nælt sér í aukavinning sem er 35.000 kr. inneign í Hólf & Gólf. Það er einfalt að taka þátt, það eina sem þú þarft að gera er að taka mynd af rými sem þarfnast yfirhalningar og birta myndir á Instagram merkta #bykotrend. Hafið í huga að reikningurinn ykkar þarf að vera opinn á meðan leiknum stendur til þess að við getum séð myndina. 

 

Hér er bæklingurinn góði sem kom inn um lúguna hjá flestum landsmönnum – hér er að finna mjög mikið fínt og góðar hugmyndir fyrir heimilið, á baksíðunni er svo mynd af yours truly svo þessi bæklingur fær aldrei að lenda í pappírstunnunni haha. Eitt þykir mér sérstaklega skemmtilegt við þetta samstarf með Byko er að núna ásamt fyrr í vor eru nánast einu skiptin sem karlmennirnir í mínu lífi vita af blogginu mínu, – sem afi kýs að kalla svart með hvítu. 

Hér að ofan er vinningsmyndin frá því í vor. Myndirnar hér að neðan valdi ég síðan af handahófi til að sýna ykkur hvað það eru fjölbreyttar myndir að taka þátt núna, mjög skemmtilegt að skoða yfir #bykotrend flokkinn á Instagram og enn og aftur klæjar mig í fingurnar yfir því að vera ekki í mínu eigin húsnæði svo ég geti verið í svona framkvæmdum sem hlýtur að vera alveg ótrúlega gefandi og skemmtilegt.

Á næstu dögum kem ég einnig til með að kíkja við í Hólf & Gólf í Byko og skoða hvað hægt verður að fá fyrir inneignirnar góðu og sýna hugmyndir á Snapchat. Ég hvet ykkur til þess að láta þennan leik ekki framhjá ykkur fara og mæli með því að deila færslunni áfram til þeirra sem eru á kafi í framkvæmdum og gætu vel nýtt sér þennan veglega vinning.

SNÚRAN STÆKKAR & BOLIA BÆTIST VIÐ

BúðirFyrir heimilið

Í gær opnaði ein af mínum uppáhalds verslunum, Snúran nýja og stærri verslun en þau kynntu einnig nýtt merki sem er eftir að spila stóran þátt í nýju versluninni en það er danska vörumerkið Bolia! Ég kíkti á þau snemma í gær á meðan þau voru á haus að klára að græja nýju verslunina og ég heillaðist alveg upp úr skónum. Verslunin er einstaklega falleg á alla vegu, vel er hugsað út í öll smáatriði og það er skemmtileg upplifun að ganga þarna um – þið munið mjög vel skilja mig þegar þið kíkið í heimsókn! Það var engin önnur en Rut Káradóttir sem hannaði rýmið sem er hið glæsilegasta, versluninni er síðan skipt upp í nokkrar fallegar stofur sem hver hefur sitt litaþema en bleika stofan er og kemur til með að vera mín uppáhalds. Ég tók þessar myndir þegar allt var ekki alveg 100% klárt svo ég kem mögulega til með að uppfæra þær þegar ég kíki næst við en í opnunarhófinu í gærkvöldi var varla hægt að þverfóta fyrir fólki svo engar myndir voru teknar þá:)

Fyrir áhugasama þá er nýja verslunin staðsett í Ármúla 38 og ég mæli svo sannarlega með að kíkja við! Til hamingju elsku Snúru vinir ♡

TIPS & TRIX: HVERNIG Á AÐ INNRÉTTA Í KRINGUM SJÓNVARP?

Fyrir heimilið

Ef það er einn hlutur á heimilinu mínu sem ég á í hvað mestu ástar-haturssambandi við þá er það sjónvarpið. Það er sá hlutur sem við flest eigum en sjáum þó sjaldnast í innlitum og eina ástæða þess hlýtur hreinlega að vera hversu agalega ljót þau geta verið og kjósa því tímaritin oft að fela þennan hlut frá okkur lesendum. Sem betur fer hafa sjónvörp þó farið minnkandi með árunum og túbusjónvörp orðin ansi sjaldgæf sjón og sum eru jafnvel orðin nokkuð falleg ef svo má orða. Ég hef átt margar sjónvarpsumræður við minn mann og ég stunda það að raða blómavösum til að fela myndlykilinn og ýti sjónvarpinu nánast útaf skenknum til að koma því sem allra mest útí horn eins og hægt er. Þið megið ímynda ykkur hvort það pirri suma haha.

Það er auðvitað alveg frábært að eiga sjónvarp og ég vil helst ekki án þess vera en það er svo sannarlega ekki minn uppáhaldshlutur á heimilinu. Jafnvel þó að þú sért með nýjustu græjuna – ofur þunnt sjónvarp en ekki gömlu “túpuna” þá er það jú alltaf svartur tómur rammi þegar slökkt er á því og því ber að huga vel að umhverfi þess.

Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu því þetta er jú í alvöru eitthvað sem við mörg veltum fyrir okkur! Hvernig er hægt að innrétta fallega í kringum sjónvarp og hvernig er hægt að koma þessum stóra hlut vel fyrir án þess að fallega stofan okkar þurfi að gjalda fyrir það?

screen-shot-2016-08-10-at-13-55-06

Mynd : Lotta Agaton

Það sem skiptir máli er að fela snúrur og reyna að koma aukahlutum eins og myndlykli og apple tv vel fyrir og helst úr augnsýn. Einnig kemur oft betur út að hengja sjónvarpið upp ef möguleiki er á því til að létta örlítið á.

Dökkur veggur! Það hjálpar til við að láta sjónvarpið falla inní umhverfið þegar það er slökkt á því ef veggurinn er dökkur. Þar fyrir utan er það betra fyrir augun þegar horft er á bíómynd að sjónvarpið sé ekki í svona mikilli andstæðu við umhverfið.

Annað ráð er ef að sjónvarpið er vegghengt kemur vel út að vera með skenk fyrir neðan með skrautmunum á eða lampa svo sjónvarpið sé ekki í algjöru aðalhlutverki.

Ef sjónvarpið er ekki mjög stórt þá getur virkað vel að útbúa myndavegg í kring, slíkt kemur sérstaklega vel út á hvítum vegg ef ramminn á tækinu er einnig hvítur (já það eru til hvít sjónvörp). Ef sjónvarpið er hinsvegar svart þá kemur betur út ef veggurinn er dökkmálaður.

picture-wall-around-television

Hér kemur sérstaklega vel út að hafa myndavegg þar sem sjónvarpið er í aukahlutverki og uppröðun ekki háð því að passa í kringum sjónvarpið sérstaklega.

samsung_blogger_sept_gitte_0052_1

Hér kemur vel út að hafa opnar hillur í skenknum þar sem vandlega er raðað upp fallegum hlutum í bland við bækur og tímarit. Hlutir eins og planta og karfa sem geyma má í teppi gefur hlýleika sem er góð andstæða við annars kuldalegan flatskjáinn. Hér hefur einnig verið veggfóðrað á bakvið sjónvarpið sem kemur sérstaklega vel út.

samsung_blogger_sept_gitte_0080

Við keyptum okkur nýtt sjónvarp á dögunum eftir að okkar gamla varð úr sér gengið, núna þarf því að stækka skenkinn og ég er að íhuga að bæta við einni Besta Ikea einingu án hurðar svo ég geti raðað í nokkrum skrautmunum en ég er nú þegar með tvöfaldann Besta skenk.

Montana eining hefði verið fullkomin lausn en er smá út fyrir budgetið og því fær Ikea að redda mér að þessu sinni.

tv_wallSum sjónvörp eru reyndar alveg einstaklega vel hönnuð, það þarf lítið að fela þetta hér sem Nina hjá Stylizimo á þrátt fyrir að hér vanti nokkra skrautmuni og meiri hlýleika eins og sjá má.

     stilinspirationcoffetableborgemogensen4

Myndir via Pinterest

Lokaráðið ef þú ert alveg að verða gráhærð af sjónvarpinu er hreinlega að loka það inní skáp, þökk sé flatskjám þá passa þau flest inn í skápa svo hægt er að loka á þessar elskur þegar við erum ekki að horfa.

Á morgun verður klárað að koma nýju græjunni vel fyrir og vonandi kemst loksins betri mynd á stofuna sem er alltaf hálf ókláruð hjá mér. Ykkur er velkomið að fylgjast með á Snapchat (Svartahvitu) eins og áður – en núna fer ég að verða aftur virkari eftir ljúft sumarfrí.

SUMARLEGT GARÐPARTÝ HJÁ HOUSE DOCTOR

Fyrir heimiliðHugmyndir

Það er á mínum lífsins óskalista að eignast hús með stórum garði og ég er vissulega með augun á einu krúttlegu húsi hér í firðinum fagra en ætla að fá að halda því aðeins lengur fyrir sjálfa mig… mögulega í nokkur ár en hver veit nema ég vinni í lottói. Ef ég ætti garð þá myndi ég slá upp í gott garðpartý helst í kvöld! Ég hef lengi haldið upp á danska House Doctor, stíllinn er alltaf mjög fallegur og ekki skemmir fyrir að vörurnar eru oft frekar ódýrar eða að minnsta kosti smáhlutirnir. Þetta garðpartý er algjört æði og er fullkomið fyrir íslenskt sumarkvöld. Hægt að hjúfra sig í teppi og sötra langt fram eftir kvöldi. Stíllinn er látlaus með léttum ljóskerum og seríum í trénu og fallegur borðbúnaður á borðinu – ekkert plast hér. Bara alvöru lekkert garðpartý!

 Skál fyrir sumrinu og eigið góða helgi ♡

LÉTTUR SUMARSTÍLL Á SVALIRNAR

Fyrir heimilið

Ég er almennt séð jákvæðu megin í lífinu og bíð því ennþá spennt eftir að þessi gula láti sjá sig hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og skoða myndir af fallegum svölum og veröndum í sumarbúning. Læt einnig út skrautpúða á mínar svalir aðeins til þess að það rigni á þá stuttu síðar…. en það er allt í góðu því við hljótum að eiga inni nokkrar svakalega sólríkar vikur. Þessar myndir eru af fallegum útisvæðum með léttu yfirbragði og veitir góðan innblástur fyrir komandi vikur, – úti.

Myndirnar hér að ofan eru af fallegu útisvæði hjá Daniella Witte þeirri sænsku smekkkonu, þið getið fylgst með henni hér.

Seinni myndin kemur frá Ikea Livet Hemma, falleg og notaleg útistofa því á sumrin þá teygir heimilið anga sína alla leið út í garð og stækkar fyrir vikið. Þar getum við átt okkar bestu stundir en þá er líka um að gera að hafa dálítið huggulegt, færa út smá punt, púða og værðarvoð ef skyldi kólna.

Núna er það bara að krossa fingur og tær í von um sólríkar stundir næstu daga! 

HAUST & VETUR HJÁ MARIMEKKO ’17

Fyrir heimiliðHönnunKlassík

Marimekko er eitt helsta finnska hönnunarmerkið og er það þekktast fyrir einstök mynstur og mikla litadýrð. Ég heillaðist alveg af þessum myndum sem teknar voru í húsi hönnuðu af Alvar Aalto sjálfum (Villa Mairea) og eru af haust og vetrarlínu Marimekko, umhverfið er glæsilegt og svo er eitthvað við þessi fjölbreyttu mynstur sem draga mig að. Ég hef verið að safna mögulega minnst litríkustu línunni þeirra Siirtolapuutarha – já hún heitir þetta í alvöru. Svartar doppur á hvítum bakgrunni en þó er margt annað frá Marimekko sem ég er hrifin af og gæti hugsað mér að eignast. Fyrirtækið var stofnað árið 1951 og er í dag stolt finnskrar hönnunar ásamt iittala. Algjör klassík og mikil mynstur hafa verið að ryðja sér til rúms undanfarið og gefa heimilum mikinn sjarma. Það hefur líklega verið erfitt að mynda öll þessi mynstur saman á einu og sama heimilinu en einhverja hluta vegna þá gengur það alveg upp hér og útkoman er stórkostleg.

Þessar myndir eru alveg dásamlegar,

Hér að neðan má einmitt sjá fallegu Siirtolapuutarha línuna sem ég heillast svo af.

Þvílík mynstur og litadýrð! Ég er alveg heilluð og eigum við að ræða þessa púða á myndinni hér að ofan.

22 BLEIK ELDHÚS

Fyrir heimiliðHugmyndir

Bleikur er án efa heitasti litur ársins og skal engan undra enda einn fallegasti liturinn að mínu mati, ég vissulega sæki meira í ljósbleika tóna en heitir bleikir litir eru líka afskaplega smart en skera sig þó meira úr. Ljósbleikir litir eru þægilegir og ganga við nánast allt, ég var ekki í vandræðum að finna til fjöldan allan af myndum af bleikum eldhúsum hvort sem það séu þá bleikir veggir, bleikar innréttingar, bleikar flísar eða jafnvel bleik borðplata. Ég á að sjálfsögðu uppáhaldsbleikan lit en það er Svönubleikur sem hún Árný hjá Sérefni nefndi eftir mér en þann lit notaði ég á forstofuna okkar.

Smellið á myndirnar til að sjá þær stórar –

Ég vona að þessar myndir veiti ykkur innblástur, svo er gott að hafa í huga að það er alltaf hægt að mála aftur yfir ef liturinn hentar ekki þegar uppi er staðið. Það er mjög lítil áhætta falin í því að taka af skarið og prófa nýja liti á heimilinu og ekki svo kostnaðarsamt:)