TIPS & TRIX: HVERNIG Á AÐ INNRÉTTA Í KRINGUM SJÓNVARP?

Fyrir heimilið

Ef það er einn hlutur á heimilinu mínu sem ég á í hvað mestu ástar-haturssambandi við þá er það sjónvarpið. Það er sá hlutur sem við flest eigum en sjáum þó sjaldnast í innlitum og eina ástæða þess hlýtur hreinlega að vera hversu agalega ljót þau geta verið og kjósa því tímaritin oft að fela þennan hlut frá okkur lesendum. Sem betur fer hafa sjónvörp þó farið minnkandi með árunum og túbusjónvörp orðin ansi sjaldgæf sjón og sum eru jafnvel orðin nokkuð falleg ef svo má orða. Ég hef átt margar sjónvarpsumræður við minn mann og ég stunda það að raða blómavösum til að fela myndlykilinn og ýti sjónvarpinu nánast útaf skenknum til að koma því sem allra mest útí horn eins og hægt er. Þið megið ímynda ykkur hvort það pirri suma haha.

Það er auðvitað alveg frábært að eiga sjónvarp og ég vil helst ekki án þess vera en það er svo sannarlega ekki minn uppáhaldshlutur á heimilinu. Jafnvel þó að þú sért með nýjustu græjuna – ofur þunnt sjónvarp en ekki gömlu “túpuna” þá er það jú alltaf svartur tómur rammi þegar slökkt er á því og því ber að huga vel að umhverfi þess.

Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu því þetta er jú í alvöru eitthvað sem við mörg veltum fyrir okkur! Hvernig er hægt að innrétta fallega í kringum sjónvarp og hvernig er hægt að koma þessum stóra hlut vel fyrir án þess að fallega stofan okkar þurfi að gjalda fyrir það?

screen-shot-2016-08-10-at-13-55-06

Mynd : Lotta Agaton

Það sem skiptir máli er að fela snúrur og reyna að koma aukahlutum eins og myndlykli og apple tv vel fyrir og helst úr augnsýn. Einnig kemur oft betur út að hengja sjónvarpið upp ef möguleiki er á því til að létta örlítið á.

Dökkur veggur! Það hjálpar til við að láta sjónvarpið falla inní umhverfið þegar það er slökkt á því ef veggurinn er dökkur. Þar fyrir utan er það betra fyrir augun þegar horft er á bíómynd að sjónvarpið sé ekki í svona mikilli andstæðu við umhverfið.

Annað ráð er ef að sjónvarpið er vegghengt kemur vel út að vera með skenk fyrir neðan með skrautmunum á eða lampa svo sjónvarpið sé ekki í algjöru aðalhlutverki.

Ef sjónvarpið er ekki mjög stórt þá getur virkað vel að útbúa myndavegg í kring, slíkt kemur sérstaklega vel út á hvítum vegg ef ramminn á tækinu er einnig hvítur (já það eru til hvít sjónvörp). Ef sjónvarpið er hinsvegar svart þá kemur betur út ef veggurinn er dökkmálaður.

picture-wall-around-television

Hér kemur sérstaklega vel út að hafa myndavegg þar sem sjónvarpið er í aukahlutverki og uppröðun ekki háð því að passa í kringum sjónvarpið sérstaklega.

samsung_blogger_sept_gitte_0052_1

Hér kemur vel út að hafa opnar hillur í skenknum þar sem vandlega er raðað upp fallegum hlutum í bland við bækur og tímarit. Hlutir eins og planta og karfa sem geyma má í teppi gefur hlýleika sem er góð andstæða við annars kuldalegan flatskjáinn. Hér hefur einnig verið veggfóðrað á bakvið sjónvarpið sem kemur sérstaklega vel út.

samsung_blogger_sept_gitte_0080

Við keyptum okkur nýtt sjónvarp á dögunum eftir að okkar gamla varð úr sér gengið, núna þarf því að stækka skenkinn og ég er að íhuga að bæta við einni Besta Ikea einingu án hurðar svo ég geti raðað í nokkrum skrautmunum en ég er nú þegar með tvöfaldann Besta skenk.

Montana eining hefði verið fullkomin lausn en er smá út fyrir budgetið og því fær Ikea að redda mér að þessu sinni.

tv_wallSum sjónvörp eru reyndar alveg einstaklega vel hönnuð, það þarf lítið að fela þetta hér sem Nina hjá Stylizimo á þrátt fyrir að hér vanti nokkra skrautmuni og meiri hlýleika eins og sjá má.

     stilinspirationcoffetableborgemogensen4

Myndir via Pinterest

Lokaráðið ef þú ert alveg að verða gráhærð af sjónvarpinu er hreinlega að loka það inní skáp, þökk sé flatskjám þá passa þau flest inn í skápa svo hægt er að loka á þessar elskur þegar við erum ekki að horfa.

Á morgun verður klárað að koma nýju græjunni vel fyrir og vonandi kemst loksins betri mynd á stofuna sem er alltaf hálf ókláruð hjá mér. Ykkur er velkomið að fylgjast með á Snapchat (Svartahvitu) eins og áður – en núna fer ég að verða aftur virkari eftir ljúft sumarfrí.

Í sjónvarpinu mínu…

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Það leiðinlegasta sem ég geri er að vera veik heima… – eitt það tilgangslausasta sem til er og fer óendanlega í taugarnar á mér þegar líkaminn segir stopp við mig – í dag er einn af þeim dögum. Þá er lítið annað að gera en að taka upp tölvuna og horfa á nokkra vel valda þætti. Ég hef stundum lagt í vana minn að deila mínum uppáhalds sjónvarpsþáttum með lesendum en það er dáldið síðan síðast. En þar sem ég ligg í veikindabælinu datt mér í hug að fleiri deila þeim aðstæðum með mér í dag því miður svo ég verð að segja ykkur frá uppáhalds þáttunum mínum þessa stundina…

Eitt af því sem er í uppáhaldi hjá mér við haustin er að uppgötva nýja sjónvarpsþætti. Venjulega byrja ég á því að gera lista yfir alla nýju þættina, tek test á þeim öllum og svo sigtast smám saman úr listanum. Nú er aðeins liðið á þessa þætti sem voru frumsýndir snemma í haust og það eru tveir sem standa framar öllum.

Jane the Virgin

janetv

Þetta er í alvörunni uppáhalds þátturinn minn í dag – algjör guilty pleasure þáttur. Þetta er endurgerð á spænskri sápuóperu sem fjallar um Jane sem er hrein mey, Jane fer í heimsókn til kvensjúkdómalæknis og óvart af mjög svo undarlegum ástæðum fer hún þaðan ólétt af barni yfirmanns síns – þetta er ekki spoiler ég lofa – það er svo mikið, mikið, mikið meira og þetta eru stórkostlegir þættir sem ég býð spennt eftir að sjá í hverri viku.

How to get Away with Murder

how-to-get-away-with-murder-1-w724

Tvö nöfn – Shonda Rhimes og Viola Davis – þegar þessar konur koma saman getur útkoman ekki verið önnur en stórkostleg. Viola leikur hér lagaprófessor og við fylgjumst með henni og hennar aðstoðarmönnum og nemum verja seka og saklausa í réttarsal. Þættirnir fara fram og aftur í tíma og morð sem framið var á skólalóðinni er gegnum gangandi í gegnum þættina og svo er framið annað morð sem tengist því en við erum ekki enn búin að fá að vita hver framdi það og afhverju þó ég hafi mína skoðun á málunum. Þið verðið alveg húkkt eftir fyrsta þátt því lofa ég. Ef þið vitið ekki hver Shonda Rhimes er þá er það konan á bakvið Greys og Scandal – halló snillingur!!

Ef þið eruð svo með SkjáEinn þá verða báðar þessar þáttaraðir í sýningu þar – Jane the Virgin byrjar núna í lok nóv ef ég man rétt og How to get Away with Murder stuttu seinna. Ég er með rásina og ætla klárlega að horfa aftur á þættina þar, þeir eru það góðir!

Sendi batakveðjur og knús á þá sem deila mínum ömurlegu aðstæðum – vona að þið náið ykkur fljótt!!

EH

Gilmore Girls gleði!

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Í dag er mikill gleðidagur – nei það er enginn sérstakur frídagur og ekkert sérstaklega merkilegt við þessa dagsetningu fyrir utan það að Gilmore Girls mætir í Netflix! Þvílík hamingja – hér er um að ræða þætti sem einkenna mikið uppeldisárin mín og ég verð RÚV ævinlega þakklát fyrir að kynna mig fyrir mæðgunum Lorelai og Rory.

Gilmore-Girls-gilmore-girls-28644457-1024-768 Gilmore-Girls-College-Advice-11

Ef þið heyrið ekki frá mér í einhvern tíma þá get ég lofað því að þið finnið mig fasta fyrir framan sjónvarpsskjáinn að raula eftirfarandi…

If you’re out on the road
Feelin’ lonely and so cold
All you have to do is call my name
And I’ll be there
On the next train

Where You Lead
I will follow
Any-Anywhere that you tell me to
If you need-If you need me to be with you
I will follow
Where you lead

…. og að fussa yfir vali mæðgnanna á karlmönnum #teamluke!

EH

PRÓFÍLL

PRÓFÍLLSJÓNVARPVIÐBURÐIR

Prófíll er nýr sjónvarpsþáttur sem hefur göngu sína á Popp TV á fimmtudaginn kemur. Í Prófíl fá áhorfendur að skyggnast inn í líf áhugaverðra einstaklinga og fylgjast með þeim í ýmsum verkefnum. Þættirnir, sem eru sex talsins, eru framleiddir af ungu fólki fyrir ungt fólk og það verður því virkilega skemmtilegt að sjá útkomuna. Sjálf er ég að gleyma mér í tilhlökkun þar sem þáttastjórnandinn, Sunneva Sverrisdóttir, er minn betri helmingur og vinkona til 22 ára!

Sunneva

PRÓFÍLLHér má svo sjá stiklu úr fyrsta þættinum þar sem viðmælandinn er tónlistarmaðurinn Logi Pedro

Fylgist með Popp TV í opinni dagskrá á fimmtudaginn kemur klukkan 20:00

xx

Andrea Röfn