fbpx

TÍGRISRÆKJUR Í KRÖNSI MEÐ AVÓKADÓ DILL SÓSU

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Uppskrift að afar góðum tígrisrækjum í snakk krönsi sem eru bornar fram með avókadó sósu með dilli og sýrðum rjóma. Uppskriftin er unnin í samstarfi við Innnes. Tilvalið sem aðeins öðruvísi forréttur eða léttur réttur yfir hátíðarnar. Ég þakti rækjurnar með hummus snakki frá Eat real með dill bragði sem passar sérlega vel með risarækjunum. Snakkið er gert úr kjúklingabaunum og er einnig ótrúlega gott eitt og sér. Það er vegan, glúten frítt og 40% fituminna en venjulegt snakk. Ég mæli mikið með.

600 g stórar tígrisrækjur frá Sælkerafiski
8 dl Eat real hummus snakk með dilli
Ólífuolía/Pam sprey
Salt & pipar
2 egg
1 dl spelt

Sósa
2 avókadó
2 msk sýrður rjómi
Safi úr 1 lime
2 msk ferskt dill
Salt og pipar

Aðferð

 1. Setjið snakkið í poka og rúllið yfir með kökukefli svo það verði að mulningi.
 2. Veltið tígrisrækjunum upp úr ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Næst veltið þeim upp úr speltinu, egginu og að lokum snakkinu. Mér finnst gott að nota tangir.
 3. Dreifið rækjunum í eldfast form þöktu bökunarpappír og spreyið þær með Pam spreyi eða dreifið ólífuolíu yfir þær. 
 4. Bakið í ca 5-6 mínútur við 200°C eða þar til þær eru orðnar stökkar að utan.
 5. Á meðan rækjurnar bakast þá útbúið þið sósuna. Blandið saman avókadó, sýrðum rjóma, safa úr lime, dilli, salti og pipar með töfrasprota. En það er einnig hægt að stappa saman avókadó, saxa dill smátt og hræra saman við hin hráefnin.
 6. Stráið fersku dilli yfir rækjurnar og berið fram með sósunni. Njótið!

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ HELGARINNAR!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BLACK FRIDAY TILBOÐ: UPPÁHALDS

HEIMILI

Það er heldur betur mikið af flottum tilboðum í gangi núna og mig langar að deila með ykkur nokkrum hlutum sem eru í uppáhaldi og eru á tilboði. Það er svo mikil snilld að nýta þennan afslátt, bæði til að kaupa jólagjafir og gleðja sjálfan sig.

Ég setti link á allar vörurnar þannig að það er auðvelt fyrir ykkur að skoða vörurnar betur.

 1. Neri matarstellið // Ramba store
  20% afsláttur
  Guðómlega fallegt og vandað svart matarstell frá Bloomingville. Ég er að safna þessu stelli en ég gjörsamlega féll fyrir því þegar ég sá það fyrst. Neri fat/skál 33cm Neri diskur 23 cm Neri skál
 2. Kinfolk table // Penninn Eymundsson 
  30% afsláttur allar erlendar matreiðslubækur

  Þessi fallega bók úr Kinfolk seríunni er í miklu uppáhaldi og sérlega smekkleg upp í hillu.
 3. Ostahnífar // Ramba store
  20% afsláttur
  Þessir ostahnífar eru frá Bloomingville og eru svo fallegir. Tilvalin gjöf!
 4. Tojiro hnífur // Seimei
  15% afsláttur með kóða „black“
  Geggjaðir hnífar sem ég mæli mikið með. Fullkominn alhliða kokkahnífur fyrir þá sem vilja prófa sig áfram með alvöru japanska hnífa sem og lengri komna.
 5. Kökudiskur // Heimahúsið
  20% afsláttur
  Dásamlegur kökudiskur úr handunnu gleri frá LSA. Ég á svona kökudisk og ég elska hann. Látlaus, fallegur og passar með öllu.
 6. Basic to Brilliance eftir Donna Hay // Penninn Eymundsson
  30% afsláttur allar erlendar matreiðslubækur
  Ein uppáhalds matreiðslubókin mín. Klassískar og girnilegar uppskriftir og fallegar myndir. Bók fyrir alla þá sem elska að elda.
 7. Kampavínsglös // Ramba store
  20% afsláttur
  Svo flott glös úr akrýl plasti sem eru geggjuð í heita pottinn.
 8. Tierra negra leir // Heimahúsið
  20% afsláttur
  Þessar vörur eru í miklu uppáhaldi og vá hvað ég nota þetta mikið! Þessi fallegi leir er engu líkur og hann má fara inn í ofn, í uppþvottavél og á helluborðið. Svo er þetta lífræn vara, aðeins gert úr náttúrulegum leir. Ég mæli mikið með.

 

Njótið dagsins! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SMÁKÖKUR MEÐ KÓKOS OG HAFRAMJÖLI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURUPPSKRIFTIR

Það er svo jólalegt að baka smákökur á aðventunni og hér kemur ein gömul uppskrift sem mamma bakaði alltaf fyrir jólin frá því að ég man eftir mér. Ég deildi þessari uppskrift með Hringbraut í síðustu viku og ég verð að sjálfsögðu að deila henni með ykkur líka. Ofur einfaldar og ljúffengar smákökur. Oft bökuðum við þessar smákökur mörgum sinnum yfir aðventuna þegar ég var lítil því þær kláruðust alltaf strax. Núna baka ég þær alltaf á aðventunni og þær eru alltaf jafn góðar. Ég mæli með að þið prófið!

100 g smjör
3 dl haframjöl
1 ¼ dl kókosmjöl
1 ½ dl sykur
1 egg
1 tsk lyftiduft
1 msk hveiti
Suðusúkkulaði

Aðferð

 1. Bræðið smjörið. Hellið því yfir haframjölið og hrærið saman.
 2. Blandið kókosmjöli, sykri, eggi, lyftidufti og hveiti vel saman við.
 3. Dreifið deiginu með teskeið á bökunarplötu þakta bökunarpappír (passið að dreifa ekki mjög þétt).
 4. Bakið við 190°C í u.þ.b. 5 mínútur. Kælið.
 5. Bræðið súkkulaðið í skál yfir vatnsbaði og penslið botninn á kökunum.
 6. Geymið á köldum stað og njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: MANDARÍNU GIN & TÓNIK

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Þessi kokteill er ferskur, einfaldur og afar góður og ég mæli hiklaust með! Gin og tónik með mandarínu og rósmarín. Mér hefur alltaf fundist gin og tónik mjög góður drykkur en þessi útgáfa setur hann á annað level því mandarínan gefur honum bæði sætt og ferskt bragð. Skál til ykkar!

Einn kokteill
½ dl safi úr mandarínu (2-3 mandarínur)
5 cl Rpoku gin
1,5-2 dl tónik
2 dl klakar
Ferkst rósmarín (má sleppa)

Aðferð

 1. Byrjið á því að kreista safann úr mandarínunum.

 2. Setjið klaka í glas og hellið gini, safa úr mandarínum, tónik og hrærið varlega saman.

 3. Skreytið með rósmarín og njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GRÆN & GÓMSÆT PIZZA

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Þessi pizza er svo ljúffeng að þið verðið eiginlega að prófa hana! Uppskriftina gerði ég í samstarfi við Innnes og hún samanstendur af dásamlegri rjómaostasósu, edamame baunum, brokkólí, lauk, grænu pestói  og ferskum mozzarella. Hún er svo góð að hún hreinlega leikur við bragðlaukana. Ég mæli með að skella í þessa pizzu um helgina og njóta með góðu rauðvínsglasi.

Uppskrift að einni 12 tommu pizzu

Pizzadeig (dugar í 1-2 12 tommu pizzur)
1 dl volgt vatn
1 tsk ger
200 g fínt malað spelt
1 msk ólífuolía
½ tsk salt

½ kúrbítur
100-200 g brokkólí
2 dl edamame baunir
1 lítill laukur
Salt & pipar
Cayenne pipar (má sleppa)
Rifinn mozzarella
1 fersk mozzarella kúla
⅓ – ½ krukka grænt pestó frá Filippo Berio

Sósa
½ Philadelphia rjómaostur
3 msk sýrður rjómi
1 hvítlauksrif
3 msk Parmigiano reggiano
Salt og pipar

Aðferð

 1. Byrjið á því að útbúa pizzadeigið og hitið kalt vatn í potti þar til það verður um 37°C. 
 2. Blandið volga vatninu saman við ger og hunang. Látið standa í 10 mínútur eða þar til blandan byrjar að freyða.
 3. Hrærið helmingnum af speltinu, ólífuolíunni og salti saman við gerblönduna. Því næst hnoðið restinni af speltinu saman við. Ég nota matvinnsluvél og hnoða í kringum 10 mínútur. 
 4. Látið deigið hefast í um 1 klst eða lengur.
 5. Skerið kúrbít og brokkólí í meðalstóra bita og skerið laukinn smátt. Steikið uppúr ólífolíu ásamt edamame baununum og kryddið með salti, pipar og cayenne pipar eftir smekk.
 6. Blandið saman öllum hráefnunum í sósuna í pott og hrærið.
 7. Fletjið út pizzadeigið og dreifið sósunni yfir. Stráið rifnum mozzarella eftir smekk og grænmetinu.
 8. Rífið ferskan mozzarella og dreifið honum yfir. Því næst dreifið pestóinu yfir með teskeið.
 9. Bakið í ofnið við 220°C í 12-14 mínútur eða þar til pizzan er bökuð og osturinn bráðnaður.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

UPPSKRIFTARMYNDBAND: TORTILLASKÁLAR MEÐ TÍGRISRÆKJUM

AÐALRÉTTIRFORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hér kemur mitt fyrsta uppskriftarmyndband sem ég tók þátt í að gera í samstarfi við Gerum daginn girnilegan. Ljúffengar litlar tortillaskálar fylltar með tígrisrækjum, avókadó salsa, rjómaosti, cheddarosti og toppaðar með kóríander. Þetta er svo gott og einfalt í bígerð. Tilvalið sem forréttur eða bara einfaldlega sem aðalréttur. Mæli mikið með!

Uppskrift að 12 litlum tortillaskálum
300 g hráar tígrisrækjur frá Sælkerafiski (1 pakkning)
1-2 hvítlauksrif
1 smátt skorið chili
½ tsk cumin
1 tsk salt
¼ tsk pipar
1-2 msk ólífuolía frá Filippo berio
3 tortillur með grillrönd frá Mission
PAM sprey
Philadelphia rjómaostur
Rifinn cheddar ostur
2 avókadó
2 tómatar
¼ rauðlaukur
Safi úr 1/2 lime
Toppað með ferskum kóríander

Aðferð

 1. Smátt skerið chili og pressið hvítlauk. Blandið saman við rækjurnar ásamt ólífuolíu, cumin, salti og pipar.
 2. Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu þar til þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn. Tekur 2-3 mínútur.
 3. Skerið tortillurnar í fjóra helminga. Spreyið muffinsform með Pam og setjið tortillurnar í formin. Ég nota muffinsform með tólf hólfum.
 4. Dreifið rjómaosti í botninn og rifnum cheddar osti og bakið í 4-6 mínútur við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.
 5. Smátt skerið avókadó, tómata og rauðlauk. Blandið saman við safa úr lime.
 6. Fyllið skálarnar með avókadó salsa, tígrisrækjum og kóríander. 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

NÝ FALLEG FJÖLSKYLDUDAGATÖL FRÁ BY MULTI

HEIMILISAMSTARF

Ég elska að skipuleggja mig og fjölskylduna.  Það er svo þægilegt að hafa heildarsýn yfir það sem gerist í nánustu framtíð. Þórunn Vigfúsdóttir eigandi By multi hafði samband við mig og gaf mér þetta fallega fjölskyldudagatal fyrir árið 2021 og langar mig að sýna ykkur það.

Dagatölin eru 50×70 að stærð og koma með skemmtilegum límmiðum til að skreyta. Þau koma í fallegum gjafaöskjum og eru tilvalin til að gefa í tækifærisgjafir, jólagjafir, afmælisgjafir, á litlu jólunum hjá vinahópum eða í leynivinaleikjum.

Þórunn segir að fjölskyldudagatalið hafi slegið rækilega í gegn á hennar heimili. Hún hefur útbúið svona dagatöl síðastliðin þrjú ár fyrir fjölskylduna og loksins lét hún verða að því að framleiða þau og selja. Það hangir alltaf uppi í eldhúsinu hennar þar sem fjölskyldan á flestar samverustundirnar en þar er gott að setjast niður, spjalla og spá í hvað sé á döfinni. 

Þórunn segir að dagatalið í ár hafi tekið miklum breytingum en hefur samt góða trú á því að næsta ár verði betra og að við getum aftur byrjað að skipuleggja eitthvað skemmtilegt. Hún veit að allir eru ólmir í það og þá kemur dagatalið sterkt inn!

Það er mjög flott að setja dagatalið í ramma og hengja upp á vegg. Ramminn þarf ekki að vera dýr því það þarf ekki að nota plastið/glerið yfir dagatalið.

Dagatölin eru komin í forsölu og verðið er 4.990 kr. Þið getið pantað þau hér.

Mæli með að þið fylgið Multi by multi:
www.facebook.com/multibymulti
www.instagram.com/multibymulti/

Þau framleiða svo fallegar vörur sem eru tilvaldar í jólapakkana!

MEGI ÁRIÐ 2021 VERÐA OKKAR

Takk fyrir að lesa & njótið dagsins!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SÚKKULAÐISMÁKÖKUR MEÐ HVÍTU TOBLERONE

EFTIRRÉTTIR & KÖKURUPPSKRIFTIR

Núna er algjörlega tíminn til að baka smákökur og hafa það huggulegt. Þessar  eru afar ljúffengar og góðar. Þær eru mjúkar að innan og stökkar að utan og hvítt toblerone setur punktinn yfir i-ið. Mæli með að baka þær um helgina! :)

100 g púðursykur
50 g smjör (við stofuhita)
1 egg
150 g suðusúkkalaði
1 tsk vanilludropar
100 g hveiti
1 tsk lyftiduft
50 g möndlumjöl
100-200 g hvítt toblerone

Aðferð

 1. Bræðið helminginn af suðusúkkulaðinu yfir vatnsbaði og saxið hinn helminginn í litla bita.
 2. Hrærið saman smjör og púðursykur.
 3. Blandið egginu við og hrærið þar til blandan verður létt og ljós.
 4. Bætið við bárðnu súkkulaði og vanilludropum og hrærið.
 5. Sigtið hveiti og lyftiduft út í blönduna og hrærið. Að lokum blandið við saxaða suðusúkkulaðinu og möndlumjöli. Kælið deigið vel.
 6. Brjótið toblerone í bita og skerið þríhyrningana í tvennt.
 7. Notið teskeið til þess að gera litlar kúlur úr deiginu og setjið á smjörpappír. Þær stækka vel þannig að hafið gott bil á milli þeirra. Því næst setjið toblerone bitana ofan á kúlurnar.
 8. Bakið við 180°C í 10-12 mínútur.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LJÚFFENGUR BRÖNS : EGG BENEDICT

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Einn af mínum uppáhalds bröns réttum er egg benedict og hér deili ég með ykkur myndbandi og uppskrift sem ég gerði í samstarfi við Pagen. Ristað Hönö brauð frá Pagen með avókadó, hleyptu eggi, flauelismjúkri hollandaise sósu og steinselju. Svo gott!  Ég mæli með að nota Hönö brauð í egg benedict því það er bæði bragðgott og þægilegt og passar fullkomlega í réttinn. Og það góða er að brauðin frá Pagen eru úr náttúrulegum hráefnum og án allra rotvarnarefna.

Það er því tilvalið að hafa það extra notalegt um helgina og útbúa þennan bragðgóða og klassíska rétt! 

Fyrir einn
1 ristuð brauðsneið frá Hönö Pagen
Avókadó – skorið í sneiðar
Smjör
1 egg
1 msk matreiðslu edik
Salt og pipar
Steinselja

Hollandaise sósa
100 g smjör
1 eggjarauða
1/2 tsk safi úr sítrónu
1/2 tsk vatn
Salt og pipar

Aðferð

 1. Hitið vatn í potti. Brjótið egg í litla skál. Hellið egginu varlega í vatnið þegar það er orðið sjóðandi heitt en alls ekki bullsjóðandi. Notið skeið til að halda egginu á sínum stað. Látið það sjóða í 3 mínútur og veiðið það upp úr með ausu.
 2. Smyrjið smjöri á ristaða Hönö brauðsneið og dreifið avókadó yfir hana.
 3. Tyllið egginu ofan á og saltið og piprið eftir smekk. 
 4. Að lokum dreifið sósunni yfir og steinselju.

Hollandaise sósa

 1. Hitið smjörið í potti.
 2. Þeytið eggjarauður, safa úr sítrónu og vatn í töfrasprota þar til blandan verður þykk og ljósari.
 3. Hellið heitu smjörinu í mjórri bunu í eggjablönduna og þeytið með töfrasprotanum á meðan. Saltið og piprið eftir smekk.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TORTILLU KAKA MEÐ GRASKERI

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Súper góður og einfaldur grænmetisréttur sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Tortillum er staflað upp í köku og fylltar með ýmsu góðgæti eins og butternut squash, sveppum, lauk, Philadelphia rjómaosti og cheddar osti. Þetta er svo borið fram með guacamole með fetaosti. Undanfarið hef ég verið mjög heilluð af butternut squash og er búin að útbúa alls kyns rétti úr því. Grasker er gott með svo mörgu, sérstaklega með þessum dásamlega góðu tortillum. Rjómaosturinn og cheddar gera réttin svo einstaklega djúsí og góðan.

5 tortillur með grillrönd frá Mission
1 butternut squash
2 msk ólífuolía
½ tsk chiliduft
1 tsk cumin
1 tsk salt
¼ tsk pipar
Smjör
250 g sveppir, skornir í smáa báta
1 laukur, smátt skorinn
2-3 hvítlauksrif, pressuð
1 rjómaostur frá Philadelphia
Cheddar ostur, rifinn
100 g spínat
1-2 msk sýrður rjómi
Kóríander

Guacamole með fetaosti
3 stór avókadó eða 5 lítil
1 ½ dl stappaður fetakubbur
Safi úr 1 lime
Chiliflögur eða duft
Salt & pipar

Aðferð

 1. Afhýðið butternut squash, fjarlægið fræin úr miðjunni með skeið og skerið það í litla bita.
 2. Hellið butternut squash bitunum í skál og blandið saman við ólífuolíu, chiliduft, cumin, salt og pipar.
 3. Dreifið bitunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 20 mínútur við 190°C.
 4. Steikið sveppi og lauk upp úr smjöri. Kryddið með salti og pipar og blandið hvítlauknum saman við í lokin.
 5. Smyrjið tortillu með rjómaosti, dreifið ¼ af sveppablöndunn og  ¼ af butternut squash og  dreifið svo spínatinu og cheddar ostinum yfir. Staflið annarri tortillu ofan á og endurtakið þetta þrisvar sinnum í viðbót.
 6. Smyrjið toppinn á tortillakökunni með sýrðum rjóma og stráið restinni af cheddar ostinum yfir. 
 7. Bakið í ofni í 6-8 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
 8. Skerið í sneiðar og berið fram með guacamole og kóríander.

Guacamole með fetaosti

 1. Blandið öllu saman með töfrasprota eða stappið öllu saman. 

 

Endilega látið mig vita ef að þið prófið! Mér finnst svo gaman að heyra frá ykkur :)

GÓÐA HELGI & VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars