fbpx

LJÚFFENGUR PARMESAN KJÚKLINGABORGARI

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Ó vá hvað þessi kjúklingaborgari er góður! Parmesan ostur er svo góður og hvað þá sem hjúpur utanum kjúkling í stökku brauði með mozzarella, basilíku, tómötum, klettasalati og hvítlaukssósu. Dásamleg blanda sem þið sjáið ekki eftir að prófa og gefur réttinum þennan ítalska ferskleika.

Fyrir 3-4
3 kjúklingabringur
1 ½ dl Panko raspur
1 ½ dl parmesan ostur
1 egg
Cayenne pipar
Salt og pipar
Ferskur mozzarella ostur, 2 stórar kúlur
Klettasalat eða salatblanda
Tómatar
Fersk basilika
Hamborgarabrauð

Hvítlaukssósa
4 msk majónes
2 msk sýrður rjómi
1 hvítlauksrif eða hvítlauksduft
1 msk safi úr sítrónu
Laukduft
Salt og pipar

Aðferð

 1. Pískið egg í skál. Hrærið saman raspi, rifnum parmesan osti, cayenne pipar, salti og pipar í djúpum diski eða skál.
 2. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verði tvær þunnar sneiðar. Veltið þeim upp úr egginu og síðan parmesanblöndunni.
 3. Bakið í u.þ.b. 25-30 mínútur við 190°C eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
 4. Skerið mozzarella í sneiðar eða rífið hann og dreifið ofan á bringurnar.
 5. Setjið bringurnar aftur inn í ofn og bakið í 5 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
 6. Hitið hamborgarabrauðin í ofni og smyrjið þau svo með hvítlaukssósunni. Dreifið klettasalati á botninn, svo kjúklingi, basiliku tómötum og lokið borgaranum.

Hvítlaukssósa

 1. Hrærið öllum hráefnunum saman. Mæli með að smakka sósuna til.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

MYNDBAND: EINFALT & GOTT HRÖKKBRAUÐ

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Hér kemur uppskriftamyndband sem ég gerði í samstarfi við Innnes af einföldu og lífrænu hrökkbrauði sem allir geta gert heima. Mjög gott sem millimál með hummus og grænmeti. Ég elska að eiga þetta til í krukku heima. Mæli með!

1,5 dl Rapunzel sesamfræ
1,5 dl Rapunzel graskersfræ
1 dl Rapunzel sólblómafræ
1 dl Rapunzel gróft haframjöl
3,5 dl gróft spelt
1 ¼ dl Filippo Berio ólífuolía
2 dl vatn
Saltflögur eftir smekk

Aðferð

 1. Blandið öllum hráefnunum saman nema saltinu.
 2. Dreifið blöndunni á bökunarpappír og fletjið þunnt út með því að leggja aðra örk af bökunarpappír yfir og rúlla varlega yfir með kökukefli.
 3. Skerið í sneiðar og stráið saltflögunum yfir.
 4. Bakið við 200°C í 15-20 mínútur.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LJÚFFENG OSTAKAKA MEÐ JARÐABERJUM

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Afar bragðgóð og einföld ostakaka með jarðaberjum sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Þessi ostakaka er fersk og á vel við sem eftirréttur eftir góða máltíð. Ég nota jarðaber frá Driscoll’s í uppskrifina en þau eru einstaklega bragðgóð og falleg. Hvítt súkkulaði gerir svo ostakökufyllinguna einstaklega ljúffenga. Það er algjör snilld að útbúa ostakökuna daginn áður, geyma í frysti og dreifa jarðaberjunum yfir áður en þið berið hana fram. Ég mæli mikið með!

1 pkn Lu Digestive kex
120 g smjör
2 pkn Philadelphia rjómaostur
3,5 dl rjómi
2 tsk vanilludropar
100g hvítt súkkulaði
2 msk flórsykur
300-400 g jarðaber frá Driscoll’s
2 msk jarðaberjasulta

Aðferð

 1. Byrjið á því að mylja kexið í matvinnsluvél og bræðið smjör við vægan hita. Blandið smjörinu saman við kexið.
 2. Setjið bökunarpappír í hringlaga 21 cm kökuform. Ég smyr botninn og hliðarnar á forminu með smá smjöri til að festa pappírinn betur. Klippi hring fyrir botninn og renning fyrir hliðarnar úr pappírnum og legg hann í formið.
 3. Dreifið kexblöndunni í kökuformið og þjappið með skeið eða höndunum. Geymið í frystinum á meðan þið útbúið fyllinguna.
 4. Þeytið rjóma og takið til hliðar.
 5. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og passið að það verði ekki of heitt. Blandið súkkulaðinu saman við rjómaostinn og vanilludropana.
 6. Blandið rjómaostablöndunni vel saman við rjómann með sleif og dreifið yfir kexbotninn. Frystið í klst eða meira.
 7. Skerið jarðaber í fjóra bita og hrærið saman við jarðaberjasultu. Látið standi í 10 mínútur og toppið kökuna með berjunum. Njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

STJÖRNUMERKJAPLATTAR FRÁ BY MULTI

HeimiliSAMSTARF

Fallegu og vinsælu stjörnumerkjaplattarnir Merkið mitt frá By multi eru 7 ára í dag. Húrra! Af því tilefni ætla ég, í samstarfi við By multi, að gleðja einn fylgjanda á Instagram með fjórum hvítum stjörnumerkjaplöttum. Það eina sem þið þurfið að gera er að fylgja mér og By multi á Instagram, tagga vin og líka við myndina. Þið getið tekið þátt hér.

Í dag opnaði By multi glæsilega vefverslun www.bymulti.com og er 20% afslátt af öllum vörum til og með 18.apríl. Einnig eru frábæru dagatölin á 50% afslætti. Núna er töluvert eftir af árinu og full ástæða til að skipuleggja það vel. Þið getið lesið meira um dagatölin hér.

Þórunn Vigfúsdóttir hannaði veggplattana árið 2014 og stofnaði By multi. Hver einasti platti er handgerður af Þórunni sjálfri en hún gerir allt sjálf í bílskúrnum á fjölskylduheimilinu. Það hefur verið nóg að gera hjá henni frá byrjun og verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig. Þórunn stefnir á að láta steypuvinnuna í hendur annarra í framtíðinni svo að hún nái að einbeita sér enn frekar að hönnuninni. Það er margt spennandi á döfinni hjá By multi. 

Hugmyndin af veggplöttunum kemur frá æskuheimili Þórunnar. Þar héngu koparpottar með stjörnumerkjum allra fjölskyldumeðlima upp á vegg. Þórunni fannst þetta alltaf heillandi og langaði sjálf að eignast svipað fyrir sína eigin fjölskyldu.

Stjörnumerkjaplattarnir fást í Líf og list Smáralind, Dimm Ármúla, @home Akranesi, Motivo Selfossi, Póley Vestmannaeyjum, Fok Borgarnesi, Kista Akureyri, Blóma og Gjafabúðinni Sauðárkróki.

Mér hafa alltaf þótt stjörnumerkjaplattarnir dásamlega fallegir og þeir hafa verið á óskalistanum mínum lengi. Loksins munu þeir fá að prýða heimilið mitt en ég fékk að gjöf stjörnumerki barnanna, meyju og fisk. Ég hlakka til að setja þá upp á næstu dögum.

By Multi vefverslun
By Multi Instagram
By Multi Facebook

Takk fyrir að lesa & endilega takið þátt í gjafaleiknum

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

MYNDBAND: BLEIKJA MEÐ RJÓMAOSTI OG KRÖNSI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUppskriftir

Einföld og dásamleg bleikja með hvítlauks og kryddjurta Philadelphia rjómaosti og Eat real snakki með Chili og sítrónu sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Ofur fljótlegur og bragðgóður réttur sem ég mæli mikið með. Ég elska hvað snakkið gerir réttinn extra krönsí og góðan. Ekta uppskrift til að útbúa í byrjun vikunnar. Hér kemur uppskriftamyndband af þessum frábæra rétti.

Bleikja 500 g
3-4 msk Philadelphia light með hvítlauki og kryddjurtum
6 dl Eat real snakk með chili og sítrónu
4 msk Filippo berio ólífuolía
Salt og pipar
PAM sprey
Toppið með ferskri steinselju

Aðferð

 1. Smyrjið eldfast mót með PAM spreyji. Leggjið bleikjuna í formið. Saltið og piprið eftir smekk.
 2. Smyrjið rjómaostinum yfir flökin.
 3. Myljið snakkið í poka eða í matvinnsluvél og blandið saman við ólífuolíu.
 4. Dreifið snakkinu yfir bleikjuna  og bakið í 20 mínútur við 190°C. Gott að toppa með

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FRENCH TOAST MEÐ FERSKUM BERJUM

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUppskriftir

Hér kemur uppskrift að french toast með ferskum berjum, hlynsírópi og rjómaostablöndu. Geggjuð blanda og kjörið til að útbúa fyrir páskabrönsinn.  Ég gerði þessa gómsætu uppskrift í samstarfi við Innnes. Ég nota fersk ber frá Driscoll’s en þau eru komin í nýjar og fallegar pappaöskjur sem innihalda minna plast og eru 100% endurvinnanlegar. Og ekki skemmir hvað berin eru virkilega bragðgóð. Rjómaostablandan passar mjög velmeð en hún inniheldur Philadelphia rjómaost, hlynsíróp, vanilludropa og rjóma. Ég mæli mikið með þessari uppskrift.

6 þykkar súrdeigsbrauðsneiðar
6 egg
1 dl rjómi
2 msk hlynsíróp
1 msk púðursykur
1 tsk vanilludropar
Smjör til steikingar

Toppa með:
Fersk ber frá Driscoll’s
Hlynsíróp

Rjómaostablanda
1 dolla hreinn Philadelphia rjómaostur
1 tsk vanilldropar
2 tsk hlynsíróp
1-2 tsk rjómi

Aðferð

 1. Byrjið á því að skerasúrdeigsbrauð í rúmlega 2 cm þykkar sneiðar. 
 2. Hrærið saman egg, rjóma, hlynsíróp, púðursykur og vanilludropa. Hellið blöndunni í eldfast mót eða einhversskonar stórt ílát.
 3. Blandið brauðsneiðunum saman við eggjablönduna og leyfið þeim að liggja í blöndunni í um 10 mínútur.
 4. Á meðan er gott að skola berin og skera þau. 
 5. Blandið öllu í rjómaostablönduna vel saman í skál .
 6. Steikið brauðsneiðarnar við vægan hita upp úr smjöri þar til þær verða eldaðar, gylltar og fallegar.
 7. Toppið með rjómaostablöndunni, hlynsírópi og berjum eftir smekk. Njótið vel!

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GLEÐILEGA PÁSKA!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LJÚFFENGIR EFTIRRÉTTIR Í GLÖSUM

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Fréttablaðið tók mig í smá páskaspjall og ég deildi með þeim uppskrift að ljúffengum eftirréttum sem eru afar einfaldir. Þið getið lesið viðtalið hér og að sjálfsögðu ætla ég að deila með ykkur uppskriftunum. Ég elska góða eftirrétti og ekki skemmir ef þeir eru einfaldir og þægilegir. Þess vegna ætla ég að deila með ykkur tveimur uppskriftum að einföldum eftirréttum í samstarfi við Innnes sem bornir eru fram í glösum eða krukkum. Það góða við þá er að hægt er að útbúa þá með smá fyrirvara. Ostakaka með möndlusmjöri, haframulningi og ferskum berjum sem er aðeins í hollari kantinum og marengs í glösum með dumle, rjóma, jarðaberjum, ástríðuávexti og fræjum úr granatepli. Mæli með að setja minna í krukkurnar/glösin ef að þið viljið minni skammta.

Ostaka í krukku með kókös- og möndlusmjöri og haframulningiFyrir 4
1 dós Philadelphia rjómaostur
2 dl rjómi
4 msk kókos og möndlusmjör með döðlum frá Rapunzel
Smátt skorin hindber eftir smekk
Smátt skorin jarðaber eftir smekk
Ristaðar möndluflögur, má sleppa

Haframulningur
1 1/2 dl grófar hafraflögur frá Rapunzel
½ dl spelt
½ dl kristallaður hrásykur frá Rapunzel
80 g smjör

Aðferð

 1. Byrjið á því útbúa haframulninginn. Skerið smjörið í litla bita og blandið öllu saman með höndunum. Dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 15-17 mínútur við 190°C eða þar til blandan verður gyllt og stökk. Það þarf að hræra í blöndunni nokkrum sinnum á meðan hún er að bakast.
 2. Hrærið saman rjómaosti og kókos-og möndlusmjöri.
 3. Þeytið rjóma og blandið saman við rjómaosta blönduna.
 4. Dreifið 1-2 msk af haframulningi í botninn á krukku eða glasi. Því næst dreifið 2-3 msk af rjómaosta blöndunni og svo berjum eftir smekk. Dreifið aftur haframulningi, rjómaosta blöndunni og berjum. Skreytið með smá haframulningi og möndlu-og kókosmjöri.

 

Marengs í krukku með Dumle

Fyrir 4
1 marengsbotn (ég keypti tilbúinn)
4 dl þeyttur rjómi
1 Dumle súkkulaðiplata (fæst í Hagkaup og Fjarðarkaup)
3 msk rjómi
Smátt skorin jarðaber eftir smekk
1-2 ástríðuávextir
Fræ úr ½ granatepli

Aðferð

 1. Byrjið á því að bræða Dumle súkkulaðiplötuna í potti ásamt 3 msk rjóma við vægan hita og kælið. Saxið smá af súkkulaðinu áður til að skreyta með. Ef blandan er of þykk þá er gott að bæta smá rjóma saman við.
 2. Þeytið rjómann.
 3. Brjótið marengsinn í litla bita og dreifið í botninn á krukku eða glasi. Því næst dreifið þeyttum rjóma, berjum, granateplafræjum, ástríðuávexti og Dumle súkkulaðið. Endurtakið þetta og skreytið með saxaða Dumle súkkulaðinu.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

ALFREDO PASTA MEÐ TÍGRISRÆKJUM OG RJÓMAOSTI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Tígrisrækjur og penne pasta í ljúffengri Alfredo sósu er afar gómsæt blanda og passar sérlega vel að sötra ískalt hvítvín með. Þessa uppskrift gerði ég í samstarfi við Innnes og er kjörin til að útbúa í páskafríinu. Í minni útgáfu af Alfredo sósu er hveiti og Philadelphia rjómaostur sem gerir hana sérstaklega djúsí, góða og aðeins fylltari. Ef að þið viljið þynnri sósu má sleppa hveitinu eða bæta meiri rjóma eða mjólk saman við. Svo finnst mér líka ómissandi að setja litla ferska tómata í réttinn. Ég mæli mikið þessum góða rétti.

Fyrir 2-3
500-600 g stórar tígrisrækjur frá Sælkerafiski
1-2 hvítlauksrif
1 msk fersk steinselja, smátt skorin
½ tsk chili duft
Salt og pipar
1 msk ólífuolía
2 msk smjör
1 hvítlauksrif
1 msk hveiti
½ tsk laukduft
1 dl rjómi + meira eftir smekk
1 dl mjólk
⅔ dós Philadelphia rjómaostur
1½ dl rifinn Parmareggio reggiano
20 litlir tómatar (eða magn eftir smekk)
Penne Rigate pasta frá De Cecco

Aðferð

 1. Byrjið á því að blanda tígrisrækjum saman við kramið eða rifið hvítlauksrif, steinselju, chiliduft, salt, pipar og ólífuolíu.
 2. Sjóðið penne pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu og skerið tómatana í litla báta.
 3. Steikið tígrisrækjurnar á pönnu upp úr ólífuolíu við meðalhita og takið þær til hliðar þegar þær eru orðnar eldaðar í gegn.
 4. Bræðið smjörið á sömu pönnu við meðalhita, bætið krömdu eða rifnu hvítlauksrifi, laukdufti og hveiti saman við og hrærið vel. Bætið mjólkinni út á pönnuna, hrærið og leyfið sósunni að þykkna. 
 5. Blandið rjóma, rjómaosti, parmareggio reggiano saman við og hrærið vel saman. Bætið við rjóma eða mjólk útí eftir smekk (ef að þið viljið þynna sósuna) og saltið og piprið.
 6. Hrærið penne pastanu saman við sósuna og dreifið tómötunum og rækjunum yfir.
 7. Stráið svo að lokum rifnum Parmareggio reggiano og steinselju yfir allt. 

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: FRENCH 75

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Kokteill helgarinnar er ljúffengur og afar frískandi French 75. Hann inniheldur dásamlega blöndu af freyðivíni, gini, sykursírópi og sítrónusafa. Það er ekkert svo langt síðan að ég uppgötvaði þennan drykk en ein yndisleg frænka sagði mér frá honum og hann er strax orðinn einn af uppáhalds.  Hvernig væri að skála í þessum um helgina eða í páskavikunni? Ég ætla allavega að gera það. Skál til ykkar!

1 kokteill
3 cl Roku gin
2 cl sykursíróp
2 cl sítrónusafi
Klakar
1,5 dl Lamberti Prosecco

Aðferð

 1. Hristið saman gin, sykursíróp, sítrónusafa og nokkra klaka í kokteilhristara.
 2. Hellið í gegnum sigti í fallegt glas og fyllið upp í það með Prosecco.
 3. Skreytið með sítrónu og njótið.

Sykursíróp
200 g sykur
200 ml vatn

Aðferð

 1. Blandið saman vatn og sykur i í pott. 
 2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
 3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI !

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LITLAR VEGAN ÍSKÖKUR MEÐ OREO

EFTIRRÉTTIR & KÖKURGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Mögulega einn af einföldustu eftirréttum sem ég hef gert og þar að auki vegan. Hér kemur uppskrift að mjög svo ljúffengum litlum ískökum með Oreo botni sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Ég nota vanillusósu frá Oatly sem er dásamlega bragðgóð. Þeyti sósuna vel þar til hún verður flöffý og dreifi yfir Oreo botnana. Frysti og dreifi ferskum berjum yfir kökurnar. Nammi! Tilvalinn eftirréttur um páskana.

12 litlar ískökur (einnig hægt að útbúa eina stóra köku)
3 dl Oreo crumbs með kremi (eða mulið Oreo)
3 msk kókosolía, brædd
250 ml Oatly vanillusósa
Fersk ber

Aðferð

 1. Byrjið á því að blanda sama Oreo crumbs og kókosolíu. Hrærið vel saman.
 2. Klippið út 12 litlar plastfilmur og dreifið í botninn á bollakökuformi fyrir 12 kökur.
 3. Dreifið Oreo blöndunni jafnt í formin og frystið.
 4. Þeytið vanillusósuna þar til hún verður létt í sér og dreifið jafnt yfir Oreo botninn.
 5. Frystið í nokkrar klukkustundir og berið fram með ferskum berjum. Njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars