fbpx

MYNDBAND: LÍFRÆNT RÆKTAÐ GRANÓLA MEÐ KÓKOS OG MÖNDLUSMJÖRI

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Heimagert granóla er svo gott og hér gerði ég uppskrift af slíku í samstarfi við Innnes. Þetta granóla inniheldur hafra, möndlur, pekanhnetur, kókosflögur ásamt möndlusmjöri með kókos og döðlum, kókosolíu og hlynsírópi. Ég notaði Rapunzel vörurnar í uppskriftina en þær eru mjög vandaðar og allar lífrænt ræktaðar. Þær fást m.a. í Nettó og Fjarðarkaupum. Möndlusmjörið frá þeim með kókos og döðlum er í algjöru uppáhaldi hjá mér og það er mjög gott að dreifa smá yfir gríska jógúrtið eða setja í boost. Mæli með!

5 dl grófir hafrar frá Rapunzel
2 dl möndlur frá Rapunzel
2 dl pekanhnetur
1 dl kókoflögur frá Rapunzel
3 msk möndlusmjör með kókos og döðlum frá Rapunzel
2 msk kókosolía frá Rapunzel
3 msk hlynsíróp frá Rapunzel

Aðferð

 1. Skerið pekanhnetur og möndlur gróft. 
 2. Blandið saman við tröllahafrana.
 3. Bræðið kókosolíu, möndlusmjör og hlynsíróp í potti.
 4. Hellið blöndunni út í haframjölið og blandið vel saman með sleif/skeið.
 5. Dreifið blöndunni á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í 20-25 mínútur. Hrærið reglulega í blöndunni og passið að hún brenni ekki.
 6. Blandið kókosflögunum saman við í lokin. Geymið í lokuðu íláti.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU ! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

NÝJAR & LJÚFFENGAR PRÓTEIN PÖNNUKÖKUR

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARF

Ég er svo spennt að kynna nýja vöru frá Kötlu. Dásamlega ljúffengar prótein pönnukökur sem eru án viðbætts sykurs og innihalda hágæða mysuprótein. Í Samstarfi við Kötlu gerði ég geggjaðan bröns með pönnukökunum góðu og ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni hér fyrir neðan.

Pönnukökurnar eru flöffý, bragðgóðar og í hollari kantinum – alveg eins og ég vil hafa þær. Sniðugt í morgunmat/bröns, hádegismat eða sem millimál. Það er líka góð hugmynd að frysta og geta svo gripið í þær sem millimál. Pönnukökumixið fæst í Nettó, Krambúðinni, Hagkaup, Melabúðinni og Hreysti. 

Ég ákvað að útbúa pönnukökubakka og gefa þannig hverjum og einum tækifæri til að setja saman sína eigin pönnuköku. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og fallegt fyrir augað. Allt passaði líka svo vel saman! Mæli með að þið prófið.

Pönnukökubakki
1 Prótein pönnukökur frá Kötlu
4-5 egg
Salt og pipar
Chili fræ
1-2 avókadó
Sesamfræ eða sesamgaldur
Kokteiltómatar eftir smekk
Alfalfa spírur eftir smekk
Salat eftir smekk
Kóríander eftir smekk
Sykurlaust stevíu síróp
Hindber
Ástríðuávöxtur
Ristaðar möndluflögur
Sósa
5-6 msk sýrður rjómi
4 msk cheddar ostur
1 msk jalapeno
¼ tsk laukduft
¼ tsk hvítlauksduft
Salt & pipar

Aðferð

 1. Hellið 200 ml vatni í pönnukökumixið og hristið í 1 mínútu. Látið standa í nokkrar mínútur og hristið aftur. Steikið á pönnu.
 2. Hrærið eggjunum saman í skál. Steikið á pönnu og hrærið á meðan. Saltið og piprið.
 3. Skerið avókadó, stráið sesamfræjum yfir og saltið og piprið. Skerið tómatana.
 4. Blandið sósunni saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Mæli með að setja minna af jalapeno ef þið viljið ekki hafa þetta sterkt.
 5. Raðið pönnukökunum fallega á bretti. Raðið svo öllu meðlætinu í kring og njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU !

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

UPPSKRIFTARMYNDBAND: DUMPLING SALAT MEÐ EDAMAME & BROKKÓLÍ

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hér kemur uppskriftarmyndband sem ég tók þátt í að gera í samstarfi við Gerum daginn girnilegan. Ljúffengt salat með kjúklinga dumplings, edamame baunum, brokkólí og fleira girnilegu. Þetta er svo létt og bragðgott. Mæli mikið með!

1 pakkning dumplings með kjúklingi frá Itsu
4 dl edamame baunir
200 g brokkólí
Filippo berio ólífuolía til steikingar
1-2 hvítlauksrif
2 msk rautt karrí frá Blue dragon
2 msk sesamolía frá Blue dragon
2 msk ólífuolía
Salt & pipar
Pak choi salat (má nota annað salat)
1-2 vorlaukar
Stappaður fetaostur eftir smekk
1 msk sesamfræ
Ferskur kóríander
Radísuspírur eða alfalfa spírur

Aðferð

 1. Steikið dumplings, brokkólí og edamame baunir uppúr ólífuolíu.
 2. Bætið út í sesamolíu, ólífuolíu, rauðu karríi og pressuðu hvítlauksrifi og hrærið. Saltið og piprið eftir smekk.
 3. Skerið pak choi gróflega og smátt skerið vorlauk og kóríander.
 4. Raðið salatinu á disk eða í skál. Því næst dreifið dumplings blöndunni yfir. Toppið svo með vorlauk, stöppuðum fetaosti, sesamfræjum, kóríander og radísuspírum.
 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FALAFEL MEÐ TAHINI SÓSU

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Eru margir að taka þátt í veganúar? Hér kemur ein dásamlega holl, góð og einföld vegan uppskrift. Falafel með smjörbaunum og grænum baunum borið fram með kínóa, avókadó, agúrku, fræjum úr granatelpi, steinselju/kóríander og tahini sósu. Ég er alltaf að prófa mig áfram í vegan- og grænmetisréttum og þessi réttur heppnaðist sérlega vel! Ég setti falafel bollurnar í pítubrauð fyrir krakkana og þeim fannst það mjög gott.

1 dós smjörbaunir, 400 g
2 ½ dl frosnar grænar baunir, afþýddar
1 dl steinselja eða kóríander
½ dl spelt
½ dl sesamfræ + auka til að velta bollunum upp úr
1 hvítlauksrif
1 tsk cumin
Salt og pipar

Meðlæti
Kínóa, eldað eftir leiðbeiningum eða keypt tilbúið
Avókadó
Agúrka
Steinselja eða kóríander
Granatepli, fræ

Sósa
3 msk tahini
Safi úr ½ – 1 sítrónu
Ca. 2 cm ferskur engifer, rifinn
Vatn eftir smekk, til að þynna sósuna

Aðferð

 1. Byrjið á því að sigta vatnið frá smjörbaununum og afþýðið grænu baunirnar.
 2. Blandið saman baunum, steinselju eða kóríander, spelti, sesamfræjum, pressuðu hvítlauksrifi, cumin, salti og pipar í matvinnsluvél þar til þetta er orðið að einhversskonar deigi í útliti.
 3. Útbúið litlar bollur úr deiginu (ég notaði teskeið) og veltið þeim uppúr sesamfræjum (má sleppa).
 4. Raðið á smjörpappír í eldfast mót eða á ofnplötu og dreifið ólífuolíu yfir þær.
 5. Bakið þær í 18-20 mínútur við 200°C eða þar til þær eru orðnar aðeins gylltar.
 6. Blandið saman í sósuna. Bætið vatni eftir smekk til að þynna hana og hrærið vel.
 7. Raðið saman í skál eftir smekk: Kínóa, avókadó sneiðum, smátt skorinni agúrku, falafel bollum, fræjum úr granatepli, saxaðri steinselju eða kóríander og dreifið sósunni yfir. Einnig gott að bera fram með hummus.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU !

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FALLEGT SKIPULAG 2021

HeimiliSAMSTARF

Það er svo frábært að byrja nýtt ár með fallegt og gott skipulag. Í tilefni afþví að nýtt ár er að ganga í garð þá er ég með glæsilegan gjafaleik á instagram. Þar ætla ég í samstarfi við flottu ofurkonurnar By Multi, AndreA og Rakel Tómas að gefa fallegar vörur fyrir skipulagið. Þið getið tekið þátt hér.


Þið getið unnið:

Ársdagatal frá By multi
AndreA skjalatösku
Dagbók frá Rakel Tómas

Allt fallegar vörur sem halda vel utan um skipulagið.

Geggjað fjölskyldudagatal sem er 50×70 að stærð og kemur með skemmtilegum límmiðum til að skreyta. Fallegt upp á vegg í ramma. Þú getur lesið meira um þau hér.

Dásamlega falleg skjalataska úr leðri frá AndreA. Það er hægt að nota hana á tvo vegu, hálfa/samanbrotna eða heila. Fullkomin til að halda utan um skipulagið!
Svo falleg dagbók frá Rakel Tómas. Einföld og falleg hönnun. En aðalatriðið er að það er nóg pláss fyrir hugmyndir og plön.

Megi árið 2021 verða okkar!

Takk fyrir að lesa & gleðilegt 2021 <3

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

RISARÆKJUKOKTEILL MEÐ AVÓKADÓ

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRUPPSKRIFTIR

Þessi útgáfa af klassískum rækjukokteil er aðeins öðruvísi og slær alltaf í gegn. Ljúffengur réttur sem hentar sérlega vel sem forréttur um áramótin. Þetta hefur verið fastur réttur á mínum matseðli um áramót og er alltaf jafn gott! Avókadó og risarækjur með chili og hvítlauk, þessi hráefni smellpassa saman og ekki skemmir að þetta er bráðhollt. Hvítvín passar svo sérlega vel með. Mæli mikið með!

Uppskrift fyrir 4
2 avókadó
12 stórar tígrisrækjur, óeldaðar
1/2 chili
1 hvítlauksrif
Salt og pipar
Cumin
Ólífuolía
2 dl smátt söxuð gúrka
1-2 msk steinselja (eða kóríander) + til að skreyta
1/2 sítróna

Sósa
1 msk majónes
3 msk sýrður rjómi
Safi úr 1/2 sítrónu
1/2 tsk dijon sinnep
1/2-1 msk tómatsósa
5 dropar tabasco sósa
Salt og pipar

 1. Skerið chili og steinselju smátt, pressið hvítlauk og blandið saman við risarækjurnar ásamt ólífolíu og smá sítrónusafa. Kryddið þær með cumin, salti og pipar.
 2. Blandið saman í sósuna. Mæli með að þið smakkið ykkur til.
 3. Steikið risarækjurnar upp úr olíu á vel heitri pönnu þar til að þær eru orðnar bleikar. Ef þið viljið hafa þær vel sterkar þá mæli ég með að bæta við chili.
 4. Skerið avókadó og gúrku í litla bita. Blandið því saman í skál ásamt 1-2 msk af safa úr sítrónu og kryddið með salti og pipar eftir smekk.
 5. Dreifið öllu í fjórar litlar skálar eða glös og setjið risarækjurnar ofan á.
 6. Að lokum hellið sósunni yfir og skreytið með steinselju. Gott að bera fram með sítrónubátum.

Ég fékk glösin í gjöf frá Ramba store. Ótrúlega falleg!

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ ÁRAMÓTANA Í BOTN !

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GÓMSÆT DUMLEMÚS

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa. Ég helli henni síðan í falleg glös, geymi hana inn í ísskáp og toppa svo með ferskum berjum. Tilvalinn eftirréttur yfir hátíðarnar. Mæli með!

Fyrir 4
1 poki Dumle karamellur
4 msk rjómi
30 g smjör
2 eggjarauður
1 ½ dl rjómi

Toppa með
Þeyttum rjóma
Ferskum berjum
Dumle snacks eða Dumle karamellur, smátt saxað


Aðferð

 1. Bræðið Dumle karamellur, 4 msk rjóma og smjör í potti við vægan hita. Kælið í nokkrar mínútur.
 2. Blandið eggjarauðunum vel saman við með skeið.
 3. Léttþeytið rjóma og hrærið honum varlega saman við Dumle blönduna með skeið.
 4. Dreifið músinni í 4 glös og geymið í ísskáp í 1 klst eða lengur.
 5. Gott að bera fram með rjóma, ferskum berjum söxuðu Dumle snacks eða karamellur.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU !

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LITLAR JÓLAPAVLOVUR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURUPPSKRIFTIRVEISLUR

Uppskrift af litlum pavlovum með bismark sem passar vel sem eftirréttur yfir hátíðarnar. Bismark brjóstsykurinn gerir pavlovurnar mjög jólalegar á bragðið og rjómakúlusósan er dásamleg. Toppið svo pavlovurnar með ykkar uppáhalds berjum.

Uppskrift gerir 12 pavlovur
4 eggjahvítur
2 dl sykur
1 tsk edik
1-2 dl bismark brjóstsykur (jólastafur)
3 dl rjómi
Ber eftir smekk (hindber, jarðaber, bláber eða brómber)
1 poki rjómakúlur

Aðferð

 1. Myljið bismark brjóstsykur í matvinnsluvél eða í morteli.
 2. Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykri rólega við og hrærið.
 3. Hrærið edik út í og í lokin 1½ dl af bismark brjóstsykrinum. Dreifið blöndunni í litlar kökur á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 1 og ½ klst við 150°C.
 4. Bræðið rjómakúlur með 1-2 msk rjóma í potti. Þeytið rjóma og skerið ber í bita.
 5. Dreifið rjómanum og berjunum á pavlovurnar.
 6. Að lokum stráið bismark mulningnum yfir pavlovurnar eftir smekk.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU !

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DÁSAMLEGIR JÓLADRYKKIR

SAMSTARF

Það er fátt jólalegra en að fá sér heitan jóladrykk niðrí bæ og skoða jólaljósin. Í samstarfi við Pennann Eymundsson langar mig að deila með ykkur girnilegu jóladrykkjunum þeirra í ár. Ég tók myndirnar af þeim og smakkaði þá alla í leiðinni – mjög gómsætir og jólalegir! Það er um að gera að taka smá göngutúr niðrí bæ, skoða jólaljósin og grípa með sér góðan bolla í leiðinni. Vel er passað upp á sóttvarnir og fjöldatakmarkanir á kaffihúsunum og eru þau staðsett í Austurstræti, Laugavegi 77, Skólavörðustíg 11, Akureyri og Vestmannaeyjum.

Ég fór í göngutúr í bænum með mömmu í gær og fékk mér piparkökulatte með rjóma sem klikkar ekki! Svo góður og jólalegur

Mexíkóskt heitt súkkulaði
Súkkulaði – mjólk – súkkulaði síróp – appelsínu síróp – chili síróp – rjómi

Piparmyntu hvítt súkkulaði
Hvítt súkkulaði – mjólk – piparmyntu síróp – rjómi – mulinn jólastafur

Piparköku latte
Espresso – piparköku síróp – kanill – mjólk – rjómi

Lakkrís cappuccino
Espresso – mjólk – lakkrís- og súkkulaði síróp – mjólk – rjómi – lakkrís poppkorn

Jólaglögg

Mæli með að þið smakkið og endilega látið mig vita hvað ykkur finnst. Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ;)

NJÓTIÐ NÆSTU DAGA Í BOTN! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FALLEGAR BÆKUR FYRIR JÓLIN

HEIMILISAMSTARF

Hæ kæru lesendur. Eins og þið kannski hafið tekið eftir þá er ég að vinna fyrir Pennann Eymundsson og vá hvað það eru til margar fallegar bækur þar. Það eru ansi margar bækur komnar á óskalistann minn og í samstarfi við Pennann Eymundsson þá ætla ég að fjalla um fjórar glænýjar, fallegar og áhugaverðar bækur sem mig langar að eiga. Það eru The Kinfolk garden, Everyday fresh, This is home og Cook Eat Repeat. Þessar eru allar geggjaðar í jólapakkann. Mér finnst algjört must að eiga fallegar „coffee table“ bækur sem prýða heimilið og svo elska ég fallegar og girnilegar matreiðslubækur (sem er kannski ekkert skrítið). 

Mig langar að gleðja ykkur í tilefni þess að jólin eru að nálgast og ætla að gefa einum heppnum fylgjanda á Instagram allar þessar bækur. Þið getið tekið þátt hér.

THE KINFOLK GARDEN
Fjórða bókin í Kinfolk seríunni og hún er geggjuð! Ég er búin að bíða mjög spennt eftir þessari en ég á allar hinar þrjár og elska þær. Verð að eignast þessa líka! Dásamlega falleg bæði að utan og að innan. Í Kinfolk garden eru 30 manneskjur heimsóttar sem lifa með náttúrunni, bæði inni og úti. Mæli með!

EVERYDAY FRESH EFTIR DONNA HAY
Sá matreiðslubókahöfundur og stílisti sem ég  held hvað mest uppá er Donna Hay. Hún  var að gefa út nýja matreiðslubók með einföldum, hollum, ferskum og mjög girnilegum uppskriftum. Myndirnar eru ótrúlega fallegar og það er hrein unun að skoða bókina! Hlakka til að eignast þessa og mæli með fyrir alla sem hafa áhuga á matargerð.

THIS IS HOME
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á innanhús bókum og þessi er alveg guðdómlega falleg! Hún fjallar um einfaldleikann og eru heimsótt 30 slík heimili. Myndirnar eru ótrúlega fallegar og bókin er full af innblæstri. Tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á innanhússarkitektúr.

COOK EAT REPEAT EFTIR NIGELLA LAWSON
Það þekkja flestir Nigellu Lawson og hún var að gefa út þessa girnilegu, fallegu og aðeins öðruvísi matreiðslubók.  Í bókinni eru 150 ofur girnilegar uppskriftir og skemmtilegar frásagnir um þær. Þessi klikkar ekki fyrir þá sem hafa áhuga á matargerð og lesa um mat.

Takk fyrir að lesa! Þið höfðuð vonandi gaman að þessu og kannski hjálpar þetta einhverjum með hugmyndir að síðustu jólagjafainnkaupunum.

Njótið síðustu dagana fyrir jól og endilega takið þátt í gjafaleiknum! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars