fbpx

LJÚFFENGAR ANDABRINGUR OG MEÐLÆTI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Í samstarfi við Innnes útbjó ég franskar andabringur með steiktum kartöflum, kantarella sveppasósu og rósakáli með rjóma og parmesan. Þar sem við ætlum að halda fyrstu jólin heima þetta árið þá langar okkur að búa til nýjar hefðir og elda eitthvað sem við erum ekki vön að borða á jólunum. Við erum mjög spennt fyrir önd og ég prófaði andabringur frá Vallette á sunnudagskvöldið. Vá hvað þær eru ljúffengar og verða því líklegast í matinn á aðfangadagskvöld, Ég skoðaði fjöldan allan af uppskriftum á vefnum góða og þetta var útkoman – alveg ótrúlega góð! Gott er að bera öndina fram með t.d. waldorfsalati og það er algjört „must“ að steikja kartöflurnar upp úr andafitunni. Rósakál með rjóma og parmesan setur punktinn yfir i-ið og allt rennur þetta svo ljúflega niður með góðu rauðvíni. MMMmmmm…!

Uppskrift fyrir 2-3

Andabringur
1 frosin andabringa frá Vallette
Salt og pipar
Ferskt timían
Ferskt rósmarín

Sósa:
1 dl þurrkaðir kantarella sveppir
Smjör til steikingar
1 tsk smátt skorið ferskt rósmarín og timían
1 ½ msk smjör
3 msk hveiti
1 ½ dl vatn
2-4 tsk andakraftur frá Oscar
1 tsk púðursykur
Salt og pipar
2 dl mjólk
1 dl rjómi

Rósakál
5 dl ferskt rósakál
Smjör til steikingar
Salt og pipar
½ dl rjómi
½ dl rifinn parmigiano reggiano

Kartöflur eftir smekk

Aðferð:

Andabringur

 1. Skerið tígla í fituna á andabringunni og passið að skera ekki ofan í kjötið.
 2. Hitið pönnu og steikið andabringuna með fituna niður í 7-9 mínútur eða þar til fitan er orðin stökk. Ausið fitunni af pönnunni jafnóðum og notið til að steikja kartöflurnar.
 3. Snúið andabringunni við og steikið í 1-2 mínútur.
 4. Saltið og piprið eftir smekk. Setjið ferskt rósmarín og timían á andabringuna og klárið eldunina í ofninum í 12-15 mínútur við 180°C. Gott er að nota kjöthitamæli en kjarnhitinn á að vera 60 gráður. Andabringurnar mega alls ekki vera of mikið eldaðar því þá eru þær ekki góðar.
 5. Leyfið kjötinu að hvíla í 10-15 mínútur og njótið.

 

Sósa

 1. Skolið þurrkuðu kantarella sveppina og látið þá liggja í bleyti samkvæmt leiðbeiningum.
 2. Steikið þá upp úr smjöri og bætið við fersku timían, rósmarín, salti og pipar eftir smekk. Takið þá til hliðar.
 3. Bræðið smjör og bætið hveiti saman við. Hrærið í brauðbollu.
 4. Bætið vatni saman við og hrærið þar til blandan er orðin þykk og mjúk.
 5. Bætið andakrafti, púðursykri, salti og pipar og hrærið vel saman.
 6. Hellið mjólk og rjóma útí og blandið kantarella sveppunum saman við. Þynnið sósuna með rjóma og kryddið eftir smekk.

 

Kartöflur

 1. Steikið kartöflurnar upp úr andafitunni þar til þær verða smá stökkar. Kryddið eftir smekk og klárið eldunina í ofninum.

 

Rósakál

 1. Hreinsið rósakálið, skerið stilkana af og kálið í tvennt.
 2. Steikið á pönnu upp úr smjöri og kryddið með salti og pipar.
 3. Setjið í eldfast mót, hellið rjómanum yfir og stráið yfir rifnum parmigiano reggiano. Bakið í ofnið við 180°C í 6-8 mínútur. 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TYRKISK PEBER- OG SÚKKULAÐI SMÁKÖKUR: MYNDBAND

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Mmm… þessar eru algjört nammi! Smákökur með Tyrkisk peber, hvítu- og dökku súkkulaði sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Stökkar kökur sem gefa ekkert eftir. Að setja Tyrkisk peber í smákökur er ,,game changer’’ og ég mæli sannarlega með að þið prófið þessar.

Uppskrift gerir 26 smákökur
100 g púðursykur
 50 g smjörvið stofuhita
 1 egg
 150 g dökkt súkkulaði
 1 tsk vanilludropar
 100 g hveiti
 1 tsk lyftiduft
 50 g möndlumjöl
 100 g hvítt súkkulaðismátt saxað
 1 dl Tyrkisk Peber
Aðferð
 1. Bræðið helminginn af dökka súkkulaðinu yfir vatnsbaði og saxið hinn helminginn í litla bita.
 2. Hrærið saman smjör og púðursykur.
 3. Blandið egginu við og hrærið þar til blandan verður létt og ljós.
 4. Bætið útí súkkulaðibráðinu og vanilludropum og hrærið saman.
 5. Sigtið hveiti og lyftiduft út í blönduna og hrærið.
 6. Brjótið Tyrkisk Peber brjóstsykurinn í litla bita með því að merja hann.
 7. Blandið saxaða dökka súkkulaðinu, hvíta súkkulaðinu, Tyrkisk Peber og möndlumjöli saman við.
 8. Kælið deigið í 30-60 mínútur.
 9. Notið teskeið til þess að gera litlar kúlur úr deiginu og setjið á bökunarplötu þakta smjörpappír. Þær stækka vel þannig að hafið gott bil á milli þeirra.
 10. Bakið við 180°C í 10-12 mínútur og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GLEÐILEGAN BAKSTUR!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DÁSAMLEGT JÓLAHLAÐBORÐ HEIMA & GJAFALEIKUR

SAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Jólahlaðborð heima þarf alls ekki að vera flókið. Í samstarfi við Krónuna útbjó ég girnilegt jólahlaðborð og vá hvað allt var gott! Við Krónan ætlum að gleðja einn heppinn fylgjanda með gjafabréfi frá Krónunni en með því er hægt að fá allt sem til þarf til að útbúa girnilegt jólahlaðborð. Þið getið tekið þátt hér:

Í Krónunni er mikið úrval af tilbúnu jólagóðgæti. Sósuna, kartöflurnar og kjötið þarf aðeins að hita upp og úrvalið af meðlæti er glæsilegt. Bæði einfalt og gott og tekur aðeins 15 mín. að útbúa. Þið getið lesið meira hér: https://kronan.is/jolahladbord/

Það er þægilegt að koma við í næstu Krónuverslun og velja í geggjað jólahlaðborð eða þá að versla í Krónu snjallversluninni. Mæli með!

Hér kemur mitt jólahlaðboð sem var svo gott:

Forréttir:
Graflax, graflaxsósa og rúgbrauð
Hreindýrapate með jarðaberjasósu

Aðalréttir:
Elduð kalkúnabringa með salvíu
Dönsk lifrakæfa með beikoni

Meðlæti:
Kalkúnasósa með salvíu
Kartöflubátar
Waldorf salat
Rauðlaukssulta
Lúxus laufabrauð
Rúgbrauð
Jólaglögg

Eftirréttir:
Konfekt, súkkulaðitrufflur, jarðaber og hindber

Takk fyrir að lesa & njótið aðventunnar 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TACOS MEÐ MADRAS KJÚKLINGI: MYNDBAND

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Ég er náttúrulega með tacos æði og elska að útbúa allskonar útgáfur af því. Hér kemur uppskriftamyndband af tacos með indversku ívafi sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Ég baka street tacos tortillur með hvítlaukssmjöri þannig að þær fá sérstaklega gott bragð. Ég fylli þær svo með madras kjúklingi, salati, gúrku, rauðlauk og mangó chutney sósu. Þessi réttur gjörsamlega leikur við bragðlaukana.

Miðað er við þrjár tacos tortillur á mann
Mission street tacos tortillur
3 Rose Poultry kjúklingabringur, smátt skornar
Filippo berio ólífuolía til steikingar
Salt og pipar
1 krukka Pataks Madras sósa
½ gúrka
¼-½ rauðlaukur
1-2 hvítlauksrif, pressuð
25 g smjör
1 msk ferskt kóríander, smátt skorið
Klettasalat eða salatblanda
1 dós hreint jógúrt
3 msk Pataks Mango chutney
Ferskt kóríander

 Aðferð

 1. Steikið smátt skorinn kjúklinginn upp úr ólífuolíu og kryddið með salti og pipar eftir smekk.
 2. Blandið Madras sósunni saman við og hrærið.
 3. Skerið gúrku og rauðlauk smátt og blandið saman í skál.
 4. Hrærið jógúrti og mangó chutney saman í skál.
 5. Bræðið smjör við vægan hita og setjið hvítlauksrif, kóríander, salt og pipar saman við.
 6. Penslið báðar hliðarnar á taco tortillunum með smjörblöndunni. Leggið þær á bökunaplötuþakta bökunarpappír og bakið í ofni í 5-7 mínútur við 190°C.
 7. Setjið að lokum salat, kjúkling, gúrku, rauðlauk og Mango chutney sósu í tortillurnar. Stráiðkóríander yfir eftir smekk.

 

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GÓMSÆTAR SMÁKÖKUR MEÐ HVÍTU – & LJÓSU SÚKKULAÐI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Fátt er betra en nýbakaðar og ilmandi smákökur á aðventunni. Ég útbjó þessar gómsætu smákökur í samstarfi við Krónuna þar sem öll hráefnin í uppskriftinni fást. Klassískar smákökur með hvítum – og ljósum súkkulaðidropum sem eru ótrúlega bragðgóðar og allir elska. Stökkar að utan og mjúkar að innan og svo er fljótlegt að útbúa þær. Mæli með að þið prófið þessar á aðventunni.

Uppskrift gerir 26-28 smákökur
1,2 dl púðursykur
50 g smjör (við stofuhita)
1 egg
2 dl hvítir súkkulaðidropar frá Bowl and Basket
1 tsk vanilludropar
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 dl möndlumjöl
1½ dl ljósir súkkulaðidropar frá Bowl and Basket.

Aðferð

 1. Bræðið 1 dl af hvítu súkkulaði yfir vatnsbaði.
 2. Hrærið saman smjör og púðursykur.
 3. Bætið egginu saman við og hrærið þar til blandan verður létt og ljós.
 4. Bætið við hvíta súkkulaðinu og vanilludropum og hrærið.
 5. Sigtið hveiti og lyftidufti út í blönduna og hrærið. 
 6. Að lokum bætið við möndlumjöli, 1 dl af hvítum súkkulaðidropum og 1½ dl af ljósum súkkulaðidropum. Hrærið rólega saman. Gott að kæla deigið í 30-60 mínútur.
 7. Notið teskeið og hendurnar til þess að móta litlar kúlur úr deiginu. Dreifið á smjörpappírsklædda bökunarplötu og  passið að hafa gott bil á milli þeirra.
 8. Bakið við 180°C í 8-10 mínútur og njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: TRÖNUBERJA GIN

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Jólaundirbúningurinn byrjar á mörgum heimilum í nóvember og þessi tími er svo yndislegur. Því finnst mér alveg tilvalið að komast í smá jólafíling með góðum drykk og hér kemur nýr og bragðgóður kokteill sem kemur manni í jólaskapið. Kokteillinn inniheldur gin, trönuberjasafa, sykursíróp, angostura bitter, rósmarín og appelsínu. Þessi blanda er alveg sérlega góð og trönuberin, appelsínukeimurinn og rósmarínið gerir drykkinn svo jólalegan og gómsætan. Margir eru að skipuleggja matarboð eða aðra jólahittinga og þá á þessi kokteill einstaklega vel við.

60 ml Roku gin
1,3 dl trönuberjasafi
2 ml sykursíróp
Nokkrir dropar angostura bitter
Rosmarín stilkur
Appelsínu sneið
Klakar
Skreyta með trönuberjum eða rifsberjum

Aðferð

 1. Hellið gini, trönuberjasafa, sykursírópi og bitter í fallegt glas og hrærið saman.
 2. Fyllið glasið af klökum og setjið rósmarín stilk og appelsínusneið.
 3. Skreytið með trönuberjum og njótið.

GÓÐA HELGI & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

ALLT FYRIR JÓLAKAFFIBOÐIÐ // GJAFALEIKUR

HEIMILISAMSTARF

Í tilefni þess að jólabaksturs tímabilið er að hefjast þá er er ég með gjafaleik á Instagram í samstarfi við Kötlu og verslunina Bast. Ég ætla að gefa einum fylgjanda dásamlegar vörur fyrir jólakaffiboðin. Fallegt kaffistell ásamt krukkum frá Bitz í litnum matt cream, hör servíettur,  skemmtileg smákökuform, kæligrind og ljúffengu smákökudeigin frá Kötlu. Þið getið tekið þátt í leiknum hér:

Kökudeigin frá Kötlu eru alltaf klassísk og dásamlega ljúffeng. Þið getið séð hugmyndir hér.

Mér finnst þetta Bitz stell svo fallegt. Liturinn er svo fagur og svo er ég hrifin að áferðinni.

Bollar og mjólurkanna.

Diskarnir eru svo fallegir og koma í tveimur stærðum.
Kæligrind og skemmtileg smákökuform, 15 stk.
Bast diskamottur og hör servíettur.Krukkur sem eru tilvaldar undir smákökurnar.  12 cm og 16 cm.

TAKK FYRIR AÐ LESA OG ÉG MÆLI MEÐ AÐ TAKA ÞÁTT Í LEIKNUM ❤️

//HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

 

QUESADILLAS MEÐ TÍGRISRÆKJUM: MYNDBAND

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Hér kemur bragðgóð og einföld uppskrift að quesadillas sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Ég elska quesadillas og er það oft á boðstólum heima hjá mér. Hér fylli ég þær með tígrisrækjum, Philadelphia rjómaosti, kokteiltómötum og blaðlauk. Toppa þær svo með majónesi, Tabasco Sriracha sósu og avókadó. Mjög bragðgóður og einfaldur réttur sem klikkar ekki.

Tvær quesadillas
4 Mission hveiti tortillur
300 g Sælkerafiskur stórar tígrisrækjur
1-2 msk Caj P grillolía með hvítlauki
Salt og pipar
Chili duft
Filippo berio ólífuolía
Philadelphia rjómaostur
12-15 litlir tómatar, smátt skornir
2 msk blaðlaukur, smátt skorinn
2 lítil avókadó
½ límóna
Ferskt kóríander

 Heinz majónes í túpu
Tabasco Sriracha sósa

 Aðferð

 1. Veltið rækjunum upp úr grillolíunni og kryddið með salti, pipar og chili dufti.
 2. Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu þar til þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn, það tekur 2-3 mínútur.
 3. Smyrjið tortillurnar með rjómaosti og dreifið blaðlauki, tómötum og tígrisrækjum yfir helminginn.
 4. Lokið tortillunum og penslið með ólífuolíu. Bakið í ofni í 5-7 mínútur við 190°C.
 5. Stappið avókadó og blandið saman við safa úr límónu, salti og pipar.
 6. Skerið quesadillas í sneiðar og berið fram með majónesi, sriracha sósu og fersku kóríander eftir smekk.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LJÚFFENGT BRIOCHE BRAUÐ MEÐ ÞEYTTUM RICOTTA

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIRVEISLUR

Dúnmjúkt og bragðgott brioche brauð og þeyttur ricotta ostur með ofnbökuðum tómötum. Þegar ég fór til Berlínar um miðjan október þá fékk ég alveg dásamlegt brioche brauð með þeyttum osti. Ég hef ekki hætt að hugsa um þetta síðan og ég varð að prófa að útbúa svona sjálf. Ég leitað eftir góðri uppskrift og datt inn á þessa eftir einn af mínum uppáhalds matarbloggurum, Half baked Harvest. Þetta heppnaðist alveg ótrúlega vel og vá hvað ég mæli með að þið prófið. Þetta er smá tímafrekt en samt sem áður alveg þess virði. Það er einnig gott að bera brauðið fram með þeyttu smjöri eða þeyttum fetaosti og ekki skemmir að drekka gott rauðvín með. Tilvalið sem forréttur. Svo mæli ég með að útbúa french toast úr brauðinu daginn eftir.

Uppskrift gerir tvö brauð
1,6 dl volg mjólk
1 bréf ger
4 msk hunang
5 egg, 4 fyrir deigið og 1 til að pensla
8-9 dl hveiti
1 tsk salt
60 g smjör, við stofuhita
185 g kalt smjör, skorið í þunnar sneiðar

Aðferð

 1. Blandið saman mjólk, geri, hunangi, 4 eggjum, hveiti og salti í hrærivél og notið deig krókinn. Hærið í 4-5 mínútur eða þar til hveitinu er vel blandað saman við hin hráefnin.
 2. Bætið við smjörinu við stofuhita og hrærið í 2-3 mínútur í viðbót.
 3. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið að hefast í 1 klst eða þar til deigið hefur tvöfaldast.
 4. Stráið smá hveiti á borð og setjið deigið ofan á. Fletjið út deigið í 30×45 cm rétthyrning.
 5. Leggið þunnar sneiðar af köldu smjöri á annan helminginn af deiginu og þrýstið varlega til að það festist. Brjótið saman hinn helmingnum af deiginu yfir smjörið og hyljið það alveg.
 6. Fletjið aftur út deigið í 30×45 cm rétthyrning. Brjótið nú ⅓ af deiginu í miðjuna og brjótið svo hinn yfir efsta hluta fyrsta lagsins þannig að nú hafið þið 3 deiglög (eins og umslag).
 7. Pakkið deiginu inn í plastfilmu og setjið í ísskáp í 15-20 mínútur þar til það hefur kólnað (einnig er hægt að kæla deigið yfir nótt í ísskápnum).
 8. Smyrjið tvö 22 x12 cm brauðform.
 9. Takið deigið úr ísskápnum og rúllið deiginu í um 30×45 cm rétthyrning. Rúllið deiginu í pylsu og haldið því þétt að ykkur á meðan þið rúllið. Skerið deigið í tvennt og setjið í brauðformin. Hyljið það með viskastykki og látið hefast í 45 mínútur-1 klst.
 10. Pennslið deigin með þeyttu eggi og bakið í ofni við 180°C í 30-35 mínútur eða þar til brauðið er orðið dökkbrúnt að ofan. Látið kólna aðeins og berið fram með þeyttum ricotta osti eða því sem ykkur langar í.

Þeyttur ricotta ostur með ofnbökuðum tómötum
1 dós ricotta ostur (einnig gott að nota fetakubb)
3 hvítlauksrif, ofnbökuð
½-1 tsk salt
¼ tsk pipar
15 kokteiltómatar
1 tsk ferskt timían
1 msk fersk steinselja
2 hvítlauksrif
Salt og pipar
1 msk ólífuolía

Aðferð

 1. Byrjið á því að skera tómatana smátt. Blandið þeim saman við ólífuolíu, pressuð hvítlauksrif, timían, steinselju, salt og pipar. Bakið í ofnið í 10 mínútur við 185°C.
 2. Leggið þrjú hvítlauksrif (án þess að taka hýðið) á álpappír, dreifið ólífuolíu yfir og pakkið þeim inn. Bakið með tómötunum í 10 mínútur við 185°C.
 3. Þeytið ricotta ostinn saman við bakaða hvítlaukinn (passið að taka hýðið af), salt og pipar með töfrasprota.
 4. Setjið ostinn í skál og dreifið svo ofnbökuðu tómötunum yfir.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

PIZZA MEÐ BUFFALO KJÚKLINGI & RJÓMAOSTI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Í samstarfi við Innnes ætla ég að deila með ykkur uppskrift að gríðarlega gómsætri og djúsí pizzu með buffalo kjúklingi og gráðostasósu. Ég hef nokkrum sinnum útbúið þessa og nú er komið að því að deila henni með ykkur. Lykilatriðið er að nota Philadelphia rjómaost í staðinn fyrir pizzasósu en það gerir pizzuna einstaklegs bragðgóða og djúsí. Ég læt uppskrift að góðu pizzadeigi fylgja með en ef að þið viljið hafa hana extra fljótlega þá er bara næs að kaupa tilbúna deig kúlu í næstu verslun. Ferskt salat og ískaldur bjór fer afar vel með þessari pizzu. Hvernig væri að skella í þessa á næsta pizza kvöldi? Namminamm!

Uppskrift gerir 12 tommu pizzu

Pizzadeig (2-3 pizzabotnar)
12 g þurrger (ein pakkning)
1 1/2 dl ylvolgt vatn
1 msk hunang
2 msk ólífuolía
1 tsk salt
6-7 dl fínmalað spelt

100 g kjúklingur (gott að kaupa tilbúnar skornar kjúklingabringur)
1 dl Buffalo sósa
3-4 msk Philadelphia rjómaostur
2-3 dl rifinn mozzarella ostur
Rauðlaukur, skorinn í strimla eftir smekk
Steinselja
Ferskt salat

Gráðostasósuna
1/2 dl gráðostur
2 dl majónes
1 dl sýrður rjómi
Salt og pipar
1 msk safi úr sítróna

 

Aðferð:

 1. Blandið saman þurrgeri, ylvolgu vatni og hunangi í skál. Leyfið að standa í 10 mínútur eða þar til blandan er byrjuð að freyða vel.
 2. Bætið við ólífuolíu, salti og helmingnum af speltinu, Hærið saman og ég mæli með að nota hrærivél í verkið.
 3. Bætið restinni af speltinu saman við og hnoðið vel saman. Enn og aftur mæli ég með að nota hrærivélina til að hnoða deiginu í 5-7 mínútur en annars er líka hægt að nota hendurnar.
 4. Olíuberið rúmgóða skál, setjið deigið ofan í og leggið viskustykki yfir. Leyfið að hefast í klst eða meira.
 5. Setjið öll hráefnin í sósuna saman í töfrasprota og blandið vel saman. Einnig hægt að stappa gráðostinn og hræra saman við hin hráefnin.
 6. Blandið kjúklingnum og buffalo sósunni saman í skál.
 7. Fletjið út deigið og smyrjið ríkulega með Philadelphia rjómaostinum.
 8. Stráið mozzarella ostinum yfir og dreifið kjúklingunum og rauðlauknum yfir allt saman.
 9. Bakið í ofni við 220°C á blæsti í 12-15 mínútur.
 10. Stráið saxaðri steinselju yfir pizzuna og dreifið sósunni yfir. Njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars