My Travel Essentials

HárvörurLaugar SpaLífiðSnyrtivörurÚtlit

Í tilefni þess að sumarið er komið og mikið af ferðalögum framundan ákvað ég að taka saman mínar “travel essentials” – eða þær andlits-, húð- og hárvörur sem ég nota mest og tek alltaf með mér þegar ég ferðast og þá sérstaklega í sólarlöndum.

Ég fór til Hawaii um páskana og tók þar myndir af því sem ég tók með mér en ég ferðast mjög mikið, bæði í frí og vegna vinnu, en þessar vörur er ég með í snyrtitösku sem á “heima” í ferðatöskunni.

Við vorum á æðislegu hóteli á Hawaii þar sem þjónustan var framúrskarandi. Ég er algjör snyrtipinni og mjög skipulögð og var því virkilega ánægð með room service á hótelinu sem raðaði öllum snyrtivörunum mínum svona líka vel upp – alla daga!

xx

Andlit

Chanel Vitalumiére Loose Powder: Þetta lausa púður frá Chanel keypti ég mér í fyrsta skipti fyrir rúmlega ári og hef notað alla daga síðan. Ég nota venjulega ekki hyljara en skelli alltaf smá af púðrinu undir augun og á t-svæðið með burstanum sem fylgir með og ég sver það, þetta púður virkar einsog “real-life photoshop”. Áferðin er létt og falleg og þurrkar ekki upp húðina. Púðrið er með SPF 15 sólarvörn. (Ég nota púðrið venjulega í lit 020 undir augun en á lit 010 ef ég er mjög hvít og 040 ef ég set yfir allt andlitið)

Guerlain Terracotta Sun Serum: Ég er svo heppin að eiga frænku sem er förðunarmeistari og er dugleg að kynna mig fyrir spennandi vörum og gefa mér prufur. Ég fékk sun serum tan booster dropana að gjöf áður en ég fór út en þeir eru ætlaðir til þess að virkja og viðhalda melanin (brúnku) framleiðslu húðarinnar þegar maður er í sól auk þess að vera mjög rakagefandi. Ég byrjaði að nota dropana á Hawaii og blandaði saman við andlitskremið mitt en frænka mín mældi líka með að blanda þeim út í bodylotion þar sem það má einnig nota serumið á líkamann.

Guerlain Météorities Baby Glow & Sensai Bronzing Gel: Vinkona mín kynnti mig fyrir þessari blöndu nýlega og hef ég ekki notað annað á andlitið síðan. Baby Glow er mjög léttur fljótandi farði sem hentar mér mjög vel þar sem ég vil ekki mikla þekju og fýla betur að húðin sé létt og glóandi eða “no makeup-makeup” look. Ég blanda brozing gelinu svo út í en þá verður áferðin ennþá léttari. Þetta hentaði vel úti þar sem Baby Glow er með SPF 25 sólarvörn.

MAC Fix+: Það kannast held ég flestir við Fix+ andlitsspreyið en þessa týpu keypti ég nýlega. Ég held að þetta sé special edition en spreyið er með kókoslykt – fáránlega frískandi og passaði fullkomlega á Hawaii.

Laugar Spa FACE Day&Night Cream & Facial Gel Cleanser: Ég nota nánast eingöngu Laugar Spa húðvörurnar – bæði vegna þess að mér finnst þær dásamlegar, eru lífrænar, náttúrulegar, handunnar og cruelty free EN einnig vegna þess að elsku mamma mín hannaði og þróaði vörulínuna. Ég hef mikið fengið að vera með í því ferli og erum við alltaf að prófa nýja og spennandi hluti til að bæta við línuna. Þegar ég ferðast tek ég oft meira af vörunum með mér en í þessu ferðalagi lét ég þessar tvær duga. Andlitskremið nota ég kvölds og morgna alla daga og svo hreinsa ég húðina alltaf með gelhreinsinum á kvöldið, hvort sem ég er máluð eða ekki. Gelhreinsirinn inniheldur lemongrass sem er virkilega frískandi. Venjulega er ég líka með serumið frá Laugar Spa en ákvað að geyma það heima þar sem ég tók Sun Serumið með mér.

xx

Hár

Vörurnar fékk ég að gjöf frá Moroccan Oil og Maria Nila á Íslandi.

Moroccan Oil Luminous Hairspray: Ég byrjaði að nota hárspreyið frá Moroccan Oil fyrir tveimur árum og hef ekki snert annað síðan. Það gerir hárið ekki of glansandi eða stíft og lyktin er dásamleg. Upphaflega notaði ég það bara fyrir greiðslur eða þegar ég var að fljúga en núna nota ég það nánast daglega, t.d. alltaf til að festa “babyhárin” þegar ég er með tagl eða snúð.

Moroccan Oil Dry Shampoo: Þurrsjampó er minn besti vinur þar sem ég æfi nánast alla daga og vil ekki þvo hárið of oft í viku. Ég hef sömu sögu að segja af Moroccan Oil þurrsjampóinu en eftir að ég prófaði það hef ég ekki notað annað. Sama dásamlega lyktin af því og öðrum vörum MO og svo er það ótrúlega létt og gerir hárið ekki stíft eða þykkt. Light tones útgáfan er með fjólubláum blæ sem lýsir rótina og losar hárið við gulan tón sem á það oft til að myndast í ljósu hári – þá sérstaklega í sól.

Moroccan Oil Dry Texture Spray: Þessi vara kom í fyrra og hún gefur hárinu stífleika og þykka áferð sem hentar vel fyrir snúða, flugfreyjugreiðsluna og bara til að gefa hárinu meiri fyllingu þegar þess er óskað. Lyktin er sú sama og áferðin er mjög þægileg og gerir hárið auðvelt meðferðar.

Moroccan Oil Treatment LightÞetta er klassíska argan olían en hana set ég alltaf í hárið eftir sturtu og hef gert í mörg ár. Ég nota light útgáfuna.

Maria Nila True Soft Shampoo&Conditioner: Ég hef verið að nota Maria Nila sjampó og næringu í rúmlega hálft ár og þá aðallega Silver línuna sem er ætluð fyrir ljóst hár til að næra það og losa við gula tóna. Hárið mitt hefur held ég aldrei verið betra og henta þessar vörur mér mjög vel en þegar ég var að fara út mældu þau í Maria Nila með því að ég notaði True Soft á meðan ég væri úti þar sem hárið þyrfti extra mikinn raka í sólinni.

xx

Húð

Vörurnar fékk ég að gjöf frá Moroccan Oil á Íslandi og Hawaiian Tropic á Íslandi

Hawaiian Tropic: Það er nauðsynlegt að verja húðina vel þegar ferðast er til sólarlanda en ég fékk ýmsar sólarvarnir frá Hawaiian Tropic áður en ég fór út. Mér finnst lyktin af Hawaiian Tropic vörunum alltaf jafn góð en ég notaði þessar tvær vörur mest. Satin Protection með SPF 30 á líkamann en áferðin á kreminu er mjög þægileg og auðvelt að dreifa úr því auk þess sem það er með smá “shimmer” sem gefur fallegan gljáa. Ég bar svo alltaf á mig Face Hydration yfir andlitskremið mitt og undir farða ef ég málaði mig.

Moroccan Oil Sun: Þegar þau hjá Moroccan Oil vissu að ég væri að fara út voru þau svo yndisleg að gefa mér þessar prufur úr Sun línunni. Vörurnar eru ekki enn komnar í sölu en ég vona svo sannarlega að þær geri það fljótlega! Sólarolían er létt og þægileg, klístrast ekki og er með smá “shimmer” í. Ég notaði hana meira yfir daginn eftir að hafa sett sterkari vörn á mig til að viðhalda vörn og raka. After-Sun mjólkina bar ég svo á mig alla daga eftir sturtuna en hún er í spreyformi og því ótrúlega auðvelt að skella henni á allan líkamann og dreifa úr. Lyktin af báðum vörunum er sjúúúklega góð!

xx

Birgitta Líf
instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif

Hawaiian Tropic give away!

Ég Mæli MeðHúð

Eruð þið ekki búin að vera að fylgjast með veðurspá næstu daga…! Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur bara verið dásamlegt undanfarið og ég vona að veðurspáin haldist góð það virðist þó vera smá bleyta á sunnudaginn en það er í lagi því þá verð ég bara að gíra mig upp fyrir JT;)

Í tilefni góða veðursins langaði mig að gefa tvo sólarglaðninga. Í kjölfar umfjallaninnar minnar um sólarvarnarvideoið sem ég vona að þið séuð búin að gefa ykkur tíma til að horfa á og ef ekki þá finnið þið það HÉR. Mig langar sumsé að gefa tveimur lesendum glæsilegan glaðning frá Hawaiian Tropic til að verja húðina næstu daga.

Ég veit ekki með ykkur en þegar ég finn ilminn af Hawaiian Tropic þá fer hugurinn beint á síðustu sólarlandaferð. Fyrir mér ilma vörurnar eins og sundlaugabakki á Spáni eða dásamleg strönd í framandi landi – já og meirað segja minna þær mig á skíðaferðina sem ég fór í til Ítalíu fyrir rúmum 10 árum síðan.

Síðan þá hafa auðvitað mætt þónokkrar nýjungar hjá merkinu en auðvitað eiga þær allar sameiginlegt að verja húðina.

hawaiian2

Hér sjáið þið það sem glaðningurinn inniheldur – en hér er bara allt sem þið þurfið fyrir og eftir sólina.

Sensitive Face Sun Lotion SPF 30: Hér er um að ræða létta vörn fyrir andlitið sem er án olíu svo vörnin fer hratt inní húðina og skilur ekki eftir sig nein hvít för. Vörnin er mjög þunn og því þægilegt að bera hana á húðina.

Silk Hydration Protective Sun Lotion SPF15: Mér finnst þessi vörn ótrúlega skemmtileg en túban er eins á litin og kremið – það kemur svona skemmtilegt úr túbunni. Þessi vörn er mjög rakamikil og því frábær líka til að nota sem rakakrem fyrir húðina bara dags daglega. Ef þið ætlið t.d. að vera berleggja næstu daga í dásamlega íslenska veðrinu þá er þetta flott vörn til að verja húðina og gefa henni raka um leið!

Protective Dry Oil SPF8: Hér er svo flott vara fyrir ykkur sem viljið fá góðan lit en ég nota persónulega mjööög sjaldan olíu og ráðlegg engum kannski að nota hana dags daglega og sérstaklega ekki fyrir ykkur sem eruð með mjög viðkvæma húð – ég myndi alla vega fara extra varlega í hana. Oft er best að nota olíu þegar maður er farinn að venjast sólinni aðeins og svona í lok dagsins eftir að þið hafið verið með sterkari vörn yfir daginn. Þetta er samt ekki beint olía heldur olíugel svo þessi sullast ekki :)

After Sun Body Butter: Þetta get ég sagt ykkur að er dásamleg vara!! Ótrúlega múkt og þægilegt líkamskrem sem er með góðum raka og kælir húðina. Það inniheldur kókosolíu, shea butter og avókadó olíu. Þetta er fullkomið eftir sólina til að hjálpa húðinni að slaka aðeins á.

hawaiian

 

Það eina sem þið þurfið að gera er að smella á LIKE takkann á þessari færslu. Svo megið þið deila með mér hér í athugasemd undir fullu nafni hvaða sólasaga kemur í hugann ykkar þegar þið finnið ilminn af Hawaiian Tropic vörunum.

Í hádeginu á morgun mun ég svo velja tvær skemmtilegar minningar og fá eigendur þeirra sitthvorn glaðninginn. Ég mun birta nöfn sigurvegarana á Facebook síðu Reykjavík Fashion Journal svo fylgist endilega með henni á morgun ef þið takið þátt. Vinningana verður svo strax hægt að nálgast hjá mér fyrir sólina sem er framundan!

EH

Sjáið hvað sólarvörn gerir

CliniqueHúðSnyrtivörur

Í gær horfði ég dolfallin á ótrúlega fræðandi myndband sem sýnir svart á hvítu hvað sólarvörn gerir. Þetta er eiginlega bara sjúklega töff og nú þegar ég ber á mig sólarvörn mun ég sjá þetta fyrir mér gerast…

Ég mæli með því að þið gefið ykkur tíma til að horfa á þetta skemmtilega myndband:

Ég hef alveg verið að standa mig af því að gleyma að bera sólarvörn á sjálfa mig á meðan ég stressast upp þegar ég fatta að Tinni Snær er ekki með sólarvörn :) En núna í sumar fékk ég sýnishorn af nýrri sólarvörn frá Clinique sem er nú eitt af þeim merkjum sem er leiðandi þegar kemur að því að framleiða snyrtivörur og þeir einbeita sér sérstaklega mikið að vörum sem eiga að laga og jafna litarhaft húðarinnar en þar er línan þeirra Even Better sem er í aðalhlutverki í þeim aðgerðum.

Even Better Dark Spot Defense er með SPF45 – þeim mun hærri tala þeim mun hrifnari er ég því þá þarf ég ekki að nota jafn mikið magn til að vera viss um að vörnin sé að verja vel húðina mína. En kremið er litlaust og mjög létt og þið finnið ekki fyrir því á húðinni og það sumsé lagar litabletti í húðinni sem geta komið í kjölfar skaða sem útfjólubláir geislar sólarinnar valda. Um leið og vörnin ver húðina þá lagar hún skemmdir sem hafa komið af því maður hefur kannski ekki verið að verja hana nógu vel Ég fékk þessa alveg í tæka tíð fyrir góðu sólardagana sem við fengum í síðustu viku og gat þá verið með háa og góða vörn:)

6nJF8RGm3CX4un2x_display (1)

Næsta sólarvörn á óskalistanum er Iceland Moisture kremið frá Skyn Iceland með SPF30 – þessar vörur eru bara svo æðislegar og ég efast ekki um að sólarvörnin sé ekki framúrskarandi! Hér er um að ræða krem sem verndar húðina fyrir útfjólubláum geislum sólar, reyk, mengun og öðrum leiðindaefnum sem einkenna umhverfið okkar og geta haft áhrif á húðina og t.d. flýtt öldrun húðarinnar eða aukið líkur á húðkrabbameini. Það er að mínu mati fátt mikilvægara en að vera með góða vörn á líkama og andliti og við mæður megum ekki gleyma okkur sjálfum.

SI_s_larv_rnIceland Moisture with Broad-Spectrum SPF30 kostar 5900kr og fæst HÉR.

Passið ykkur að sólin er ekkert minna hættulegri þó það sé haust eða vetur og hvort hún sjáist eða ekki því geislarnir hennar ná alltaf að skína í gegn. Góð sólarvörn er möst í snyrtibudduna hvort sem það er sérstök sólarvörn eða krem – rakakrem eða BB/CC krem með góðri vörn – því hærri vörn þeim mun betra.

Myndbandið hér fyrir ofan er alveg æðisleg og ég mæli eindregið með áhorfi!

EH

Clinique kremið fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Hvað er til?

HúðMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumSnyrtibuddan mínSS14

Nú þegar sólin er farin að láta sjá sig er um að gera að fara að taka fram sólarvörnina. Vörnin ver okkur fyrir útfjólubláum geislum sólar sem geta skaðað húðina okkar og flýtt fyrir öldrun hennar. Yfir sumartímann tökum við smám saman lit og þó svo við séum með vörn í andlitinu þá fær húðin samt sem áður fallegan lit.

Mig langaði að segja ykkur frá nokkrum lituðum dagkremum sem eiga það flest sameinlegt að vera ekki með SPF undir 20 (það er eitt sem er með SPF 6 en það varð samt að fá að vera með). Annað sem þau eiga sameiginlegt er að þau gefa fallegan ljóma og gefa húðinni aðeins dekkri lit og ýta undir litinn sem hún er kannski þegar komin með. Mörg þessara krema eru BB krem en kallast þá frekar sólar BB krem.

Hér sjáið þið sólar kremin sem gefa húðinni vörn, ljóma og lit – hvað er til og hver er munurinn…

sólarvarnakrem sólarvarnakrem2Öll kremin eru ný á markaðnum fyrir utan tvö þeirra, Dior kremið kom síðasta sumar og Sensai gelið er auðvitað klassísk vara sem er búin að vera til ótrúlega lengi. Verðið er auðvitað mjög misjafnt eftir merkjunum eins og alltaf að sjálfsögðu þá mæli ég með eins og alltaf að þið kíkið á testerana á þeim kremum sem ykkur líst best á og prófið á handabakinu og metið hvaða áferð hentar ykkur best.

Ég verð að taka það fram líka að kremin frá Lancome, Guerlain og Helenu ilma eins og sólavarnarkrem – ég elska ilminn af sólarvörnum mér finnst hann alltaf minna mig á sumarið :)

Eitt af þessum er ómissandi fyrir snyrtibudduna í sumar – hvað líst ykkur best á?

EH