fbpx

FALLEGASTA SJÓNVARP SEM TIL ER? THE FRAME

Fyrir heimiliðHönnunÓskalistinnSamstarf

Ef þú hefur áhuga á innanhússhönnun og fallegum heimilum og vilt að heimilið þitt endurspegli þann áhuga þá hefur þú líklega áður velt fyrir þér hvað sjónvarpið passar ekkert endilega við smekklega stofuna eða að svartur kassinn, sem sjónvarpið jú er, stelur allri athygli frá fallegum myndavegg? Ég er alveg mjög sek um þessa hugsun og hef ýtt okkar sjónvarpi aðeins til hliðar í stofunni svo það beri aðeins minna á því en er þó á góðum stað þar sem við kunnum vel að meta að kúra saman fjölskyldan og horfa saman á bíómynd og teiknimyndir.

Ég hef undanfarið (nokkur ár) verið með The Frame sjónvarpið frá Samsung á heilanum og oft velt fyrir mér þegar ég skoða falleg heimili með smart myndaveggjum og engu sjónvarpi sjáanlegu, hvort að Frame sé þarna mögulega á veggnum. En einhver er ástæðan að þegar við flettum hönnunartímaritum þá er það sárasjaldan sem sjónvarpssveggurinn er sýndur, einfaldlega því ég held að það sé oft „vandræðarhornið“ á mörgum heimilum, og því oft undanskilið í myndaþáttum eða að það er hreinlega fjarlægt fyrir myndatöku?

Hvort er svo huggulegra, til vinstri eða hægri? Slökkt er á báðum sjónvörpum.

Ég elska þessa aðferð til að útbúa myndavegg en þarna fellur sjónvarpið alveg inní.

Það er varla hægt að trúa því að þarna á miðjum veggnum sé sjónvarp? Ahh ég elska þetta!

Fyrir ykkur sem ekki kannist við þá er The Frame sjónvarp sem hægt er að breyta í listaverk þegar slökkt er á því og fellur það því fullkomlega að heimilinu. Hægt er að velja um mismunandi liti á rammanum svo að sjónvarpið falli sem best að þínum stíl. Sjónvarpið er örþunnt og hangir alveg uppvið vegginn og blekkir því marga þegar slökkt er á því að þarna sé aðeins um listaverk að ræða. Því fylgir einnig aðeins ein snúra sem hægt er að þræða í gegnum vegginn eða jafnvel fella inn í til að fullkomna útlitið og eru því engar snúrur að þvælast fyrir.

Hægt er að velja um verk úr úrvali yfir 1.600 verkum frá heimsþekktum listasöfnum og galleríum um allan heim, en auk þess er líka hægt að nota persónulegar ljósmyndir sem skreyta sjónvarpið. Og þegar slökkt er á sjónvarpinu þá birtist myndin. Þetta er svo mikil snilldar græja að mig kitlar smá í fingurnar mig langar svo að prófa og skoða þetta myndagallerí! Þegar ég kíkti um daginn við hjá Ormsson að skoða listasýningu í þessum umræddu sjónvörpum þá varð ekki aftur snúið…

Fallegasta sjónvarpið sem sést hefur?

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri, en hérna er slökkt á öllum sjónvörpunum.

Ég er ekkert alltof mikil tæknikona en þegar ég fæ áhuga á einhverju þá helli ég mér í viðfangsefnið og það heillar mig sérstaklega mikið að skjárinn á nýjustu útgáfunni er mattur og endurspeglast því ekkert ljós á honum sem er nánast jafn spennandi fyrir mig og listagalleríið sjálft – þar sem okkar sjónvarpsveggur er staðsettur á móti stærðarinnar glugga og því nánast ómögulegt að horfa á það þegar sólin skín inn um gluggann sem er ekki vandamál þegar skjárinn er glampafrír.

Ég hélt að ég þyrfti að sannfæra manninn minn varðandi The Frame en það þurfti aldeilis ekki þar sem þetta er ekki bara fallegt (mitt val) þá er þetta líka einstaklega góð græja og öll nýjasta tæknin (hans val), s.s. fullkomin blanda af útliti og notagildi. Ég mæli með fyrir áhugasama að kíkja á myndböndin hér að neðan ef þú ert í sjónvarpshugleiðingum eins og ég.

–  Samstarf við Ormsson – 

Smelltu hér til að skoða nánar The Frame hjá Ormsson.

Takk fyrir lesturinn og ég mun að sjálfsögðu deila með ykkur þegar þessi draumur minn rætist ♡

ELDHÚSIÐ HJÁ MÖMMU & PABBA // FYRIR & EFTIR MYNDIR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. kristín snorradóttir waagfjörð

    2. December 2022

    OMG Ja takk og Gleðileg Jól