fbpx

OFNBAKAÐ CROISSANT MEÐ JARÐARBERJUM OG RJÓMAOSTI

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIR
Gómsætur réttur sem er tilvalinn í sunnudagsbrönsinn, saumaklúbbinn, vinahittinga eða jafnvel í babyshower. Ég útbjó réttinn í samstarfi við Innnes. Ofnbakað croissant með jarðarberjum, rjómaosti og toppað með hlynsírópi. Ljúfur réttur sem er sniðugt að skella í daginn áður form og baka morguninn eftir. Passar vel með ísköldu Prosecco eða jafnvel mímósu.
8 croissant
4 egg
2 dl nýmjólk
1 tsk vanilludropar
2 msk hlynsíróp
1/2 tsk kanill
1/4 tsk salt
150 g Philadelphia rjómaostur
400 g Driscolls jarðarber, skorin í bita
35 g smjörToppa með flórsykri og hlynsírópi

Aðferð
1. Hrærið saman eggjum, mjólk, vanilludropum, sírópi, kanil og salti.
2. Skerið hvert croissant í þrjár til fjórar sneiðar.
3. Þekjið allar croissant sneiðarnar með eggjablöndunni.
4. Smyrjið eldfast form með smjöri og leggið 2/3 af croissant sneiðunum í formið.
5. Dreifið rjómaostinum jafnt yfir með matskeið.
6. Dreifð jarðarberjunum yfr og svo restina af croissant sneiðunum.
7. Hellið restinni af eggjablöndunni yfir allt saman og kælið í klukkustund eða yfir nótt.
8. Skerið smjörið í bita, dreifið yfir réttinn og bakið í 30-40 mínútur við 180°C. Eða þar til rétturinn er orðinn gylltur og stökkur. Ef ykkur finnst rétturinn vera að dökkna hratt þá er gott að setja álpappír yfir.
9. Sigtið flórsykur yfir og berið fram með hlynsírópi.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BÓNDADAGSKOKTEILL: SÚKKULAÐI ESPRESSO MARTINI

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Gleðilegan bóndadag allir! Það er heldur betur tilefni til að bjóða upp á einn ljúffengan kokteil. Hér kemur uppskrift af gómsætum espresso martini með súkkulaði líkjöri sem gerir drykkinn svo ótrúlega bragðgóðan!

Einn kokteill
30 cl Tobaco gold súkkulaði líkjör
30 cl vodka
30 cl espresso kaffi
15 cl sykursíróp
Klakar

Aðferð:

 1. Hristið saman Tobaco gold, vodka, espresso kaffi, sykursírópi og klaka í kokteilahristara í 15 – 20 sekúndur.
 2. Hellið í fallegt glas í gegnum sigti og njótið!

Sykursíróp

 1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.
 2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
 3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

SKÁL & GÓÐA HELGI! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BYGG SALAT MEÐ EDAMAME BAUNUM

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Dásamlega gott, einfalt og hollt salat sem er gott í hádegismat eða kvöldmat. Salatið inniheldur bygg, salat, edamame baunir, ljúffenga dressingu, avókadó, pistasíur og fleira góðgæti. Það er frábært að taka það með í vinnuna og borða í hádeginu.

Fyrir einn
2 dl eldað bygg
2 dl smátt skorið salat
1 dl frosnar edamame baunir
Krydd: Cayenne pipar, hvítlauksduft, salt og pipar
1-2 msk smátt skorinn vorlaukur
1 dl gúrka, smátt skorin
1/2 dl tómatar, smátt skornir
1/2 avókadó, smátt skorið
1 dl parmesan ostur
Toppa með: Pistasíum og spírum

Dressing:
1 msk safi úr sítrónu
1 msk appelsínusafi (má sleppa og setja 1 msk safa úr sítrónu í staðinn)
2 msk ólífuolía
Krydd: 1/4 tsk salt, 1/4 tsk pipar, 1/4 tsk hvítlauksduft, 1/4 laukduft

Aðferð:

 1. Sjóðið bygg eftir leiðbeiningum á pakkningu (mæli með að gera mikið í einu og nota í fleiri rétti).
 2. Steikið edamame baunirnar upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
 3. Smátt skerið salat, tómata, gúrku, vorlauk og avókadó.
 4. Blandið öllu saman í dressinguna.
 5. Blandið öllum hráefnunum saman og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

EINFALT EGGJASALAT

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRUPPSKRIFTIR

Ljúffengt og létt eggjasalat sem passar vel á hrökkbrauð með avókadó. Egg, rifinn cheddar ostur, sýrður rjómi og krydd er gómsæt blanda sem klikkar ekki. Frábært sem millimál eða í hádegismat með grófu brauði. 

4 soðin egg
1 dl cheddar ostur
½ – 1 dl sýrður rjómi
Krydd: Cayenne pipar, salt og pipar

Aðferð

 1. Takið skurnina af eggjunum og skerið þau í litla bita með eggjaskera á meðan þau eru ennþá heit.
 2. Hrærið cheddar ostinum saman við eggin og svo sýrðum rjóma.
 3. Kryddið eftir smekk og berið fram með avókadó og hrökkrbauði.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

 

ÁRAMÓT: HUGMYNDIR AÐ MAT & DRYKKJUM

UPPSKRIFTIRVEISLUR

Það eru eflaust margir að pæla í hvað skal bjóða uppá á áramótunum. Hér koma nokkrar hugmyndir að girnilegum réttum og drykkjum sem passa vel annað kvöld 

RISARÆKJUKOKTEILL MEÐ AVÓKADÓ
Ljúffengur réttur sem hentar sérlega vel sem forréttur um áramótin. Þetta hefur verið fastur réttur á mínum matseðli um áramót og er alltaf jafn gott!

LJÚFFENG HUMARSÚPA
Klassísk og góð humarsúpa er alltaf frábær forréttur yfir hátíðirnar.

ÁRAMÓTA OSTAKÚLA
Gómsæt ostakúla úr Philadelphia rjómaosti með sweet chili, rauðlauk, sólþurrkuðum tómötum, pimiento papriku og ristuðum pekanhnetum. Geggjuð á ostabakkann um áramótin.

DÁSAMLEGUR BRUSCHETTA BAKKI
Bruschettur með þeyttum fetaosti, jarðaberjum og fíkjum og bruschettur með ferskum mozzarella, tómötum, basiliku og hráskinku. Fullkomin blanda og gaman að raða þessu fallega upp á bakka. Passar sérlega vel með ísköldu freyðivíni.

LJÚFFENGT CHEDDAR OSTASALAT
Cheddar ostasalatið klikkar ekki og er frábært á ostabakkann með kexi.

TÍGRISRÆKJUR Í KRÖNSI MEÐ AVÓKADÓ DILL SÓSU
Ljúffengar tígrisrækjur í snakk krönsi sem eru bornar fram með avókadó sósu með dilli og sýrðum rjóma. Tilvalið sem aðeins öðruvísi forréttur eða léttur réttur yfir hátíðarnar. 

HEIT OSTAÍDÝFA MEÐ JALAPENO
Bragðgóð heit ostaídýfa sem inniheldur Philadelphia rjómaost með graslauk, sýrðan rjóma, parmigiano reggiano, jalapeno og cheddar ost! Svakalega góð og passar sérlega vel með köldum drykk og tortillaflögum.

LJÚFFENGAR ANDABRINGUR OG MEÐLÆTI
Franskar andabringur með steiktum kartöflum, kantarella sveppasósu og rósakáli með rjóma og parmesan. Dásamlegur hátíðarmatur sem ég mæli mikið með.

OREO MARENGSBOMBA
Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum.

GÓMSÆT DUMLEMÚS
Þennan eftirrétt hef ég margoft útbúið.en hann er ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur sem hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.Tilvalinn eftirréttur yfir hátíðarnar.

LITLAR TOBLERONE PAVLOVUR
Hvað er hátíðlegra en Toblerone súkkulað? Þessar gómsætu pavlovur innihalda fullt af Toblerone og fleira ljúffengu.

LITLAR DÖÐLUKÖKUR MEÐ KARAMELLUSÓSU
Þessar dásamlegu döðlukökur eru einn af mínum uppáhalds eftirréttum og passa vel um áramótin.

HEITUR HUNANGS- & HAFRA KOKTEILL
Bragðgóður og jólalegur kokteill sem iljar manni í þessum kulda. Kokteillinn inniheldhur heit haframjólk með hunangi og kryddblöndu, viskí og Cointreau.

JÓLA MÍMÓSA
Jólaleg mímósa sem gaman er að skála með um áramótin.  Hún inniheldur ljúffengt rose kampavín og trönuberjasafa.

TRÖNUBERJA GIN
Bragðgóður kokteill sem kemur manni í hátíðarskap. Kokteillinn inniheldur gin, trönuberjasafa, sykursíróp, angostura bitter, rósmarín og appelsínu.

HÁTÍÐAR IRISH COFFEE
Irish coffee í hátíðarbúningi en ég nota Fireball whiskey líkjör með heitu kanilbragði sem gerir drykkinn svo einstaklega ljúfan.

BLEIKUR PARTÝ DRYKKUR
Lúffengan freyðivíns- og gin jarðaberjadrykk með candy floss sem er sérlega góður partýdrykkur.

ESPRESSO MARGARITA
Tequila, Cointreau, kaffisíróp og lime er dásamleg og frískandi blanda sem kemur á óvart.

FRENCH 75
Afar bragðgóður freyðivínskokteill sem mér finnst passa vel á áramótunum til að skála með.

Hér getur þú skoðað fleiri girnilega kokteila sem passa vel um áramótin: trendnet.is/cat/hildurrut/uppskriftir-hildurrut/drykkir/

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ ÁRAMÓTANA Í BOTN! 

// HILDUR RUT

HELGARKOKTEILLINN: HEITUR HUNANGS- & HAFRA KOKTEILL

DRYKKIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hvað er betra en ljúffengur og heitur kokteill sem iljar manni í þessum kulda? Heit haframjólk með hunangi og kryddblöndu, viskí og Cointreau gerir þennan kokteil svo bragðgóðan og jólalegan. Smá appelsínukeimur, kryddaður og sætur kokteill. Mæli með að nota ikaffe haframjólkina frá Oatly í drykkinn. Hún freyðir svo vel og er bragðgóð. Ég nota mjólkurflóara til að flóa mjólkina en það er ekkert mál að flóa mjólkina í potti. Ekta drykkur til að útbúa þegar þið fáið gesti í heimsókn yfir hátíðarnar eða bara þegar þið pakkið inn jólagjöfum.

1 drykkur
40 cl Jeam Beam Bourbon viskí
10 cl Cointreau
1 1/2 dl Oatly iKaffe Haframjólk Barista Edition
1/4 tsk kryddblanda (1/2 tsk kanill, 1/4 tsk engifer, 1/4 tsk múskat og 1/4 tsk malaður negull)
1 msk hunang
Kanilstöng

Aðferð

 1. Flóið haframjólkina ásamt kryddblöndu og hunangi. Ég nota mjólkurflóara en það er í góðu lagi að nota pott til að flóa mjólkina.
 2. Hellið viskí og Cointreau í fallegt glas. Hellið svo flóaðri mjólkinni út í og hrærið varlega. 
 3. Setjið kanilstöng útí og njótið!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BLÚNDUR MEÐ SÚKKULAÐIKREMI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Mig hefur alltaf langað til að baka blúndur og ég lét loksins verða að því í samstarfi við Innnes. Þessar eru með smá tvisti og ó vá hvað þær eru ljúffengar! Samlokur úr þunnum og stökkum haframjölssmákökum með súkkulaði smjörkremi á milli. Ég notaði Nusica súkkulaðismjör í kremið og það gefur svo gott bragð. Innblásturinn að uppskriftinni eru margar uppskriftir sem ég skoðaði bæði í uppskriftabókum og á netinu og þetta var útkoman. Dásamlega gott!

150 g smjör
6 dl haframjöl
2 egg
2,5 dl sykur
2,5 msk hveiti
1 tsk vanilludropar
1 tsk lyftiduft

Krem
170 g smjör
250 g flórsykur
1 lítið egg
200 g Nucia súkkulaðismjör

100 g dökkt súkkulaði

Aðferð

 1. Bræðið smjör og blandið saman við haframjölið.
 2. Þeytið í hrærivél egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.
 3. Blandið smjörinu og haframjölinu saman við ásamt hveiti, vanilludropum og lyftidufti.
 4. Útbúið kúlur með ½-1 tsk af deiginu og dreifið á plötu þakta bökunarpappír. Passið að hafa gott bol á milli þar sem deigið dreifir úr sér.
 5. Bakið í 6-8 mínútur við 180°C eða þar til kökurnar eru orðnar gylltar og stökkar.
 6. Blandið öllum hráefnunum fyrir kremið saman í hrærivél og hrærið vel saman.
 7. Dreifið kreminu með sprautupoka á helminginn af kökunum og lokið kökunum með hinum helmingnum.
 8. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dreifið yfir kökurnar eftir smekk. Mæli með að geyma kökurnar í frysti og njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TOBLERONE SMÁKÖKUR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURUPPSKRIFTIR

Stökkar og bragðgóðar smákökur sem tekur enga stund að útbúa. Mér finnst Toblerone svo jólalegt súkkulaði og það gerir þessar smákökur extra góðar! Ég blanda smátt söxuðu Toblerone saman við deigið ásamt því að setja stóra bita af því í deigið. Namminamm! Þessi uppskrift klikkar ekki en ég útbjó hana í samstarfi við Innnes.

200 g mjúkt smjör
2 dl púðursykur
1 dl sykur
1 egg
1 msk vanilludropar
200 g hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
3 stk Toblerone

Aðferð

 1. Þeytið smjör og sykur þar til blandan verður ljós og kremuð.
 2. Blandið eggi og vanilludropum saman við.
 3. Blandið þurrefnunum saman í aðra skál og hrærið varlega saman við smjörblönduna.
 4. Smátt skerið eitt Tooblerone og blandið varlega saman við deigið.
 5. Útbúið 1 tsk kúlur úr deiginu og dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír. Passið að hafa gott bil á milli.
 6. Skerið restina af Toblerone í stóra bita setjið þá ofan í hverja kúlu.
 7. Bakið í um 5-7 mínútur við 180°C á blæstri og njótið!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

RAUÐSPRETTA Í DÁSAMLEGRI SÓSU

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Það er fátt betra en ljúffengur fiskréttur og hvað þá þegar hann inniheldur rauðsprettu. Mér finnst rauðspretta svo bragðgóð og er hún í miklu uppáhaldi. Hér kemur réttur sem ég gerði í samstarfi við Innnes en mér finnst hann passa bæði á virkum degi og um helgi. Þessi réttur er svo dásamlega góður og fljótlegur. Rauðspretta í hvítlauksrjómasósu með hvítvíni, sítrónu, kapers og ólífum. Ég nota Organic Liquid fljótandi hvítlauk sem er algjör snilld í matargerð. Það inniheldur lífrænt ræktaðan hvítlauk og hefur langan líftíma eftir opnun sem minnkar matarsóun. Gott að bera réttinn fram með smátt skornum kartöflum með parmigiano reggiano, ferskum aspas og góðu hvítvíni. Mæli mikið með þessum rétti

Fyrir 2
600 g rauðspretta (500 g roðflett. Ég læt roðfletta hana í fiskibúðinni)
1 lítið egg
1 dl hveiti
Krydd: Salt, pipar & laukduft eftir smekk
50-70 g smjör
½ dl hvítvín, ég nota Adobe Reserva Chardonney
1 msk safi úr sítrónu
2 msk Organic Liquid hvítlaukur (Fæst í Fjarðarkaupum)
1-2 dl rjómi
1 msk kapers
10-15 ólífur eftir smekk (má sleppa)
Fersk steinselja

Kartöflur
250 g kartöflur
1 msk ólífuolía
½-1 msk Organic Liquid hvítlaukur (Fæst í Fjarðarkaupum)
Salt & pipar
½ dl Parmigiano reggiano

Aðferð

 1. Byrjið á því að skera kartöflur smátt og blanda saman við ólífuolíu, hvítlaukinn, salt og pipar. Setjið í eldfast form og bakið í ofni við 190°C í 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru bakaðar í gegn. Á meðan kartöflurnar bakast þá er gott að græja fiskinn.
 2. Skerið rauðsprettuna í bita. Kryddið bitana og veltið þeim upp úr hveiti. Pískið egg í skál og veltið rauðsprettubitunum upp úr eggi og að lokum aftur upp úr hveiti.
 3. Bræðið smjör á pönnu á háum hita og steikið fiskinn upp úr smjörinu í 3-4 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er kominn með gyllta og stökka húð.
 4. Bætið ólífum, kapers, hvítvíni, safa úr sítrónu og fljótandi hvítlauknum út í. Leyfið að malla í 1 mínútur og bætið rjómanum út í. Leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur.
 5. Blandið parmesan osti saman við kartöflurnar, dreifið steinselju yfir rauðsprettuna og njótið.

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

LJÚFFENGT PENNE PASTA MEÐ SALAMI, TÓMÖTUM & BURRATA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hvað er betra en djúsí og ljúffengt pasta á svona dögum? Penne pasta með rjómaosti, hvítlauk, chili, ítölsku salami, ferskum tómötum, ferskri basilíku og burrata osti sem ég útbjó í samstarfið við Innnes. Tekur enga stund að skella í þennan rétt. Sjóða pasta og græja sósuna á meðan. Blandar öllu saman og voila! Mæli með að bera fram með léttu og ljúffengu rauðvíni og nýbökuðu hvítlauksbrauði.

Fyrir 3-4
300 g De Cecco penne pasta
2 msk ólífuolía
3 hvítlauksrif, kramin eða rifin
1 chili
Salt og pipar
300 g kokteiltómatar eða aðrir litlir tómatar
150 g ítalskt salami
2 msk fersk basilíka
3 msk philadelphia rjómaostur
½ dl parmigiano reggiano
½ – 1 dl pastavatn

Toppa með:
1 burrata ostur
Fersk basilíka
Parmigiano Reggiano

Aðferð

 1. Byrjið á því að skera tómatana í tvennt. Smátt skerið chili og salami og pressið hvítlaukinn.
 2. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu og á meðan útbúið þið sósuna.
 3. Steikið chili og hvítlauk upp úr ólífuolía á vægum hita.
 4. Bætið salami saman við.
 5. Hellið tómötunum útí og látið þá malla aðeins þar til þeir verða mjúkir.
 6. Bætið basilíkunni og rjómaosti útí og hrærið saman. 
 7. Hellið pastavatni útí til að þynna sósuna og saltið og piprið eftir smekk. 
 8. Að lokum toppið með burrata osti, ferskri basilíku, meiri parmigiano eftir smekk og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars