fbpx

TAGLIATELLE BOLOGNESE MEÐ BURRATA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Klassískt bolognese er alltaf gott og líklegt er að flestir lumi á góðri uppskrift. En mig langar engu að síður að deila minni útgáfu sem klikkar ekki. Ég set þetta klassíska í réttinn, nautahakk, lauk, gulrætur, sellerí og hvítlauk ásamt ljúffengri sósu frá Heinz með tómötum og chili. Leyfi þessu að sjálfsögðu að malla vel og lengi. Toppa svo réttinn með burrata osti, basilíku og parmesan sem gerir réttinn svo góðan. Mæli með að þið prófið þetta.

De Cecco tagliatelle eftir smekk
1 laukur
2-3 gulrætur
1-2 sellerí
4-5 hvítlauksrif
Ólífuolía
500 g nautahakk
1 krukka Heinz sósa með tómötum og chili
1 msk tómatpúrra
1-2 msk fersk steinselja, smátt skorin
Salt og pipar
1 msk nautakraftur
1/2 dl vatn (eða magn eftir smekk)

Toppa með:
Rifinn parmesan ostur
1-2 burrata ostur
Fersk basilíka

Aðferð

 1. Smátt skerið lauk, gulrætur og sellerí. Steikið upp úr vægum hita í pott eða á pönnu. Bætið krömdum eða pressuðum hvítlauk saman við þegar laukurinn er aðeins búinn að mýkjast.
 2. Bætið nautahakkinu saman við og steikið þar til það er orðið eldað.
 3. Hellið sósunni út í ásamt tómatpúrru, steinselju, salti, pipar, nautakrafti og vatni.
 4. Blandið vel saman og leyfið þessu að malla í dágóða stund. Ég læt þetta malla í um klukkustund eða lengur. Því lengur því betra.
 5. Sjóðið tagliatelle eftir leiðbeiningum á pakkningu.
 6. Blandið tagliatelle út í nautahakkið eða berið fram í sitthvoru lagi þannig að hver og einn getur skammtað sér.
 7. Toppið svo réttinn með rifnum parmesan osti, burrata og ferskri basilíku.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FERSK HABANERO SALSA ÍDÝFA

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

 

Einföld og gómsæt ídýfa með rjómaosti, ferskum tómötum, habanero Tabasco, vorlauk og kóríander sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Habanero Tabasco gerir ídýfuna sannarlega sterka sem ég elska en mæli með að nota hana varlega því hún er mjög sterk og það þarf ekki mikið. Best að smakka sig áfram. Upplagt sem snarl í góða veðrinu með snakki og ísköldum Corona.

1 Philadelphia rjómaostur
250 g litlir tómatar
3 vorlaukar (2/3 dl smátt skornir)
1 msk Habanero Tabasco eða magn eftir smekk
1 tsk safi úr lime
2 msk smátt skorinn kóríander
Salt og pipar eftir smekk
Bera fram með Maruud snakki með salti og pipar

Aðferð

 1. Byrjið á að smátt skera tómata, vorlauk og kóríander.
 2. Blandið því öllu saman í skál ásamt, habanero Tabasco, safa úr lime, salti og pipar. 
 3. Dreifð rjómaostinum á botninn í annarri skál eða formi. Dreifið tómatblöndunni yfir og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

RÆKJUSALAT MEÐ RISARÆKJUM

AÐALRÉTTIRMORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Dásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það er skemmtileg tilbreyting að  nota risarækjur en þær eru skornar smátt  sem gerir áferðina svo góða. Mæli með að bera þetta fram á ristuðu súrdeigsbrauði eða öðru góðu brauði með avókadó og sítrónusafa.

Uppskriftina gerði ég í samstarfi við Innnes.

350 g frosnar risarækjur
Ólífuolía
5 soðin egg
1/2 – 1 dl Heinz majónes (eða eftir smekk)
Chili flögur, salt og pipar
1 msk fersk steinselja

Gott brauð (t.d. súrdeigsbrauð)
Avókadó
Sítrónusneiðar
Steinselja

Aðferð

 1. Byrjið á því að afþýða risarækjurnar. 
 2. Dreifið þeim á ofnplötu þakta bökunarpappír og hellið ólífuolíu, chili flögum, salti og pipar eftir smekk.
 3. Bakið inní ofni við 180°C í 5-6 mínútur eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn.
 4. Setjið egg, risarækjur, majónes, salt, pipar og steinselju á skurðarbretti og skerið smátt. Bætið við majónesi eftir smekk.
 5. Berið fram á góðu brauði með avókadó, sítrónusneiðum og skreytið með steinselju. Njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

OSTA-& BERJABAKKI FYRIR PÁSKANA

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRMORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Hvernig væri að útbúa fallegan bakka um páskana með berjum, ostum, pönnukökum og fleira gómsætu? Bera það fram með ísköldu Cava og njóta í botn í fríinu. Fullkomið í páskabrönsinn, hittingana eða jafnvel sem forréttur. Það er auðvitað svo margt sem hægt er að nota á svona bakka en hér kemur mín hugmynd sem bragðaðist dásamlega. Punkturinn yfir i-ið eru litlu jarðarberjapönnukökurnar. Mæli með að bera þær fram með hlynsírópi sem hægt er að dýfa þeim í.

Uppskriftina gerði ég í samstarfi við Driscolls/Innnes.

1/2 pkn jarðarber frá Driscolls eða eftir smekk
1/4 fata blárber frá Driscolls eða eftir smekk
1 pkn hindber frá Driscolls
1 pkn brómber frá Driscolls
1 1/2 brie
1/2 súrdeigs bruschetta
Jarðarberjapönnukökur (uppskrift að neðan)
Havarti ostur með jalapeno
Ítalskt salami
Drekaávöxtur
Ástaraldin
Chili sulta
Hlynsíróp

Aðferð

 1. Byrjið að útbúa pönnukökurnar (uppskrift að neðan).
 2. Skerið baguette í sneiðar. Dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og hellið smá ólífuolíu yfir, salti og pipar. Bakið í ofni við 190°C í 7-10 mínútur eða þar til þær eru orðnar stökkar.
 3. Hellið hlynsírópi í litla skál og setjið chili sultu í aðra litla skál.
 4. Skerið út kanínu úr brie ostinum og notið kökuform sem þið eigið til að skera út skemmtilegt form úr havarti ostinum.
 5. Útbúið rós úr salami. Sjá aðferð hér.
 6. Raðið öllu saman á bakka og njótið vel.

Litlar jarðarberjapönnukökur
Ljúffengar litlar pönnukökur fylltar með jarðaberjum. 

3 dl spelt
1 msk kókospálmasykur (eða önnur sæta, t.d. hunang)
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1 egg
2 msk ólífuolía
2 msk grísk jógúrt
2 1/2 dl mjólk
Jarðarber frá Driscolls eftir smekk

Aðferð

 1. Hrærið þurrefnunum saman. Hrærið því næst restinni saman við.
 2. Skerið jarðarber í sneiðar.
 3. Þekjið hverja jarðarberjasneið með pönnukökudeiginu.
 4. Steikið við vægan hita á pönnu. Berið fram með hlynsírópi og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GLEÐILEGA PÁSKA! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

OFNBAKAÐ PENNE MEÐ PARMESAN KJÚKLINGI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ekta „comfort“ matur sem allri fjölskyldunni finnst góður. Klassískur parmesan kjúklingur eða „Chicken parmigiana” er fyrirmynd réttarins en þessi útgáfa er fljótlegri og einfaldari. Rétturinn inniheldur pasta, kjúkling, cherry- og basil pastasósu, rjómaost, parmesan, panko rasp og mozzarella.

Fyrir fjóra
3-4 eldaðar kjúklingabringur, skornar í strimla
300-400 g penne pasta frá De Cecco
1 Philadelphia rjómaostur
1 dós Heinz Cherry Tomato & Basil pasta sósa
Salt og pipar eftir smekk
4 dl rifinn parmesan ostur
1 dl panko rasp
30 g smjör
1-2 kúlur ferskt mozzarella
Fersk basilika

Aðferð

 1. Byrjið á því að sjóða penne pasta eftir leiðbeiningum.
 2. Dreifið rjómaosti á botninn á eldföstu formi.
 3. Sigtið vatnið frá pastanu og blandið Heinz sósunni saman við. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
 4. Dreifið kjúklingnum yfir.
 5. Bræðið smjör og blandið saman við panko rasp og parmesan ost.
 6. Dreifið raspinum yfir kjúklinginn og bakið í ofni í 7 mínútur við 180°C.
 7. Rífið ferskan mozzarella yfir og bakið í aðrar 7 mínútur.
 8. Dreifið basilíku yfir og njótið.

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars
TIKTOK: @hildurruti

JARÐARBERJARÓSIR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Jarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem er mjög ljúffengur.

Eina sem þú þarft er:
Grillspjót eða kokteilpinnar
Borði
Driscolls jarðarber
Toblerone

Aðferð

 1. Skerið í jarðarberin þannig að þau mynda rósir (sjá aðferð hér: www.instagram.com/reel/C3TYaBmoAcJ/).
 2. Skreytið pinnana með slaufum og stingið þeim í jarðarberin.
 3. Bræðið Toblerone yfir vatnsbaði og berið fram með jarðarberjarósunum. Njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

JARÐARBERJABOLLUR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Einfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Ég notaði bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í uppskriftina í samstarfi við Innnes. Það er svo skemmtilegt að útbúa bollurnar sjálfur og bjóða í bolludagskaffi. En ef þið hafið ekki tíma til að baka bollurnar þá finnst mér líka sniðugt að kaupa þær tilbúnar út í búð og fylla þær sjálfur. Ég hvet ykkur til að prófa þetta.


200-250 g hvítt súkkulaði
500 ml rjómi
500 g jarðarber frá Driscolls (eitt stórt box)
3 msk flórsykur

Aðferð

 1. Smátt skerið 200 g af jarðarberjum. Stappið eða maukið restina af jarðarberjunum með töfrasprota.
 2. Þeytið rjóma og blandið jarðarberjunum og flórsykri varlega saman við.
 3. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið toppnum á bollunum útí súkkulaðið.
 4. Fyllið bollurnar með jarðarberjarjómanum, lokið með hvítsúkkulaði toppunum og njótið vel.

Vatnsdeigsbollur
80 g smjör
2 dl vatn
2 dl hveiti
2 stór egg

Aðferð

 1. Byrjið á því að setja smjör og vatn í pott. Hrærið saman og hitið þar til suðan kemur upp. Takið þá pottinn af hellunni.
 2. Blandið hveitinu saman við. Hærið vel þar til það verður að bollu, losnar frá pottinum og hættir að festast við pottinn.
 3. Kælið og blandið einu eggi í einu saman við blönduna.
 4. Notið tvær msk og dreifið deiginu í bollur á bökunarplötu þakta bökunarpappír.
 5. Bakið í 25-30 mínútur við 200° á blæstri. Tíminn fer eftir því hversu stórar bollurnar eru.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

EINFÖLD & BRAGÐGÓÐ ÍDÝFA

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Hér kemur uppskrift að dásamlegri ídýfu sem er ein sú allra einfaldasta og passar svo vel með Maruud bleika snakkinu með hvítlauk, bjarnarlauk og chili. Tilvalið til að bjóða uppá á gamlárskvöld. Ídýfan inniheldur sýrðan rjóma, krydd og Tabasco Habanero sósu. Gerist ekki einfaldara!

// Ég útbjó uppskriftina í samstarfi við Innnes.

1 dós sýrður rjómi
1 tsk saltflögur
1 tsk laukduft
1/2 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk pipar
Tabasco Habanero sósa eftir smekk
Maruud með hvítlauk, bjarnarlauk og chili

Aðferð

 1. Blandið saman sýrðum rjóma, salti, laukdufti, hvítlauksdufti og pipar.
 2. Bætið Tabasco Habanero sósu eftir smekk og hrærið saman. Smakkið ykkur til því sósan er mjög sterk.
 3. Berið fram með Maruud snakki og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

JÓLA COSMO

DRYKKIR

Nýi uppáhalds kokteillinn minn! Vá vá vá, hvað hann er bragðgóður og jólalegur með góðri froðu. Cointreu, möndlulíkjör, trönuberjasafi, sykursóp, lime og eggjahvíta. Geggjað að skála í þessum yfir hátíðirnar.

2 kokteilar
10 cl trönuberjasafi
5 cl Cointreau
5 cl Amaretto Bols Amsterdam
4 cl sykursíróp
4 cl safi úr lime
1 egg (eggjahvíta)
2 kirsuber úr krukku

Aðferð

 1. Hellið trönuberjasafa, Countreau, Amaretto, sykursírópi, limesafa og eggjahvítu í hristara og hristið í 10-15 sekúndur.
 2. Bætið klökum saman við og hristið aftur í 10-15 sekúndur.
 3. Hellið í falleg glös í gegnum sigti.
 4. Þræðið kirsuber á pinna og skreytið glasið. Njótið vel.

Sykursíróp

 1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.
 2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
 3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

JÓLASKÁL! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

RISARÆKJU SNITTUR MEÐ TABASCO SÓSU

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Þennan frábæra forrétt fyrir hátíðirnar útbjó ég í samstarfi við Innnes. Risarækjur í Tabasco ofan á súrdeigs baguette með tómötum, avókadó, salati og ljúffengri sósu. Leikur við bragðlaukana! Mæli með að bera fram með ísköldu Cava og njóta í botn!

32 risarækjur (í kringum 270 g)
1 msk Tabasco sósa
Hvítlauksduft, laukduft, salt & pipar
1 msk ólífuolía
16 sneiðar af súrdeigs baguette
40 g smjör + 2 hvítlauksrif
150 g tómatar medley eða kirsuberja
1 avókadó
Salat
Steinselja

Sósa:
1/2 dl Heinz majónes
2 msk sýrður rjómi
2 msk safi úr sítrónu
1 msk Tabasco sósa (eða magn eftir smekk)
Hvítlauksduft, laukduft, salt & pipar

 

Aðferð

 1. Byrjið á því að blanda saman risarækjum, Tabasco sósu, ólífuolíu, hvítlauksdufti, laukdufti, salti og pipar í skál. Leyfið þessu að marinerast á meðan þið útbúið restina.
 2. Hrærið öllum hráefnunum saman í sósuna. Kryddið eftir smekk og bætið viðð Tabasco sósu eftir smekk. Smakkið ykkur til.
 3. Smátt skerið tómata og avókadó.
 4. Penslið baguette sneiðarnar með bræddu smjöri og hvítlauk. Dreifið á bökunarplötu með bökunarpappír og bakið í 7-10 mínútur eða þar til brauðið er orðið stökkt.
 5. Steikið risarækjurnar upp úr ólífuolíu á vel heitri pönnu þar til að þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn.
 6. Smyrjið sneiðarnar með sósunni. Rífið salatið og dreifið yfir hverja sneið eftir smekk.
 7. Því næst dreifið tómötum, avókadó, tveimur risarækjum, smá sósu og steinselju yfir salatið.
 8. Berið fram með meiri sósu og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars