fbpx

HELGARKOKTEILLINN: BLÁBERJA & RÓSMARÍN MOSCOW MULE

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Helgarkokteillinn að þessu sinni er moscow mule með bláberja og rósmarín twisti sem gerir kokteilinn einstaklega ljúfan. Moscow mule hefur lengi verið í uppáhaldi hjá Birni, manninum mínum og þessi útgáfa sló alveg í gegn hjá honum og ég er honum sammála. Drykkurinn inniheldur vodka, bláber, engiferbjór, rósmarín og kanil. Frískandi og ljúfur drykkur sem er tilvalið að njóta um helgina.

Fyrir einn
4 cl vodka
2 cl bláberja mickey finns
½ dl fersk bláber
2 dl engiferbjór
Klakar
1 rósmarín stöngull
1 kanilstöng

Aðferð

 1. Hellið vodka, mickey finns og bláberjum í glas. Merjið þetta vel saman með kokteilamerjara.
 2. Hellið engiferbjór saman við og fyllið glasið með klökum.
 3. Setjið rósmarín stöngul og kanilstöng ofan í og njótið.

SKÁL & GÓÐA HELGI! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

EINFALT FISKITACOS

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Uppskrift að fljótlegu, djúsí og einföldu fiskitaco sem sló í gegn hjá fjölskyldunni. Ég útbjó uppskriftina í samstarfi við Grím kokk og notaði fiskistangirnar þeirra. Vá hvað þær eru bragðgóðar en þær eru gerðar úr glænýjum þorski sem er hjúpaður með raspi. Stangirnar eru foreldaðar en einnig frystivara og er því mjög þægilegt að eiga þær til í frystinum. Þær fást í Krónunni og Nettó. Tacoið inniheldur einnig tómata, gúrku, avókadó, salat, kínakál, vorlauk og einfalt spæsí majó með japönsku majónesi og vá hvað þetta er allt saman gott. Þetta er mjög barnvænn réttur en börnin mín velja það grænmeti sem þeim finnst best.

Uppskrift gerir þrjú taco
3 stk fiskistangir frá Grími kokki (fæst í Krónunni og Nettó)
3 stk litlar tortillur
3 stk cheddar sneiðar (ég kaupi mjúkar sem eru erlendar en þær eru til í flestum matvöruverslunum)
Kínakál eftir smekk
Blaðsalat eftir smekk
1 tómatur
½ dl gúrka, smátt skorin
½ avókadó
1 lime
Vorlaukur eftir smekk
Kóríander eftir smekk

Spæsí majónes
1 dl japanskt majónes (fæst t.d. í Krónunni)
1-2 tsk chili mauk úr krukku (smakkið ykkur til ef að þið viljið ekki hafa þetta of sterkt)

Aðferð

 1. Bakið fiskistangirnar í 12-15 mínútur við 185°C.
 2. Á meðan er gott að undirbúa meðlætið. Skerið kínakál og blaðsalat í litla strimla. 
 3. Skerið tómata, gúrku og avókadó í litla bita. Blandið saman í skál en einnig er líka hægt að hafa þetta allt í sitthvoru lagi. Skerið lime í báta og kreystið úr einum bátnum yfir avókadóið eða blönduna.
 4. Hærið saman í sósuna majónesi og chili mauki.
 5. Dreifið cheddar ostinum á tortillurnar og bakið í 2-3 mínútur eða þar til þær eru aðeins stökkar og osturinn er bráðnaður.
 6. Fyllið tortillurnar með kínakáli, salati, tómötum, gúrku, avókadói, fiskistöng og sósu og toppið með smátt söxuðum vorlauk, kóríander og kreystið safa úr lime yfir.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

3 ÁRA AFMÆLISBOÐ

PERSÓNULEGT

Hæ elsku lesendur! Dóttir mín hún Edda Vilhelmína varð 3 ára síðasta sunnudag og við buðum okkar nánustu fjölskyldu í smá afmælisboð. Mér finnst svo frábært að fá hugmyndir að veitingum og skreytingum frá öðrum og ég veit að það eru margir sammála mér. Ég ætla að deila með ykkur hugmyndum og myndum úr afmælisveislunni og ég læt fylgja linka hér fyrir neðan á uppskriftirnar að réttunum sem við buðum uppá.

Þar sem við Edda ákváðum að hafa bleikt kisuþema hafði ég samband við partý- og blöðru verslunina Pippu. Þau voru svo elskuleg að gefa mér blöðrulengju og afslátt af vörunum þeirra. Við keyptum diska, glös og servíettur í ofurkrúttlegu kisuþema ásamt afmælis stafalengju. Þau komu með þetta allt saman á sunnudagsmorguninn. Allt svo sætt og blöðrulengjan var algjörlega geggjuð.

KISU AFMÆLISKAKA MEÐ DUMLE KREMI
Þesi kaka er alltaf þægileg og er hún búin að vera margsinnis í afmælum hjá okkur. Ég bræddi 140 g af Dumle karamellum og setti í kremið í staðinn fyrir venjulega karamellur. Ótrúlega gott. Ég setti svo bleikan matarlit í kremið. Ég keypti tvær súkkulaðimuffins, skar úr þeim tvö kisueyru og dreifði svo kreminu á kökuna með sprautupoka. Ég bræddi svo 70% súkkulaði, setti í sprautupoka og teiknaði augun, nefið, munninn og veiðihárin.
Uppskrift hér.

OREO MARENGS BOMBA
Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Svona marengstertur eru alltaf vinsælar í veislum og þessi er alveg sérstaklega gómsæt.
Uppskrift hér.

KISU RICE KRISPIES NAMMIBITAR
Einfaldir og ó svo ljúffengir rice krispies nammibitar. Hugmyndina fékk ég hjá Tinnu Þorradóttir og ég varð bara að prófa. Eina sem þarf er Rice krispies nammikaka, kisuform(eða annað form), hvítt súkkulaði, matarlitur og nammiaugu.
Þið getið séð aðferðina hér.

DÖÐLUKAKA MEÐ KARAMELLUSÓSU
Þessi er alltaf klassísk og alveg dásamleg. Fullkomin með rjóma eða ís. Mamma útbjó þessa en það er t.d. uppskrift að henni hjá Eldhússögum.
Uppskrift hér.

QUESADILLA HRINGUR
Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Geggjað að bera þetta fram í afmælisboðum eða öðrum veislum.
Uppskrift hér.

FYLLT BAGUETTE BRAUÐ
Tvenns konar fyllt súrdeigs baguette brauð. Annað með ljúffengri rjómaosta-og beikon fyllingu og hitt með brie, silkiskorinni sultu og hungangs dijon sinnepi en einnig gott að setja brie og chili sultu eins og í uppskriftinni.
Uppskrift hér.

EINFALT TORTELLINI
Tortellini með ricotta og spínati, kokteiltómötum, litlar mozzarella kúlur, grænt pestó, ólífur og fetaostur. Mjög gott og ferskt.

HEITUR BRAUÐRÉTTUR MEÐ ASPAS
Mamma útbjó þennan ljúffenga brauðrétt en notaði enga sérstaka uppskrift. En þessi uppsrift er mjög góð og ég mæli með henni.
Uppskrift hér.

KLASSÍSKT OSTASALAT MEÐ VÍNBERJUM
Gómsætt ostasalat sem Edda tengdamamma mín útbjó frá Evu Laufey. Þetta salat klikkar ekki í svona afmælisboðum.
Uppskrift hér.

Svo fallegar vörurnar frá Pippa.is,

Erfitt að ná góðri fjölskyldumynd. En það var mjög gaman í afmælinu þrátt fyrir það.

Kisunammið. Ég fékk nokkrar spurningar um kisuformið þegar ég sýndi frá því á Instagram en það er leirform sem Edda á.

Takk fyrir að lesa 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

OREO MARENGSBOMBA

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan. Ég bar þessa köku fram í barnaafmæli um helgina og vá hvað hún var ljúffeng. Svona tertur eru alltaf vinsælar í veislum og ég mæli mikið með þessari.

Marengs
4 eggjahvítur
200 g sykur
2 dl Oreo crumbs 

Rjómafylling
4 dl rjómi
2 dl Oreo crumbs
200 g jarðaber
150 g hindber

Daim sósa
2 stk lítil Daim (56 g)
1 dl rjómi

Toppa með:
200 g jarðaber
150 g hindber
½-1 stk lítið Daim (28 g)
½-1 dl Oreo crumbs

Aðferð

 1. Þeytið eggin í hrærivél. Blandið sykrinum saman við í smáum skömmtum og hrærið þar til blandan verður alveg stíf.
 2. Blandið Oreo crumbs varlega saman við með sleif.
 3. Útbúið tvo hringlaga botna með því að dreifa blöndunni á tvær ofnplötur þaktar bökunarpappír.
 4. Bakið við 120°C í 60 mínútur og kælið. 
 5. Skerið berin smátt og þeytið rjóma. Blandið því varlega saman ásamt Oreo crumbs.
 6. Setjið einn marengsbotn á kökudisk, dreifið rjómablöndunni ofan á og setjið hinn marengbotninn ofan á.
 7. Bræðið Daim saman við rjóma, kælið og dreifið yfir marengsinn.
 8. Stráið smátt söxuðum berjum, Oreo crumbs og söxuðu Daim súkkulaði yfir. Njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FLJÓTLEGT SÍTRÓNUPASTA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Einfalt, fljótlegt og ofur gómsætt sítrónupasta sem klikkar ekki. Ég útbjó þessa dásemdar uppskrift í samstarfi við Innnes. Spaghetti með Philadelphia rjómaosti, sítrónu, sveppum, parmesan osti, hvítlauk og fleira góðu. Ég elska svona pastarétti sem eru fljótlegir en samt svo æðislega góðir en það tekur um 20-30 mínútur að útbúa þennan. Innblásturinn af uppskriftinni fékk ég frá Sigríði vinkonu minn sem bjó til svo svakalega gott sítrónupasta fyrir mörgum árum síðan. Passar afar vel með ísköldu hvítvínsglasi og hvítlauksbrauði.

Fyrir 3-4
300-400 g spaghetti frá De cecco
Ólífuolía
3 skarlottulaukar
2 hvítlauksrif, pressuð
150 g kastaníusveppir
150 g venjulegir sveppir
100 g spínat
1 pkn Philadelphia rjómaostur
1 sítróna
1 dl steinselja, smátt söxuð
1 dl parmigiano reggiano, rifinn
Salt & pipar

Aðferð

 1. Byrjið á því að sjóða spaghetti samkvæmt leiðbeiningum.
 2. Á meðan útbúið þið sósuna. Skerið sveppi og skarlottulauk og rífið sítrónubörkinn.
 3. Steikið skarlottulaukinn og hvítlaukinn upp úr ólífuolíu. Bætið sveppunum við og steikið þar til þeir hafa aðeins mýkst. Því næst bætið þið við spínati og blandið saman.
 4. Hrærið rjómaostinum út í ásamt safa úr einni sítrónu, sítrónuberki, steinselju og parmigiano. Saltið og piprið eftir smekk.
 5. Blandið spaghettinu saman við sósuna og berið fram með rifnum parmigiano og steinselju.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SÚPER NACHOS MEÐ KALKÚNAHAKKI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Helgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt! Súper nachos með kalkúnahakki, svörtum baunum, ostasósu, salsasósu, avókadó og vorlauk sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Namminamm hvað þessi réttur er góður og fljótlegur. Ég notaði tortilla flögur, ostasósu og salsasósu frá Mission sem er allt alveg dásamlega bragðgott. Ostasósan er ein sú besta á markaðnum að mínu mati. Kalkúnahakkið kemur líka skemmtilega á óvart og passar mjög vel í þennan rétt. 

Fyrir 4
600 g kalkúnahakk (fæst frosið í helstu matvöruverslunum)
2 hvítlauksrif, pressuð eða rifin
1 lítill laukur, smátt skorinn
Ólífuolía til steikingar
Krydd: 1 tsk reykt papriku krydd, 1 tsk laukduft, 1 tsk cumin
1 tsk salt, ½ tsk pipar, ½ tsk chili duft
1 salsasósa frá Mission
½ poki Mission tortilla flögur
2 dl svartar baunir
1 ostasósa frá Mission
3 tómatar
2 avókadó
3 vorlaukar
Ferskur kóríander
Sýrður rjómi 

Aðferð

 1. Byrjið á því að stekja lauk upp úr ólífuolíu. Þegar hann hefur aðeins mýkst þá bætið þið við hvítlauk og kalkúnahakki. 
 2. Kryddið með reyktri papriku, laukdufti, cumin, salti, pipar og chili dufti og steikið þar til kalkúnahakkið er eldað í gegn. Hrærið salsasósunni útí í lokin.
 3. Dreifið tortillaflögunum í eldfast form. Því næst kemur kalkúnahakkið yfir ásamt svörtum baunum. 
 4. Dreifið yfir ostasósu eftir smekk og smátt söxuðum tómötum. 
 5. Bakið inn í ofni við 180°í 12-15 mínútur.
 6. Toppið réttinn með avókadósneiðum, smátt skornum vorlauk og kóríander. Berið fram með sýrðum rjóma og ostasósunni og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GULRÓTARBOLLAKÖKUR MEÐ RJÓMAOSTAKREMI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUppskriftir

Óvá hvað þessar gulrótarbollakökur eru ljúffengar og mér finnst ótrúlegt að þetta sé í fyrsta skipti sem ég prófa að baka slíkar kökur en þessar útbjó ég í samstarfi við Innnes. Kökurnar eru dúnmjúkar að innan og rjómaostakremið er dásamlega gott. Ég toppaði þær síðan með pekanhnetum sem gera kökurnar ennþá betri. Ég bauð í smá kaffi eftir vinnu í gær og bauð nánustu fjölskyldu minni. Allir elskuðu kökurnar og þær kláruðust fljótt. MMM…namm, þetta verður pottþétt aftur á boðstólum á mínu heimili! Þið verðið eiginlega að prófa.

Uppskriftin gerir 12 bollakökur
4 dl rifnar gulrætur
2 egg
1 tsk vanilludropar
1 ½ dl ólífuolía
2 ½ dl hveiti
½ tsk matasódi
½ tsk lyftiduft
¼ tsk salt
1 tsk kanill
¼ tsk engifer, ¼ tsk múskat, ¼ tsk negull
1 dl púðursykur
½ dl sykur
5-7 stk smátt saxaðar pekanhnetur
12 bollakökuform

Rjómaostakrem
110 g smjör við stofuhita
1 pkn Philadelphia rjómaostur
1 tsk vanilludropar
7-8 dl flórykur

Aðferð

 1. Rífið gulræturnar smátt.
 2. Pískið eggin og blandið þeim saman við gulrætur, ólífuolíu og vanilludropa.
 3. Blandið restinni saman við.
 4. Dreifið deiginu jafnt í bollakökuformin og bakið í 18-20 mínútur við 180°C. Mér finnst gott að stinga í þær með tannstöngli til að sjá hvort að þær eru fullbakaðar.
 5. Á meðan kökurnar eru að bakast þá er gott að útbúa kremið.
 6. Kælið kökurnar í 10-15 mínútur. Setjið kremið í sprautupoka og dreifið ofan á kökurnar eftir smekk. 
 7. Dreifið smátt söxuðum pekanhnetum eftir smekk og njótið.

Rjómaostakrem

 1. Hærið rjómaosti, smjöri og vanilludropum saman í hrærivél á hröðustu stillingu þar til að blandan verður „flöffý“. 
 2. Bætið flórsykri útí í nokkrum skömmtum og hrærið rólega saman. Bætið meiri flórsykri saman við ef ykkur finnst það þurfa.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SÍÐASTA VIKA Í SÓTTKVÍ

PERSÓNULEGT

Við fjölskyldan vorum í sóttkví síðustu viku þar sem fjölskyldumeðlimur sem við hittum greindist með covid. Við losnuðum loksins úr sóttkví á laugardaginn og vá hvað það var gott! Unnar minn var heppinn og slapp við sóttkví þar sem hann var ekki með okkur í þessum hittingi og var svo hjá pabba sínum í vikunni.

Þetta var daglega útsýnið mitt í síðustu viku. Við ákváðum að vera jákvæð, gera gott úr þessu og njóta sem mest saman í allri heimaverunni. Þótt það hafi nú stundum verið smá erfitt að reyna að vinna heima með eina þriggja ára. Hún stóð sig samt svo vel og mjög dugleg að dunda sér sjálf.

Heimagallinn alla daga í rólegheitum.

Við nutum þess að borða ljúffengan mat og versluðum í matinn með Krónu appinu sem er algjör snilld. Þar er hægt að fá heimsendingu eða sækja í verslun.

Við bökuðum uppáhalds kartöflupizzuna sem klikkar aldrei. Uppskrift hér. Edda fékk að útbúa sína eigin pizzu. Henni finnst fátt skemmtilegra en að hjálpa mér í eldhúsinu.  Súrdeigsbrauð, hrærð egg, ofnbakaðir tómatar með kryddjurtum og avókadó. Alltof gott saman!

Mín dásamlega og besta vinkona kom með þessi fallegu blóm til okkar. Algjört yndi.

Mikið leikið og dundað sér .Byrjuðum á smá breytingum heima sem ég hlakka til að sýna ykkur meira frá. Ég elska þessar subway flísar og við ætlum að bæta við flísum.

Takk fyrir að lesa & vonandi eigið þið ljúfa viku 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HJÓNABANDSSÆLA MEÐ VÍNBERJASULTU

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hjónabandssæla er bæði einföld og afar ljúffeng kaka sem gott er að eiga til bjóða með kaffinu. Hér kemur mín útgáfa sem ég gerði í samstarfi við ÍSAM. Það tekur enga stund að útbúa hana en hún inniheldur m.a. haframjöl, kókosmjöl og pekanhnetur sem ásamt vínberjasultunni gera hana alveg ómótstæðilega. Mér finnst síðan nauðsynlegt að bera kökuna fram með þeyttum rjóma. Nammi! Mæli með í sunnudagskaffinu.

200 g brætt smjör
150 g púðursykur
150 g fínt spelt (eða hveiti)
150 g haframjöl
1½ dl kókosmjöl
1 dl saxaðar pekanhnetur
1 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar
⅔ krukka vínberjasulta frá St. Dalfour

Aðferð

 1. Hrærið öllum hráefnunum (fyrir utan sultuna) saman í hrærivél (einnig hægt að hræra með sleif).
 2. Dreifið ⅔ af deiginu í eldfast form og þrýstið deiginu í formið.
 3. Smyrjið sultunni ofan á og dreifið restinni af deiginu ofan á.
 4. Bakið í ofni við 180°C í 20-25 mínútur eða þar til kakan er fullbökuð. Berið fram með þeyttum rjóma og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

HELGARKOKTEILLINN: STOKKRÓSAR MARGARITA

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Ótrúlega ljúffengur kokteill sem er sætur, saltur og súr. Dásamleg blanda! Margarita er klassískur og vel þekktur kokteill frá Mexíkó sem samanstendur af tequila, Cointreau, safa úr lime og klökum. Stokkrósar sírópið gerir drykkinn einstaklega bragðgóðan og ljúfan. Svo finnst mér algjört „must“ að setja salt á glasbrúnina. Það setur punktinn yfir-ið. En auðvitað má alveg sleppa því. Þessi drykkur er fullkominn með tacoveislunni eða til að njóta um helgina. Skál!

Fyrir einn
6 cl Tequila blanco
3 cl Cointreau
3 cl safi úr lime
3 cl stokkrósar síróp
Klakar
Gróft salt

Stokkrósar síróp
2 dl Stokkrósar (Hibiscus) te
2 dl vatn
2 dl sykur

Aðferð

 1. Byrjið á því að skreyta brúnina á glasinu. Nuddið lime báti við hana þar til hún verður blaut. Hellið salti og smá stokkrósar te í skál og merjið saman. Teið gefur saltinu svo fallegan lit.
 2. Dreifið saltinu á disk, dýfið glasinu öfugu ofan í og þekjið brúnina.
 3. Hellið tequila, cointreau, safa úr lime, stokkrósarsírópi og klökum í kokteilahristara. Hristið vel í 15-20 sekúndur.
 4. Hellið í gegnum sigti í fallegt glas, bætið nokkrum klökum út í og njótið.

Stokkrósar síróp

 1. Blandið saman vatn, sykur og stokkrósar te i í pott.
 2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
 3. Hellið sírópinu ofan í flösku eða krukku í gegnum sigti og geymið í ísskáp.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars