fbpx

Hildur Rut

FYLLTAR KRÖNSÍ KJÚKLINGABRINGUR MEÐ CHILI OG SÍTRÓNU

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Gómsæt og haustleg uppskrift sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Fylltar kjúklingabringur með rjómaosti, chili og sítrónu bornar fram með kartöflubátum og hvítlaukssósu. Það passar líka sérlega vel að bera þær fram með góðu salati. Ég elska fylltar kjúklingabringur! Þær verða eitthvað svo extra djúsí og góðar. Ég notaði svo Linsubauna snakk með chili og sítrónu frá Eat real til að fá kröns utan um kjúklinginn og vá hvað það passaði vel. Ég þurfti samt að passa mig á að klára ekki snakkið áður en ég lauk við að elda, hættulega gott ;)

Uppskrift fyrir 3
3 kjúklingabringur
6 dl Eat real lentil chips chili & lemon
1 egg
1 dl spelt
Salt & pipar
Pam sprey

Fylling
½ Philadelphia rjómaostur
1 msk safi úr sítrónu
1-2 msk steinselja
Hvítlauksrif
Salt og pipar

Kartöflur
10 kartöflur
½ dl ólífuolía
1-2 msk ferskt timian (má vera þurrkað)
1-2 msk fersk steinselja
Salt & pipar

Sósa
1 dl Heinz majónes
1 dl sýrður rjómi
½ tsk hunang
Lítið hvítlauksrif, pressað
1 msk fersk steinselja, smátt söxuð
2 msk rifinn parmigiano reggiano

Aðferð

 1. Byrjið á því að útbúa fyllinguna. Hrærið saman rjómaost, sítrónusafa, steinselju, hvítlauksrif, salt og pipar.
 2. Dreifið sakkinu á disk, speltinu á annan disk og pískið eggið í skál.
 3. Snyrtið kjúklingabringurnar og skerið gat í miðjuna á þeim þannig að úr verði vasi.
 4. Fyllið bringurnar með rjómaostafyllingunni (gott að nota skeið).
 5. Setjið snakkið í poka og rúllið yfir með kökukefli svo það verði að mulningi.
 6. Veltið bringunum varlega upp úr speltinu (passið að fyllingin leki ekki út), egginu og síðan snakkinu.
 7. Spreyið kjúklinginn með Pam spreyi og bakið í ca 40 mínútur við 190°C í eldföstu formi þöktu bökunarpappír
 8. Skerið kartöflurnar í báta og veltið þeim upp úr ólífuolíu og kryddinu. Bakið í 30-40 mínútur við 190°C. Veltið þeim reglulega.
 9. Á meðan kjúklingurinn og kartöflurnar eru í ofninum að bakast er kjörið að útbúa sósuna! Blandið öllu hráefninu saman með skeið.
 10. Mjög gott að bera réttinn fram með fersku salati.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DÁSAMLEG OSTAFRITTATA

MORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Það er dásamlegt að útbúa sjálfur bröns um  helgar og bjóða vinum og fjölskyldu. Hér er uppskrift að fritatta með 4 tegundum af ostum sem er tilvalin í helgarbrönsinn. Frittata er ítölsk eggjakaka sem er fyrst elduð á pönnu og svo er hún bökuð í ofni. Mæli með að bera þetta fram með fersku salati. Þetta er alveg dásamlega gott!

Uppskrift fyrir 4-6
6 egg
250 ml rjómi
1 dl rifinn parmesan ostur
Salt og pipar
Cayenne pipar
1 tsk olía (olívuolía eða avocado olía)
20 gr smjör
2 dl rifinn cheddar ostur
1 dl kotasæla
1 dl rifinn mozzarella ostur
1 msk steinselja

Aðferð

 1. Hrærið egg, rjóma, parmesan, cayenne pipar, salt og pipar saman.
 2. Hitið olíu og smjör  á 20 – 25 cm pönnu sem má fara inn í ofn og stillið á vægan hita. Bræðið smjör og olíu á pönnunni.
 3. Hellið síðan eggjablöndunni á pönnuna og látið malla í 5-7 mínútur.
 4. Því næst dreifið cheddar osti, kotasælu og mozzarella yfir blönduna og eldið í 12 mínútur.
 5. Dreifið steinseljunni yfir og bakið inn í ofni í 10 mínútur við 180°C. Toppið með rifnum parmesan osti. Berið fram með fersku salati.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: JARÐABERJA MARGARITA

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Helgarkokteillinn að þessu sinni er einn af mínum uppáhalds, frosin jarðaberja margarita. Einstaklega ljúffengur drykkur sem auðvelt er að útbúa. Ég var nánast búin að gleyma þessum kokteil en í gegnum tíðina hef ég pantað mér hann oft og mörgum sinnum erlendis og þá sérstaklega á mexíkóskum veitingastöðum. Ég ákvað að prófa að gera hann sjálf og namm hvað hann heppnaðist vel. Það eina sem þarf að gera er að setja allt hráefnið í blender og hræra. Ég mæli með að þið prófið þennan!

4 cl Tequila Sauza Silver
2 cl cointreau
2 cl safi úr lime lime
3 cl sykursíróp (eða venjulegt síróp)
1 dl frosin jarðaber
2 dl klakar
½ dl appelsínusafi
Salt eða sykur og lime bátur til að skreyta glasið (má sleppa)

Aðferð

 1. Byrjið á því að skreyta brúnina á glasinu. Nuddið lime báti við hana þar til hún verður blaut. Hellið sykri eða salti á disk, dýfið glasinu öfugu ofan í og þekjið brúnina.
 2. Hellið tequila, cointreau, safa úr lime, sykursírópi, jarðaberjum, klökum og appelsínusafa í blender og hrærið vel saman.
 3. Hellið í glas og njótið.

Sykursíróp

 1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.
 2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
 3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

SKÁL & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HAFRAKLATTAR MEÐ RJÓMASÚKKULAÐI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURUPPSKRIFTIR

Þessir hafraklattar eru mjög einfaldir og ljúffengir og eru vinsælir á mínu heimili. 8 ára syni mínum finnst mjög skemmtilegt að baka þá og ég mæli með að leyfa börnunum að hjálpa til við baksturinn. Klattarnir eru dásamlega góðir með ískaldri mjólk eða rjúkandi heitu kaffi. Rjómasúkkulaðið gerir hafraklattana extra góða en einnig er hægt að setja eitthvað annað í staðinn t.d. rúsínur eða suðusúkkulaði. 

60 g gróft haframjöl
70 g spelt
30 g kókosmjöl
1 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
4 msk púðursykur
Salt
1 tsk vanilludropar
1 egg
120 g smjör
2 dl rjómasúkkulaðidropar eða saxað rjómasúkkulaði

Aðferð

 1. Bræðið smjör og passið að það verði ekki of heitt.
 2. Hrærið öllu þurrefninu saman og bætið svo vanilludropum, eggi og smjöri við.
 3. Hrærið að lokum súkkulaðidropunum saman við deigið.
 4. Notið matskeið til að gera kúlur úr deiginu og raðið á smjörpappír.
 5. Bakið við 180°C í 8-10 mínútur eða þar til klattarnir verða gylltir.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

EINFÖLD AFMÆLISKAKA MEÐ KARAMELLUKREMI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Edda mín var 2 ára í gær og ég gerði þessa dásamlegu súkkulaðköku með karamellukremi í samstarfi við Kötlu. Ég notaði súkkulaðikökumixið frá þeim sem mér finnst svo gott og gerði sjúklega gott krem. Ég elska kökur en að skreyta þær hefur ekki verið mín deild. En þessi kaka heppnaðist mjög vel og það besta við hana er að hún er svo fljótleg. Ég bakaði kökubotnana daginn áður en útbjó kremið samdægurs. Skreytti hana með kreminu og rosegold kökuskrauti. Einföld og svakalega ljúffeng! 

Kaka (bökunarleiðbeiningar frá Kötlu)
Súkkulaðikaka þurrefnablanda frá Kötlu
3 egg
80 ml ólífuolía
275 ml kalt vatn

Krem
150 g ljósar karamellur
5-6 msk rjómi
300 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur frá Kötlu

Aðferð

 1. Hellið vatni og olíu í skál, síðan innihaldi pakkans og eggjum. Hrærið á meðalhraða í 2 mínútur. 
 2. Hitið ofninn í 180°C. Dreifið deiginu í tvö vel smurð kökuform (ég notaði 20 cm smelluform). Bakið í 18-20 mínútur. Kælið kökuna og smyrjið kreminu á hana þegar hún er orðin köld.

Krem

 1. Byrjið á því að bræða karamellur og rjóma og kælið. Bætið meiri rjóma saman við ef að ykkur finnst blandan of þykk.
 2. Þeytið smjörið. Ég nota hrærivél en líka hægt að nota handþeytara.
 3. Bætið flórsykrinum saman við og hrærið þar til blandan verður ljós og létt.
 4. Hellið karamellusósunni út í og hrærið sama við.
 5. Smyrjið kremið á kökuna og skreytið eftir smekk.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ SUNNUDAGSINS! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DUMPLINGS MEÐ NÚÐLUM & GRÆNMETI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hafið þið smakkað dumplings með núðlum? Það er geggjað kombó! Ég gerði þessa uppskrift í samstarfi við en hún inniheldur kjúklinga dumplings með eggjanúðlum, grænmeti og ljúffengri sósu. Þessi dumplings frá Itsu eru svo góð! Þau fást eins og er í Fjarðarkaupum og Melabúðinni og hægt er að velja um þrjár fyllingar: með kjúkling, rækjum eða grænmeti. Ég hef nokkrum sinnum keypt svona frosið dumplings frá ýmsum framleiðendum og þetta eru þau lang bestu! Mæli mikið með! Dásamlegur og einfaldur helgarréttur.

Uppskrift fyrir 2
1 pakkning dumplings með kjúklingi frá Itsu
2-3 hreiður af eggjanúðlum frá Blue dragon (½ pakkning)
2-3 gulrætur
4-6 sveppir
1 chili
1 msk ferskur engifer
1-2 hvítlauksrif
4 vorlaukar
Ólífuolía til steikingar
Salt & pipar
Sósa:
1 msk sesamolía frá Blue dragon
1 msk soya sósa
2 msk ostrusósa frá Blue dragon
Safi úr ½ lime
2 msk ólífuolía
Toppa með:
2 msk kasjúhnetur, smátt saxaðar
1 vorlaukur, smátt saxaður
1 msk sesamfræ
Ferskur kóríander eftir smekk

Aðferð

 1. Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum.
 2. Skerið gulrætur, sveppi, vorlauk og chili smátt.
 3. Rífið engifer og pressið hvítlaukinn.
 4. Byrjið á því að steikja gulrætur upp úr ólífuolíu í 5 mínútur. Bætið svo sveppum, vorlauk og chili. 
 5. Bætið dumplings útí, hvítlauk og engifer. Blandið öllu saman og steikið í 10 mínútur. 
 6. Hrærið öllum hráefnunum í sósuna saman í skál.
 7. Bætið núðlunum og sósunni saman við á pönnuna og blandið vel saman.
 8. Toppið svo með kasjúhnetum, vorlauk, sesamfræjum og kóríander. 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FYLLTUR KÚRBÍTUR

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Kúrbítur fylltur með grænmeti, fetaosti, klettasalati og spicy mayo. Ljúffengur og einfaldur grænmetisréttur. Ég er alltaf að prófa mig áfram að gera grænmetisrétti og reyni að hafa slíkan rétt nokkrum sinnum í viku. Svo er hægt að skipta majónesinu út fyrir vegan majónesi og taka fetaostinn út og þá er hann orðinn vegan.

Uppskrift fyrir 1
1 kúrbítur
Ólífuolía
1-2 dl brokkólí
1-2 dl blómkál
2-4 sveppir
Laukduft
Túrmerik
Cumin
Salt og pipar
Stappaður fetaostur
Klettasalat

Sósa
3 msk majónes
1-2 tsk Sambal oelek

Aðferð

 1. Skerið kúrbít í tvennt og hreinsið innan úr honum með skeið. Leggið á bökunarplötu og dreifið olíu og smá salti yfir. Bakið í ofni við 200°C í 30 mínútur.
 2. Á meðan skerið brokkólí, blómkál og sveppi í bita og steikið á pönnu upp úr olíu. Kryddið með laukdufti, túrmeriki, kúmín, salti og pipar.
 3. Fyllið kúrbítinn með blómkáls-og brokkólíblöndunni og dreifið stöppuðum fetaosti yfir.
 4. Bakið kúrbítinn í 5-7 mínútur í viðbót. Toppið síðan með sósunni og klettasalati.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GIRNILEGAR LITLAR PIZZUR : ÞRJÁR ÚTGÁFUR

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Í samstarfi við Hatting þá gerði ég þrjár útgáfur af ljúffengum pizzum til að gefa ykkur hugmyndir. Það eru örugglega fleiri en ég sem eru oft með pizzakvöld og þá sérstaklega á föstudagskvöldum. Það eru líka örugglega margir sem þurfa að gera nokkrar útgáfur af pizzunum. Litlu krílin okkar vilja oft fá einfaldar útgáfur af pizzum en við fullorðna fólkið viljum eitthvað öðruvísi. Þá eru þessar litlu mini pizzur algjör snilld! Hver og einn getur gert sína útgáfu og það getur skapað sérstaklega skemmtilega stemmingu.

Þessar pizzur eru allar dásamlega góðar. Mæli með að hver og einn setji sitt topping á pizzurnar. Klettasalat, kokteiltómatar, avókadó, basilika, parmesan og steinseljusósan passar með öllum pizzunum.

Pizza með risarækjum
1 lítill pizzabotn frá Hatting
6-8 risarækjur
1 hvítlauksrif
Chili explosion
Salt & pipar
Ólífuolía
Rjómaostur
Rifinn mozzarella ostur
Klettasalat
Kokteiltómatar
Rifinn parmesan

Aðferð

 1. Hrærið risarækjurnar saman við ólífuolíu, pressað hvítlauksrif, chili explosion, salt og pipar. Steikið risarækjurnar upp úr ólífolíu.
 2. Smyrjið pizzabotninn með rjómaosti og stráið rifnum mozzarella yfir.
 3. Dreifið risarækjunum ofan á og bakið í 6-8 mínútur við 230°C.
 4. Toppið að lokum pizzuna með klettasalati, kokteiltómötum og rifnum parmesan.

Pizza með kjúklingi og avókadó
1 lítill pizzabotn frá Hatting
Maukaðir tómatar úr krukku
Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum (eða annað gott krydd)
Rifinn mozzarella
1 dl rifinn kjúklingur
Rjómaostur
¼-½ avókadó
Klettasalat
Kokteiltómatar

Steinseljusósa
1 dl fersk steinselja
4 msk majónes
3 msk sýrður rjómi
Salt og pipar

Aðferð

 1. Smyrjið maukuðum tómötum yfir pizzabotninn, kryddið og stráið rifnum mozzarella yfir.
 2. Dreifið kjúklingi og rjómaosti ofan á og bakið í 6-8 mínútur við 230°C.
 3. Blandið öllu hráefninu saman með töfrasprota eða með skeið.
 4. Toppið með klettasalati, avókadó, kokteiltómötum og steinseljusósunni.

Grænmetispizza með brokkólí og kúrbít
1 pizzabotn frá Hatting
1 ½ dl brokkólí
1 dl kúrbítur
Ólífuolía
Hvíltauksrif
Salt og pipar
Maukaðir tómatar úr krukku
Ferskur mozzarella
Fersk basilika

Aðferð

 1. Skerið brokkólí og kúrbít smátt. Hrærið því saman við ólífuolíu, hvítlauksrif, salt og pipar og steikið.
 2. Smyrjið pizzabotn með maukuðum tómötum og dreifið brokkólíinu, kútbítnum og ferskum mozzarella yfir.
 3. Bakið í 6-8 mínútur við 230°C og toppið með ferskri basiliku. Það er líka mjög gott að toppa með klettasalati, kokteiltómötum, avókadó og steinseljusósu.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TÓMATSÚPA MEÐ FERSKUM MOZZARELLA OG BASILIKU

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Haustið er mætt og þá er tilvalið að skella í þessa dásamlega súpu, ég byrja alltaf að „crave-a“ í súpu þegar haustið er að koma. Þessi tómatsúpa inniheldur gulrætur sem gerir súpuna einstaklega góða. Toppurinn yfir i-ið er að rífa ferskan mozzarella og dreifa yfir súpuna rétt áður en þið borðið hana. Svakalega gott. Ég kaupi minn mozzarella í Costco, hann er mjúkur og mjög bragðgóður þar. Mæli með að bera þetta fram með góðu brauði.

Uppskrift fyrir 3-4
1/2 laukur
4-5 gulrætur, skornar í bita
400 g plómutómatar í dós
2 msk tómatpúrra
2 hvítlauksrif
2 tsk grænmetiskrafturkraftur
4 dl vatn
1-2 dl vatn (meira vatn)
1 ½ dl rjómi
Salt og pipar
Cayenne pipar

Toppa með:
Ólífuolíu
Fersk basilíka
Ferskur mozzarella

Aðferð

 1. Steikið lauk upp úr ólífuolíu. Bætið svo gulrótum og hvítlauki saman við.
 2. Hellið tómötum úr dós ásamt öllum safanum ofan í, tómatpúrru, 4 dl vatni og grænmetiskrafti. Hrærið og látið malla saman í 30-40 mínútur á vægum hita.
 3. Blandið allri súpunni vel saman með töfrasprota. Þá er hún orðin vel þykk. Þynnið súpuna með 1-2 dl vatni og rjóma. Kryddið með cayenne, salti og pipar.
 4. Berið fram með ólífuolíu, ferskri basilíku og ferskum mozzarella.

Ólífuolía með basilíku

 1. Blandið saman með töfrasprota ólífuolíu, basilíku og smá salt. Hver og einn dreifir svo yfir sína súpuskál þegar þið berið hana fram.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

RISOTTO MEÐ STÖKKU CHORIZO & GRÆNUM BAUNUM

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ég er mikill aðdáandi risotto og hér kemur ein súper ljúffeng uppskrift sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Í uppskriftinni er grænmetiskraftur frá Oscar sem kallar fram einstaklega gott bragð en það er einmitt lykilatriði að vera með góðan kraft í risotto. Þið sem fylgið mér á instagram hafið líklegast séð mig elda risotto nokkrum sinnum en það er í miklu uppáhaldi hjá mér og fjölskyldunni. Í þessari útgáfu er stökkt chorizo, grænar baunir, steinselja eða mynta og mikið af parmesan osti. Ef að þið hafið ekki prófað að elda risotto þá mæli ég hiklaust með því og þið sem eruð vön, þá er þetta geggjuð útgáfa af réttinum góða. Toppurinn yfir i-ið er að opna góða hvítvínsflösku sem þið bæði notið í réttinn og drekkið á meðan þið hrærið í grjónunum. Klikkar ekki! ;)

Fyrir 4
12 dl vatn
3 msk grænmetiskraftur frá Oscar
4 dl arborio grjón
2 msk smjör
1 laukur
2-3 hvítlauksrif
1 dl hvítvín, ég notaði Ramon Roqueta Macabeo Chardonnay
Salt og pipar
3 dl litlar grænar baunir, frosnar
200 g chorizo
1-2 dl ferskur parmigiano reggiano + meira til að bera fram
Fersk steinselja eða fersk myntulauf

Aðferð

 1. Hellið vatni í pott og hitið. Bætið grænmetiskraftinum út í og hrærið saman við. Haldið grænmetissoðinu heitu á vægum hita.
 2. Skerið laukinn smátt og steikið á pönnu upp úr smjöri.
 3. Pressið hvítlaukinn út í og hellið arborio grjónunum saman við og hrærið.
 4. Þegar grjónin eru orðin smá glær á endunum hellið þá hvítvíninu út í og hrærið saman við. Þau eru fljót að drekka í sig hvítvínið.
 5. Hellið því næst 1-2 dl af grænmetissoði út í og hrærið. Þegar grjónin eru búin að drekka í sig soðið þá hellið þið aftur 1-2 dl af soði út í og hrærið. Gerið þetta koll af kolli þangað til að soðið er búið og grjónin tilbúin. Þau eiga að vera mjúk og rjómakennd. Ég mæli með því að smakka og ef þau eru ennþá seig bætið þá meira vatni við. Saltið og piprið eftir smekk. Þarf þó ekki mikið salt þar sem parmesan osturinn og chorizo er svo saltað.
 6. Dreifið svo rifnum parmigiano reggiano og grænum baunum út í og hrærið.
 7. Takið filmuna utan af chorizo pylsunni og skerið smátt. Steikið upp úr smá ólífuolíu í nokkrar mínútur eða þar til það er orðið stökkt.
 8. Berið svo risottoið fram með stökku chorizo, meiri parmigiano reggiano og saxaðri steinselju eða myntulaufum. Nýbakað hvítlauksbrauð passar síðan sérlega vel með þessu.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars