LAUGARDAGS ROADTRIP:

FERÐALÖGHUGMYNDIRLÍFIÐ

Á laugardaginn fór ég með vinkonum mínum í smá roadtrip en við fórum í Gömlu Laugina á Flúðum og fengum okkur að borða á Friðheimum. Ég hef farið einu sinni áður í Gömlu Laugina og er mjög hrifin að þeirri laug, þetta var þó fyrsta skiptið mitt í Friðheima og vá! Súpan þar er æðisleg & ég mæli sjúklega mikið með henni!

Ég er mikið fyrir að taka stutt roadtrip um Ísland & hlakka til að deila með ykkur fleiri hugmyndum en hér að neðan geti þið séð hvað hvert & eitt kostaði.

xÞað kostar 2.800 kr í Gömlu Laugina á Flúðum.
Þessi æðislega máltíð kostaði mig 2.290 kr – en það er frí áfylling á bæði súpunni & brauðinu. Kemst ekki yfir þessa súpu, hún var alltof góð!! Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

HELGIN:

FERÐALÖGLÍFIÐ

Um helgina fór ég upp í bústað með fjölskyldunni en bústaðurinn er staðsettur á Þingvöllum. Veðrið var æðislegt & náðum við að sóla okkur aðeins í pottinum. Á sunnudeginum fór ég með vinkonum mínum í picknik í Brynjudal, veðrið var líka æðislegt & var staðurinn mjög fallegur.. mæli með!

x

Aðeins að sóla sig í pottinum á Þingvöllum.
Að fara í picknik var á check-listanum fyrir sumarið… Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

GLASGOW:

FERÐALÖGLÍFIÐ

img_2009

Þriðjudaginn í síðustu viku fór ég ásamt Gumma kærasta mínum til Glasgow, en ástæða ferðarinnar var aðallega vegna þess að The Weeknd var að spila í SSE Hydro í Glasgow. Við höfðum hvorugt áður komið til Glasgow & vorum við spennt að upplifa borgina í fyrsta skipti. Oft er talað um að Glasgow sé góð verslunarborg & er ég svo sannarlega sammála því eftir að hafa farið þangað. Úrvalið af búðunum í Glasgow er gott, en mínar uppáhalds búðir voru Office, Urban Outfitters, Topshop/Topman, END Clothing, 18 Montrose, Size?, Footlocker, AllSaints, Debenhams, House Of Fraser, Schuh, JD Sports, Lush, Whistles & COS.  Ef áhugi er fyrir menningu & skoðunarferðum þá mæli ég með að kíkja til Edinborgar, en það tekur einungis klukkustund með lest frá Glasgow. Við gistum í fjórar nætur á hótelinu Radisson Blu en það er fimm stjörnu hótel. Mér fannst hótelið ágætt, en miðað við að það er fimm stjörnuhótel, þá stóð það ekki undir sínum væntingum, en hótelið er hinsvegar á mjög góðum stað & stutt að fara allt. Jafnvel þó að hægt var að labba nánast allt frá Radisson Blu þá tókum við taxa frá flugvellinum upp á hótel en það kostaði okkur sirka 3.000 ísl.kr. en eftir þessa taxa ferð ákváðum við að taka UBER restina af ferðinni en það er mjög hentugt & helmingi ódýrara þannig ég mæli eindregið með UBER.

Ég hef aldrei verið eitthvað rosalega hrifin af breskum mat þannig áður en við fórum út var ég búin að skoða nokkra veitingastaði, en mínir uppáhalds voru Bills Restaurant frábær morgunverður & kvöldverðir, La Vita Pizzeria æðislegur ítalskur staður sem vinkona mín mældi með & Hard Rock mjög klassískur & ekki of dýr.

En í heildina var ferðin æðisleg & tónleikarnir geggjaðir en ég mæli með Glasgow sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á tísku & hafa gaman að búðarápi –

x

img_2016 img_2025 img_2031 img_2032 img_2042 img_2055 img_2078 img_2079 img_2082 img_2088 img_2103 img_2113 img_2141 img_2149 img_2174 img_2171 img_2181 img_2240 img_2237 img_2245 img_2252 img_2259 img_2264 img_2278

img_2445 img_2358 img_2357 img_2374 img_2424 img_2462 img_2470 img_2675 img_2679 img_2484 img_2507 img_2669 img_2667

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

img_9863

ÍBÚÐIRNAR MÍNAR Í RVK

FerðalögHeimiliHönnunÍslandMyndirNýtt

Ég má til með að pósta hér smá innliti í eina af íbúðunum okkar Emils í miðborg Reykjavíkur. Hægt verður að leigja íbúðirnar, sem eru glænýjar og á jarðhæð, til skamms tíma. Á næstu dögum verður hægt að fá frekari upplýsingar um þær á heimasíðunni www.homeaway.com. Íbúðirnar, sem eru innréttaðar nánast alveg eins, taka max fjóra fullorðna ( hægt að bæta við barnarúmi) en þær eru samliggjandi þannig átta manns gætu deilt íbúðunum sín á milli. Ef þið eruð að fá gesti erlendis frá og vantar gistingu, þá getið þið haft okkur í huga :-)

Undanfarnar vikur hef ég grandskoðað heimasíður íslenskra húsgagnafyrirtækja og í huganum skapaði ég ákveðna stemningu sem ég vil að gestirnir finni. Þetta er útkoman sem ég er mjög ánægð með og ég vona að það muni fara vel um gestina okkar í þessu umhverfi.

Ég valdi að hafa húgögnin frekar einföld en það sem mér þykir setja punktinn yfir i-ið eru myndirnar á veggjunum. Ég fékk hana Áslaugu Þorgeirsdóttur ( Fóu Feykirófu) til að setja upp fyrir mig texta sem ég hafði ákveðið og er útkoman svona góð. Í stofunum er textabrot úr einu af uppáhaldslögum föðurs Emils, hans Fredda, sem nú er látinn. Lagið heitir Live Like You Were Dying eftir Tim Mc.Graw og í svefnherbergjunum er brot úr laginu Love me Tender eftir Elvis Presley. Myndirnar voru prentaðar í Pixel og límdar á einhverskonar foamplötu þannig hægt var að hafa rammann djúpan, sem er svo fallegt. Þar sem myndirnar eru svo risastórar ákváð ég ásamt Innrömmun Hafnarfjarðar að hafa ekkert gler á myndunum. Af gefnu tilefni fá öll þessi fyrirtæki mín bestu meðmæli !

Screen Shot 2015-05-17 at 10.11.31

Screen Shot 2015-05-17 at 10.18.21

Screen Shot 2015-05-17 at 10.16.53

Screen Shot 2015-05-17 at 10.12.43

10989414_10153297065194793_8146841709774206109_n

 Klikkið á myndirnar til að stækka

Ruggustóllinn, rúmteppið, skordýramyndin og eldhússtólarnir, lamparnir og kollurinn er allt frá ILVA. Borðstofuborðið er frá Fritz Hansen. Ljósakrónan sem heitir caravaggio pendant lamp er keypt  ì Epal og sömuleiðis snagarnir í svefnherberginu. Grái stóllinn er frá Línunni í Kópavogi og sófaborðin frá Sostrenen Grene í Kringlunni.

Eftir viku verð ég á…

FashionLífið Mittloreal

Copenhagen-Fashion-Week1cfw_aw14_campaign_top_01_03-1Ójá! Þið vitið ekki hvað ég er orðin spennt. Á þriðjudaginn eftir viku liggur leið mín til Kaupmannahafnar til að vera viðstödd tískuvikuna sem fer fram þar. Ég er nú þegar komin með miða á sex ótrúlega spennandi sýningar og baksviðs passa á þær. Ég segi ykkur meira frá þessu spennandi verkefni sem ég er að fara að vinna með L’Oreal þegar nær dregur og segi líka þá frá sýningunum sem ég fer á.

Það ískrar í mér þessa dagana ég er svo spennt – en ein af sýningunum sem ég er að fara á er hjá uppáhalds danska hönnuðinum mínum. Auk þess fæ ég að taka viðtal við eitt af átrúnaðargoðunum mínum í förðun.

EH

Norður Ítalía – Lago di Tenno

BörnFerðalögHreyfingInstagramMyndirPersónulegtVerona

Ef þú ert á ferðalagi um norður Ítalíu, í kringum Gardavatn til dæmis, mæli ég með að þú smyrjir nesti og farir í picnic við Lago di Tenno. Kyrrðin og fegurðin er engu lík.

Guð hefur verið í alveg svakalega góðu skapi þegar hann skapaði þessa einstöku náttúruparadís. Litavalið hjá honum er algjörlega óaðfinnanlegt og að setja þessi rosalegu fjöll allt í kringum vatnið var frábær hugmynd. Að lokum skreytti hann með fagurgrænum trjám sem setti að sjálfsögðu punktinn yfir i-ið.

Ég er síðan viss um að orðið stórfenglegt hafi komið upp í huga hans þegar hann leit yfir það sem hann hafði búið til ;-)

Endilega látið orðið berast – Lago di Tenno er nefnilega vel geymt leyndarmál á meðal fjallanna.

Suður Ítalía – Scilla & Reggio Calabria

BörnFerðalögInstagramMyndirPersónulegtVerona

Í lok júlí flúði ég íslenska sumarið og fór til suður Ítalíu með Emanuel á meðan Emil æfði með Hellas í Austuríki. Við Emil bjuggum þar á sínum tíma og erum því hálfgert heimafólk í Scilla og í Reggio Calabria sem er staðsett syðst á Ítalíu, rétt við Sikiley.

Eins og við vitum flest er Ítalía þekkt fyrir afbragðs matargerð en fyrir minn smekk verður maturinn betri eftir því sem sunnar dregur. Grænmetið er ferskara og tómatarnir rauðari. Pizzan er betri og svo er fiskurinn svo ferskur að hann nánast kemur sprikklandi á diskinn til þín. Að auki er sjórinn kristaltær, fólkið frábært og gestrisið með eindæmum og þjóðarsálin svo hlý og afslöppuð.

Það er því ómetanlegt að eiga heimangengt hjá góðu fólki í Scilla og geta þannig verið partur af þessum yndislega stað og samfélagi sem er okkur svo kært – og svo fallegt eins og þið sjáið kannski á myndunum.

Ég ❤ Grikkland

FerðalögInstagramMyndirPersónulegtVerona
Svona líta símamyndirnar mínar út frá liðinni viku. Santorini og Mykonos eru í mínum huga himnaríki á jörðu. Við áttum svo dásamlega daga þarna í suðrinu og ég er eiginlega ennþá að sætta mig við að vera komin heim og að morgunmaturinn bíði ekki eftir mér hérna úti á svölum ;-)
Ég alveg kolféll fyrir landi og þjóð og er núna orðin sérstök áhugamanneskja um Grikkland, haha. Ég mun fara þangað aftur strax við fyrsta tækifæri. Maturinn, fólkið, umhverfið, allt! Þetta er allt geggjað. Ég hafði ekki hugmynd um að grískur matur væri svona góður og að Grikkir sem þjóð er frábær. Ég elska grísku þjóðarsálina sem er ekki ólík þeirri ítölsku, nema bara kannski aðeins ýktari og ég fíla það í tætlur. Umhverfið er einstakt, ég get ekki lýst því hversu fallegt það er. Það er ólýsanlegt.
Við vorum líka á einstaklega smekklegum og góðum hótelum þannig við fengum að kynnast rjómanum af því besta og ég held svei mér þá að þetta hafi verið besti tími lífs míns. :-)

Í gleðikasti á Santorini !!

FerðalögInstagramMyndirPersónulegt

Já við erum mætt til Santorini og sitjum nú úti á svölunum okkar með þetta ólýsanlega útsýni og þessa dásemdar einkasundlaug. Þetta er það fallegasta sem ég hef séð og er enn orðlaus yfir þessari fegurð !

Perched atop the most stunning volcanic cliffs, resembling a quaint Cycladic village, discover the Astra Suites hotel of peaceful Imerovigli village in Santorini, Greece offering breathtaking panoramic views of the mysterious caldera, a sleeping volcano, and the endless blue Aegean sea.

Astra Suites is now listed in the Top 25 Hotels of the World, also recognized in the exceptional service category for hotels in Greece as chosen by TripAdvisormembers and awarded by Conde Nast Johansens as the Most Romantic Hotel!


Come experience a true luxury suite hotel in Santorini, in the absolute best location on the island to enjoy the most breathtaking sunsets on earth, right from your own private balcony!”

Það er nefnilega það !

Það eina sem ég hef sagt í dag er “Guð minn góður”, “Guð, þetta er svo fallegt”, “ÓMÆGAD!!”, “Ég trúi þessu ekki” og “SÉRÐU ÞETTA EMIL?!”. hahaha.. þetta er svo TRYLLT !

Það kemur mér ekkert á óvart að hótelið, Astra Suits, sé í TOP 25 yfir bestu hótel heims. Það er allt ólýsanlegt hérna, umhverfið, þjónustan, maturinn, ALLT ! Ég get ekki beðið eftir að vakna í fyrramálið og halda áfram að njóta þessarar upplifunar. Ég er að springa úr þakklæti en ég hefði varla getað ímyndað mér í mínum villtustu draumum að ég ætti nokkurn tímann eftir að gista á og vera á svona stað.

Ég er orðlaus og fer þannig að sofa. Góða nótt :-)