Hotel Workout: Myndband

ÆfingarHeilsa

Ég var í stoppi í Minneapolis á mánudaginn og nýtti tímann í að slaka vel á, sofa út, æfa og að sjálfsögðu versla smá.

Ég reyni alltaf að hreyfa mig í stoppum þar sem mér líður svo vel eftir smá æfingu og finn að ég er hressari og betur stemmd fyrir flugið heim. Það þarf ekki mikið pláss eða tól til þess að taka góða æfingu en í þetta skiptið gerði ég 8 mismunandi æfingar á æfingabolta.

Ég póstaði æfingunum á instastory og fékk góð viðbrögð þannig að ég ákvað að vista æfinguna í heild og deila henni hér með ykkur. Æfingarnar er hægt að gera allar í “hring” eða bæta þeim stökum við ykkar eigið prógram. Ef þið takið þennan hring mæli ég með að gera hann þrisvar í gegn. Ég byrjaði á að hita upp með jöfnu hlaupi í 20 mín (hraði 10 – 12 km/klst) og endaði á góðum teygjum. Það eina sem þú þarft er æfingabolti og góða skapið!

xx

#1 – 10 pör
#2 – 10 pör
#3 – 10 endurtekningar (má sleppa ketilbjöllunum)
#4 – 10 endurtekningar á hvorn fót
#5 – 10 endurtekningar
#6 – 10 endurtekningar á hvorn fót
#7 – 20 endurtekningar
#8 – 30 endurtekningar

 

 

xx

Birgitta Líf
instagram/snapchat: birgittalif

Sjáið hvað sólarvörn gerir

CliniqueHúðSnyrtivörur

Í gær horfði ég dolfallin á ótrúlega fræðandi myndband sem sýnir svart á hvítu hvað sólarvörn gerir. Þetta er eiginlega bara sjúklega töff og nú þegar ég ber á mig sólarvörn mun ég sjá þetta fyrir mér gerast…

Ég mæli með því að þið gefið ykkur tíma til að horfa á þetta skemmtilega myndband:

Ég hef alveg verið að standa mig af því að gleyma að bera sólarvörn á sjálfa mig á meðan ég stressast upp þegar ég fatta að Tinni Snær er ekki með sólarvörn :) En núna í sumar fékk ég sýnishorn af nýrri sólarvörn frá Clinique sem er nú eitt af þeim merkjum sem er leiðandi þegar kemur að því að framleiða snyrtivörur og þeir einbeita sér sérstaklega mikið að vörum sem eiga að laga og jafna litarhaft húðarinnar en þar er línan þeirra Even Better sem er í aðalhlutverki í þeim aðgerðum.

Even Better Dark Spot Defense er með SPF45 – þeim mun hærri tala þeim mun hrifnari er ég því þá þarf ég ekki að nota jafn mikið magn til að vera viss um að vörnin sé að verja vel húðina mína. En kremið er litlaust og mjög létt og þið finnið ekki fyrir því á húðinni og það sumsé lagar litabletti í húðinni sem geta komið í kjölfar skaða sem útfjólubláir geislar sólarinnar valda. Um leið og vörnin ver húðina þá lagar hún skemmdir sem hafa komið af því maður hefur kannski ekki verið að verja hana nógu vel Ég fékk þessa alveg í tæka tíð fyrir góðu sólardagana sem við fengum í síðustu viku og gat þá verið með háa og góða vörn:)

6nJF8RGm3CX4un2x_display (1)

Næsta sólarvörn á óskalistanum er Iceland Moisture kremið frá Skyn Iceland með SPF30 – þessar vörur eru bara svo æðislegar og ég efast ekki um að sólarvörnin sé ekki framúrskarandi! Hér er um að ræða krem sem verndar húðina fyrir útfjólubláum geislum sólar, reyk, mengun og öðrum leiðindaefnum sem einkenna umhverfið okkar og geta haft áhrif á húðina og t.d. flýtt öldrun húðarinnar eða aukið líkur á húðkrabbameini. Það er að mínu mati fátt mikilvægara en að vera með góða vörn á líkama og andliti og við mæður megum ekki gleyma okkur sjálfum.

SI_s_larv_rnIceland Moisture with Broad-Spectrum SPF30 kostar 5900kr og fæst HÉR.

Passið ykkur að sólin er ekkert minna hættulegri þó það sé haust eða vetur og hvort hún sjáist eða ekki því geislarnir hennar ná alltaf að skína í gegn. Góð sólarvörn er möst í snyrtibudduna hvort sem það er sérstök sólarvörn eða krem – rakakrem eða BB/CC krem með góðri vörn – því hærri vörn þeim mun betra.

Myndbandið hér fyrir ofan er alveg æðisleg og ég mæli eindregið með áhorfi!

EH

Clinique kremið fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Frægir lesa Tweet hjá Jimmy Kimmel…

Fræga Fólkið

Ef þið eruð að eiga letidag fyrir framan tölvuna í dag þá megið þið ekki láta þetta innslag úr Jimmy Kimmel live fara framhjá ykkur. Þarna lesa nokkrar frægar Hollywood stjörnur neikvæð ummæli sem fólk lætur frá sér um viðkomandi stjörnu á samfélagsmiðlinum Twitter. Hér sjáið þið t.d. George Clooney, Jannifer Garner, Cate Blanchett og Mat Damon.

Alveg kostulegt hvað fólk getur verið hreinskilið svona þegar það hefur tölvuskjá til að fela sig á bakvið – en maður þarf greinilega að passa sig á því sem maður skrifar á Twitter maður gæti endað í innslagi hjá Jimmy Kimmel. En það er nú gaman að sjá að margar þessara stjarna eru greinilega með þykkan skráp og hafa húmor fyrir athugasemdunum og sjálfu sér – ætli það sé ekki nauðsynlegt í þeirra geira :)

Bara smá skemmtilegt til að fá ykkur til að brosa á sólríkum laugardegi – loksins líður mér eins og vorið sé að koma!

EH

Sýnikennslu Myndband

makeupSýnikennsla

Eitt af markmiðunum mínum fyrir árið 2013 var að byrja að birta sýnikennslu myndbönd hér á síðunni. Fyrst um sinn ætla ég að prófa mig áfram með photobooth en draumurinn er samt að koma upp flottri stúdíóaðstöðu með góðri lýsingu og hvítum bakgrunni – það verður reddý fyrir árslok.Planið er að birta fyrsta sýnikennslu myndband fyrir lok þessarar viku. Í gærkvöldi fór ég í gegnum fullt af snyrtidóti og hér sjáið þið það sem mig langar að nota en þar sem ég veit ekki hvernig ég kem öllum þessum vörum fyrir í einu video-i þá verður frekari niðurskurður í dag. Svo er ég líka að reyna að ákveða hvernig lúkk ég á að sýna í fyrsta myndbandinuen ég hallast að því að það verði einfalt. Til að byrja með langar mig að sýna heil lúkk en svo kannski gera styttri myndbönd, með hyljurum, varalitum, skyggingu o.s.frv….

Ég sé fyrir mér að ég þurfi að mana mig uppí að horfa á myndbandið áður en ég birti það. Það er bara svo skrítið að hlusta á sjálfa sig – en ég verð að komast yfir það.

Ef þið hafið uppástungur um lúkk sem ykkur finnst tilvalið sem það fyrsta þá megið þið endilega skrifa þær sem athugasemdir hér fyrir neðan:)

EH