fbpx

KLASSÍSKT SESARSALAT

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ég elska gott salat og mér finnst sesarsalat alveg sérstaklega gómsætt. Hér er uppskrift að afar góðu sesarsalati sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Uppskriftin er einföld og inniheldur romain salat, kjúkling í hvítlauks BBQ Caj olíu, heimagerða súrdeigsbrauðteninga, sesarsósu og parmesan ost. Það er einnig gott að bæta við tómötum, ólífum og jafnvel avókadó. Ég fékk svo góð salöt þegar ég fór til New York í maí að ég hugsaði mér að útbúa slíkt þegar ég kæmi heim. Öll hráefnin vinna svo vel saman, krönsí, bragðgott og löðrandi í parmesan osti. Mér finnst toppurinn að bera salatið fram með góðu rósavíni og ekki skemmir að það sé lífrænt ræktað. 

Fyrir fjóra
4 kjúklingabringur frá Rose Poultry
½ dl Caj P grillolía með hvítlauk
Salt & pipar eftir smekk

Romain salat eftir smekk (má nota annað salat)
1 dl rifinn parmesan ostur (meira til að bera fram með)

Heimatilbúnir brauðteningar
4-5 súrdeigsbrauðsneiðar
Krydd: ½ tsk oregano, ½ tsk hvítlauksduft, ¼ tsk salt, ¼ tsk pipar, ¼ tsk laukduft
1 tsk fersk steinselja, söxuð
½ dl ólífuolía
2-3 msk parmesan

Sósa (mæli með að gera tvöfaldan skammt)
2 dl Heinz majónes
1 tsk hvítlauksduft (eða ferskt hvítlauksrif)
Krydd: ½ tsk laukduft, ¼ tsk salt, ¼ tsk pipar
2 msk safi úr sítrónu
1 tsk dijon sinnep
½ tsk Heinz Worcestershire sósa
1 msk vatn
1 dl parmesan ostur

Aðferð

 1. Hreinsið kjúklinginn og blandið saman við Caj p grillolíu, salt og pipar.
 2. Bakið í ofni við 190°C í 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er bakaður í gegn og mjúkur. Einnig er mjög gott að grilla hann.
 3. Á meðan kjúklingurinn bakast þá er gott að græja brauðteningana og sósuna. Byrjið á því að skera brauðsneiðarnar í teninga.
 4. Blandið brauðteningum vandlega saman við ólífuolíu, krydd, steinselju og parmesan osti.
 5. Dreifið teningunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10 mínútur við 190° eða þar til brauðið er orðið gyllt og stökkt. Kælið það.
 6. Blandið öllum hráefnunum saman í sósuna.
 7. Skerið salatið í strimla eftir smekk og dreifið í skál. Því næst skerið kjúklinginn í sneiðar og dreifið yfir ásamt brauðteningum, sósunni og parmesan osti. Njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GULRÓTAHUMMUS

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Þessi hummus er vegan og er mjög bragðgóður. Gul­rætur eru svo nær­ing­ar­ríkar og passar vel að setja í hummus. Mæli með að þið prófið að setja hann á hrökkbrauð eða á tortillur.

1 krukka kjúklingabaunir, 240 g
4 gulrætur
1 msk tahini
6 msk ólífuolía
Safi úr 1/2 sítrónu
Salt & pipar
Cumin
Cayenne pipar

Toppað með:
Ólífuolíu
Gulrót, skorin í litla bita
Chili flögum
Salt flögum
Ferskum kóríander

Aðferð

 1. Skerið gulræturnar í litla bita og hrærið saman við kjúklingabaunirnar og ólífuolíu.
 2. Bakið í 20 mín við 180°C og takið nokkra gulrótabita frá til að toppa hummusinn með.
 3. Blandið öllu vel saman í matvinnsluvél (ég nota matvinnsluvélina sem fylgir töfrasprotanum mínum).
 4. Toppið svo með ólífuolíu, saxaðri gulrót, söxuðum kóríander, chili flögum og salti.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

DJÚSÍ & LJÚFFENGAR TÍGRISRÆKJULOKUR

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Þessi réttur er bæði einfaldur og bragðgóður. Pylsubrauð eru orðin vinsæll valkostur fyrir ýmsa rétti og það er líka svo gaman að prófa eitthvað nýtt. En mér finnst algjört must að nota brioche brauð í uppskriftina. Þessi blanda er alveg sérlega góð og þið sem eruð tígrisrækju unnendur þá mæli ég með að eiga þær alltaf til í frystinum. Það er svo gott að grípa í þær og nota í allskyns rétti.

Fyrir tvo
4 brioche pylsubrauð
12 tígrisrækjur
Panko rasp
Hveiti
1 egg
Sítrónupipar
Ólífuolía
Avókadó
Salat
Blaðlaukur

Sósa
1 dl majónes
1-2 msk söxuð steinselja
Safi úr ½ sítrónu
1 hvítlauksrif eða hvítlauksduft
Nokkrir dropar tapasco sósa
Salt og pipar

Aðferð

 1. Pískið egg í eina skál,  hellið hveiti í aðra og raspi í þriðju. Kryddið tígrisækjurnar með sítrónupipar og smá salti og blandið þeim við hveitið þar til þær verða þaktar. Veltið þeim upp úr egginu og svo að lokum raspinu.
 2. Steikið þær upp úr ólífuolíu þangað til að þær verða stökkar  að utan og bleikar að innan.
 3. Rífið salatið og smátt skerið blaðlaukinn og avókadó. Hrærið saman í sósuna.
 4. Hitið pylsubrauðin í ofni og fyllið þau með salatinu, lauknum, avókadó, sósunni og risarækjunum.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DRAUMAMOTTUR FRÁ KARA RUGS

HEIMILISAMSTARF

Á dögunum eignaðist ég einstaklega fallega mottu frá Kara Rugs sem ég er himinlifandi yfir. Í samstarfi við Kara Rugs ætla ég að bjóða uppá 10% afslátt af þessum fallegu mottum með kóðanum HildurRut10 sem gildir út sunnudaginn 21. ágúst.

Ég var búin að hafa augastað á þessum mottum í langan tíma og loksins er ein af þeim í stofunni minni. Kara Rugs kom í heimsókn til mín með þrjár fallegar mottur, púða og teppi til að máta. Og vá hvað það var erfitt að velja því þær pössuðu allar svo vel í stofuna.

Motturnar eru allar handofnar úr bómull og fáanlegar í nokkrum stærðum. Textíllinn er mishár í mottunni sem gerir hana svo extra flotta.

Þær eru allar með Care & fair vottun sem styður við handverksmenn, hvetur til menntunar og að vinnan sé unnin við góðar aðstæður og lágmarkslaun borguð. Care & Fair vottun segir einnig til um að fyrirtækið hafi úthlutað pening til fjölskyldna í mottu- og vefnaðariðnaðnum. Peningurinn fer til barna og er notaður í að setja upp almenna skóla og læknisaðstoð.

ARCH WHITE BÓMULL 

RIVER BEIGE 

COPENHAGEN WHITE 

Ég fékk mér Copenhagen white. Hún gjörsamlega smellpassar heim til mín. Auðvitað varð ég svo að eignast púða og teppi í stíl. 

Ótrúlegt hvað motta, púðar og teppi gera mikið fyrir stofuna. En hér sjáið þið fyrir og eftir mynd.

Mér finnst dyramotturnar líka æðislegar og þær eru komnar á óskalistann minn.

Endilega nýtið ykkur afsláttin og verslið fallega mottu á heimilið ykkar hér: www.kararugs.is

Takk fyrir að lesa ♥

// HILDUR RUT

KJÚKLINGALÆRI MEÐ SÍTRÓNU & KRAMDAR KARTÖFLUR

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hér kemur uppskrift að gómsætum ofnbökuðum kjúklingalærum með ferskum kryddjurtum, hvítlauk, sítrónu og chili. Kjúklingurinn er borinn fram með krömdum kartöflum, kaldri parmesan sósu og fersku salati. Ó svo ferskt og gott sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Þennan rétt hef ég oft og mörgum sinnum gert og hann klikkar aldrei. Mæli með að þið prófið ykkur áfram með kryddjurtirnar, þær mega vera færri en uppskriftin segir til um. 

Kjúklingur
Úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
2 msk ólífuolía
Safi úr ½ sítrónu
3-4 hvítlauksrif, pressuð
1 msk ferskt oregano, smátt saxað
2 msk fersk steinselja, smátt söxuð
2 msk fersk basilika, smátt söxuð
Salt og pipar
1 chili, skorið í sneiðar
Sítrónusneiðar eftir smekk

Kartöflur
12-14 litlar kartöflur
2-3 msk smjör
2-3 msk ólífuolía
Krydd: Salt, pipar, laukduft og hvítlauksduft
1 dl rifinn Parmigiano reggiano
Fersk steinselja

Köld parmesan sósa
2 dl sýrður rjómi
2 msk Heinz majónes
Safi úr ½ sítrónu
Krydd: Salt, pipar, laukduft og hvítlauksduft
1 dl rifinn Parmigiano reggiano

 

Aðferð

 1. Setjið kjúklinginn í eldfast mót og blandið saman við ólífuolíu, sítrónusafa, pressuð hvítlauksrif, oregano, steinselju, basiliku, salt og pipar. 
 2. Dreifið chili sneiðum yfir og bakið í ofni við 190°C í 25 mínútur. 
 3. Takið kjúklinginn úr ofninum og drefið sítrónusneiðum yfir. Haldið áfram að baka kjúklinginn í ofninum í 10-15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fullbakaður.

Kartöflur

 1. Sjóðið kartöflur í 30 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar.
 2. Dreifið þeim á bökunarplötu þakta bökunapappír og hafið smá bil á milli þeirra.
 3. Kremjið þær létt með kartöflustappara, morteli eða gaffli. 
 4. Penslið þær með ólífuolíu, smjöri og kryddið með salti, pipar, laukdufti og hvítlauksdufti
 5. Bakið í ofni í 10-13 mínútur og dreifið rifnum parmesan osti og ferskri steinselju yfir.

Sósa

 1. Blandið öllum hráefnunum vel saman með skeið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TACOSKÁLAR Á 15 MÍNÚTUM

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Einn af mínum uppáhalds hversdagsréttum sem klikkar aldrei! Tekur 15 mínútur að elda og krakkarnir elska þetta. Ég set oftast kínóa eða baunir í réttinn sem mér finnst svo frábært. Djúsí og krönsí grænmetisréttur sem ég mæli með að þið prófið.

Mæli með þremur tacoskálum á mann
10 stökkar tacoskálar
Ólífuolía
1 pkn tilbúið kínóa frá Quinola (mér finnst mexíkóst eða bragðlaust best)
1 krukka salsasósa
Krydd: Laukduft, hvítlauksduft, cumin, salt og pipar
Rifinn cheddar ostur

Toppa með:
Habanero sýrður rjómi (eða venjulegur)
Ostasósa
Smátt skorin gúrka, eftir smekk
Smátt skorinn tómatur, eftir smekk
1-2 avókadó, stappað með salti, pipar og lime safa
Limebátar

Aðferð:

 1. Steikið kínóa uppúr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
 2. Blandið salsasósunni saman við.
 3. Dreifið tacoskálunum á bökunarplötu og fyllið þær með kínóablöndunni og rifnum osti. 
 4. Bakið í ofnið við 190°C í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
 5. Toppið með sýrðum rjóma, ostasósu, gúrku, tómötum, avókadó og kreystið lime safa yfir. Mmmm & njótið vel! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

RISOTTO MEÐ TÓMÖTUM & BURRATA OSTI

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Sumarlegt, létt og ljúffengt risotto með ferskum tómötum, kastaníusveppum, basilku og burrata osti. Óvá hvað þetta er góð samsetning. Ég elda grjónin með tómötunum og sveppunum sem gerir réttinn extra ljúffengan. Þið verðið hreinlega að prófa ;) Svo klikkar ekki að bera réttinn fram með ísköldu rósavíni og nýbökuðu hvítlauksbrauði.

Fyrir 3-4
2 msk smjör
3-4 skarlottulaukar
3 hvítlauksrif
250 g kastaníusveppir
200-300 g litlir tómatar (kokteiltómatar eða marzanatómatar)
4 dl arborio hrísgrjón
1 dl rósavín (má nota hvítvín)
10-12 dl grænmetissoð (vatn og grænmetis- eða kjúklingakraftur)
2 dl parmesan ostur (og meira til að bera fram með)
Salt og pipar
Fersk basilika
Fersk steinselja
2 burrata ostar

Aðferð

 1. Byrjið að hita vatn og grænmetis eða kjúklingakraft í stórum potti.
 2. Smátt skerið lauk, sveppi og tómata.
 3. Bræðið smjör á pönnu og steikið laukinn þar til hann verður mjúkur.
 4. Bætið hvítlauk ðmog sveppum saman við.
 5. Því næst bætið tómötunum útí og steikið í nokkrar mínútur.
 6. Hellið risotto grjónum útí og hrærið vel saman. 
 7. Þegar grjónin eru orðin smá glær á endunum hellið þá rósavíni út í og hrærið saman við.
 8. Hellið því næst 1-2 dl af grænmetissoði út í og hrærið. Þegar grjónin eru búin að drekka í sig soðið þá hellið þið aftur 1-2 dl af soði út í og hrærið. Gerið þetta koll af kolli þangað til að soðið er búið og grjónin tilbúin. Þau eiga að vera mjúk og rjómakennd. Ég mæli með því að smakka og ef þau eru ennþá seig bætið þá meira vatni við. Saltið og piprið eftir smekk.
 9. Bætið parmesan osti, smátt saxaðri basiliku og steinselju útí í lokin og hrærið saman.
 10. Toppið með burrata osti og ferskri basiliku. Gott að bera fram með ísköldu rósavíni og hvítlauksbrauði.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LJÚFFENGIR BBQ KJÚKLINGASTRIMLAR

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Lúxus kjúklingastrimlar eins og þeir gerast bestir. Þeir eru mjúkir í gómsætum BBQ hjúp og bornir fram með gráðostasósu og kartöflubátum. Punkturinn yfir i-ið er svo að para þá saman með góðu rauðvíni. Í uppskriftina nota ég mjög góða BBQ sósu frá Bulls-eye með smokey Chipotle sem rífur aðeins í. Mæli með! Ég útbjó uppskriftina í samstarfi við Innnes.

700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry (1 poki)
1-2 egg
1 dl hveiti
Krydd: 1 tsk salt, ¼ dl pipar, ½ tsk laukduft, ½ tsk hvítlauksduft
½ dl ólífuolía
1 dl Bulls-eye Smokey Chipotle BBQ sósa
Toppa með: Sesamfræjum, vorlauk, chili og kóríander eftir smekk (má sleppa).

Kartöflur
3-4 stórar bökunarkartöflur
½ dl ólífuolía
Krydd: 2 tsk gróft sjávarsalt, 1 tsk laukduft, 1 tsk hvítlauksduft, ½ tsk pipar

Sósa
½ dl Heinz majónes
1 dl sýrður rjómi
2 msk stappaður gráðostur
1 msk safi úr lime
Salt & pipar eftir smekk

Aðferð

 1. Pískið egg í skál og dreifið hveiti og kryddi á disk.
 2. Hrærið öllum hráefnunum í sósuna saman í skál og setjið til hliðar.
 3. Snyrtið kjúklingalundirnar. Veltið þeim upp úr egginu og síðan hveitinu.
 4. Raðið kjúklingnum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og dreifið ólífuolíu yfir.
 5. Bakið í 20 mínútur við 190°C á blæstri. 
 6. Hellið BBQ sósunni yfir og dreifið á alla kjúklingastrimlana. Setjið þá aftur inn í ofninn og bakið í 8-10 mínútur í viðbót.
 7. Dreifið  sesamfræjum, sneiðum af vorlauk, sneiðum af chili og kóríander yfir kjúklingstrimlana. Berið fram með kartöflubátum og gráðostasósu, Njótið.

 

Kartöflubátar

 1. Skerið kartöflurnar í langa báta.
 2. Setjið kartöflubátana, ólífuolíu og krydd saman í skál og blandið vel saman.
 3. Bakið í ofnið í 30-40 mínútur við 190°C á blæstri.

CURLYWURLY BOLLAKÖKUR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Þessar gómsætu karamellu Curlywurly bollakökur, sem ég útbjó í samstarfi við Innnes, eru bæði „chewy“ og bragðgóðar. Kökurnar eru svo ljúffengar að það þarf varla krem og pottþétt gott að setja deigið í kökuform eða bökunarform og baka.

Uppskriftin gerir 12 bollakökur
2,5 dl hveiti
2 dl púðursykur
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
½ tsk matarsódi
90 g smjör, brætt
2 egg
½ dl condensed milk
1 msk ólífuolía
1 tsk vanilludropar
3 Curlywurly

Krem
100 g Philadelphia rjómaostur
100 g smjör við stofuhita
5 dl flórsykur
3 stk Curlywuely
3 msk rjómi eða meira

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Blandið saman hveiti, púðursykri, lyftidufti, salti og matarsóda í skál.
 3. Bætið út í bræddu smjöri, eggjum, condensed milk, ólífuolíu, vanilludropum og hrærið vel saman. Ég nota hrærivélina og hræri á hraðri stillingu þangað til deigið er orðið slétt og fínt.
 4. Smátt skerið Curlywurly og bætið saman við með sleif í lokin.
 5. Dreifið bollakökuformum í stórt bollakökuform/ bollakökubakka. Ég nota form sem er fyrir 12 kökur. 
 6. Dreifið deiginu jafnt í bollakökuformin og bakið í 22-26 mínútur eða þar til bollakökurnar eru fullbakaðar. Mér finnst gott að stinga í þær með tannstöngli til að sjá hvort að þær eru orðnar bakaðar.
 7. Á meðan kökurnar eru að bakast þá er gott að útbúa kremið.

Krem

 1. Bræðið Curlywurly og rjóma í potti. Kælið vel.
 2. Hærirð rjómaostinum og smjörinu saman í hrærivél á hröðustu stillingu þar til það verður „flöffý“. 
 3. Bætið flórsykri og bræddu Curlywurly saman við rjómaostablönduna og hrærið rólega saman. Bætið flórsykri saman við ef ykkur finnst það þurfa.
 4. Setjið kremið í sprautupoka og dreifið ofan á allar kökurnar eftir smekk.
 5. Skreytið kökurnar eftir smekk og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FJÓRIR DAGAR Í NEW YORK

PERSÓNULEGT

Hæ elsku þið!Fyrir rúmlega viku síðan var ég í minni uppáhalds borg New York. Ég hreinlega elska að heimsækja þessa borg því það er alltaf nóg að gera, skoða, borða og versla. Bjössi var í vinnuferð þannig að ég kom til hans á miðvikudegi og var yfir helgina með honum. Við vorum svo heppin með veður, skoðuðum margt og gerðum margt. Ég ætla að leyfa myndunum að tala.

Ég var ein á fimmtudag og föstudag meðan Bjössi var að vinna og ég notaði tímann til að vinna sjálf fyrir hádegi sem var mjög notalegt. Btw. ég elska heslihnetukaffið á Panera bread. Mæli með að þið prófið.

Löns í Bryant Park.

Við gistum á Hotel Hendricks sem er bara mjög fínt og frábærum stað! Lítið og kósý hótel sem er nálægt Bryant park og 34th street.

Rooftop barinn á hótelinu er svo flottur!

Eruðið að sjá þetta útsýni!?

Ég elska að rölta ein í New York.

Alltaf must að kíkja í Barnes and Nobel og svo í uppáhalds & Other Stories.

Ég elska að kíkja í Urban Outfitters heimilsdeildina. Hún er risastór í versluninni sem er við 34th street.

Borðuðum á Dos Caminos. Mexíkóskur veitingastaður sem er rétt hjá hótelinu. Margarita, tacos og ferskt guacamole. Gerist varla gómsætara!

Fórum á Refinery Rooftop Bar. Æðislegur Rooftop bar með ljúffengum mat! Mæli mikið með þessum!

Sesarsalatið var mjög gómsætt!

Löbbuðum frá Midtown í West Village. Það er svo dásamlegt að rölta um í þessari borg, alltaf eitthvað nýtt að sjá og gera.

Bjór í Madison Square Park í smá rigningu.

Við borðuðum á ítölskum veitingastað nálægt Washington Park. Við vorum ekki búin að panta borð en okkur leist bara svo  vel á hann þegar við gengum framhjá. Mmm virkilega ljúffengur matur. Ég fékk mér risotto sem var mjög gott og Bjössi fékk sé lasagna sem stóðst allar væntingar.

Bröns á The Butchers Daughter í Soho.

& drykkur á bleikasta bar/veitingastað sem ég hef séð.

Gaman að kíkja í búðir í Soho. Must að kíkja í Crate & Barrel.

Brooklyn Bridge í rigningu.

Mæli með að fara á TAO. Risastór og flottur veitingastaður með ljúffengum asískum mat.

Við pöntuðum okkur nokkra rétti sem voru hver öðrum betri!

Morgunmatur á Le Pain Quotidien. Svoo gott!

Central Park í alltof ljúfu veðri!

Algjört must að fara á Shake Shack!

Hlakka til að fara aftur sem fyrst!
Takk fyrir að lesa 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars