fbpx

Sjáið hvað sólarvörn gerir

CliniqueHúðSnyrtivörur

Í gær horfði ég dolfallin á ótrúlega fræðandi myndband sem sýnir svart á hvítu hvað sólarvörn gerir. Þetta er eiginlega bara sjúklega töff og nú þegar ég ber á mig sólarvörn mun ég sjá þetta fyrir mér gerast…

Ég mæli með því að þið gefið ykkur tíma til að horfa á þetta skemmtilega myndband:

Ég hef alveg verið að standa mig af því að gleyma að bera sólarvörn á sjálfa mig á meðan ég stressast upp þegar ég fatta að Tinni Snær er ekki með sólarvörn :) En núna í sumar fékk ég sýnishorn af nýrri sólarvörn frá Clinique sem er nú eitt af þeim merkjum sem er leiðandi þegar kemur að því að framleiða snyrtivörur og þeir einbeita sér sérstaklega mikið að vörum sem eiga að laga og jafna litarhaft húðarinnar en þar er línan þeirra Even Better sem er í aðalhlutverki í þeim aðgerðum.

Even Better Dark Spot Defense er með SPF45 – þeim mun hærri tala þeim mun hrifnari er ég því þá þarf ég ekki að nota jafn mikið magn til að vera viss um að vörnin sé að verja vel húðina mína. En kremið er litlaust og mjög létt og þið finnið ekki fyrir því á húðinni og það sumsé lagar litabletti í húðinni sem geta komið í kjölfar skaða sem útfjólubláir geislar sólarinnar valda. Um leið og vörnin ver húðina þá lagar hún skemmdir sem hafa komið af því maður hefur kannski ekki verið að verja hana nógu vel Ég fékk þessa alveg í tæka tíð fyrir góðu sólardagana sem við fengum í síðustu viku og gat þá verið með háa og góða vörn:)

6nJF8RGm3CX4un2x_display (1)

Næsta sólarvörn á óskalistanum er Iceland Moisture kremið frá Skyn Iceland með SPF30 – þessar vörur eru bara svo æðislegar og ég efast ekki um að sólarvörnin sé ekki framúrskarandi! Hér er um að ræða krem sem verndar húðina fyrir útfjólubláum geislum sólar, reyk, mengun og öðrum leiðindaefnum sem einkenna umhverfið okkar og geta haft áhrif á húðina og t.d. flýtt öldrun húðarinnar eða aukið líkur á húðkrabbameini. Það er að mínu mati fátt mikilvægara en að vera með góða vörn á líkama og andliti og við mæður megum ekki gleyma okkur sjálfum.

SI_s_larv_rnIceland Moisture with Broad-Spectrum SPF30 kostar 5900kr og fæst HÉR.

Passið ykkur að sólin er ekkert minna hættulegri þó það sé haust eða vetur og hvort hún sjáist eða ekki því geislarnir hennar ná alltaf að skína í gegn. Góð sólarvörn er möst í snyrtibudduna hvort sem það er sérstök sólarvörn eða krem – rakakrem eða BB/CC krem með góðri vörn – því hærri vörn þeim mun betra.

Myndbandið hér fyrir ofan er alveg æðisleg og ég mæli eindregið með áhorfi!

EH

Clinique kremið fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Topp 3: besti brunchinn

Skrifa Innlegg