*Færslan er gerð í samstarfi við Clarins
Halló! Það er sól og gott veður í dag og því mikilvægt að muna eftir sólarvörninni. Ég hef tamið mér það í gegnum árin að vera mjög meðvituð um að setja á mig sólarvörn og passa uppá húðina mína. Þótt að við búum á Íslandi þá er sólin mjög sterk og getur haft skaðleg áhrif. Mig langar að deila með ykkur sólarvörninni sem ég ætla að nota í sumar og sem ég hef verið að prófa mig áfram með þegar sólin hefur látið sjá sig.
Sólarvarnirnar koma í nokkrum tegundum til dæmis olíulaus, með olíu, sprey eða krem. Þannig það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Dry Touch Facial Sunscreen – Gefur andlitinu raka og jafna þekju sem þornar vel og klístarast ekki – sem er geggjað! Þetta er líka vatnshelt og ver húðina gegn fjólubláum geislum.
Sun Care Oil Mist – Æðisleg olía fyrir líkama og hár sem inniheldur einnig sólarvörn. Olían er einnig mjög nærandi fyrir líkamann og er ekki klístruð, sem er stór plús. Það er mjög þægilegt að spreyja yfir líkama og hár.
Compact Solaire Minéral – Þetta er sólvörn sem gefur einnig smá lit og er fullkomið fyrir “no makeup, makeup” daga. Það er hægt að nota þetta eitt og sér eða nota sem grunn fyrir farða.
Soothing After Sun Balm – Kælandi rakakrem fyrir húðina eftir langan dag í sólinni. Þessi vara viðheldur líka sólkysstri húð og brúnkan endist þá lengur. Gefur einnig 48 klst raka sem er nauðsynlegt eftir mikla sól.
Soothing After Sun Gel – Kælandi rakagel fyrir húðina eftir langan dag í sólinni. Þessi vara viðheldur líka sólkysstri húð og brúnkan endist þá lengur. Þetta er mjög svipað og After Sun balm nema þessi vara kemur í gel formi og gefur 24 klst raka.
Munum eftir sólarvörninni, við eigum bara eina húð og það er mikill misskilingur að maður verði ekki brúnn ef maður notar sólarvörn.
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg