fbpx

ÓMÓTSTÆÐILEGIR TORTILLU ÞRÍHYRNINGAR

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ljúffengar og djúsí fylltar tortillur sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Spelt og hafra tortillur fylltar með rjómaosti (að sjálfsögðu Philadelphia), cheddar osti, kjúklingi, tómötum og laukhring. Ég loka þeim þannig að þær mynda þríhyrning sem auðvelt er að borða með höndunum og dýfa í sósur.  Snilldar uppskrift sem hentar vel sem kvöldmatur eða í Eurovision partýin sem eru framundan. Laukhringirnir setja punktinn yfir i-ið og gera þetta extra djúsí. Mæli með að þið prófið spelt og hafra tortillurnar frá Mission en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru alltaf til heima hjá mér.

2 kjúklingabringur frá Rose Poultry
1-2 msk ólífuolía
Krydd: ½ tsk laukduft, ½ tsk hvítlauksduft, ½ tsk cumin, 1 tsk salt, ¼ tsk chili(eða eftir smekk)
Mission spelt og hafra tortillur
Philadelphia rjómaostur
Rifinn cheddar ostur
Smátómatar eða kokteiltómatar
Laukhringir (frosnir)

Berið fram með sósum eftir smekk:
Heinz hvítlaukssósu
Salsasósu frá Mission
Guacamole

Aðferð

 1. Byrjið á því að skera kjúklingin mjög smátt.
 2. Blandið kjúklingnum saman við ólífuolíu og kryddið.
 3. Dreifið honum í eldfast mót og bakið í 20-25 mínútur við 195°C.
 4. Bakið laukhringina eftir leiðbeiningum og smátt skerið tómata.
 5. Skerið tortillur í tvennt.
 6. Smyrjið tortillurnar með rjómaosti og dreifið cheddar osti eftir smekk yfir.
 7. Dreifið 2 msk af kjúklingi í miðjuna, 1 msk tómötum og setjið laukhringin ofan á.
 8. Lokið tortillunni með því að mynda þríhyrning (sjá mynd fyrir neðan).
 9. Penslið tortillurnar með ólífuolíu og dreifið á ofnplötu þakta bökunarpappír.
 10. Bakið í ofni við 190°C í 6-8 mínútur og berið fram með sósum eftir smekk.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

EINFALT NAAN BRAUÐ

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Hér kemur uppskrift að mjög einföldu og ljúffengu naan brauði sem hefur einungis þrjú innihaldsefni ásamt kryddi! Svo fljótlegt að útbúa, bara skella hráefnunum saman í skál, hræra saman með sleif og mynda deigkúlur. Fletja deigið út og steikja á pönnu. Pensla í lokin með bræddu smjöri og voila. Einstaklega gott að bera það fram með indverskum mat.

6-8 lítil naan brauð
2 dl fínt spelt (& meira ef þarf)
1 dl hreint jógúrt
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1/2 tsk garam masala (má sleppa)

Toppa með:
2 msk smjör
Krydd eftir smekk: laukduft, hvítlauksduft (eða hvítlauksrif) og salt
Ferskt kóríander eftir smekk

Aðferð

 1. Blanda saman spelti,  jógúrt, salti og garam masala í skál með sleif eða skeið.
 2. Hræra öllu vel saman og að lokum nota hendurnar til að mynda kúlu. Bætið spelti saman við eftir smekk ef ykkur finnst blandan of blaut.
 3. Myndið 6-8 kúlur úr deiginu og fletjið þær út með kökukefli.
 4. Steikið deigið á báðum hliðum á vel heitri pönnu. Tekur stutta stund að steikjast, fylgist með og passið að brauðið brenni ekki.
 5. Bræðið smjör og blandið kryddi saman við.
 6. Penslið naan brauðin með smjörinu, dreifið kóríander eftir smekk og njótið!:)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: FROSIN MANGO- & JALAPENO MARGARITA

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Einstaklega ljúffengur drykkur sem er bæði sætur og rífur aðeins í. Frosið mangó, jalapeno, tequila, Cointreau, lime, síróp og nóg af klökum. Ég mæli með að bæta aðeins við jalapeno ef að þið viljið láta hann rífa í eða minnka magnið ef að þið viljið hafa hann mildari. Mér finnst best að hafa hann sterkan, það er svo gott með sæta mangó bragðinu. Skál & gleðilegt sumar!

Einn drykkur
4 cl Tequila Sauza Silver
2 cl Cointreau
2 cl safi úr lime
3 cl sykursíróp (eða venjulegt síróp)
½ ferskur jalapeno
1 dl frosið mangó
2 dl klakar
½ dl appelsínusafi
Salt eða sykur og lime bátur til að skreyta glasið (má sleppa)

Aðferð

 1. Byrjið á því að skreyta brúnina á glasinu. Nuddið lime báti við hana þar til hún verður blaut. Hellið sykri eða salti á disk, dýfið glasinu öfugu ofan í og þekjið brúnina.
 2. Smátt skerið jalapeno.
 3. Hellið tequila, cointreau, safa úr lime, sykursírópi og jalapeno í kokteilahristara og hristið vel saman. 
 4. Hellið í gegnum sigti í blender ásamt frosnu mangó, klökum, appelsínusafa og bætið 1 msk af jalapeno við ef að þið viljið láta þetta rífa aðeins í. 
 5. Blandið öllu saman og hellið í glasið. Njótið.

Sykursíróp

 1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.
 2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
 3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

JÓGÚRT- OG EGGJABRAUÐ MEÐ BERJUM

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ljúffengt ofnbakað brauð fyllt með grísku jógúrti, eggi, kanil, hlynsírópi og ferskum berjum. Namminamm! Þetta er alveg dásamlega gott í brönsinn. Hér ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni í samstarfi við Krónuna þar sem öll hráefnin í hana fást. Ég er búin að sjá þennan rétt svo oft á samfélagsmiðlum síðastliðinn mánuð að ég varð að prófa að útbúa mína eigin útgáfu og ég mæli hiklaust með að þið prófið líka. Einfalt, bragðgott og hentar vel um Páskana. Þið getið verslað allt í uppskriftina með einu handtaki hér í snjallverslun Krónunnar.

Uppskrift gerir tvær brauðsneiðar
Tvær þykkar súrdeigsbrauðssneiðar eða annað gott brauð
1 egg
2 msk Antos grísk jógúrt
1 tsk kanill
2 msk hlynsíróp
7-9 hindber
3 stór jarðaber

Aðferð

 1. Skerið brauðið í þykkar sneiðar.
 2. Pressið í miðjuna með skeið eða litlu desilítra máli og myndið skál (eða dæld) í brauðsneiðarnar.
 3. Hrærið eggið saman við gríska jógúrt, kanil og hlynsíróp. Blandið öllu vel saman.
 4. Hellið ofan í brauðið.
 5. Skerið berin smátt og dreifið ofan í  eggjablönduna.
 6. Bakið í ofni í 12-15 mínútur við 180°C.
 7. Stráið flórsykur yfir í gegnum sigti og berið fram með meira sírópi. Mmmm… og njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DÁSAMLEGUR BRÖNS FYRIR PÁSKANA

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Mér finnst alveg ómissandi að vera með gómsætan bröns yfir Páskana, þá sérstaklega á Páskadagsmorgun og ég held að það eru margir sammála mér. Annars nota ég hvert tækifæri til þess að gera bröns um helgar. Í samstarfi við Krónuna þá útbjó ég girnilegan og einfaldan bröns. Það er svo auðvelt að versla í snjallverslun Krónunnar en þar er búið að setja saman allt sem þarf í gómsætan bröns á frábæru verði. Þið getið skoðað það hér.

Brönsveislan mín inniheldur:

6 hamingjuegg
3- 4 msk rautt pestó
Salt & pipar
Fersk steinselja
10 beikonsneiðar
Amerískar Pönnukökur (tilbúin blanda)
Hlynsíróp
400 g jarðaber
170 g hindber
1-2 blóðappelsínur eða appelsínur
Grísk jógúrt
Granóla
Krónu appelsínusafi

Hrærð egg með rauðu pestó og steinselju

 1. Hrærið 4-6 egg í skál og steikið þau á pönnu upp úr ólífuolíu. Passið að hræra vel í þeim á meðan þau steikjast.
 2. Þegar eggin eru tilbúin þá bætið þið saman við 3-4 msk rauðu pestói, salti, pipar og ferskri steinselju eftir smekk.
 3. Hrærið öllu vel saman. Fallegt að skreyta með smá auka steinselju.

Bakað beikon

 1. Leggið beikonsneiðar á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-15 mínútur við 200°C á blæstri eða þar til beikonið er orðið stökkt og gott.

Amerískar pönnukökur

 1. Blandið saman í skál pönnuköku þurrefnablöndunni, mjólk, egg og ólífuolíu eftir leiðbeiningum á pakkningu.
 2. Hitið pönnu og setjið örlitla ólífuolíu. Steikið ca. 1 dl af pönnukökudeiginu í einu á meðalheitri pönnunni. Snúið pönnukökunum við þegar loftbólur eru komnar í deigið.
 3. Berið fram með hlynsírópi, jarðaberjum, hindberjum og appelsínusneiðum.

Grísk jógúrt með granóla

 1. Setjið gríska jógúrt eftir smekk í litlar skálar eða glös.
 2. Dreifið granóla, jarðaberjum, hindberjum og hlynsírópi yfir eftir smekk.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

LJÚFFENGT ANDASALAT

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Gott og einfalt andasalat sem ég gerði í samstarfi við Krónuna þar sem öll hráefnin í uppskriftinni fást. Salatið inniheldur m.a. andalæri, granatepli, fetaost, edamame baunir og  wasapi hnetur og sló algjörlega í gegn. Þessi samsetning var alveg ótrúlega góð. Ég hef lengi ætlað að útbúa svona andasalat og loksins varð að því og verður 100% gert aftur. Andalæri í dós eða duck confit er í miklu uppáhaldi. Tekur enga stund að útbúa og passar vel í salatið en einnig gott að bera andalærin fram með góðum kartöflum, sósu og meðlæti. Mæli með að prófa um páskana. Þið getið verslað allt í uppskriftina með einu handtaki hér í snjallverslun Krónunnar.

Fyrir fjóra
1 dós Rougié confit de canard
Salatblanda frá Hollt og gott (með klettasalati, baby leaf ofl.)
4 dl edamame baunir frá Gestus, frosnar
Salt og pipar
4 smágúrkur
4-6 vorlaukar
1 granatepli
2 dl salatostur (fetaostur)
2 dl wasabi hnetur
Kóríander eftir smekk

Sósa:
100 ml hoisin sósa frá Blue dragon
4 msk sesamolía frá Blue dragon
4 msk ólífuolía

Aðferð

 1. Bakið andaconfit eftir leiðbeiningum á dós og rífið það með tveimur göfflum. Mjög gott að láta dósina liggja í heitu vatni áður en þið takið andalærin úr henni.
 2. Steikið edamame baunir og kryddið með salti og pipar.
 3. Skerið gúrkur og vorlauk smátt.
 4. Skerið fræin úr granateplinu og skolið.
 5. Smátt skerið eða stappið salatostinn og saxið wasabi hnetur.
 6. Blandið hráefnunum í sósuna saman í skál.
 7. Dreifið salatblöndu í botninn á stórri skál eða á diska. Því næst dreifið þið edamame baunum, gúrku, andaconfit, vorlauk, fræjum úr granateplum, salatosti, wasabi hnetum og kóríander. Að lokum dreifið þið sósunni yfir eftir smekk og berið salatið fram með restinni af henni. Njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

FISKUR MEÐ HARISSA, PEKANHNETUM & MÖNDLUM

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Ljúffengur og hollur mánudagsfiskur sem tekur enga stund að útbúa. Ég toppa fiskinn með harissa kryddi, möndlum og pekanhnetum sem passar mjög vel með bleikjunni. Gerir hana krönsí og góða. Gott að bera fram með kínóasalati og mangó chutney jógúrtsósu.

Fyrir tvo
500 g bleikja eða lax
1/2 dl saxaðar pekanhnetur
1/2 dl saxaðar möndluflögur
1 msk harissa krydd
1/2 tsk salt
1 msk ólífuolía

Aðferð

 1. Leggið fiskinn á bökunarplötu þakta bökunarpappír og saltið og piprið eftir smekk.
 2. Smátt saxið möndluflögur og pekanhnetur.
 3. Blandið pekanhnetunum og möndluflögunum saman við harissa krydd, salt og ólífuolíu.
 4. Dreifið blöndunni jafnt ofan á bleikjuflökin og bakið inní ofni við 190°C á blæstri í 12-15 mínútur.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LJÚFUR SUNNUDAGSBRÖNS: RISTAÐ SÚRDEIGSBRAUÐ & SÚKKULAÐISNÚÐAR

MORGUNMATUR & BRÖNSUppskriftir

 Ljúffengur og fljótlegur bröns sem klikkar ekki. Ristað súrdeigsbrauð með ofnbökuðum tómötum, ostaeggjum og avókadó og smjördeigssnúðar fylltir með súkkulaðismyrju. Ég elska svona heimagerðan bröns á sunnudögum.

Súkkulaðisnúðar
Súkkulaðismyrja og smjördeig, þarf að skrifa eitthvað meira? Þessir eru svo ljúffengir og tilvaldir með kaffinu um helgar. Lang bestir ilvolgir og nýjir. Eina sem þarf er smjördeig, súkkulaðismyrja og egg.

Uppskrift gerir 6 snúða
4 smjördeigsplötur (frosnar frá t.d. Findus)
2-4 msk súkkulaðismyrja
1 pískað egg

Aðferð

 1. Leggið smjördeigsplöturnar á borð og notið kökukefli til að stækka deigið lítillega.
 2. Dreifið nutella jafnt á tvær smjördeigsplötur og leggið hinar ofan á svo úr verði samloka með súkkulaði á milli.
 3. Skerið í sex strimla og snúið uppá þá. Búið til snúða úr þeim með því að mynda hring.
 4. Penslið með eggi og bakið í ofni við 200°C í ca. 20 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðnir gylltir.

Ristað súrdeigsbrauð meða ostaeggjum og bökuðum tómötum
Dásamlegt ristað súrdeigsbrauð sem ég hef margoft útbúið um helgar og slær alltaf í gegn. Ég á nánast alltaf til frosið súrdeigsbrauð í frystinum sem mér finnst frábært að nota í þetta.

Ristað súrdeigsbrauð
Smjör eftir smekk
Avókadó eftir smekk
Sesamblanda krydd

Ofnbakaðir tómatar
200-250 g kokteiltómatar
1 msk ólífuolía
2 msk ferskt oregano, smátt skorið
2 msk fersk basilika, smátt skorið
Salt & pipar

Egg með osti
6 egg
Ólífuolía til steikingar
1 dl rifinn cheddar ostur
½ rifinn parmesan ostur
Salt og pipar

Aðferð

 1. Skerið tómatana í bita og blandið saman við 1 msk ólífuolíu, oregano, basiliku, salti og pipar. Dreifið þeim í lítið eldfast mót.
 2. Bakið tómatana í ca. 10-15 mínútur við 190°C.
 3. Pískið eggin í skál og steikið upp úr ólífuolíu. Blandið ostinum saman við í lokin og setjið í skál.
 4. Smyrjið brauðsneiðarnar með smjöri, dreifið eggjum, tómötum og avókadó yfir. Kryddið með sesamkryddinu og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

HELGARMATSEÐILLINN Í BOÐI MÍN

UPPSKRIFTIR

Hæ elsku lesendur,

Ég deildi ljúffengum helgarmatseðli á matarvef DV.is þessa helgina. Þið getið lesið hann hér.


MYND: ANTON BRINK

Þetta eru allt uppskriftir sem klikka ekki og hafa slegið í gegn hjá mér. Forréttur, aðalréttir, eftirréttir og sunnudagsbakkelsi. Að lokum deili ég uppskrift að einum af mínum uppáhalds kokteilum.

Hvað ætlið þið að elda um helgina?

BRUSCHETTUR MEÐ RJÓMAOSTI OG OFNBÖKUÐUM TÓMÖTUM 

GÓMSÆTUR JALAPENO- & CHEDDAR BORGARI

RISOTTO MEÐ PARMA SKINKU, FERSKUM ASPAS & SÍTRÓNU

JARÐABERJABAKA MEÐ KARAMELLUFYLLTU SÚKKULAÐI

GÓMSÆT & EINFÖLD DUMLEMÚS

MÖNDLU CROISSANT

BASIL GIMLET

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ HELGARINNAR! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GÓMSÆTUR JALAPENO- & CHEDDAR BORGARI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ofur djúsí heimagerður borgari með jalapeno, cheddar osti og dásamlegri hamborgarasósu frá Heinz. Þessa uppskrift gerði ég í samstarfi við Innnes. Það er svo miklu betra að útbúa hamborgarana sjálf/ur frá grunni og setur þá á næsta level. Hvet ykkur til að prófa þennan. Passar sérlega vel með kartöflubátum og ísköldum bjór. 

Uppskrift fyrir 4
500 g nautahakk
1 egg
2-3 msk jalapeno úr dós, smátt skorið
1½ dl rifinn cheddar ostur
4 msk pankó raspur
Krydd: 1 tsk laukduft, 1 tsk salt, ¼ tsk pipar
4 hamborgarabrauð
Cheddar ostur í sneiðum (mér finnst þessi mjúki bestur)
Kál
Buffalo tómatur
Rauðlaukur
Avókadó
Heinz American Style Burger sósa

Kartöflubátar
8-10 stk kartöflur
1 msk ólífuolía
Krydd: ½ tsk chiliduft, ½ tsk laukduft, ¼ tsk pipar, 1 tsk salt
Heinz majónes
Tabasco Sriracha sósa
Ferskt kóríander

Aðferð

 1. Byrjið á því að blanda saman hakki, eggi, smátt skornu jalapeno, rifnum cheddar osti, raspi og kryddi í skál og hrærið vel saman með sleif eða skeið.
 2. Notið hendurnar til að útbúa pylsu úr nautahakksblöndunni. Skiptið henni í 4 jafna hluta og hnoðið í fjórar kúlur. Þrýstið á kúlurnar og myndið hamborgara.
 3. Skerið tómatinn, rauðlaukinn og avókadóið í sneiðar.
 4. Steikið hamborgarana á heitri pönnu eða grillið þar til þeir eru eldaðir í gegn.
 5. Setjið cheddar ost sneiðar í lokin.
 6. Grillið eða hitið hamborgarabrauðið.
 7. Dreifið sósunni á botninn, svo salati, kjöti, tómatsneið, rauðlauk, avókadó, meiri sósu og lokið borgaranum. Njótið vel!

Kartöflur

 1. Skerið kartöflurnar í báta og blandið saman við ólífuolíu og krydd í skál.
 2. Dreifið í eldfast form og bakið í um 30 mínútur við 200°C.
 3. Dreifið majónesi, sriracha sósu og kóriander yfir þær eftir smekk.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars