OUTFIT

GRIKKLAND

Við Arnór kíktum í miðbæ Aþenu um daginn. Við búum sirka 20 mínútum frá, við ströndina í bæ sem heitir Voula. Ég ætti kannski að skella í Grikklands færslu sem allra fyrst og veita ykkur smá innsýn í lífið í nýja landinu – endilega setjið like eða hjarta hérna fyrir neðan ef þið hefðuð gaman af slíku bloggi.

OUTFIT

Kjóll: GANNI
Skór: Louis Vuitton
Sólgleraugu: Dior

xx

Andrea Röfn

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat: @andrearofn

HEIMSÓKN: GANNI

HEIMSÓKNSHOP

English Version Below

Ég heimsótti sýningarherbergi GANNI í höfuðstöðvum merkisins í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum. Þvílík fegurð sem tók á móti mér – gamalt franskt hús með hátt til lofts og stórum gluggum sem gáfu útsýni yfir dönsku miðborgina – draumur! Ekki voru fötin síðri, á slánum héngu klæði frá sumar og haustlínu. Þó ég hafi skoðað báðar línurnar þá ákvað ég að einblína eingöngu á sumarið í þessari heimsókn, það eru þær flíkur sem hægt er að nálgast í verslunum þessa dagana. GEYSIR er söluaðili Ganni á Íslandi og þau voru að fá í hús stóra sendingu núna á dögunum þar sem finna má eitthvað af þessum flíkum sem birtast á myndunum hér að neðan.

Ganni er merki sem hefur vaxið ótrúlega hratt síðustu árin og gaman hefur verið að fylgjast með þeirri þróun. Ég er mikill aðdáandi þó ég eigi ekki margar flíkur frá þeim. Nú finnst mér ég persónulegri vinur eftir að hafa fengið svona góðar móttökur í heimsókn minni. Því þarf ég að bæta upp fyrir Ganni leysið í mínum fataskáp, hið allra fyrsta.

Pressið á myndirnar til að fá þær stærri á skjánum.

Mig langar að nota þennan við háar buxur og hárið upp í hnút.

Nafnið mitt er skrifað á þetta dress. Efnið er dásamlegt en yfirhönnuður Ganni á heiðurinn af blóma teikningunum ásamt öllum öðrum munstrum sem koma fyrir á flíkum merkisins.

Innblástur sumarlínunnar var fengin frá kúrekum en þessi silki skyrta endurspeglar það.

Ganni hannar eingöngu fatnað á kvenfólk en Helgi (Ómars) var alveg sjúkur í þessa hestapeysu sem er í unisex sniði og því vel við hæfi fyrir karlmenn eins og konur.

Dásamleg details. Flower power!!

Broderuð fegurð ..

Leðurjakki sem hægt er að dressa upp og niður. Ég er alveg sjúk í hann!

Merktir bolir hafa aldrei verið eins áberandi og um þessar mundir. Ljósblái liturinn er einnig vinsæll í sumar.

Dökkbláu buxurnar eru best seller í Danmörku í vor ..

Þessi kemur í svörtu og ljósu ..

Peysa drauma minna. Kolféll fyrir prjónaskapnum og þessum eldrauða lit. Sumarlína sem inniheldur ullarpeysu er eitthvað fyrir okkur á Íslandi.

Það var tekið sérstaklega vel á móti mér í heimsókninni. Hlýjustu þakkir til Alexöndru sem sér um showroomið – sinnir sínu starfi með sóma. Svoleiðis móttaka gefur enn betri upplifun – takk.

.. svo hefði ég auðvitað aldrei getað klárað þessa heimsókn nema með hjálp besta ljósmyndarans og snillingsins mikla, Helga Ómars.

//

Couple of weeks ago I visited the Ganni showroom in Copenhagen. The brand has been growing fast the last years, they seem to be doing something right and I agree to that. Scandinavian style with class.
The showroom was in a beautiful old house with a view over the center of Copenhagen. Alexandra, who welcomed us in the showroom was really lovely and made the visit even more intressant – so important to get the right impression for the brand. Aboe you can see some of my favorites from the summer collection which should be in stores now. In Reykjavik you can find Ganni in the Geysir shop.

 

 

Takk fyrir mig Geysir og Ganni // Thanx Ganni !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GANNI: LOVE SOCIETY

FASHIONFASHION WEEK

English Version Below

Ég gekk bakdyramegin inn í danskt atvinnuhúsnæði þar sem upplýst bleik neon hjörtu tóku á móti mér í myrkrinu. Ástin var í loftinu hjá GANNI. Haustlínan er all about love og það skein svo sannarlega í gegn í öllum hornum þessarar heimsóknar.

img_2088

Processed with VSCO with c1 presetimg_2089

LOVE SOCIETY @ GANNI AW17 ??

A video posted by Elísabet Gunnars (@elgunnars) on

Í heild sinni var línan virkilega vel heppnuð með sínum rómantíska en samt töffaralega blæ – eitthvað sem aðeins Ganni kann upp á tíu og við hin lærum af.

Ganni er ein af mínum uppáhalds sýningum í ár og það voru margir á sama máli. Merkið hefur aukið vinsældir sínar utan Danmerkur og það var aðdáunarvert að sjá virðinguna sem það hefur frá erlendum blaðamönnum, sætisfélugum mínum í CPHFW rútunni sem ferjaði okkur á milli sýninga.
Ég elska að merkið sé selt á Íslandi og hlakka til að sjá hvað Geysir pantar inn fyrir haustið.

Þetta eru mín uppáhalds lúkk –
Línuna í heild sinni getið þið skoðað: HÉR

_umb3642 _umb3571 _umb3545 _umb3511 _umb3476 _umb3345

Ditte Reffstrup, creative director,  hafði þetta að segja um línuna við blaðamann Vogue:

“I was in New York shortly after the election and I was feeling very depressed. It was a sad time even for me who is not from there—I wanted to make my Fall collection all about love.”

sem segir okkur að tíska og pólitík er alltaf að tengjast meira með árunum.

_umb3708
Og eitt enn. Þetta hár !!
Fegurð.

ganni-lead-gxvapatrpd01kizarbz97g

 

//

One of my favorites on the Fashion Week in Copenhagen was definitely Ganni. The collection was all about LOVE and I loved it!
You can see my favorite looks above and you will find the whole collection HERE.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Annað dress og Lancome hátíðarförðun

Annað DressJól 2015LancomeLífið MittLúkkNýtt í Fataskápnum

Lancome vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég að gjöf frá Lancome á Íslandi. Allt sem ég skrifa er þó frá mér sjálfri og ég gef alltaf mitt hreinskilið álit:)

Við mamma skelltum okkur á tónleika núna á laugardaginn var – við förum árlega á jólatónleika saman og við veljum okkur alltaf nýja í hvert skipti. Í ár voru það tónleikarnir með Pálma Gunnars og Röggu Gröndal í Eldborgarsal Hörpu. Ég naut þess svo sannarlega að hlýða á ljúfa jólatóna og frábært tónlistarfólk. Það er líka bara eitthvað við það að eiga eitt svona afslöppunarkvöld í öllu jólastressinu – er það ekki :)

En ég nýtti tækifærið og setti upp eðal hátíðarförðun og skellti mér í nýja fallega kimono sloppinn minn frá Ganni sem ég keypti mér fyrir stuttu…

annaddresslukk2

Sloppur: Ganni frá Geysi, þennan keypti ég þegar ég kíkti í fyrsta sinn í nýju Geysis búðina sem er í gamla tösku og hanskabúðar rýminu. Ef þið hafið ekki enn farið þangað þá eruð þið að missa af miklu. Þar er að finna nýja dásamlega hönnun Geysis í bland við m.a. skandinavíska hönnun Ganni, Wood Wood og Stine Goya. Þetta er svona ekta sloppur sem ég nota óspart hér fór ég í svartan rúllukragabol og svartar buxur við svo sloppurinn fengi að vera aðalmálið. Síðustu helgi á undan klæddist ég honum líka bara innan undir þunnum svörtum kjól – klárlega mikið notagildi í þessari flík sem er ábyggilega ástæðan fyrir því að ég á töluvert marga svona:)

Ég setti upp svona hátíðlega plómulitaða augnförðun með miklu gylltu glimmeri í augnkrókunum. Allt lúkkið er unnið með litum úr hátíðarpallettunni frá Lancome sem er svo ofboðslega falleg en hana sjáið þið hér neðar…

annaddresslukk6

Mér finnst alltaf mikilvægast þegar ég er að gera svona augnfarðanir að hafa áferðina mjúka, til að fá mjúka áferð í kringum augun. Þá þarf að passa uppá blöndunina, blöndunin er ekkert sérlega flókin, kannski er pirrandi að lesa mig skrifa það en þið sem hafið fylgst með mér á snappinu vitið að það er ekkert sérlega tæknilegt við þetta. Þetta er allt spurning um réttan bursta og að hafa ekki mikinn þrýsting á burstanum – sjálf nota ég alltaf Setting Brush frá Real Techniques.

Ég byrja í raun á þessu sem þið sjáið yst, ég byrja á næst dekksta litnum og bý til skygginguna og set svon litina smám saman yfir skygginguna. En ég enda samt á þessu gyllta… En litina sem ég nota sjáið þið hér fyrir neðan.

lancomehatid

 La Palette 29, Faubourg Saint Honore – hátíðarpallettan frá Lancome

Hátíðarpallettan er sérlega glæsileg en hún er nefnd í höfuðið á götuheitinu sem fyrsta Lancome verslunin stendur við. En á pakkningunum sjálfum er mynd af hurð verslunarinnar sem einkennir húsnæðið. Í pallettunni eru 6 augnskuggar sem má alla nota saman eða í sitthvoru lagi. Í minni förðun nota ég alla nema augnskugga nr. 2 en hann fannst mér ekki alveg passa í þetta sinn. Til hliðar sjáið þið svo gloss og varaliti sem eru undir málmskyldi til að hlífa varalitunum fyrir litapigmenti frá augnskuggunum – mjög sniðugt og kemur í veg fyrir að pallettan verði subbuleg. Hátíðarlínan er fáanleg á sölustöðum Lancome nú fyrir jólin en hún kom bara í takmörkuðu upplagi. Virkilega falleg gjöf líka fyrir jólin :)

En næst innsti aungskugginn er sá sem ég nota til að grunna skygginguna svo nota ég þann fyrir innan við hann yfir allt augnlokið og svo þann næsta við hliðiná inná innri helming augnloksins. Gyllta litinn geri ég svo ennþá sterkari með hjálp Mixing Medium frá MAC en þið gætið líka notað Fix+ spreyið eða Primer Water frá Smashbox. Fremsti liturinn er svo alveg mattur og hann nota ég fyrir ofan skygginguna til að laga til og mýkja útlínurnar enn betur.

annaddresslukk5

Að lokum nota ég svo allra dekksta litinn til að skyggja enn betur og gera umgjörð augnanna enn dramatískari. Hér væri svo hægt að bæta við augnhárumog eyeliner til að gera allt ennþá meira dramatískara.

annaddresslukk4

Ég ákvað að spreyta mig svo á nýja krullujárninu sem ég ætla að sýna ykkur á næstu dögum sem er Rod 10 járnið frá hh Simonsen. Það er sjúklega flott en ég varð alveg ástfangin þegar Fía var að krulla mig í prufuhárgreiðslunni og var svo heppin að fá svona járn að gjöf – þetta er ábyggilega heitasta krullujárnið í dag og tilvalið í jólapakkann!!

Mér finnst svo alltaf gott að spreyja vel yfir krullurnar mínar og greiða svo í gegnum þær með fingrunum til að fá náttúrulegri áferð.

annaddresslukk

Yndisleg kvöldstund og svo gaman að klæða sig upp og dressa þó ég væri nú bara að fara með mömmu á tónleika. Mér finnst alltaf svo hátíðlegt að fara fín til fara á viðburði sem þessa það gerir þá enn skemmtilegri.

Nú er bara að halda áfram að taka til og græja fyrir jólin þó ég sé löngu búin að átta mig á því að þau koma þó hér sé búið að skúra eða ekki – og það er bara ekkert að því! ;)

Erna Hrund

Heimsókn í nýju Geysis búðina

Á ÓskalistanumFallegtJólagjafahugmyndirLífið MittNýtt í Fataskápnum

Við Tumi áttum fund niðrí bæ í gærmorgun og nýttum í leiðinni tækifærið til að rölta aðeins um fallega miðbæinn okkar. Ég er mikill aðdáandi Skólavörðustígsins, mér finnst svo kósý að rölta þar um, næla mér í heitan kaffibolla inná Eymundsson og skoða í búðarglugga. Ég rölti framhjá nýju Geysisbúðinni sem var að opna þar sem Tösku og Hanskabúðin var og ég varð samstundis ástfangin. Verslunin er önnur af tveimur Geysisbúðum á Skólavörðustígnum en í þessari verslun finnum við hönnun frá eigin merki Geysis sem heitir einfaldlega Geysir í bland við fallega skandinavíska hönnun frá Wood Wood, Ganni og hinni yndislegu Stine Goya.

Verslunin er hönnuð af Halfdani Pedersen en hann hannaði t.d. hina Geysis búðina og Kex Hostel en ég held að þessi búð sé mín uppáhalds eftir hann. Ég sá það um leið og ég kom inn að þarna var eitthvað einstakt í gangi og ég rölti um hugfangin með símann fyrir framan mig og fékk leyfi til að taka nokkrar myndir sem mig langar að deila með ykkur. Ofboðslega þykir mér gaman að Geysir sé að færa okkur svona fallega hönnun og ég er sérstaklega ánægð með Stine Goya en þær sögðu mér í búðinni að íslenskar konur hafa tekið því merki opnum örmum og lítið sem ekkert eftir af vörum frá þessum fallega danska hönnuð en meira væntanlegt en þó ekki fyr en eftir jól.

Í búðinni sá ég flíkina sem ég vona innilega að komi uppúr jólapakkanum frá Aðalsteini og ég sá líka dásamlega fallegan kimono slopp frá Ganni sem ég ákvað að gleðja sjálfa mig með…

Þessar flíkur og meira til hér á myndunum.

geysir geysir17 geysir10

Virkilega skemmtilegt hvernig leðurólar eru notaðar til að halda uppi hillum og slám!

geysir12 geysir13

Þessi stigi er bara stórkostlegur!

geysir6

Mjög fallegt hvernig er búið að opna veggina, dáldið gróft en mjög skemmtilegt og passar inní stemminguna inní versluninni.

geysir5

Ganni sloppurinn sem er nú minn, litirnir, munstrið og sniðið æpti á mig en það var bara einn eftir í minni stærð svo ég ákvað að slá til og kaupa. Lofa að sýna ykkur hann betur sem fyrst.

geysir3 geysir2 geysir9

Í búðinni var að sjá alls konar skemmtilegar lausnir um hvernig smámunir eins og fylgihlutir voru geymdir. Svo var fullt af æðislegum teppum sem ég væri alveg til í að vefja um mig núna!

geysir14 geysir16 geysir15

Dýrindis Ganni munstur…

geysir8

Elska skóhillurnar – svona hillur væru eflaust líka mjög fallegar inná heimili…!

geysir4

Fallegir New Balance skór…

geysir19 geysir20

Ég var alveg sjúk í þessa see through rúllukragaboli frá Ganni!

geysir21

… og þennan silkislopp!

geysir22 geysir23 geysir24 geysir25 geysir26

Sloppurinn fallegi :)

geysir27 geysir28

geysir29

Hér er svo sloppurinn minn, hafið þið séð nokkuð fallegra! Ég þurfti að halda aftur af mér mig langaði svo mikið að kaupa hann á staðnum en ég ákvað að lauma bara góðri vísbendingu að manninum mínum sem nær þessu vonandi og setur einn svona í minn jólapakka. Sloppurinn er frá Ganni og það má enginn fara og kaupa hann fyr en Aðalsteinn er búinn að því ;)

geysir30

Sjáið hann bara!

geysir31 geysir32 geysir34 geysir35

Þarna var fullt af æðislegum yfirhöfnum…

geysir36

Hlýjum sokkum…

geysir37

… og glæsilegu tímariti Geysis sem ég fékk einmitt með mér heim og ætla að fletta í gegnum yfir kaffibolla.

geysir38 geysir40 geysir39

Á neðri hæðinni er svo herrafatnaður sem mér leist ofboðslega vel á.

Ég mæli með heimsókn í nýju Geysis búðina hún er gullfalleg, með fallegum fötum, glæsilegri hönnun og þarna munið þið vafalaust finna góðar hugmyndir að jólagjöfum svona eins og ég sem fékk þó bara hugmyndir fyrir sjálfa mig í þessari ferð.

Til hamingju Geysir með enn eina perluna í miðbæ Reykjavík***

Erna Hrund

CPHFW: UPPÁHALDS LÚKK

FASHIONFASHION WEEK

 Tískuvikan í Kaupmannahöfn fór fram um nýliðna helgi. Ég fylgdist með úr fjarska og dæmdi hverja sýninguna á fætur annarri. Hér fyrir neðan hef ég tekið saman mín uppáhalds lúkk sem danirnir buðu uppá fyrir haustið 2015.

Við getum beðið mjög spennt miðað við myndirnar hér að neðan!

GANNI7 GANNI4 GANNI5 GANNI3 GANNI2 GANNI1 _dsc5928

GANNI

Ganni byrjaði sýninguna með pyjamas partýi sem ég kunni vel að meta, flíkurnar sem eftir komu voru engu síðri. Hættulega flott haustlína sem bauð upp á djúpa liti, falleg snið og allt flíkur með mikið notagildi sem er ekki verra.
Ég er vön að falla frekar fyrir x flíkum úr hverri línu frekar en heildinni en þarna náðu ólík item að koma mér á óvart hvað eftir annað.
Að mínu mati, flottasta sýning tískuvikunnar að þessu sinni.

Línan í heild sinni: HÉR


MB9MB3_dsc7099_dsc7075-1_dsc7070MB

BY Malene Birger

Layer yfir Layer lúkkið tók á sig aðra mynd í þessu þunna rusty rauða lúkki.  Í heildina var línan mjög minimalisk og save eins og áður eins og áður hjá frú Birger.
Takið eftir támjóu skónum áberandi hjá Malene þó að flestir hönnuðir hafi verið að nota það snið í sýningum sínum.
Ég er hrifin í hvert sinn eins og ég hef tekið fram hér á blogginu áður. Haustið í fyrra var til dæmi í miklu uppáhaldi – sjá: HÉR

Línan í heild sinni: HÉR

Mark__ _Mark Mark_ Mark

Mark Kenly Domino Tan

Blue blue baby: Blái liturinn var áberandi í haust klæðum Mark Tan. Sláin hér að ofan var þar fallegasta flíkin að mínu mati.
Fölbleika dragtin vakti athygli mína þangað til sú fjólubláa lét mig fá valkvíða? Fallega stíliserað með rúllukragabolinn undir – lúkk sem vel er hægt að nýta núna strax úr því sem við eigum til í fataskápnum.

Línan í heild sinni: HÉR
_

Danirnir kunna sitt fag!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SHOP: GANNI Í GEYSI

FRÉTTIRLOOKBOOKSHOP

10653460_821723981191298_5355048603946878555_n
Danska tískuvörumerkið Ganni hefur gert það gott síðustu árin eða frá því að þeir hófu störf árið 2000. Merkið hefur ekki fengist í sölu á Íslandi þangað til nú, en Geysir á Skólavörðustíg hafa bætt við vöruúrval sitt með þessum hætti.  Af Facebook síðu þeirra að dæma eru þau þessa dagana að taka uppúr kössum fyrstu sendingu í hús. Því ber að fagna …. og deila með ykkur.

Haustlínan 2014 einkennir einstakar litríkar flíkur á móti meiri klassík sem lengur er hægt að nýta – rúllukragar og rómantík –  blanda sem ég heillast af.

Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-6-600x900img_8906 img_8918  Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-4-600x900 Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-3-600x899 Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-2-600x900 Ganni-Autumn-Winter-2014-2015-Runway-Womens-Clothes-1-600x899
Ganni fw14/15.

Einstaklega fallegt ….. og margt strax komið á óskalista.
Ég á enga flík frá merkinu (ennþá) en margt hér að ofan kallar nafnið mitt. Ætli ég kíki ekki í heimsókn á Skólavörðustíginn næst þegar ég á leið hjá. Flott viðbót í íslensku flóruna. Örugglega einhverjar sammála mér.

xx,-EG-.

Perfect Nude nails

FallegtmakeupneglurSS14

Ég fer alls ekki í felur með dálæti mitt á naglalökkunum frá Essie. Ein bestu naglalökk sem fyrirfinnast, þar sem þau gefa bara svo fallega áferð á neglurnar. Ég byrgi mig upp af lökkunum þegar ég kemst t.d. til Kaupmannahafnar eða Svíþjóðar en að mínu mati eru lökkin frá Bandaríkjunum ekki eins eftirsóknarverð því burstinn er öðruvísi hann er mjórri. Evrópuburstinn er flatur – já ég er uppfull af svona fróðleik og ég elska naglalökk eins og þessi sem eru með breiðum, flötum bursta. Ekki misskilja mig USA burstinn er mjög fínn og lakkið það sama en ég kýs hinn burstan frekar. Alla vega þegar ég pantaði þrjá liti í byrjun sumars frá USA þá var burstinn enn mjórri en Evrópuburstinn en mögulega hefur það breyst – vonandi alla vega.

Á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í byrjun ársins var ég á vegum L’Oreal en að vikunni lokinni var ég kvödd með ábyggilega 20 Essie naglalökkum og þar á meðal var brúðarlínan frá merkinu sem inniheldur fullkoma ljósa liti. Einn litinn kippti ég með mér í sumarbústað um helgina og ég er in love.

ballerinaslippers3

Fallega naglalakkið í fallegu umhverfi. Þetta er alveg þessi fullkomni brúðarlitur.

ballerinaslippers2

Á myndinni er ég með tvær umferðir af litnum á nöglunum.

Liturinn heitir Ballet Slippers og er einmitt liturinn sem var notaður á sýningu Ganni. Liturinn er ljós og ekki alveg heill en hann gefur samt alveg jafna áferð. Það er einn af mörgum kostum Essie en sama hversu sterkur liturinn er þá er þéttleikinn alltaf jafn. Liturinn er með léttum bleikum blæ sem gerir hann auðvitað náttúurlegan þar sem liturinn er meira að fullkomna yfirborð naglanna minna.

Í forvitni minni ákvað ég að prófa að setja þriðju umferðina. En þá verður liturinn ennþá þéttari. En þar sem lakkið verður dáldið þykkt þá þá verður að passa að umferðirnar tvær séu alveg þurrar og lakkið orðið hart áður en þið bætið þriðju yfir.

ballerinaslippers

Ég get ekki dagt annað en að ég sé ótrúlega skotin í þessu lakki. Fyrir áhugasamar þá versla ég Essie lökkin í Matas í Kaupmannahöfn þar kosta þau 99 dk.

EH

Goodie Bag frá CPFW

FashionFW2014Lífið Mitt

Ég verð að segja ykkur frá einum girnilegum goodie bag sem ég fékk á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Ég var að renna í gegnum myndirnar mínar í Iphoto í gær og tók eftir nokkrum sem ég smellti af pokanum sem ég fékk eftir sýninguna hjá Ganni. Pokinn og innihald hans er bara alltof girnilegt til að sleppa því. goodiebagNokkrar snyrtivörur voru í pokanum – frá Essie – MAC og Tony & Guy.goodiebag2MAC sá um förðunina á sýningunni og ég fékk þennan ótrúlega sumarlega varalit í pokanum mínum – ekki leiðinlegt! Svo fékk ég líka litinn sem fyrirsæturnar voru með á nöglunum en Essie sá um neglurnar á sýningunni og liturinn Ballerina úr Wedding línunni frá merkinu var notaður. Liturinn gefur nöglunum mjög náttúrulegan bleikan lit.
goodiebag3Svo var það sjávarsalt sprey, hársprey og mótunarefni í hárið frá Tony & Guy. Ég er aðeins búin að prófa þessar vörur sem eru bara mjög fínar. Sjávarsaltspreyið sérstaklega sem ég set í hárið eftir sturtu til að gefa því smá líf.goodiebag4En það besta sem var í pokanum mínum var þessi flotta peysa frá Ganni – ekki leiðinlegt að fá svona fína hönnunarvöru gefins. En þessa er ég alveg búin að nota nokkrum sinnum síðan ég kom heim. Hún liggur í óhreina tauinu núna svo ég þarf endilega að muna að skella henni í þvott um helgina svo ég geti smellt af einni dressmynd til að sýna ykkur ;)goodiebag5 goodiebag6 goodiebag7Annars var ótrúlega lítið um svona goodie bags á tískuvikunni og greinilegt að mörg merki reyna aðeins að spara í þessum efnum. Yfirleitt voru bara svona bæklingar sem lágu á sætunum með upplýsingum um merkin og vörurnar.

Það er aldrei leiðinlegt að fá smá ókeypis glaðning sérstaklega í svona fínum poka. Svo rölti ég mega ánægð með mig og pokann minn af sýningunni uppá hótel og passaði að merkið sæist nú – kom reyndar líka við í búðinni hjá Stine Goya og keypti einn bol á útsölunni hjá henni svo mér leið eins og ég væri mega mikill stuðningsmaður danskrar hönnunar!

EH

COPY/PASTE – GANNI/ZARA

COPY/PASTESHOP

 

Þessi fína ullarkápa frá Ganni hefur ekki farið fram hjá þeim sem að fylgjast með götutískunni þetta haustið. En þetta er ein af þeim flíkum sem að var talin algjört “musthave” fyrir fyrir flestar fashionisturnar enda líklegt að Ganni hafi valið þessa kápu til þess að senda út frá sér í von um að þetta myndi gerast – hún yrði hæpuð upp. Sem að svo gerðist.

9616-1 06-A(1)  mirror jacey_08-678x1024 ganni6 9618-1 aw13_coats_fashion_shoot_2-rRTbcR e6f8efade361f0aea8db2d06b4233435

Þessi ótrúlega fína flík kostar 65.000 krónur eða 400 Evrur.
Mín skoðun á svona áberandi flík er að þú elskar hana í einn vetur en svo færðu lika nóg af henni þegar að fer að vora sama ár. Þeas trend sem að ég persónulega myndi ekki leggja þessa upphæð fyrir – en sitt sýnist hverjum.

Þessi hér að neðan er aftur á móti frá Zöru og kostar 25.000 íslenskar krónur eða 150 Evrur og er mér frekar að skapi – fínasta verð fyrir köflótta kápu.
Hún er auðvitað vandræðalega lík hinni fyrir ofan og hvort sem að það sé tilviljun eða ekki er erfitt að segja til um.

 

7978807600_6_1_1 7978807600_1_1_1

Veldu nú þá sem að þér þykir best …

xx,-EG-.