fbpx

Hildur Rut

MAC AND CHEESE MEÐ FERSKUM ASPAS

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Makkarónur og ostur með ferskum aspas, steinselju og chili flögum. Þetta finnst mér nánast vera hinn fullkomni „comfort food“ réttur. Fljótlegur, góður og djúsí réttur sem börnin elska. Ferskur aspas gerir hann extra ljúffengan og passar sérlega vel með! Ekki skemmir að þetta er afar einfaldur réttur og það eina sem þarf að gera er að sjóða makkarónurnar, útbúa sósuna, blanda öllu saman og baka inn í ofni. Ekkert að skera nema aspasinn. Þessir dagar kalla á svona rétti!

Fyrir 2
200 g makkarónur
20 g smjör
20 g hveiti
2 dl nýmjólk
1 dl rjómi
200 g rifinn cheddar ostur
1 dl rifinn parmesan ostur + ½ dl til að dreifa yfir
2 msk rjómaostur
Cayenne pipar
Salt og pipar
Panko rasp

Toppað með
Ferskum aspas
Steinselju
Chili flögum
Meiri parmesan

Aðferð

 1. Sjóðið makkarónurnar eftir leiðbeiningum.
 2. Bræðið smjör og mjólk í potti við vægan hita. Hellið hveitinu út í og hrærið þar til blandan verður þykk.
 3. Bætið ostinum saman við og hrærið þar til osturinn er bráðnaður. Kryddið eftir smekk.
 4. Hrærið makkarónunum út í ostinn og setjið í eldfast form. Dreifið panko raspi og parmesan osti yfir.
 5. Bakið í 10 mínútur við 200°C eða þar til raspið er orðið gyllt.
 6. Skerið ferskan aspas í bita og steikið upp úr olíu. Kryddið með salt og pipar.
 7. Berið makkarónurnar fram með aspasnum, meiri parmesan, chili flögum og ferskri steinselju. Hver og einn fær sér svo á sinn disk.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

INDVERSKAR MINI PIZZUR

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Dásamlega ljúffengar indverskar pizzur sem ég gerði í samstarfi við Hatting. Þessir pizzabotnar eru mjög sniðugir og virkilega góðir. Þægilegt að eiga þá til í frystinum og grípa í þegar það hentar. Þessi uppskrift hefur lengi verið í uppáhaldi og verður oft fyrir valinu á föstudagskvöldum þegar okkur langar í eitthvað mjög gott og fljótlegt. Ég bara elska uppskriftir sem eru svona einfaldar og fljótlegar! Innblásturinn að þessari uppskrift kemur frá vinsælu pizzunum á Austurlandahraðlestinni.

Uppskrift fyrir 3-4 (mæli með 1½-2 pizzum á mann)
6 litlir pizzabotnar frá Hatting
3-4 kjúklingabringur
Salt og pipar
3-5 msk tikka masala paste (einnig gott að nota annað indverskt paste t.d. tandoori)
½ dós hrein jógúrt
1 tsk chili sambal (má sleppa)
Rjómaostur
Rifinn mozzarella ostur
Klettasalat
Ferskur kóríander

Raita sósa
1 dós hrein jógúrt
1/2 agúrka, smátt skorin
Garam masala krydd
Salt

Aðferð

 1. Skerið kjúklinginn í litla bita. Blandið 3 msk tikka masala paste saman við og látið standa í smá stund (ekki nauðsynlegt en gott að láta standa í 30-60 mín).
 2. Steikið þá upp úr olíu og kryddið með salti og pipar.
 3. Bætið við ca. 2 msk tikka masala paste, jógúrti og smá chili sambal ef þið viljið láta þetta rífa í bragðlaukana. Hærið saman við kjúklingin. 
 4. Smyrjið pizzubotnanna með rjómaosti og dreifið rifna ostinum yfir. 
 5. Setjið kjúklinginn ofan á og bakið í ofni við 200°C í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
 6. Dreifið að lokum klettasalati, ferskum kóríander og raita sósunni yfir.

Raita sósa

 1. Hrærið saman jógúrti, agúrku, garam masala og salti.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GRÆNMETIS TOSTADAS

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Þessar tostadas eru stökkar og dásamlega bragðgóðar ásamt því að vera mjög fljótlegar í bígerð. Ég las það að tostadas þýðir „ristað“ á spænsku, en rétturinn er mexíkóskur og inniheldur ristaða eða djúpsteikta tortillu. Í þessari uppskrift þá ofnbaka ég bæði tortillurnar og grænmetið, en það er afar fljótleg og mjög þægileg aðferð. Ég er dugleg að prófa mig áfram í grænmetisréttum og þessi er alveg sérlega góður.

Uppskrift fyrir tvo. Tvö til þrjú tostadas á mann
6 litlar tortillur, soft taco (ég nota frá Santa maria sem fæst í Hagkaup)
Ólífuolía eða önnur góð olía
400-450 g blómkál og brokkólí
Chili explosion
Cumin
Salt og pipar
1 dl Panko brauðraspur
1 dl fetakubbur, stappaður
Rjómaostur
Guacamole
2 avókadó
2 msk sýrður rjómi
Safi úr 1/2 lime
2 msk kóríander
Salt og pipar
Chili flögur
1 msk blaðlaukur, smátt skorinn
1 tómatur, fræhreinsaður og smátt skorinn
Toppa með stöppuðum fetakubbi og smátt söxuðum kóríander
Aðferð
 1. Skerið blómkál og brokkólí smátt og setjið í eldast form.
 2. Dreifið slatta af olíu yfir og hrærið saman við. Kryddið eftir smekk.
 3. Hrærið panko raspinum og fetaostinum saman og dreifið yfir blómkálið og brokkólíið.
 4. Bakið í 15-20 mín við 200°C.
 5. Penslið tortillurnar báðum meginn með olíu og dreifið á bökunarplötu þakta pökunarpappír.
 6. Bakið í 4-5 mín við 200°C og snúið þeim við. Bakið þær í aðrar 4-5 mín eða þar til þær verða stökkar.
 7. Smyrjið rjómaosti á tilbúnu kökurnar. Dreifið blómkáls-og brokkólíblöndunni yfir og toppið með guacamole,  smá fetaosti og kóríander.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

KJÚKLINGABORGARI MEÐ BRIE OG RAUÐKÁLSHRÁSALATI

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Þessi kjúklingaborgari er svo sannarlega ljúffengur að þið verðið alls ekki svikin af honum! Þetta er klárlega uppáhalds borgarinn minn! Ég bauð mömmu og pabba í þessa borgara og þau áttu ekki orð yfir hvað þeim fannst hann góður. Ég mæli svo mikið að þið prófið. Panko raspið og brie osturinn passa svo vel saman. Rauðkálshrásalatið setur svo punktinn yfir i-ið! Þetta rauðkálshrásalat er oft gert á mínu heimili, hvort sem það er með borgara eða á taco.

 
Uppskrift fyrir tvo
1-2 kjúklingabringur
Panko brauðraspur (fæst t.d. í Krónunni, Hagkaup og Nettó)
1 egg
Salt og pipar
Krydd eftir smekk
Smjör
2 brioche hamborgarabrauð
Brie ostur
Tómatur
Avocado
Rauðkálshrásalat
5 dl ferskt rauðkál
3 msk Hellmanns majónes
1½ msk jalapeno úr krukku
Aðferð
 1. Pískið egg í skál og dreifið raspi á stóran disk.
 2. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verða tvær þunnar sneiðar og kryddið þær.
 3. Veltið þeim upp úr egginu og síðan raspinum.
 4. Skerið smjör í litla teninga og dreifið í botninn á eldföstu móti. Leggið kjúklinginn ofan á smjörið og dreifið svo fleiri smjörteninga ofan á hann.
 5. Bakið í u.þ.b. 30 mínútur við 190°C eða þar til kjúklingurinn er næstum fulleldaður.
 6. Skerið brie í sneiðar og dreifið þeim ofan á bringurnar. Setjið bringurnar aftur inn í ofn og bakið í 5-8 mínútur, þar til osturinn er bráðnaður.
 7. Hitið hamborgarabrauðin í ofni og dreifið hrásalatinu á botninn. Setjið kjúkling, tómata, avocado og lokið borgaranum. Rauðkálshrásalat
 8. Blandið saman majónesi, jalapeno og salti með töfrasprota eða matvinnsluvél. Skerið rauðkálið í ræmur og blandið saman við jalapenomajónesið með skeið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

MJÚKIR KANILSNÚÐAR MEÐ KARAMELLUGLASSÚR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Hvað er betra en nýbakaðir og mjúkir kanilsnúðar? Þessir eru dásamlega góðir og dúnamjúkir. Það besta við þessa uppskrift er að það tekur ekki svona langan tíma að gera þá. Ég sá þessa aðferð á netinu og mig langaði að prófa þetta. Snúðarnir hefast í 20 mínútur í heitum ofni! Algjör snilld því venjulega þá tekur það 1-2 klst að hefast. Glassúrinn setur svo punktinn yfir i-ið. Passar sérlega vel með kaffibollanum eða ísköldu mjólkurglasi.

410 g hveiti
3 msk sykur
1 tsk salt
1 pkn ger
1 dl vatn
0,8 dl mjólk
40 g smjör
1 egg
Fylling
4 msk mjúkt smjör
2 msk kanill
60 g sykur
Glassúr
4 msk flórsykur
1 ½ msk rjómi
6 karamellur frá Walkers + 1-2 msk rjómi
Aðferð
 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Blandið saman hveiti, sykur, salti og geri
 3. Bræðið smjörið og blandið saman við vatn og mjólk. Passið að plandan verði ekki of heit.
 4. Hrærið smjörblöndunni saman við hveitiblönduna og bætið egginu við.
 5. Hnoðið þessu vel saman með höndunum eða í hrærivélinni þangað til að deigið hættir að vera klístrað.
 6. Smyrjið skál með olíu, látið deigið ofan í og leggið viskustykki yfir. Látið deigið hefast í skálinni á meðan þið gerð fyllinguna, í nokkrar mínútur.
 7. Hrærið saman í fyllinguna, smjör, kanil og sykur.
 8. Rúllið deiginu út á smjörpappír eða beint á borðið. Smyrjið fyllingunni yfir deigið, rúllið því upp og skerið í kringum 10-12 bita.
 9. Smyrjið eldfast form og raðið snúðunum í það þannig að það verði smá bil á milli þeirra.
 10. Slökkvið á ofninum þegar það eru ca. 10 mínútur þangað til þið setjið snúðana í hann. Setjið álpappír yfir formið og látið snúðana hefast í heitum ofninum í 20 mínútur.
 11. Takið álpappírinn af þeim og kveikið aftur á ofninum. Stillið á 180°C og bakið í 20-25 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðnir fallegir og gylltir.
  Glassúr
 12. Bræðið karamellurnar og rjóma í potti. Kælið aðeins.
 13. Hrærið saman flórsykur og rjóma.
 14. Blandið bræddu karamellunum saman við flórsykurblönduna. Bætið flórsykur við ef þið viljið hafa glassúrinn þykkari.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

DÁSAMLEGT RISOTTO MEÐ SVEPPUM OG SPÍNATI

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Risotto er einn af mínum uppáhaldsréttum og ég geri það oft á mínu heimili. Það tekur eilítinn tíma að útbúa risotto, þarf að standa yfir pottunum og hræra í svona 30-40 mínútur. Það er samt tvímælalaust þess virði og útkoman er dásamlega ljúffeng! Mér finnst mjög notalegt að gera risotto en ég mæli með að hafa góðan félagsskap og jafnvel eitt hvítvínsglas við hönd.

 
Fyrir 3-4
3 dl arborio hrísgrjón
9-10 dl grænmetissoð (vatn og grænmetisteningur)
Smjör
1 dl hvítvín
3-4 skarlottulaukar
1-2 hvítlauksrif
Salt og pipar
100 g spínat (1/2 poki)
250 g sveppir
2 dl parmesan ostur
Steinselja
Aðferð
 1. Skerið sveppi í þunnar og smáar sneiðar.
 2. Steikið sveppina upp úr smjöri og bætið svo spínatinu við. Saltið og piprið og takið til hliðar.
 3. Hellið vatni í pott og hitið. Bætið grænmetisteningi út í og hrærið saman við. Haldið grænmetissoðinu heitu á vægum hita.
 4. Skerið skarlottulaukinn smátt og steikið á pönnu upp úr ca. 2 msk af smjöri.
 5. Pressið hvítlaukinn út í og hellið arborio grjónunum saman við og hrærið.
 6. Þegar grjónin eru orðin smá glær á endunum hellið þá hvítvíninu út í og hrærið saman við. Þau eru fljót að drekka í sig hvítvínið.
 7. Hellið því næst 1-2 dl af grænmetissoði út í og hrærið. Þegar grjónin eru búin að drekka í sig soðið þá hellið þið aftur 1-2 dl af soði út í og hrærið. Gerið þetta koll af kolli þangað til að soðið er búið og grjónin tilbúin. Þau eiga að vera mjúk og rjómakennd. Ég mæli með því að smakka og ef þau eru ennþá seig bætið þá meira vatni við. Saltið og piprið eftir smekk.
 8. Dreifið svo rifnum parmesan ostinum, steinseljunni, sveppunum og spínatinu saman út í og hrærið. Gott að bera fram með volgu hvítlauksbrauði.
   

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TACO MEÐ BUFFALO KJÚKLINGI

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Taco með kjúklingi í buffalo sósu, hvítkáli, guacamole og gráðostasósu klikkar ekki! Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi buffalo- og gráðostasósu og uppáhaldið mitt er taco. Þessi blanda er bara svo góð. Ég gerði þessa uppskrift fyrir nokkru síðan og vá hvað hún sló í gegn! Ég átti til afgang af heilum kjúkling frá því daginn áður og nýtti ég hann í þennan rétt. Mér finnst frábært að útbúa kvöldmat sem hægt er að nýta í annan rétt daginn eftir. Það skiptir mig miklu máli að nýta matinn vel og mér finnst mikilvægt að minnka matarsóun. Ég sýndi frá þessu á Instagram og fékk mjög góðar undirtektir, margir báðu um uppskrift og hér kemur hún loksins!

Mæli með þremur taco á mann

Rifinn kjúklingur (ég notaði restina af heilum kjúklingi sem við vorum með daginn áður)
Franks hot sauce buffalo
Litlar tortillur, soft tacos (fæst t.d. í Hagkaup)
Hvítkál, skorið í þunnar ræmur

Gráðostasósa
20-30 g stappaður gráðostur
3 msk majónes
2 msk sýrður rjómi
Safi úr ½ lime
Salt & pipar

Guacamole
3 avókadó
Safi úr 1 lime
1-2 msk kóríander, smátt skorið
Chiliflögur
Salt og pipar
2 tómatar, smátt skornir
2 msk rauðlaukur, smátt skorinn

Aðferð

 1. Byrjið á því að útbúa guacamole. Stappið saman avókadó, safa úr lime, kóríander, chiliflögur, salt og pipar. Blandið svo tómötum og rauðlauk saman við með skeið.
 2. Því næst útbúið gráðostasósuna. Blandið saman stöppuðum gráðosti, majónesi, sýrðum rjóma, safa úr lime, salti og pipar í skál.
 3. Skerið hvítkál í þunnar ræmur.
 4. Blandið saman rifnum kjúklingi og buffalo sósu. Dreifið honum í eldfast form eða á bökunarplötu þöktum bökunarpappír.
 5. Bakið í ofni í 10 mín við 190°C eða þar til kjúklingurinn er orðinn heitur.
 6. Steikið tortillurnar upp úr smá olíu þar til þær verða örlítið stökkar. Tekur litla stund.
 7. Raðið hvítkáli í botninn á tortillunum, guacamole, kjúklingnum og svo sósunni. Svo er bæði gott og fallegt að toppa taco-in með ferskum kóríander.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SUNNUDAGSBRÖNS : BLÁBERJASKONSUR MEÐ HVÍTU SÚKKULAÐI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Þessir dagar eru heldur betur skrítnir enda höfum við ekki upplifað svona tíma áður. Mikil heimavera og notalegheit einkenna daga okkar. Börnin mín eru reyndar ekki heima allan daginn en ég býst við að það breytist fljótlega. Unnar minn hefur verið hálfan daginn í skólanum og Eddan mín er ennþá hjá dagmömmunni. Við reynum að njóta sem mest samverunnar og pössum uppá að vera ekki alltaf með fréttirnar í gangi þótt það sé afar freistandi. Mér finnst mikilvægt að hugsa um eitthvað annað og þá er matargerð ofarlega í huga. Það er svo notalegt að dunda sér í eldhúsinu með börnunum sínum, baka eða elda eitthvað gott.

Ég gerði þessar ljúffengu skonsur með bláberjum og hvítu súkkulaði og mikið eru þær góðar! Þær eru afar einfaldar og ekki alltof sætar. Passa sérlega vel með kaffinu og svo er mjög gott að smyrja þær með smjöri. Til að halda jafnvæginu var ég með egg og avókadó á hrökkbrauð. Bar það síðan fram með chili flögum og sítrónubátum. Dásamlega góður bröns!

Uppskrift gerir 8 skonsur
300 g hveiti + meira til að hnoða
2 msk sykur
1 msk lyftiduft
1 tsk salt
170 g smjör, kalt
2 egg
130 ml rjómi
100 g bláber
100 g hvítir súkkulaðidropar
1 msk sykur
1 egg

Aðferð

 1. Hrærið saman hveiti, sykri, lyftidufti og salti.
 2. Skerið smjörið í ca. 1 cm bita og hrærið við hveitið þangað til það verður eins og brauðmylsna. Hrærið saman rjóma og eggjum og hellið því rólega út í hveitiblönduna.
 3. Að lokum bætið þið bláberjum og súkkulaði við en hrærið bara stutt, þið getið líka notað hendurnar til þess að hnoða því saman við.
 4. Hnoðið deiginu rólega saman, notið auka hveiti eins og þarf. Mótið úr því hring sem er ca. 18-20 cm og 2,5 cm þykkt og leggið á bökunarplötu þakta bökunarpappír.
 5. Penslið egginu ofan á og stráið sykrinum yfir. Skerið skonsuna í átta sneiðar áður en þið setjið hana inn í ofn.
 6. Bakið í 30 mínútur við 190°C eða þar til að hún er orðin gyllt og hefur risið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU OG NJÓTIÐ DAGSINS!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

PIZZA MEÐ KARTÖFLUM OG TRUFFLU AIOLI

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Ein af mínum uppáhalds pizzum verður í kvöldmatinn en hún er með kartöflum, klettasalati og trufflusósu. Það er mjög auðvelt að útbúa hana og að auki er hún sérlega góð. Við fjölskyldan útbúum oft pizzu á föstudagskvöldum og þá er hefð fyrir því að börnin fá að gera sína eigin pizzu. Dásamlegt að byrja helgina á svona notalegri stund saman. Innblásturinn fékk ég frá pizzastaðnum á Hverfisgötu 12 en sá staður var í miklu uppáhaldi hjá mér og hans er sárt saknað.

Uppskrift af 12 tommu pizzu
200 g pizzadeig
6-8 kartöflur
3 msk olívuolía
2 hvítlauksrif
3-4 msk smjör
6-8 kartöflur
3 skarlottulaukar
2 hvítlauksrif
Rifinn mozzarella
2 msk steinselja
Klettasalat
Truffle aioli frá Stonewall kitchen
Aðferð
 1. Skerið kartöflurnar í sneiðar. Dreifið þeim á smjörpappírsklædda bökunarplötu.
 2. Hrærið einu pressuðu hvítlaukrifi við olíuna og penslið kartöflurnar með blöndunni. Saltið og piprið kartöflurnar og bakið þær í 20 mínútur við 190°C.
 3. Steikið skartlottulaukinn upp úr örlitlu smjöri. Bætið við einu pressuðu hvítlauksrifi og restinni af smjörinu.
 4. Fletjið deigið út og penslið eða smyrjið það með smjörblöndunni.
 5. Dreifið rifnum mozzarella og raðið kartöflunum ofan á. Dreifið steinseljunni og bakið í 12-15 mínútur við 190°C.
 6. Toppið að lokum pizzuna með klettasalati og trufflu aioli.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BOOZT MEÐ JARÐABERJUM OG BÖNUNUM

MORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Hvað er betra en að byrja daginn á góðum og orkuríkum þeytingi (boozt)? Þessi er með jarðarberjum og bönunum en það er blanda sem klikkar seint. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér og börnin mín elska þetta! Hnetusmjörið og döðlurnar gera drykkinn svo sérlega góðan. Ef þið viljið hafa drykkinn extra frosinn þá er gott að frysta banana (ég geri það nánast alltaf) og nota í þeytinginn. Mér finnst líka gott að setja frosin hindber eða mangó í staðinn fyrir jarðaberin.

Fyrir einn
2 dl frosin jarðarber
1/2-1 banani
3 dl möndlumjólk
1 msk chia fræ
1 msk hnetusmjör
3 döðlur
Aðferð:
 1. Byrjið á því að leggja chia fræin í bleiti. Ég set 1/2 dl af möndlumjólk og læt standa í nokkrar mínútur.
 2. Setjið allt hráefnið í blandara, blandið vel saman og hellið í glas.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars