fbpx

BANANA MUFFINS

EFTIRRÉTTIR & KÖKURMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Á svona rigningar frídögum er ljúft að baka og þessar banana muffins klikka ekki. Svo gómsætar muffins með bönunum, kanil, haframjöli, súkkulaði og fleira góðu. Tekur enga stund að skella í þessar og börnunum finnst þetta mjög gott.

Uppskrift gerir 12 muffins
100 g smjör, brætt
1/2 dl hunang
2 tsk vanilludropar
2 egg
3 þroskaðir bananar, stappaðir
1/2 dl mjólk
1 dl haframjöl
3 dl fínt spelt
1/2 tsk kanill
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
150 g suðusúkkulaði

Crumble
3 msk kalt smjör
2 dl haframjöl
2 msk fínt spelt

Aðferð

 1. Skerið súkkulaðið í litla bita og stappið banana.
 2. Blandið saman bræddu smjöri, hunangi og vanilludropum.
 3. Bætið svo saman við eggjum, bönunum og mjólk.
 4. Því næst hrærið haframjöli, spelti, kanil, lyftidufti og matarsóda saman við.
 5. Bætið súkkulaðinu varlega saman við allt.
 6. Dreifið deiginu í 12 muffinsform.
 7. Notið hendurnar í það að blanda saman í crumble, kalt smjör, haframjöl og spelt.
 8. Dreifið crumble blöndunni jafnt yfir muffins deigið og bakið í ofni í 20 mínútur við 180°C á blæstri. Mér finnst gott að stinga í þær með tannstöngli til að sjá hvort að þær eru fullbakaðar og svo bara að njóta! 

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

PASTA MEÐ MOZZARELLA, TÓMÖTUM & KJÚKLINGI

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Þessi ljúffengi réttur varð til úr afgöngum og hráefnum sem var til í ísskápnum. Allt mjög óplanað en alveg ótrúlega ljúffengur og þess vegna verð ég að deila með ykkur uppskriftinni. Pasta með ferskum tómötum, kryddjurtum, hvítlauk, sýrðum rjóma, parmesan, aspas, mozzarella og grilluðum kjúklingi. Einfaldur réttur sem klikkar ekki.

Fyrir 4
300 g fusilli pasta (eða magn eftir smekk)
3-4 dl litlir tómatar, smátt skornir
Ólífuolía
3 hvítlauksrif
1 dl sýrður rjómi
1 dl parmesan ostur
Fersk basilíka og steinselja
Salt og pipar
1-2 dl ferskur aspas, skorinn í bita
3-4 kjúklingabringur, grillaðar
1-2 ferskur mozzarella
Ferskt pestó (má sleppa)

Aðferð

 1. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu.
 2. Snyrtið aspasinn, skerið hann smátt og steikið upp úr ólífuolíu í 8-10 mínútur á meðalhita. Passið að ofelda hann ekki.
 3. Saltið og piprið eftir smekk og takið hann til hliðar.
 4. Skerið tómatana smátt (ég sker hvern tómat í fjóra bita) og steikið upp úr ólífuolíu á vægum hita.
 5. Þegar tómatarnir eru orðnir mjúkir þá bætið þið saman við pressuðum hvítlauksrifjum og ferskum kryddjurtum.
 6. Bætið út í sýrðan rjóma, parmesan osti, aspasinn, kryddi og smá pastavatni eftir smekk.
 7. Skerið kjúklinginn og mozzarella í sneiðar.
 8. Toppið réttinn með kjúklingnum, mozzarella, pestó og ferskri basilíku.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: ​​PORNSTAR MARTINI

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Kokteill helgarinnar er hinn dásamlega ljúffengi Pornstar Martini. Hafið þið prófað hann? Mjög bragðgóður kokteill sem er bæði sætur og súr með vanillu- og ástaraldini. Hann inniheldur vodka, passoa, ástaraldin, vanillu sykursíróp, sítrónusafa og egg. Vinkona mín var búin að mæla með þessum drykk svo ég varð bara að prófa að útbúa hann og hann tikkar í öll boxin. Mæli með að þið brettið upp ermarnar og prófið þennan um helgina ♥ 

Fyrir 1
15 ml Passoa
40 ml vodka
25 cl safi úr sítrónu
25 cl Vanillu sykursíróp
½ ástaraldinn
1 egg eða 25 ml kjúklingabaunasafi
(Sumir setja prosecco skot útí drykkinn en það þarf alls ekki)

Aðferð

 1. Hellið Passoa, vodka, safa úr sítrónu, sykursírópi með vanillu, innihaldi úr ástaraldininu og eggjahvítu (eða kjúklingabaunasafa) í kokteilhristara. Hristið vel í 15 sekúndur.
 2. Bætið klökum saman við (mér finnst best að hafa þá stóra) og hristið í 30 sekúndur.
 3. Hellið í glas í gegnum sigti og njótið

Tips: Ef að þið viljið ekki fá fræin úr ástaraldininu með þá er gott að sigta þau frá áður en það fer í hristarann.

Sykursíróp með vanillu
200 g sykur
2 dl vatn
1 vanillustöng

Aðferð

 1. Setjið vatn, sykur og vanillustöng í pott.
 2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
 3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

SKÁL! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

PASTASALAT MEÐ FERSKUM MAÍS, TÓMÖTUM OG KJÚKLING

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Einfalt og gómsætt kalt pastasalat með ferskum maís, fusilli pasta, tómötum, kjúklingi og fetaosti sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Núna er sá tími ársins þegar ferskur maís kemur í verslanir og ég elska það! Þess vegna langaði mig að útbúa pastarétt sem inniheldur maís en hann er svo góður með pastanu, fetaostinum, tómötunum og sósunni og gerir alveg extra gott bragð. Rétturinn er einnig ljúfur í veislum en þá er sniðugt að sleppa avókadó eða bæta því við rétt áður en rétturinn er borinn fram. Mæli með að bera þetta fram með ísköldu rósavíni.

Fyrir 4
400 g fusilli frá De Cecco
2 ferskir maískólfar
Krydd: Salt, pipar og cayenne pipar
1-2 msk smjör til steikingar
4 dl litlir tómatar (ég notaði medley tómata)
4 dl rifinn kjúklingur
2 dl fetakubbur (hreinn fetaostur)
2 avókadó (má sleppa, bara gott ef borðað er strax)
Salat eftir smekk
Toppa með fetaosti og ferskum kóríander eða steinselju

Sósa
2 dl Heinz majónes
Safi úr 1 lime
1-2 msk Sriracha eða sambal oelek
Salt & pipar eftir smekk

Aðferð

 1. Byrjið á því að sjóða fusillini eftir leiðbeiningum, sigtið og kælið.
 2. Skerið maískornin af maískólfunum.
 3. Steikið maísinn uppúr smjöri þar til hann brúnast aðeins og kryddið með salti, pipar og cayenne pipar.
 4. Smátt skerið tómata og avókadó.
 5. Stappið fetakubbinn gróflega.
 6. Hrærið saman í sósuna.
 7. Blandið saman fusillini, salati, maís, tómötum, kjúklingi, fetaosti, avókadó og sósu í stóra skál.
 8. Toppið með fetaosti og ferskum kóríander eða steinselju og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

EXTRA STÖKKT TACO MEÐ KJÚKLINGABAUNUM

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Aðeins of ljúffengt og stökkt tacos sem ég útbjó í samstarfi við Heilsu. Tacos með stökkum kjúklingabaunum, heimagerðu tómatsalsa, cheddar osti, salati, guacamole og fetaosti. Algjört nammi!   Það er eitthvað svo extra gott að setja harðar tacoskeljar inn í mjúklar tortillur með sýrðum rjóma og ost á milli. Mæli með að útbúa ofnbakað heimagert tómatsalsa sem tekur enga stund að útbúa og alveg þess virði. Ég notaði Biona kjúklingabaunir sem eru lífrænt ræktaðar og mjög góðar. Þið verðið bara að prófa! 

Fyrir fjóra
1 Biona organic chickpeas
Krydd: ¼ tsk reykt paprika, ¼ tsk chili, ¼ tsk pipar, ¼ tsk hvítlauksduft
¼ tsk laukduft ½ tsk cumin ½ tsk engifer krydd ½ tsk salt (eða annað krydd sem þið viljið)
1-2 msk ólfíuolía

Litlar mjúkar tortillur
Litlar harðar taco skeljar
Sýrður rjómi
Rifinn cheddar ostur

Tómatsalsa
4 tómatar
1/2 rauðlaukur
1 msk ólífuolía
Salt & pipar eftir smekk
1/2 tsk hvítlauksduft

Ferskt guacamole
Salat, ég notaði romain
Fetaostur (má sleppa)
Kóríander (má sleppa)

Aðferð

 1. Blandið saman kjúklingabaunum, kryddi og ólífuolíu. Dreifið á bökunarplötu þaktri bökunarpappír og bakið í 12-15 mínútur við 180°C.
 2. Smátt skerið tómata og rauðlauk. Blandið saman við ólífuolíu, salt, pipar og hvítlauksduft. Dreifið í lítið eldfast form og bakið í 20 mínútur. Takið úr ofninum hrærið vel saman.
 3. Smyrjið mjúku tortillurnar með sýrðum rjóma og dreyfið rifnum cheddar osti eftir smekk. Leggjið hörðu taco skeljarnar í miðjuna á tortillunni og bakið í 7-8 mínútur við 180°C eða þar til osturinn er bráðnaður.
 4. Þrýstið tortillunum utan um taco skeljarnar á meðan osturinn er ennþá heitur.
 5. Skerið romain salatið í strimla.
 6. Dreifið guacamole, salati, tómatsalsa, kjúklingabaununum, fetaosti og kóríander í taco skeljarnar eftir smekk. Njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

UPPÁHALDS OVERNIGHT GRAUTAR

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Það er svo þægilegt að næla sér í tilbúinn graut úr ísskápnum á morgnana. Hér eru tvær dásamlegar og næringarríkar uppskriftir af grautum sem ég gerði í samstarfi við Heilsu.  Það er svo sannarlega gott að byrja daginn á þessum grautum sem gefa manni orku út í daginn. Hafragrautur með grískri jógúrt og bönunum og chia grautur með kókosmjólk og hindberjum. Lykilatriðið er að toppa grautana með nóg af hnetusmjöri frá Whole Earth. Þetta hnetusmjör er í miklu uppáhaldi og það er bæði bragðgott og auðvelt í notkun, bara hrista og kreista yfir grautana. Það er gert úr 100% ristuðum hnetum og inniheldur engan viðbættan sykur.

Hafragrautur með grísku jógúrti og bönunum 1 dl haframjöl
1 dl vatn
1/2 dl grísk jógúrt
1/2 msk chia grautur
2 tsk sykurlaust síróp eða hunang
1/3 smátt skorinn banani
Ristaðar möndluflögur og pekanhnetur
Whole Earth hnetusmjör

Aðferð

 1. Blandið saman haframjöli, vatni, grískri jógúrt og sírópi í krukku eða öðru íláti.
 2. Geymið yfir nótt.
 3. Toppið með ristuðum möndluflögum og pekanhnetum, smátt skornum banana og nóg af hnetusmjöri.

Chia grautur með kókosmjólk og hindberjum

3 msk chia fræ
2 dl sykurlaus kókosmjólk
1-2 tsk sykurlaust síróp eða hunang
1/2 dl frosin hindber
Ristaðar kókosflögur
Whole Earth hnetusmjör

Aðferð

 1. Blandið saman chia fræjum, kókosmjólk og sírópi í krukku eða öðru íláti.
 2. Geymið yfir nótt í ísskáp.
 3. Toppið með ristuðum kókosflögum, frosnum hindberjum og nóg af hnetusmjöri.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: JARÐARBERJABOLLA FYRIR BOLLUDAGINN

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Nú styttist í bolludaginn og þá er tilvalið að skála um helgina með vinum í ljúffengri jarðarberjabollu. Þessi drykkur er afar bragðgóður og ferskur með fullt af ferskum berjum. Ég bar drykkinn fram í fallegri könnu en einnig er sniðugt að setja hann í stóra skál með ausu. Frábært partý drykkur sem ég mæli mikið með.

1 dl Cointreau
1,8 dl vodka
2 dl sykursíróp
1 dl safi úr sítrónu
5 dl Pizzolato Pinot Grigio, freyðivín
2 dl sódavatn
200 g jarðarber
50 g hindber
50 g brómber
Klakar

Jarðarberja sykursíróp
4 dl smátt skorin jarðarber
2 dl sykur
2 dl vatn

Aðferð

 1. Byrjið á því að útbúa sykursírópið. Gott að gera það með daginn áður. Blandið saman jarðarberjum, sykri og vatni í pott. Hitið þar til suðan kemur upp og lækkið svo í hitanum. Látið malla í um 20 mínútur.
 2. Sigtið jarðaberin frá sírópinu og hellið í flösku eða krukku. Geymið í ísskáp.
 3. Hellið Cointreau, vodka, sykursírópi og sítrónusafa í stóra könnu. Hrærið aðeins í blöndunni.
 4. Bætið jarðarberjum, hindberjum og brómberjum saman við. Gott að leyfa blöndunni að standa í klst eða lengur.
 5. Hellið klökum, freyðivíni og sódavatni saman við. Hærið varlega í blöndunni og njótið.

SKÁL & NJÓTIÐ HELGARINNAR! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

KJÚKLINGUR MEÐ PARMASKINKU & MOZZARELLA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ég sá þessa girnilegu uppskrift frá Donna Hay og ég varð bara að prófa að útbúa mína útgáfu í samstarfi við Innnes. Vá vá vá hvað þetta er gómsætur réttur. Kjúklingabringur með ferskum mozzarella og basilíku, vafðar inní parmaskinku og þaktar með panko- og parmesan hjúpi. Það getur bara ekki klikkað. Fullkominn matur til að gera vel við sig. Gott að bera fram með kartöflum, salati og ísköldu rósavíni. Nammi!

Fyrir fjóra
4 kjúklingabringur frá Rose Poultry
16 basilíku laufblöð
8 sneiðar ferskur mozzarella
Pipar
8 sneiðar parmaskinka
3 dl panko raspur
1,5 dl parmigiano reggiano
1/2 dl steinselja, smátt skorin
Ólífuolía

Aðferð

 1. Skerið kjúklingabringurnar til helminga.
 2. Dreifið kjúklingnum á bökunarplötu þakta bökunarpappír.
 3. Setjið tvö basilíkulaufblöð á hverja sneið og eina sneið af mozzarella. Kryddið með pipar eftir smekk.
 4. Vefjið parmaskinkunni utan um kjúklinginn.
 5. Blandið saman panko raspi, parmesan og smátt saxaðri steinselju í skál.
 6. Dreifið raspinum ofan á kjúklinginn og þrýstið aðeins ofan á.
 7. Dreifið vel af ólífuolíu yfir kjúklinginn og bakið í 20-30 mínútur við 180°C eða þar kjúklingurinn er bakaður í gegn.
 8. Berið fram með kartöflubátum og njótið í botn.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

AFMÆLISHELGIN MÍN

PERSÓNULEGT

Ég átti svo ljúfa afmælishelgi að ég verð að deila henni með ykkur í myndum 

Ég varð 35 ára 2. febrúar og byrjaði daginn með dásamlegum morgni með fjölskyldu minni. Mætti í vinnuna og fékk afmælisköku og söng frá bestu vinnuskvísunum mínum.

Ég bauð nánustu fjölskyldu minni í svo gómsætan kvöldmat frá Duck and Rose og freyðivín. Dásamlegur og fallegur matur. Mæli með að skoða veislumatinn frá þeim hér: duckandrose.is/veislusedlar
Ath. ég fékk samstarf í formi afsláttar af matnum.

Taco með rifinni önd , mangó og avokadó salsa, sýrðum lauk, kóriander og trufflumayo
Nautaspjót með sætri trufflusósu
Kjúklingaspjót með rósmarín mayo
Djúpsteiktar rækjur og sæt chili sósa
Mini hamborgari með japönsku mayo
Arancini með arabbiatasósu, klettasalati og feykir ost
Bruschettur með burrata, bökuðum kirsuberjatómat, fíkju og basil
& sætir bitar í eftirrétt

Nammi!!

Skáluðum í ljúffengu bleiku freyðivíni.

Ég fékk svo fallegar afmælisgjafir.

Byrjaði helgina á spelt pönnukökum með grískri jógúrt, berjum, hunangi og hnetusmjör. Uppskrift hér: trendnet.is/hildur-rut/ponnukokur-toppadar-med-griskri-jogurt/

Stungum af til Hveragerðis og gistum á Gróðurhúsinu. Ótrúlega skemmtilegt og flott hótel. Mæli hiklaust með.

Tókum göngutúr í sundlaugina í Laugarskarði og borðuðum á Matkránni. Mjög ljúffengt smörrebröd.

Takk fyrir að lesa elsku þið! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

OFNBAKAÐ CROISSANT MEÐ JARÐARBERJUM OG RJÓMAOSTI

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIR
Gómsætur réttur sem er tilvalinn í sunnudagsbrönsinn, saumaklúbbinn, vinahittinga eða jafnvel í babyshower. Ég útbjó réttinn í samstarfi við Innnes. Ofnbakað croissant með jarðarberjum, rjómaosti og toppað með hlynsírópi. Ljúfur réttur sem er sniðugt að skella í daginn áður form og baka morguninn eftir. Passar vel með ísköldu Prosecco eða jafnvel mímósu.
8 croissant
4 egg
2 dl nýmjólk
1 tsk vanilludropar
2 msk hlynsíróp
1/2 tsk kanill
1/4 tsk salt
150 g Philadelphia rjómaostur
400 g Driscolls jarðarber, skorin í bita
35 g smjörToppa með flórsykri og hlynsírópi

Aðferð
1. Hrærið saman eggjum, mjólk, vanilludropum, sírópi, kanil og salti.
2. Skerið hvert croissant í þrjár til fjórar sneiðar.
3. Þekjið allar croissant sneiðarnar með eggjablöndunni.
4. Smyrjið eldfast form með smjöri og leggið 2/3 af croissant sneiðunum í formið.
5. Dreifið rjómaostinum jafnt yfir með matskeið.
6. Dreifð jarðarberjunum yfr og svo restina af croissant sneiðunum.
7. Hellið restinni af eggjablöndunni yfir allt saman og kælið í klukkustund eða yfir nótt.
8. Skerið smjörið í bita, dreifið yfir réttinn og bakið í 30-40 mínútur við 180°C. Eða þar til rétturinn er orðinn gylltur og stökkur. Ef ykkur finnst rétturinn vera að dökkna hratt þá er gott að setja álpappír yfir.
9. Sigtið flórsykur yfir og berið fram með hlynsírópi.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars