fbpx

Hildur Rut

DÁSAMLEGA FYLLT BAGUETTE BRAUÐ

MORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIRVEISLUR

Hér kemur uppskrift af tvenns konar fylltum súrdeigsbaguette brauðum. Tilvalið að bera fram í veislum. Ég keypti mín baguette brauð í Brauð & co. Þau eru frekar stór og dásamlega góð. Þetta er ekki auglýsing, Brauð & co er bara í uppáhaldi hjá mér. Ég bar þetta fram í 1 árs afmælisboði hjá dóttir minni og þetta sló algjörlega í gegn.

Súrdeigsbaguette með beikon og cheddar ost
2 baguette frá Brauð & co
340 g philadelphia rjómaostur
1 lúka söxuð fersk steinselja
1 pkn beikon, bakað í ofni þar til það verður stökkt og skorið smátt
250 g sveppir, smátt skornir
Smjör
1/3-1/2 cheddar ostur, rifinn
Cayenne pipar
Smá salt
Aðferð:
 1. Steikið sveppina uppúr smjöri og blandið saman við öll hráefnin, nema takið frá smá af cheddar ostinum til að dreifa yfir brauðin áður en þau fara inn í ofninn.
 2. Skerið gat langsum í miðjuna á baguette-inu. Fyllið það með fyllingunni og stráið restinni af cheddar ostinum yfir.
 3. Bakið í ofni þar til osturinn hefur bráðnað, ca. 8-10 mín við 190°C.
 
Súrdeigsbaguette með brie og sultu
1 baguette frá Brauð & co
1 brie
Chili sulta
Aðferð:
 1. Skerið rifur þversum í brauðið. Smyrjið rifurnar með chili sultu og setjið sneiðar af brie ofan í.
 2. Bakað í 8-10 mín við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TAGLIATELLINE MEÐ KJÚKLINGI & RJÓMAPESTÓSÓSU

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ég gerði þennan ofur einfalda og bragðgóða taglatelline rétt í samstarfi við Innnes. Ég elska hvað þessi réttur er fljótlegur! Kjúklingur í pestórjómasósu með parmesan osti, tómötum, ristuðum furuhnetum og tagliatelline. Svo ljúffengt og passar sérlega vel með hvítvíni. Ég fékk svipaðan rétt oft hjá mömmu en þá með nautakjöti og mér fannst þetta alltaf svo gott! Ég ákvað að prófa að gera mína útgáfu af þessum rétti og hann heppnaðist mjög vel. Ég mæli með að þið prófið!

Fyrir tvo
2 kjúklingabringur
Ólífuolía
Salt og pipar
1 krukka grænt pestó frá Filippo Berio
1 ½ dl rjómi
1/2 dl rifinn parmesan ostur
8-10 kokteiltómatar
1/2 dl ristaðar furuhnetur
Fersk steinselja eða basilika
Tagliatelline frá De Cecco

Aðferð

 1. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verða tvær þunnar sneiðar. 
 2. Steikið þær á pönnu upp úr olíu og saltið og piprið.
 3. Bætið pestóinu saman við. Ég læt alltaf 2-3 msk af vatni í krukkuna þegar hún er orðin tóm (það er alltaf slatti af pestói sem verður eftir í krukkunni). Set lokið á og hristi saman. Helli svo restinni út í.
 4. Hellið rjómanum saman við og dreifið parmesan ostinum yfir. Blandið öllu saman. Bætið vatni eða rjóma saman við ef þið viljið hafa sósuna þynnri.
 5. Sjóðið tagliatelline eftir leiðbeiningum. Það tekur 5 mínútur að sjóða það.
 6. Skerið tómatana í sneiðar og dreifið yfir kjúklinginn. 
 7. Dreifið að lokum futuhnetunum, steinselju eða basiliku og parmesan osti yfir allt saman. Berið fram með tagliatelline.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

FERSKIR MAÍSKÓLFAR MEÐ RJÓMAOSTABLÖNDU

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUppskriftir

Ég gerði þessa ljúffengu maískólfa í samstarfi við Innnes og vá hvað þeir eru góðir! Ég var að prófa nýja blöndu til að smyrja maískólfanna með og ég held bara að þetta slái öllu öðru út! Heinz majónes, Philadelphia rjómaostur, cayenne, kóríander og parmesan ostur. Þetta er strax orðið uppáhalds hjá mér. En ég elska þegar ferskur maís kemur í verslanir og þá kaupi ég þá sko heldur betur oft. Sumarlegt, gott og passar sérlega vel með grillmatnum. Ég mæli með að þið prófið og þið megið endilega segja mér hvað ykkur finnst. 

Fyrir 2
2 ferskir maískólfar
1-2 msk smjör
2 msk Heinz majónes
2 msk Philadelpia rjómaostur
Cayenne pipar eftir smekk
Salt
Ferskur parmesan ostur eftir smekk
1 msk ferskur kóríander, smátt saxaður

Aðferð:

 1. Skerið laufblöðin af maískólfunum með því að skera af efsta hlutann af því (þar sem maískólfinn er minnstur um sig) og flettið laufblöðunum af þeim.
 2. Leggið maískólfana í eldfast mót, dreifið smjörinu ofan á þá og bakið í 30 mínútur við 190°C. Ég mæli með að snúa þeim 2 sinnum á meðan þeir eru að bakast.
 3. Hrærið saman majónesi, rjómaosti, cayenne pipar, salti og kóríander.
 4. Smyrjið blöndunni á maískólfanna þegar þeir eru búnir að bakast og dreifið parmesan osti yfir þá. Gott að toppa með ferskum kóríander.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN : COINTREAU SPRITZ

DRYKKIRUppskriftir

Helgarfrí framundan, útskriftir og vonandi gott veður! Þessi kokteill er sko sannarlega sumarlegur. Frískandi og bragðgóður með appelsínukeim en hann innheldur Cointreau appelsínulíkjör, prosecco, sódavatn, appelsínu og fullt af klökum. Mjög einfaldur og þarf ekkert að hrista, bara að hella í glas og njóta. Ég vona að þið eigið dásamlegt helgarfrí og skál til ykkar allra.

1 kokteill
15 ml Cointreau
1 dl Prosecco
50 ml sódavatn
Appelsínusneið
Nóg af klökum

Aðferð:

 1. Fyllið glas með klökum og hellið Cointreau út í.
 2. Hellið svo freyðivíni og sódavatni saman við.
 3. Skerið sneið af appelsínu og bætið ofan í (mega vera tvær appelsínusneiðar).

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LÍFIÐ Í BYRJUN SUMARS

PERSÓNULEGT

Hæ kæru lesendur,

Hér kemur ein persónuleg bloggfærsla frá mér en ég ætla þó aðallega að leyfa myndunum hér að neðan að tala.

Lífið síðastliðinn mánuð hefur verið mjög gott! Það hefur verið mikið að gera, við höfum verið dugleg að hitta fólkið okkar og það er margt skemmtilegt framundan í sumar. Ég fór í eina bústaðarferð sem var mjög notaleg. Við lengdum helgarfríið og vorum frá föstudegi til þriðjudags. Við nutum okkar í botn og kúpluðum okkur frá vinnu í smá stund með góðum vinum. Það er nauðsynlegt af og til. Unnar minn er kominn í sumarfrí og Edda mín er að klára síðasta mánuðinn hjá dagmömmunni (sem verður sárt saknað!) en hún byrjar í leikskóla í ágúst eftir sumarfríið. Síðasta vika var mikil afmælisvika en við fórum í fjögur afmæli frá þriðjudegi til föstudags. En mikið var dásamlegt að hitta allt fólkið okkar!

Yndisleg bústaðarferð í Grímsnesið með fólkinu mínu

Dásamleg löng helgi þar sem við nutum í botn að borða góðan mat og taka því rólega.

Heimsóttum Friðheima og þessar litlu vinkonur krúttuðu yfir sig þegar þær voru að skoða býflugurnar. Fengum okkur mjög góða tómatsúpu og burrata ost. Mæli með!

Fórum á Nytjamarkað í Sólheimum og þessi fallegi kuðungur fór með mér heim. Kíktum líka í Slakka með börnin.

Birta systir, ég, Sigga frænka, Unnur systir og mamma. Skálaði í nokkrum afmælum.

Ég mæli með pizzunum á Kaffi Laugarlæk. Þessi heitir Litla gula hæanan og er sjúklega góð! Þessar risotto bollur á Duck and Rose eru líka svo góðar!

Svalirnar hafa verið vel nýttar. Það þarf samt að gera ýmislegt við þær t.d. setja gólfefni, velja nýtt borð o.s.frv. Ég leyfi ykkur að fylgjast með.

Ég fékk mér alveg þónokkra Cappuccino í Pennanum Eymundsson. Aðeins að vinna upp kaffihúsaleysið í samkomubanni.

Myndavélin hefur verið í stanslausri notkun!

Margar nýjar uppskriftir urðu til.

Þetta er búin að vera góð byrjun sumars og ég hlakka mikið til að eiga fleiri yndislegar stundir!

Njótið dagsins! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FISKITACOS MEÐ LIMESÓSU

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR
Ég gerði þetta girnilega fiskitacos í samstarfi við Innnes. Tacos fyllt með þorskhnakka, Philadelphia rjómaosti, hvítkáli, rauðkáli, tómat-og avókadó salsa ásamt dásamlegri limesósu. Fiskur í mjúkum tortillum hefur verið vinsæll réttur á ströndum Mexíkó í margar aldir en hann er líka í uppáhaldi hjá mörgum í dag og í mjög miklu uppáhaldi hjá mér! Ég hef gert þennan rétt svo ótal mörgum sinnum og hann er alltaf jafn góður! Uppskriftin er einföld og mjög bragðgóð en þið getið í rauninni notað hvaða fisk sem er. Það er einnig mjög gott að nota t.d. bleikju eða löngu. Ég mæli með að þið prófið ykkur áfram.
Fyrir 3-4 
Ég mæli með 3 litlum tortillum á mann eða 2 stærri tortillum
500 g þorskhnakki
1 egg
1 dl spelt
1 tsk taco explosion
1 tsk cumin
1 tsk cayenne pipar (má sleppa)
1 1/2 tsk salt
1 tsk pipar
1-2 msk smjör til steikingar
1 lime
Tortillur
Ólífuolía til steikingar
Philadelphia rjómaostur
1/4-1/2 hvítkál

1/4-1/2 ferskt rauðkál

Tabasco sósa eftir smekk
Ferskt kóríander eftir smekk

Salsa
2 tómatar
2-3 msk rauðlaukur
2 msk kóríander
2 avókadó
Safi úr 1/2 lime
Salt og pipar

Limesósa
1 dl Heinz majónes
1 dl sýrður rjómi
Safi úr 1-2 lime
1/2 tsk limebörkur
Salt og pipar

Aðferð
 1. Skerið hvítkál og rauðkál í ræmur, hrærið og setjið í skál.
 2. Pískið egg í skál. Hrærið saman speltinu og kryddinu á disk. Skerið þorskinn í bita, veltið þeim upp úr egginu og síðan speltblöndunni.
 3. Steikið fiskinn á pönnu upp úr smjöri. Skerið eitt lime í báta og dreifið þá yfir fiskinn þegar eldunin er hálfnuð.
 4. Steikið tortillurnar upp úr smá olífuolíu þangað til að þær verða gylltar.
 5. Smyrjið rjómaosti á tortillurnar, dreifið kálinu, tómatsalsanu og fiskinum yfir.
 6. Toppið tacoið með limesósu og kóríander. Fyrir þá sem vilja hafa þetta örlítið sterkara þá er gott að bera þetta fram með tabasco sósu.
Salsa
 1. Skerið tómata (hreinsið fræin úr), rauðlauk og avókadó í litla bita og hrærið saman við kóríander og safa úr lime. Saltið & piprið eftir smekk.

Limesósa

 1. Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma ásamt rifnum lime berki, lime safa, salti og pipar.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FYLLT AVÓKADÓ MEÐ EGGJUM OG PARMESAN OSTI

GRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Þessi réttur er tilvalinn í brönsinn um helgina, einnig gott sem morgunmatur eða millimál. Einfalt og gott avókadó fyllt með eggjum, bakað í ofni og borið fram með parmesan osti, sítrónusafa, steinselju og radísuspírum. Ég er með svipaða uppskrift í Avocado bókinni nema þar nota ég rifinn mozzarella í stað parmesan osts.

3 þroskuð avókadó
6 lítil egg
Salt og pipar
Safi úr sítrónu
Rifinn parmesan ostur
Fersk steinselja, söxuð
Radísuspírur
Aðferð
 1. Skerið avókadó í tvennt og skafið úr því til þess að gefa egginu pláss.
 2. Brjótið eggið í skál og hellið ofan í avókadóið. Ef það er lítið og eggin stór þá passar ekki öll eggjahvítan ofan í það. Þá er gott að geyma restina og nota í eitthvað annað.
 3. Saltið og piprið fyllta avókadóið og bakið í u.þ.b. 10-15 mínútur við 190°C eða þar til eggið er tilbúið.
 4. Kreistið safa úr sítrónu yfir og stráið parmesan osti, steinselju og radísuspírum yfir allt saman.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

UPPÁHALDS CHIA GRAUTURINN MINN

GRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Mér finnst dásamlega gott að byrja daginn á þessum morgunmat. Uppáhalds chiagrauturinn minn sem ég geri mjög oft og ég tek oft tímabil þar sem fæ ég mér þetta daglega, alla morgna! Þetta er svo einfalt og dásamlega gott. Ég blanda alltaf nokkra skammta af chia fræjum og möndlumjólk. Geymi það síðan í ísskápnum. Mér finnst líka nauðsynlegt að fá smá möndlusmjör eða hnetusmjör og ber með hverjum bita.

Uppskrift fyrir 1
3 msk chia fræ
2 dl sykurlaus möndlumjólk t.d. frá Isola
Stevíusýróp (sykurlaust sýróp)
Nokkur jarðaber og hindber (eða önnur ber)
1 msk möndlusmjör eða hnetusmjör
Hampfræ og ristaðar kókosflögur eftir smekk
Aðferð
 1. Blandið saman chia fræjum og möndlumjólk. Hrærið vel saman í byrjun og leyfið svo blöndunni að standa í nokkrar mínútur á meðan þið skerið jarðaberin. Gott að gera nokkra skammta og eiga til í ísskápnum.
 2. Blandið stevíusírópi við chia grautinn eftir smekk.
 3. Toppið grautinn með möndlusmjöri eða hnetusmjöri, smátt skornum berjum, hampfræjum og kókosflögum eða öðru sem ykkur langar í. Mér finnst líka mjög gott að setja frosin ber út í grautinn.


Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

KJÚKLINGUR Í KRÖSTI MEÐ SÆTKARTÖFLUMÚS

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUppskriftir

Þennan dásamlega kjúklingarétt gerði ég í samstarfi við Sigdal og er tilvalinn sem helgarmatur. Það er alveg frábært að nota hrökkbrauð frá Sigdal sem brauðrasp því það gefur réttinum mjög gott bragð. Hrökkbrauðið er með sjávarsalti og kryddjurtum. En Sigdal er líka með glútenlaust hrökkbrauð sem er algjör snilld fyrir þá sem eru með glútenóþol. Það er mjög gott að setja þetta rasp á fisk líka – hef nokkrum sinnum gert það. Sætkartöflumúsin passar svo sérlega vel með þessu. Djúsí og góður réttur sem slær í gegn!

Fyrir 3-4
4 Sigdal hrökkbrauð með jurtum og sjávarsalti
2-3 msk fersk steinselja
1 dl rifinn parmesan ostur
Salt & pipar
1 egg
3 kjúklingabringur
20 g smjör, skorið í litla teninga
1 dl rjómi
1 bóndabrie
 
Toppa með
Rifinn parmesan eftir smekk
Fersk steinselja eftir smekk
 
Sætkartöflumús
1 stór sæt kartafla
1 dl rjómi
20 g smjör
Salt & pipar
Aðferð
 1. Blandið saman hrökkbrauðinu, steinseljunni, parmesan, salti og pipar í matvinnsluvél svo úr verður rasp. Ég nota litla matvinnsluvél sem fylgir töfrasprotanum mínum. Einnig er hægt að setja allt saman í poka og rúlla svo yfir með kökukefli.
 2. Dreifið raspinum á disk og pískið egg í skál.
 3. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verða tvær þunnar sneiðar.
 4. Veltið þeim upp úr egginu og síðan raspinum.
 5. Smyrjið eldfast form með smjöri og setjið kjúklingabringurnar ofan í það.
 6. Skerið smjör í litla teninga og dreifið ofan á bringurnar.
 7. Bakið í 25 mínútur við 190°C. Á meðan er gott að útbúa sætkartöflumúsina.
 8. Skerið bóndabrie í sneiðar. Hellið rjóma yfir bringurnar og dreifið ostinum yfir. Bakið áfram í 5-7 mínútur.
 9. Toppið svo með ferskri steinselju og parmesan osti. Berið fram með sætkartöflumúsinni.

Sætkartöflumús

 1. Skrælið hýðið af sætu kartöflunni og skerið í bita
 2. Sjóðið hana í 15-20 mínútur eða þar til hún er orðin mjúk og fullelduð.
 3. Sigtið vatnið frá kartöflunum.
 4. Stappið kartöflurnar vel saman við rjómann, smjörið, salti og pipar.

 

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BUTTERNUT SQUASH TACO

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR
Butternut squash er afbrigði af graskeri en að mínu viti þá er ekki til neitt íslenskt heiti yfir það. Það er stútfullt af vítamínum og geymsluþolið getur verið nokkrir mánuðir. Graskerið er mjög ljúffengt og passar vel í marga rétti. Þessi uppskrift er einföld og ómótstæðilega góð. Linsubaunirnar passa mjög vel með graskerinu en svo er líka gott að setja svartar baunir eða pinto baunir í staðinn. Einnig er auðvelt að gera réttinn alveg vegan og setja vegan majónes í staðinn fyrir venjulegt.
Fyrir 2-3
Litlar tortillur, soft taco
Butternut squash, grasker
Ólífuolía
Cumin
Cayenne pipar
Kóríander duft
Lauk duft
Salt og pipar
1 dl rauðar linsubaunir
2 Avókadó
Safi úr lime
Ferskur kóríander, smátt skorinn (má sleppa)
Tilbúin salatblanda í poka (blanda af káli, hvítkáli, gultótum og rauðkáli)
4 msk majónes
1-2 tsk sambal oelek
Aðferð
 1. Skerið hýðið af graskerinu og skerið það í litla bita.
 2. Setjið graskerið í eldfast mót og dreifið ólífuolíu yfir. Kryddið með cumin, cayenne pipar, kóríander dufti, salti, pipar og hrærið saman.
 3. Bakið við 190°C í 25-30 mínútur eða þar til graskerið er orðið mjúkt. Hrærið 1-2 sinnum í því á meðan það er að bakast.
 4. Sjóðið linsubaunirnar á meðan graskerið er að bakast. Sjóðið þær í 2,5 dl vatni í 15-20 mínútur. Saltið og piprið.
 5. Hrærið majónesi og sambal oelek saman og blandið saman við salatblönduna.
 6. Stappið avókadó. Kreistið yfir það smá safa úr lime og saltið.
 7. Steikið tortillurnar uppúr ólífuolíu þar til þær verða stökkar. Passið að brenna þær ekki. Brjótið þær saman á pönnunni á meðan þær eru ennþá mjúkar.
 8. Fyllið tortillurnar með hrásalatinu, linsubaununum, avókadó og graskerinu. Toppið svo með ferskum kóríander.
   

   Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

  VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

  // HILDUR RUT

  INSTAGRAM: @hildurrutingimars