fbpx

Hildur Rut

HELGARKOKTEILLINN : GIN FIZZ

UPPSKRIFTIR

Löng helgi framundan og það er yndislegt! Þá er tilvalið að skella í einn ljúffengan kokteil. Mér finnst mjög skemmtilegt að útbúa kokteila og þessi er í miklu uppáhaldi. Mínir uppáhalds kokteilar eru freyðandi, súrir og sætir eins og þessi hér. Eggjahvítan og sódavatnið gerir exta froðu! Passið bara að hrista drykkinn vel. Ég mæli líka með að þið útbúið sykursíróp, það er ekkert mál og gerir kokteilinn svo góðan. Njótið hvítasunnuhelgarinnar.

1 kokteill
50 ml gin
25 ml safi úr sítrónu
25 ml sykursíróp (eða hlynsíróp)
1 eggjahvíta
Klakar
50 ml sódavatn

Aðferð

 1. Hellið gini, safa úr sítrónu, sykursírópi og eggjahvítu í kokteilahristara og hristið vel í 15 sekúndur. 
 2. Bætið nokkrum klökum saman við (mér finnst best að hafa þá stóra) og hristið í 30 sekúndur.
 3. Hellið í glas og bætið sódavatninu rólega saman við. Skreytið með sítrónu.

Sykursíróp

 1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott. 
 2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
 3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DJÚSÍ OFNBAKAÐ PASTA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUppskriftir

Ég gerði þennan girnilega og góða pastarétt í samstarfi við Innnes og verð að mæla með þessu! Pasta í dásamlegri ostasósu, ofnbakað með nautahakki. Oft langar mann í eitthvað extra djúsí og þá er þessi réttur alveg málið. Rétturinn kallast „million dollar spaghetti“ en ég ákvað að nota penne pasta í staðinn fyrir spaghetti og það er jafnvel bara betra! Að auki slær hann líka í gegn hjá yngri kynslóðinni!

Fyrir 4-6
500 g nautahakk
250 g tómatpassata
2-3 msk tómatpúrra
1/2 laukur
2 hvítlauksrif, pressuð
Kjötkraftur
Salt og pipar
400 g penne pasta frá De Cecco
3 egg
4 msk steinselja
1 ½ dl Parmigiano-Reggiano
4 msk smjör
2 dl kotasæla
1 Philadelphia ostur
Rifinn mozzarella ostur

Aðferð

 1. Byrjið á að skera laukinn smátt og steikið hann við vægan hita. Bætið nautahakkinu út í og steikið. 
 2. Blandið tómatpassata, hvítlauk og kjötkrafti saman við nautahakkið. Saltið og piprið eftir smekk.
 3. Sjóðið penne pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu.
 4. Skerið steinselju og rífið Parmigiano. Þeytið eggin, steinseljuna og Parmigiano saman í skál.
 5. Sigtið vatnið frá pastanu og setjið aftur í pottinn.
 6. Bætið smjöri og eggjablöndu út í og hrærið. Hrærið kotasælu og rjómaosti út í og setjið pastablönduna í eldfast mót.
 7. Smyrjið nautahakkinu ofan á pastað og stráið mozzarella osti yfir. 
 8. Bakið í 15-20 mínútur við 180°C eða þar til osturinn er bráðnaður. Gott að bera fram með fersku salati.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FYLLT EGGJALDINN MEÐ FETAOSTI OG GRANATEPLI

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUppskriftir

Hér kemur uppskrift af mjög góðum grænmetisrétti sem tekur enga stund að elda. Ég er búin að minnka kjötneyslu á heimili mínu töluvert og tek oft nokkra daga í viku þar sem ég borða ekkert kjöt. Það er hægt að gera svo ótrúlega margt gott án þess að nota kjöt. Þessi réttur er mjög bragðgóður og mér finnst alls ekki þurfa sósu með honum. Svo er lítið mál að sleppa bara fetaostinum og þá er hann orðinn vegan.

Fyrir 1-2
1 eggjaldinn
2 dl kínóa, eldað
Brokkólí
2 sveppir
1 skarlottulaukur
Salt og pipar
Chili explosion
Ólífuolía, ég nota frá Olifa
½ avocado, skorið smátt
Stappaður fetakubbur, eftir smekk
Granatepli, eftir smekk

Aðferð
 1. Skerið eggjaldinn til helminga og takið aðeins úr því með skeið.
 2. Leggið eggjaldinn á bökunarpappír eða í eldfast mót og dreifið ólífuolíu yfir opna hlutann og saltið og piprið.
 3. Bakið í ca. 20 mínútur við 180°C.
 4. Skerið sveppi, brokkólí og skarlottulauk smátt og steikið á pönnu upp úr olíu.
 5. Blandið kínóa út í og kryddið.
 6. Fyllið eggjaldinn með kínóablöndunni.
 7. Toppið svo með avocado, fetaosti og granatepli eftir smekk.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BOLLAKÖKUR MEÐ DAIM

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Þessar dásamlegu bollakökur gerði ég í samstarfi með Innnes og ó vá hvað þær eru góðar! Daim súkkulaði er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef lengi ætlað að prófa að gera bollakökur með því hráefni. Ég viðurkenni að það er orðið frekar langt síðan að ég gerði bollakökur en þetta er fyrsta bollaköku uppskriftin sem kemur frá mér. Bollakökurnar innihalda daim og kremið inniheldur rjómaost og brætt Daim. Sannkölluð Daim bomba!

Uppskriftin gerir 12 bollakökur
2,5 dl hveiti
1 dl púðursykur
1 dl sykur
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
½ tsk matarsódi
2 msk kakó
90 g smjör, brætt
2 egg
½ dl mjólk
1 msk ólífuolía
1 tsk vanilludropar
1 poki daim kúlur (100 g)

Krem
100 g Philadelphia rjómaostur
100 g smjör við stofuhita
5 dl flórsykur
½ poki daim kúlur (50 g)
⅔ dl rjómi

Toppa svo með söxuðum Daim kúlum

Aðferð

 1. Byrjið á því að hita ofninn í 180°C.
 2. Blandið saman hveiti, púðursykri, sykri, kakó, lyfitdufti, salti og matarsóda í skál.
 3. Bætið út í bræddu smjöri, eggjum, mjólk, ólífuolíu, vanilludropum og hrærið vel saman. Ég nota hrærivélina og hræri á hraðri stillingu þangað til deigið er orðið slétt og fínt.
 4. Bætið daim kúlunum saman við með sleif í lokin.
 5. Klippið bökunarpappír í stærð 12×12 eða notið tilbúin bollakökuform. Dreifið pappírnum/formunum í stórt bollakökuform/bollakökubakka. Ég nota form sem er fyrir 12 kökur. Mér finnst gott að smyrja botninn með smá smjöri þannig að smjörpappírinn haldi sér. Ég nota svo dós eða annað hringlótt ílát sem passar í formin til að móta smjörpappírinn. 
 6. Dreifið deiginu jafnt í bollakökuformin og bakið í 25-30 mínútur eða þar til bollakökurnar eru fullbakaðar. Mér finnst gott að stinga í þær með tannstöngli til að sjá hvort að þær eru orðnar bakaðar.
 7. Á meðan kökurnar eru að bakast þá er gott að útbúa kremið.

Krem

 1. Bræðið Daim kúlurnar og rjóma í potti. Kælið vel.
 2. Hærirð rjómaostinum og smjörinu saman í hrærivél á hröðustu stillingu þar til að það verður „flöffý“. 
 3. Bætið flórsykri og bræddu Daim saman við rjómaostablönduna og hrærið á rólegri saman. Bætið flórsykri saman við ef ykkur finnst það þurfa.
 4. Setjið kremið í sprautupoka og dreifið ofan á allar kökurnar eftir smekk. 
 5. Í lokin stráið söxuðu Daim kúlum ofan á kökurnar. 

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TACO MEÐ KJÚKLINGI OG FERSKUM MAÍS

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Mjúkt taco með kjúklingi, ferskum maís, fetaosti, avókadó, tómötum og kóríander. Þetta er svakalega góð blanda! Toppurinn yfir i-ð er maís- og fetaostablandan – hún er svo góð að ég get borðað hana eintóma með skeið. Nammi! Taco er einn besti réttur sem ég fæ en mér finnst líka svo skemmtilegt að elda það og prófa eitthvað nýtt. Svo er stemning að borða það með höndunum og vera smá subbulegur í leiðinni. Mér finnst ómissandi að setja avókadó á mitt tacos en gaman að breyta til með annað hráefni. Þetta taco er svo gott að þið verðið að prófa!

Ég mæli með þremur taco á mann
Litla tortillur (fást t.d. í Hagkaup og Fjarðarkaup)
3 kjúklingabringur (gott að nota t.d. oumph í staðinn)
1 tsk chipotle krydd
1 tsk cumin
1 tsk salt
1 tsk laukduft
2 msk ólífuolía
Safi úr ½ lime

Hvítkál (má sleppa)
1-2 avókadó
1-2 tómatar
1-2 msk safi úr fersku lime
Ferskur kóríander, smátt skorinn

2 ferskir maískólfar
2 msk smjör
2 dl fetakubbur, stappaður
2 msk majónes
1 tsk cayenne pipar

Aðferð

 1. Byrjið á því að setja maískólfana í álpappír, dreifið smjöri yfir þá og lokið álpappírnum. Bakið í 30 mínútur við 190°C
 2. Skerið kjúklinginn í litla bita og setjið í skál. Kryddið með chipotle kryddi, cumin, salti og laukdufti og dreifið ólífuolíu og lime yfir allt. Hrærið vel saman.
 3. Steikið kjúklinginn upp úr ólífuolíu í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
 4. Þegar maískólfarnir eru tilbúnir þá skerið þið maískornin af þeim og setjið í skál. Blandið stöppuðum fetakubbi, majónesi og cayenne pipar saman við maísinn og hrærið vel saman.
 5. Skerið avókadó og tómata smátt og blandið saman við safa úr lime.
 6. Skerið hvítkálið í litlar ræmur.
 7. Steikjið tortillurnar upp úr smá olífuolíu þar til þær verða rétt gylltar á lit.
 8. Að lokum raðið hvítkálinu, avókadó og tómötum, kjúklingnum, maís-og fetablöndunni og ferskum kóríander á tortillurnar.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TORTELLINI MEÐ BEIKONI, SVEPPUM OG FERSKUM ASPAS

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Mér finnst ferskt tortellini svo ljúffengt og eiginlega klikkar aldrei. Ég elska að elda svona „comfort“ mat sem er djúsí og góður. Mér finnst tortellini falla algjörlega undir þann flokk. Hér kemur ein tortellini uppskrift sem inniheldur beikon, sveppi, ferskan aspas og dásamlega góða parmesan-og sítrónusósu. Fljótlegt og gott!

Fyrir 3-4
500 g ferkst tortellini með ricotta og spínati
Nokkrar vel stökkar beikonsneiðar (ofnbakaðar)
4 sveppir (miðstærð)
10 ferskir aspas stilkar
1 stórt rifið hvítlauksrif
Salt og pipar
Smá kjötkraftur
Ólífuolía
1/2 – 1 dl rjómi
1-2 dl rifinn parmesan ostur
½ sítróna
Fersk steinselja
Aðferð
 1. Skerið sveppi og aspas í bita. En brjótið fyrst nokkra cm neðan af aspasnum (þar sem hann er oftast trénaður) og hendið því.
 2. Sjóðið tortellini eftir leiðbeiningum.
 3. Steikið sveppi og aspas upp úr ólífuolíu. Bætið hvítlauknum við.
 4. Hellið rjóma og safa úr ca. ½ sítrónu út í. Saltið, piprið og setjið smá kjötkraft. Dreifið parmesan osti og beikoni yfir og hrærið vel. Smakkið ykkur endilega til.
 5. Bætið við í lokin tortellini og skreytið með parmesan og ferskri steinselju.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

PIZZA MEÐ AVÓKADÓ OG ALFREDO SÓSU

AÐALRÉTTIRUppskriftir

Pizza gærkvöldsins var dásamlega góð og súper djúsí! Ég elska pizzur sem eru aðeins öðruvísi og þessi er þannig. Pizza með alfredo sósu, kjúklingi, beikoni, avókadó, steinselju og osti. Mmm! Uppskriftina er að finna í bókinni minni Avocado sem kom út árið 2016 og það er alltof langt síðan að ég gerði þessa. Ætla klárlega að gera hana ofar. Mæli mikið með!

Uppskrift fyrir 2-3

Pizzadeig fyrir 16” tommu pizzu (ég keypti bara tilbúið deig í þetta skiptið)
2 kjúklingabringur, skornar í litla bita
Salt og pipar
Hvítlaukskrydd
4-6 sneiðar beikon
Rifinn mozzarella
Rifinn parmesan ostur
2- 3 avókadó, skorið litlar sneiðar
Fersk steinselja

Alfredo sósa
2 msk smjör
1 hvítlauksrif, rifið
1/2 tsk laukduft
1 msk hveiti
1 1/2 dl rjómi
1 1/2 dl mjólk
1 1/2 dl rifinn parmesan ostur
Salt og pipar

Aðferð

 1. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita. Steikið upp úr olíu og kryddið með hvítlaukskryddi, salti og pipar. Líka gott að setja smá cayenne pipar.
 2. Dreifið beikonsneiðunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið við 200°C í 8-10 mínútur eða þar til þær verða stökkar (ég vil hafa það extra stökkt).
 3. Fletjið pizzadeigið út og bakið í 5-7 mínútur við 200°C.
 4. Smyrjið pizzabotninn með alfredo sósunni og stráið mozzarella osti yfir.
 5. Raðið kjúklingi og beikoni ofan á ostinn og bakið við 200°C í 8 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
 6. Dreifið í lokin avókadó, steinselju og meiri parmesan osti.

Alfredo sósa

 1. Bræðið smjör í potti við vægan hita og bætið hvítlauknum saman við. Kryddið með laukkryddi, bætið hveitinu saman við og hrærið.
 2. Hrærið rjómanum og mjólkinni saman við og látið malla þar til blandan hefur aðeins þykknað. Bætið parmesan ostinum saman við í lokin og hrærið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

QUESADILLA MEÐ EDAMAME- OG PINTO BAUNUM

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ég gerði þessar ofur ljúffengu og fljótlegu quesadilla í samstarfi við Innnes. Þær eru fylltar með edamame- og pinto baunum, rjómaosti, blaðlauk, spínati, cheddar osti og bornar fram með guacamole og sýrðum rjóma. Ég geri þessar oft enda eru þær einstaklega fljótlegar í undirbúningi. Mér finnst æðislegt að eiga til edamame baunir í frystinum og alltaf gott að eiga baunir í dós. Mission tortillurnar eru virkilega bragðgóðar og passa vel í þennan rétt. Sumarlegur réttur sem ég mæli með að þið prófið.

Fyrir 3-4
Uppskriftin gerir þrjár quesadilla

6 stk Mission tortillur með grillrönd (1 pkn)
6 msk Philadelphia rjómaostur
1 dl blaðlaukur, smátt skorinn
350-400 g edamame baunir
400 g pinto baunir
Ólífuolía
3 lúkur spínat
4 dl rifinn cheddar ostur
Chili flögur
Cayenne pipar
Cumin
Sýrður rjómi
Ferskur kóríander

Guacamole
3 avókadó
2 msk ferskur kóríander
Safi úr ½ lime
Salt & pipar
Chili flögur
2 tómatar, smátt skornir
1 msk rauðlaukur, smátt skorinn

Aðferð

 1. Steikið edamame- og pinto baunir upp úr olífuolíu í 6-8 mínútur. Kryddið þær með cumin, cayenne pipar, salti og pipar.
 2. Smyrjið þrjár tortillur með rjómaosti og dreifið smátt skornum blaðlauk yfir þær.
 3. Því næst dreifið edamame- og pinto baununum yfir og svo spínati.
 4. Stráið rifnum cheddar osti yfir en takið frá 1 dl af ostinum.  Kryddið með chili flögum eftir smekk og lokið tortillunum.
 5. Penslið ólífuolíu á lokuðu tortillurnar og dreifið restinni af cheddar ostinum yfir þær.
 6. Bakið í 8-10 mínútur við 190°C eða þar til þær eru orðnar stökkar og osturinn bráðnaður.
 7. Á meðan quesadilla er að bakast þá gerið þið guacamole. Blandið saman avókadó, ferskum kóríander, safa úr lime, chili flögum, salti og pipar með töfrasprota eða stappið vel saman. Því næst blandið þið tómötum og rauðlauk saman við með skeið.
 8. Berið réttinn fram með guacamole, sýrðum rjóma og ferskum kóríander.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ HELGARINNAR Í SÓLINNI! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HOLLIR & EINFALDIR KÍNÓAKLATTAR

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Hollir og ljúffengir klattar sem innihalda kínóa, hampfræ, spelt og cheddar ost. Ég nota kínóa mjög mikið í alls kyns rétti en það er bæði mjög hollt og mettandi. Ég sýð alltaf mikið í einu og nota í nokkra daga. Það er t.d. mjög gott að setja það í salöt, nota það sem meðlæti með fiski eða kjöti, í grænmetisrétti, í boost, með eggjum og svo lengi mætti telja! Upphaflega gerði ég klattana fyrir dóttur mína Eddu sem er 19 mánaða í dag og vill helst borða allt sjálf (mjög sjálfstæð þessa dagana). Hún elskar þessa klatta! Ég sker klattana í bita fyrir hana og hún borðar þá með bestu lyst. Mér finnst þeir líka mjög góðir og gott að setja á þá avókadó, grænmeti, ost eða það sem hugurinn girnist.

Uppskriftin gerir 7-8 klatta
2 egg
2 dl kínóa, soðið
1 dl rifinn cheddar ostur
2 msk hampfræ
1 dl spelt
1 msk ólífuolía
Salt og pipar

AÐFERÐ

 1. Skolið kínóað og setjið í pott. Bætið vatni saman við. Hlutföllin eru 1 dl af kínóa á móti 2 dl af vatni. Sjóðið í 15-20 mínútur. Mér finnst gott að sjóða slatta af kínóa og nota í ýmsa rétti næstu daga.
 2. Blandið saman kínóa, hampfræjum, spelti, cheddar osti og kryddið með salti og pipar.
 3. Bætið eggjum og ólífuolíu út í og hrærið.
 4. Steikjið á pönnu þar til klattarnir verða gylltir og stökkir.
 5. Berið fram með smjöri, osti, avókadó, grænmeti eða því sem ykkur dettur í hug.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

MONKEY BREAD MEÐ NÓG AF OSTI

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIRVEISLUR

Bakað pizzadeig með cheddar osti, parmesan, blaðlauk, hvítlauk og steinselju er afar einfalt að útbúa og svakalega gott. Monkey bread er brauð sem er samansett úr litlum brauðbitum þannig að hægt er toga bitana úr. Skemmtilegt að bera fram í veislum eða boðum. Ég útbjó þetta í gær og vá hvað brauðið var fljótt að hverfa ofan í okkur. Namm! Mæli með að prófa þetta. Ég notaði pizzadeig frá Brauð & Co en annars er örugglega mjög gott að nota pizzadeig sem fæst í matvöruverslunum eða gera það bara sjálfur.

1 pkn tilbúið pizzadeig
150 g rifinn cheddar ostur
80 ml rifinn parmesan ostur
50 ml smjör, rifið með rifjárni
80 ml blaðlaukur, smátt skorinn
60 ml fersk steinselja, smátt skorin
2 hvítlauksrif, rifin
Cayenne pipar, má sleppa
Salt og pipar

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 200°C
 2. Blandið saman cheddar osti, parmesan osti, smjöri, blaðlauk, steinselju, hvítlauksrifi og kryddi í skál. Hrærið vel saman. Takið ca. ¼ af ostablöndunni til hliðar.
 3. Þrýstið deiginu aðeins út með höndunum svo það verði kassalaga. Skerið það í 6-8 lengjur og skerið síðan þvert á lengjurnar svo úr verði litlir bitar. Bitarnir eiga að vera í kringum 3 cm.
 4. Blandið deiginu saman við ostablönduna þannig að hver biti verður þakinn osti.
 5. Smyrjið eldfast form eða pönnu sem má fara inn í ofn og raðið deiginu í það.
 6. Slökkvið á ofninum þegar það eru ca. 10 mínútur þangað til þið setjið deigið í hann. Setjið álpappír yfir formið og látið deigið hefast í heitum ofninum í 20 mínútur.
 7. Takið álpappírinn af og kveikið aftur á ofninum. Stillið á 190°C og bakið í 18-20 mínútur.
  Dreifið restinni af ostinum yfir og bakið í 7-10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
 8. Berið brauðið fram heitt.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars