fbpx

JARÐARBERJARÓSIR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Jarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem er mjög ljúffengur.

Eina sem þú þarft er:
Grillspjót eða kokteilpinnar
Borði
Driscolls jarðarber
Toblerone

Aðferð

 1. Skerið í jarðarberin þannig að þau mynda rósir (sjá aðferð hér: www.instagram.com/reel/C3TYaBmoAcJ/).
 2. Skreytið pinnana með slaufum og stingið þeim í jarðarberin.
 3. Bræðið Toblerone yfir vatnsbaði og berið fram með jarðarberjarósunum. Njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

JARÐARBERJABOLLUR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Einfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Ég notaði bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í uppskriftina í samstarfi við Innnes. Það er svo skemmtilegt að útbúa bollurnar sjálfur og bjóða í bolludagskaffi. En ef þið hafið ekki tíma til að baka bollurnar þá finnst mér líka sniðugt að kaupa þær tilbúnar út í búð og fylla þær sjálfur. Ég hvet ykkur til að prófa þetta.


200-250 g hvítt súkkulaði
500 ml rjómi
500 g jarðarber frá Driscolls (eitt stórt box)
3 msk flórsykur

Aðferð

 1. Smátt skerið 200 g af jarðarberjum. Stappið eða maukið restina af jarðarberjunum með töfrasprota.
 2. Þeytið rjóma og blandið jarðarberjunum og flórsykri varlega saman við.
 3. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið toppnum á bollunum útí súkkulaðið.
 4. Fyllið bollurnar með jarðarberjarjómanum, lokið með hvítsúkkulaði toppunum og njótið vel.

Vatnsdeigsbollur
80 g smjör
2 dl vatn
2 dl hveiti
2 stór egg

Aðferð

 1. Byrjið á því að setja smjör og vatn í pott. Hrærið saman og hitið þar til suðan kemur upp. Takið þá pottinn af hellunni.
 2. Blandið hveitinu saman við. Hærið vel þar til það verður að bollu, losnar frá pottinum og hættir að festast við pottinn.
 3. Kælið og blandið einu eggi í einu saman við blönduna.
 4. Notið tvær msk og dreifið deiginu í bollur á bökunarplötu þakta bökunarpappír.
 5. Bakið í 25-30 mínútur við 200° á blæstri. Tíminn fer eftir því hversu stórar bollurnar eru.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

EINFÖLD & BRAGÐGÓÐ ÍDÝFA

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Hér kemur uppskrift að dásamlegri ídýfu sem er ein sú allra einfaldasta og passar svo vel með Maruud bleika snakkinu með hvítlauk, bjarnarlauk og chili. Tilvalið til að bjóða uppá á gamlárskvöld. Ídýfan inniheldur sýrðan rjóma, krydd og Tabasco Habanero sósu. Gerist ekki einfaldara!

// Ég útbjó uppskriftina í samstarfi við Innnes.

1 dós sýrður rjómi
1 tsk saltflögur
1 tsk laukduft
1/2 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk pipar
Tabasco Habanero sósa eftir smekk
Maruud með hvítlauk, bjarnarlauk og chili

Aðferð

 1. Blandið saman sýrðum rjóma, salti, laukdufti, hvítlauksdufti og pipar.
 2. Bætið Tabasco Habanero sósu eftir smekk og hrærið saman. Smakkið ykkur til því sósan er mjög sterk.
 3. Berið fram með Maruud snakki og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

JÓLA COSMO

DRYKKIR

Nýi uppáhalds kokteillinn minn! Vá vá vá, hvað hann er bragðgóður og jólalegur með góðri froðu. Cointreu, möndlulíkjör, trönuberjasafi, sykursóp, lime og eggjahvíta. Geggjað að skála í þessum yfir hátíðirnar.

2 kokteilar
10 cl trönuberjasafi
5 cl Cointreau
5 cl Amaretto Bols Amsterdam
4 cl sykursíróp
4 cl safi úr lime
1 egg (eggjahvíta)
2 kirsuber úr krukku

Aðferð

 1. Hellið trönuberjasafa, Countreau, Amaretto, sykursírópi, limesafa og eggjahvítu í hristara og hristið í 10-15 sekúndur.
 2. Bætið klökum saman við og hristið aftur í 10-15 sekúndur.
 3. Hellið í falleg glös í gegnum sigti.
 4. Þræðið kirsuber á pinna og skreytið glasið. Njótið vel.

Sykursíróp

 1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.
 2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
 3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

JÓLASKÁL! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

RISARÆKJU SNITTUR MEÐ TABASCO SÓSU

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Þennan frábæra forrétt fyrir hátíðirnar útbjó ég í samstarfi við Innnes. Risarækjur í Tabasco ofan á súrdeigs baguette með tómötum, avókadó, salati og ljúffengri sósu. Leikur við bragðlaukana! Mæli með að bera fram með ísköldu Cava og njóta í botn!

32 risarækjur (í kringum 270 g)
1 msk Tabasco sósa
Hvítlauksduft, laukduft, salt & pipar
1 msk ólífuolía
16 sneiðar af súrdeigs baguette
40 g smjör + 2 hvítlauksrif
150 g tómatar medley eða kirsuberja
1 avókadó
Salat
Steinselja

Sósa:
1/2 dl Heinz majónes
2 msk sýrður rjómi
2 msk safi úr sítrónu
1 msk Tabasco sósa (eða magn eftir smekk)
Hvítlauksduft, laukduft, salt & pipar

 

Aðferð

 1. Byrjið á því að blanda saman risarækjum, Tabasco sósu, ólífuolíu, hvítlauksdufti, laukdufti, salti og pipar í skál. Leyfið þessu að marinerast á meðan þið útbúið restina.
 2. Hrærið öllum hráefnunum saman í sósuna. Kryddið eftir smekk og bætið viðð Tabasco sósu eftir smekk. Smakkið ykkur til.
 3. Smátt skerið tómata og avókadó.
 4. Penslið baguette sneiðarnar með bræddu smjöri og hvítlauk. Dreifið á bökunarplötu með bökunarpappír og bakið í 7-10 mínútur eða þar til brauðið er orðið stökkt.
 5. Steikið risarækjurnar upp úr ólífuolíu á vel heitri pönnu þar til að þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn.
 6. Smyrjið sneiðarnar með sósunni. Rífið salatið og dreifið yfir hverja sneið eftir smekk.
 7. Því næst dreifið tómötum, avókadó, tveimur risarækjum, smá sósu og steinselju yfir salatið.
 8. Berið fram með meiri sósu og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SKREYTUM BER: SKEMMTILEGUR JÓLAGJAFALEIKUR

SAMSTARF

Hæ✨ Ég ætla er með svo skemmtilegan gjafaleik í samstarfi með Driscoll’s og Gerum daginn girnilegan. Leikurinn gengur útá að gera eitthvað jólalegt úr berjunum og deila því með okkur. 🍓🫐 Skemmtilegt og hollt jólanammi sem er líka gott á þessum árstíma í bland við allt hitt góðgætið.

Við ætlum að gefa tvær Ninja CREAMi ísvélar, tvo Ninja blandara ásamt flottum gjafakörfum með berjum frá Driscolls.

Það sem þú þarft að gera til að taka þátt:

 1. Taktu mynd af berja listaverkinu þínu.
 2. Deildu myndinni í story eða á feedið þitt.
 3. Merktu @hildurrutingimars og @gerumdaginngirnilegan á Instagram – ef þú ert með lokað Instagram þurfum við að fylgja þér til að sjá hana- sendu þá myndina í skilaboðum.

Þetta þarf ekki að vera flókið. T.d. bara skreyta pönnuköku með berjum, skreyta disk með berjum eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug. Mæli með að leyfa börnunum spreyta sig í þessu. Pinterest er einnig með mikið af hugmyndum sem ég mæli með að skoða.

Við drögum út nokkra heppna fylgjendur 18. desember.

Hér koma nokkrar hugmyndir frá mér og Eddu:

Það er svo skemmtilegt að gera þetta með börnunum. Eddu minni fannst þetta mjög gaman og gott.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hildur Rut (@hildurrutingimars)

Allskonar sniðugt og jólalegt hægt að gera úr berjum. Hér koma nokkrar hugmyndir sem ég fann á Pinterest.

Ég hlakka mikið til að sjá listaverkin ykkar! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SPAGHETTI CARBONARA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hvernig væri að skella í dýrindis spaghetti carbonara sem tekur enga stund að útbúa og er dásamlega gott? Þessi uppskrift inniheldur fá en góð hráefni og er gerð í samstarfi við Innnes. Ég veit að margir hafa prófað að elda carbonara en ég mæli mikið með þessari útgáfu. Klassískur réttur sem klikkar ekki og passar sérlega vel með ísköldu hvítvíni, salati og hvítlauksbrauði. Tilvalið á þessum tíma árs þegar mikið er að gera hjá öllum og lítill tími fyrir eldamennsku.

Uppskrift fyrir fjóra
350 g spaghetti frá De Cecco
1 msk ólífuolía
270 g beikonsneiðar
2 msk smjör
2 hvítlauksrif
4 eggjarauður
2 dl rifinn parmesan ostur + meira til að toppa með
1/2-1 dl steinselja, smátt skorin
Salt og pipar
Pastavatn eftir smekk

Aðferð

 1. Byrjið á því að smátt skera beikon, aðskilja eggjarauðurnar frá eggjahvítunum, rífa parmesan ostinn og smátt skera steinseljuna. Gott að hafa allt tilbúið áður en þið sjóðið spaghetti.
 2. Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum á pakkningu með smá salti í vatninu.
 3. Steikið beikon upp úr 1 msk ólífuolíu þar til það verður stökkt. Lækkið í hitanum og bætið smjöri saman við.
 4. Hrærið saman eggjarauðum, parmesan osti, steinselju, salti og pipar í skál. Bætið pastavatni saman við til að þynna sósuna eftir smekk en passið að vatnið sé ekki bullsjóðandi (við viljum ekki að eggin eldist).
 5. Bætið spaghetti saman við beikonið á pönnunni og hrærið saman.
 6. Takið pönnuna alveg af hellunni og blandið eggjablöndunni saman við. Það er mikilvægt að hafa ekki hita undir pönnunni þannig að eggin eldist ekki.
 7. Toppa svo í lokin með parmesan osti, steinselju og njóta.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HREKKJAVÖKU DRAUGANAMMI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ljúffengt hrekkjavökusælgæti sem inniheldur rice krispies, Tony’s mjólkursúkkulaði, hnetusmjör, síróp og skreytt með hvít súkkulaði draugum. Ég útbjó þessa uppskrift í samstarfi við Innnes þar sem ég nota bragðgóða Tony’s súkkulaðið í uppskriftina. Súkkulaðinu sjálfu er skipt í ójafna parta en það er gert til að endurspegla misréttið sem á sér stað við framleiðslu kakóbauna sem er svo algengt í dag. Markmiðið hjá Tony’s er að framleiða gæða súkkulaði algerlega án þrælkunar. Svo nú er bara að bretta upp ermarnar og útbúa nammibita úr þessu geggjaða súkkulaði. Þessa sniðugu hugmynd sá ég á samfélagsmiðlum og það er upplagt að gera þetta með börnunum.

8 dl Rice krispies
2 dl síróp
200 g hnetumsjör
1 1/2  plata Tony’s mjólkursúkkulaði
150 g hvítt súkkulaði
Nammi augu

Aðferð

 1. Bræðið hnetusmjör og síróp í potti og blandið saman.
 2. Hrærið rice krispies saman við. Bætið við rice krispies ef ykkur finnst blandan of blaut.
 3. Dreifið blöndunni í skúffukökuform eða eldfast mót. Mæli með að setja smjörpappír undir. Geymið inn í frysti á meðan þið bræðið súkkulaðið.
 4. Bræðið Tony’s mjólkursúkkulaðið og hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði í sitthvorri skálinni.
 5. Dreifið mjólkursúkkulaðinu jafnt yfir rice krispies.
 6. Búið til drauga úr hvíta súkkulaðinu. Notið tannstöngla til að mynda draugana og setjið nammi augun þar sem þið viljið staðsetja augun.  Kælið í fyrstinum í klukkustund.
 7. Skerið í bita og geymið í frystinum.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GLEÐILEGA HREKKJAVÖKU! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HREKKJAVÖKU KOKTEILL: BRÓMBERJA MARGARITA

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Hvernig væri að skála um helgina í ljúffengum kokteil í tilefni hrekkjavökunnar? Kokteillinn samanstendur af Cointreau, Mezcal, brómberjum, timían, lime og sírópi og bragðast ótrúlega vel. Brómberin gera kokteilinn sérlega ferskan en gefa honum einnig drungalegt yfirbragð sem á vel við á hrekkjavökunni. 

Einn kokteill
5-6 brómber
2 fersk timían strá
2 cl safi úr lime
2 cl sykursíróp
2 cl Cointreau
5 cl Mezcal
Klakar

Skraut á glas
1 tsk sjávarsalt
1 tsk skógarberjate

Sykursíróp
200 g sykur
200 ml vatn

Aðferð

 1. Setjið brómberin í glas ásamt timjan, lime og sykursírópi. Merjið vel saman með morteli.
 2. Hellið Cointreau og Mezcal út í.
 3. Blandið saman skógarberjate og sjávarsalti í skál. Merjið saman með morteli.
 4. Dreifið saltblöndunni á disk og sykursírópi í annan disk. Dýfið brúninni á fallegu glasi öfugu ofan í sykursírópið. Því næst dýfið þið glasinu í saltblönduna og þekjið brúnina.
 5. Setjið klaka í glasið, hellið vökvanum í gegnum sigti og njótið.

 

SKÁL & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

KLASSÍSKT LASAGNA ALA HILDUR

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Klassískt lasagna er alltaf gott og þessi uppskrift sem ég útbjó í samstarfi við Innnes klikkar ekki. Mér finnst best að útbúa alfredo sósu til að setja á milli og ricotta ost. Það þarf að hafa aðeins meira fyrir því að útbúa sósuna sjálfur en vá hvað lasagnað verður extra bragðgott. Svo einfalt og alveg þess virði. Börnin mín elska þetta lasagna og borða alltaf mjög vel þegar það er á boðstólum. Fullkomið á köldum haustdegi með góðu rauðvíni.

600 g nautahakk
400 g tómatar í dós, hakkaðir
3 msk tómat púrra
1 laukur
3 hvítlauksrif
1 tsk salt
1/4 tsk pipar
1/4 tsk cayenne
1-2 msk nautakraftur
2 msk smátt söxuð steinselja

Lasagna plötur frá De Cecco
1 1/2 dl ricotta ostur
1 fersk mozzarella kúla
1 dl rifinn parmesan ostur

Alfredo sósa:
1 1/2 dl mjólk
1 1/2 dl rjómi
1 1/2 dl rifinn parmesan
1/2 tsk laukduft
1/2 tsk múskat
Salt og pipar eftir smekk

 

Aðferð

 1. Byrjið á því að smátt skera laukinn. Steikið laukinn upp úr ólífuolíu við vægan hita. Þegar hann er mjúkur þá bætið þið við nautahakkinu og pressið hvítlauksrifin út í og kryddið.
 2. Þegar nautahakkið er fulleldað þá bætið þið við niðursoðnu tómötunum og passata. Hrærið vel saman og leyfið þessu að malla í 20-30 mínútur. Má vera lengur.
 3. Á meðan nautahakkið mallar er gott að útbúa alfredo sósuna. Bræðið smjör í potti við vægan hita og bætið hvítlauknum saman við. Kryddið með laukkryddi, bætið hveitinu saman við og hrærið þar til blandan þykknar.
 4. Hrærið rjómanum og mjólkinni saman við og látið malla þar til blandan hefur aðeins þykknað. Blandið parmesan ostinum saman við í lokin.
 5. Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu og setjið til skiptis lasagnaplötur (mér finnst gott að bleyta lasagna plöturnar áður), ricotta ost, sósuna og nautahakkið. Þið ættuð að ná fjórum lögum ef þið notið álíka stórt mót og ég. Drefið svo parmesan osti yfir og rífið mozzarella kúluna yfir lasagnað.
 6. Bakið í 27 mínútur við 190°C með blæstri og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars