fbpx

SKEMMTILEG KAUP ÚR GÓÐA HIRÐINUM

INTERIORNEW INTÍSKAVINTAGE

Um daginn kíkti ég í Góða Hirðinn & ég fann tvo fallega hluti sem ég nældi mér í! Ég keypti þessi fallegu vintage 70’s/80’s GUCCI gleraugu sem kostuðu mig 2.000 isk. Einnig þennan fallega stól sem kostaði 2.500 isk svo í heildina verslaði ég fyrir 4.500 isk í Góða Hirðinum & ég er mjög ánægð með þessi kaup mín! 

Meira var það ekki í bili – ef þið hafið áhuga að sjá meira vintage frá mér þá er ég með “vintage” highlight á Instagraminu mínu – @sigridurr & í augnablikinu er ég með vintage Q&A í story ef þú vilt spyrja að einhverju varðandi vintagee! 

Eigið góðan dag!

 (GG 2419/N/S C. 807 Black)  / 2.000 isk  / 2.500 isk 

LÍFIÐ SÍÐUSTU DAGA í MYNDUM

FERÐALÖGLÍFIÐ

Góðan daginn, ég vona að þið séuð búin að hafa það gott síðustu vikur! Mig langaði að deila með ykkur lífinu síðustu daga/vikur í mynda – & textaformi. 

En ég er búin að vera á Íslandi síðan í mars vegna Covid. Það er búið að var mjög dásamlegt að vera með fjölskyldu & vinum síðustu mánuði, ég hefði ekki viljað vera í Köben yfir þennan erfiaða tíma sem fer vonandi að ljúka. En það fer að styttast í að ég flýg aftur til Kaupmannahafnar & eyði sumrinu þar.

Síðustu vikur eru búnir að fara í fjar-skóla, prófalestur & að njóta með fjölskyldu – & vinum sem er yndsilegt! 

Meira var það ekki í bili – ég leyfi myndunum hér að neðan að tala fyrir sig.

Bústaður <333333

FÖSTUDAGSLÚKKIÐ

LOOKTÍSKA

Það er búið að vera svo fallegt veður síðustu daga er svo þakklát fyrir það svo gott fyrir andlegu heilsuna að fá smá sól gefur hlýtt í hjartað! Að öðru þá langar mig að deila með ykkur mínu föstudagslúkki en meira var það ekki í bili. 

Ég vona að þið hafið það gott & eruð örugg – góða helgi! 

Sweater – Zara // Pants – Vintage Levi’s

MIÐVIKUDAGSLÚKKIÐ

LOOKTÍSKAVINTAGE

View this post on Instagram

🤍 last weekend

A post shared by Sigridur Margret (@sigridurr) on

Síðastliðin föstudag kíkti Hildur & ég niðrí bæ í smá bærölt & smelltum við nokkrum outfit myndum sem mig langar að deila með ykkur en fyrir nánari outfit lýsingu sjá að neðan. 

Meira var það ekki í bili – eigið góðan dag!

Last Friday, Hildur & I went downtown & we took some outfit pictures that I wanted to share with you – for detailed outfit description see below.

More it wasn’t for now – have a good day!

Pants – Vintage Levi’s // Shirt – Vintage // Sweater – Ralph Lauren // Sneakers – Yeezy 700 // Bag – Prada 

SKJÁGLERAUGU SEM FILTERAR 40% AF BLÁUM GEISLUM

COLLABORATIONLOOKNEW INREVIEWSAMSTARFTÍSKAUPPÁHALDS
Færslan er unnin í samstarfi við NTC/This blog-post is made in a collaboration w. NTC,

Ég ákvað um daginn að kíkja til augnlæknis eftir að hafa upplifað í langan tíma mikla þreytu í augunum sem lýsti sér þannig að eftir langan dag í skólanum varð sjónin mín mjög blörruð. Ég komst að því að það væri einfadlega vegna augnþreytu en augun þreytast hratt við að vera lengi fyrir framan skjá! Mig langaði að sjálfsögðu að gera eitthvað í þessu & verja augun fyrir bláu geislunum þar sem ég vinn mikið í bæði tölvunni – & símanum.

Þá datt mér í hug að prufa skjágleraugun frá IZIPIZI & en eftir að hafa átt gleraugun í rúman mánuð verð ég að segja að skjágleraugu eru must have fyrir fólk sem vinnur mikið fyrir framan skjá. Gleraugun filterar 40% af bláum geislum sem verndar augun við t.d. tölvu- & símanotkun. Það er hægt að fá bæði með styrk & án styrkjar – mín gleraugu eru án styrkjar vegna þess ég þarf ekki styrk.

Margir vita ekki en bláu geislarnir frá skjám geta valdið manni; svefnröskun – , höfuðverk – , þurr augu – , augnþreytu –  & hætta á augnskaða – það sem skjágleraugun gera er að þau verja augun fyrir öllu þessu. Hvort sem það eru gleraugu frá IZIPIZI eða einhverju öðru merki þá mæli ég eindregið með að fá sér skjágleraugu sérstaklega ef þú ert mikið fyrir framan skjá daglega.

IZIPIZI gleraugun eru einnig á MJÖG góðu verði en þau kosta 6.995 isk (án styrk) & þau fást í Gallerí Sautján & Kulture Menn –

Sjáðu úrvalið hér

IZIPIZI er franskt merki & hönnun þeirra mjög létt & einföld – Verð: 6.995 isk (án styrk) –  Í tortoise  Í light tortoise – 

VILT ÞÚ VINNA HEIMADEKUR FRÁ BLUE LAGOON?

COLLABORATIONGIVEAWAYSAMSTARFSKINCAREUPPÁHALDS
Færslan er unnin í samstarfi við Blue Lagoon Skincare/This blog-post is made in a collaboration w.Blue Lagoon Skincare,

Í samstarfi við Blue Lagoon ætla ég að gefa hin fullkomna pakka fyrir heimadekur <3

Um daginn deildi ég með ykkur minni uppskrift af heimadekri sjá þá færslu hér! Þess vegna tilvalið að henda í heimadekur gjafaleik – ég ætla að gefa Blue Lagoon Mineral Exfoliator – til að hreinsa & undirbúa, Silica Mud Mask – til að styrkja & að lokum mínir uppáhalds dropar Algae Bioactive Concentrate – til að endurnæra & fyrirbyggja. Pakkinn inniheldur vörur að andvirði 31.700 kr!

Leikurinn fer fram á Instagram síðu minni – til að taka þátt þarftu að followa mig (@sigridurr) & @bluelagoonskincare á Instagram & tagga vinkonu/vin – því fleiri merkingar því meiri vinningslíkur…

Dregið verður 3.maí – taktu þátt með því að klikka hér! <3

In partnership with Blue Lagoon  I am giving away the perfect home spa routine! 
I am giving away the perfect home spa routine from Blue Lagoon – it is the Mineral Exfoliator, Silica Mud Mask & Algae Bioactive ConcentrateThe package contains products for the price of ISK 31,700! To participate you need to follow @bluelagoonskincare & @sigridurr on Instagram, tag a friend/friends – the more you tag the better chances of winning …  

The winner will be announced on the 3 of May – participate here! <3

Taktu þátt hér – 
Blue Lagoon Mineral Exfoliator Silica Mud Mask + Algae Bioactive Concentrate (andvirði 31.700 kr) –

FIMMTUDAGSLÚKK

COLLABORATIONLOOKNEW INSAMSTARFTÍSKAUPPÁHALDS
Færslan er unnin í samstarfi við LLarsen./This blog-post is made in a collaboration w. LLarsen,

Góðan daginn! Ég vona að þið hafið það gott heima fyrir & eruð örugg. Mig langar að deila með ykkur nýju úri sem ég fékk að gjöf um daginn frá danska merkinu, LLARSEN. Úrið heitir Caroline & er það bæði hannað & framleitt í Danmörku sem mér finnst vera mikill kostur! Úrið er 23,5 Ct. PVD Gold plated – 316 stainless steel & er með Quartz gagnverki frá SEIKO VJ20. Úrið er nógu vatnshelt til að kíkja með það í sundlaugina sem er alltaf kostur! Úrið er með safír gler kristal þannig það rispast ekki auðveldlega.

Ég læt myndirnar fyrir neðan tala fyrir sig en skyrtuna fékk ég á 1.000 isk í Basarnum, nytjamarkaði í Austurveri –

Good morning! I want to share with you a new watch that I got as a gift the other day from the Danish label, LLARSEN. The watch is called Caroline  & it is both designed & manufactured in Denmark which is a huge quality! The watch is 23.5 Ct. PVD Gold Coated – 316 Stainless Steel with Quartz Interface from SEIKO VJ20. The watch is waterproof enough to take poolside which is handy! The watch has a sapphire crystal so it is hard to scratch.  

I let the pictures below speak for themselves – 

 LLARSEN Caroline  – 

MITT HEIMADEKUR MEÐ BLUE LAGOON SKINCARE

COLLABORATIONNEW INREVIEWSAMSTARFSKINCAREUPPÁHALDSWEEKEND
Færslan er unnin í samstarfi við Blue Lagoon Skincare/This blog-post is made in a collaboration w.Blue Lagoon Skincare,

Góðan daginn kæru lesendur! Ég vona að þið hafið það gott & eruð örugg á þessum COVID tímum … 

Á þessum tímum er tilvalið að henda í heimadekur færslu en í samstarfi við Blue Lagoon Skincare langar mig að deila með ykkur spa heima fyrir með vörum frá Blue Lagoon Skincare –

Mín uppskrift af heimadekri er:

  1. Blue Lagoon Algae Mask, sem er búinn að vera í miklu uppáhald hjá mér! Maskinn er náttúrulegur & djúpnærandi þörungamaski sem inniheldur þörunga Bláa Lónsins. Maskinn lyftir skjótt & vel & eykur heilbrigði & ljóma. Maskinn á að draga úr sýnilegum fínum línum & hrukkum.
  2. Blue Lagoon Algae Bioactive Concentrate andlitsolía, hana nota ég daglega með rakakreminu. Ég fjallaði um hana hér einnig en andlitsolían er náttúruleg andlitsolía með örþörungum sem vernda kollagenforða húðarinnar. Hún á að vinna gegn öldrun húðar, ver hana fyrir skaðlegum umhverfisáhrifum, gefur henni sléttara & heilbrigðara yfirbragð.
  3. Blue Lagoon rakakrem, sem ég nota einnig daglega eftir sturtu en kremið inniheldur steinefnaríkan jarðsjó Bláa Lónsins & kremið gefur fallegan ljóma.
  4. Body Oil sem er mitt nýja uppáhalds! Olían er nærandi sem inniheldur náttúrulega þörunga Bláa Lónsins. Það sem ég elska mest við þessa olíu er lyktin en hún er svooooo góð & olían gefur fallegan ljóma á líkamann (sjá að neðan).
  5. Glas af einhverju góðu – í mínu tilfelli var það hvítvín.
  6. Kerti til að mynda HYGGE stemningu eins & Danir orða það. Mæli með þessu kerti frá Blue Lagoon – svo góð & frísk lykt af því!

Mæli með að henda í heimadekur þar sem við höldum okkur að mestu heima fyrir þessa dagana & er tilvalið að dekra við sjálfan sig á þessum stórskrítnu tímum! Blue Lagonn Skincare býður upp á heimadekur pakka & er einnig afsláttur af vörunum, sjá hér!

Heimadekur með Blue Lagoon SkincareByrjum á Algae Mask –Algae Mask –
Uppáhalds – Næst er það andlitsolía – Næst er það rakakremGefur svo fallegan ljóma –
Síðast, en ekki síst er það Body Oil Takk fyrir að lesa! x

PRÓFAÐI Í FYRSTA SKIPTI TIE DYE

DIYNEW INTÍSKAUPPÁHALDS

Góðan daginn kæru lesendur! Ég vona að þið hafið það gott heima fyrir & eruð örugg. Ég prófaði um daginn í fyrsta skipti að gera Tie Dye & langaði mig að deila með ykkur myndir frá ferlinu & útkomuna. Mér fannst mjög skemmtilegt að prófa mig áfram í Tie Dye & er ég bara frekar ánægð með útkomuna … 

Ég læt myndirnar að neðan tala fyrir sig en ef þú vilt sjá ýtarlega hvernig ég gerði þetta sjá myndaband hér!

Ýttu á like ef þú vilt sjá fleiri DIY færslur frá mér –

Ég keypti litina & litafestið í Litir & Föndur (Smiðjuvegi, Kópavog) – Litafesti –

Á ÓSKALISTANUM: HÚSGÖGN EFTIR GUSTAF WESTMAN

INNBLÁSTURINTERIORUPPÁHALDSWANT

Gustaf Westman er arkítektarneminn sem varð að húsgagnahönnuði. Hann hóf feril sinn hjá Royal Institute of Technology í Stokkhólmi en tók sér hlé til að einbeita sér að eigin verkum sem hönnuður & innanhúsarkitekt.

Húsgögnin eftir Gustaf eru mjög ofarlega á óskalistanum mínum enda þau eru mjög einstök & falleg. Mig dreymir um sófaborð eftir hann & speglarnir eftir hann eru svo fallegir, ég leyfi mér að dreyma … 

by: Gustaf Westman