fbpx

TRENDNÝTT

FERÐUMST MEÐ ÁSU STEINARS UM RÍKI VATNAJÖKULS (MYNDBAND)

FÓLKKYNNING

Ferðalag um Ríki Vatnajökuls er fjögurra þátta röð Instagram stjörnunnar og ferðaljósmyndarans Ásu Steinars. Í þáttunum ferðast Ása um Ríki Vatnajökuls og kynnir fyrir okkur allar perlurnar sem svæðið hefur uppá að bjóða. Ása hefur ferðast um heiminn og fangað ótrúleg ferðamóment og er orðin þekkt fyrir sína vinnu. Eins og aðrir þá velur hún að ferðast á Íslandi í sumar og við erum þakklát fyrir að fá að græða á hennar ferðarvisku. Sjón er sögu ríkari –

PRESSIÐ Á PLAY

Ef ykkur líkar þessi þáttur þá mælum við með því að þið heimsækið heimasíðu Vatnajökuls og kynnið ykkur næstu 3 þætti með Ásu þar sem hún sýnir okkur jöklaupplifun á falljökli, ferðalag um Ingólfshöfða og Hoffell og humarbæinn Höfn – smellið HÉR fyrir fleiri þætti.

Fegurð þessa lands er engu öðru lík, heppin við að fá að njóta þess – gleðilegt íslenskt sumar!

Psst. Ríki Vatnajökuls / visitvatnajokull.is gefur og gleður á samfélagsmiðlum sínum með 70.000 króna (!) ferðaávísun – meira HÉR 

//
TRENDNET

NETFLIX NÝJUNG - FYRSTI ÞÁTTUR TEKINN UPP Á ÍSLANDI

Skrifa Innlegg