fbpx

LÉTT & RAKAGEFANDI SÓLARVÖRN

SNYRTIVÖRUR

Gleðilegan sólríkan föstudag kæru lesendur!

Ég vona að allir hafi notið dagsins og kvöldsins í sólinni.. og munað eftir sólarvörn! Það er svo ótrúlega mikilvægt að muna eftir sólarvörn þótt að það séu bara rétt yfir 10 gráðurnar. Við fáum bara eina húð og þess vegna er mikilvægt að hugsa vel um hana. Það er líka mikill misskilingur um að maður verði ekki brúnn ef maður er með sólarvörn. Ég passa mig alltaf á því að nota sólarvörn til þess að vernda húðina og halda henni ungri. Þegar ég fór í húðgreiningu fyrir nokkrum mánuðum var húðin mín í góðu standi nema að það voru byrjaðir að myndast sólarblettir, það var mikið sjokk því ég er einungis 24 ára.. þannig enn og aftur.. munum eftir sólarvörninni!

Þegar ég er að velja mér sólarvörn þá vil ég að hún sé létt á húðinni og helst ekki klístruð. Ég fann hina fullkomnu sólarvörn sem er rakagefandi, létt og er myndahæf. Þetta er nýjasta sólarvörnin frá Garnier og er einstaklega létt. Þessi sólarvörn er tvískipt og kemur í sprey formi, mikilvægt að hrista sólarvörnina fyrst áður en hún er spreyjuð á líkamann. Síðan má alls ekki gleyma að gefa líkamanum góðan raka eftir mikla sól og gott að nota after sun svo að húðin nái að jafna sig hraðar.

 

Mér finnst þessi sólarvörn eitthvað svo djúsí, það er fersk og góð lykt af henni, alls ekki þung sólarvarnar “lykt”. Núna er ég tilbúin fyrir sólina og sólin má skína alla daga!

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

BUBBLY HOUR @KRÖST

Skrifa Innlegg