GLASGOW:

FERÐALÖGLÍFIÐ

img_2009

Þriðjudaginn í síðustu viku fór ég ásamt Gumma kærasta mínum til Glasgow, en ástæða ferðarinnar var aðallega vegna þess að The Weeknd var að spila í SSE Hydro í Glasgow. Við höfðum hvorugt áður komið til Glasgow & vorum við spennt að upplifa borgina í fyrsta skipti. Oft er talað um að Glasgow sé góð verslunarborg & er ég svo sannarlega sammála því eftir að hafa farið þangað. Úrvalið af búðunum í Glasgow er gott, en mínar uppáhalds búðir voru Office, Urban Outfitters, Topshop/Topman, END Clothing, 18 Montrose, Size?, Footlocker, AllSaints, Debenhams, House Of Fraser, Schuh, JD Sports, Lush, Whistles & COS.  Ef áhugi er fyrir menningu & skoðunarferðum þá mæli ég með að kíkja til Edinborgar, en það tekur einungis klukkustund með lest frá Glasgow. Við gistum í fjórar nætur á hótelinu Radisson Blu en það er fimm stjörnu hótel. Mér fannst hótelið ágætt, en miðað við að það er fimm stjörnuhótel, þá stóð það ekki undir sínum væntingum, en hótelið er hinsvegar á mjög góðum stað & stutt að fara allt. Jafnvel þó að hægt var að labba nánast allt frá Radisson Blu þá tókum við taxa frá flugvellinum upp á hótel en það kostaði okkur sirka 3.000 ísl.kr. en eftir þessa taxa ferð ákváðum við að taka UBER restina af ferðinni en það er mjög hentugt & helmingi ódýrara þannig ég mæli eindregið með UBER.

Ég hef aldrei verið eitthvað rosalega hrifin af breskum mat þannig áður en við fórum út var ég búin að skoða nokkra veitingastaði, en mínir uppáhalds voru Bills Restaurant frábær morgunverður & kvöldverðir, La Vita Pizzeria æðislegur ítalskur staður sem vinkona mín mældi með & Hard Rock mjög klassískur & ekki of dýr.

En í heildina var ferðin æðisleg & tónleikarnir geggjaðir en ég mæli með Glasgow sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á tísku & hafa gaman að búðarápi –

x

img_2016 img_2025 img_2031 img_2032 img_2042 img_2055 img_2078 img_2079 img_2082 img_2088 img_2103 img_2113 img_2141 img_2149 img_2174 img_2171 img_2181 img_2240 img_2237 img_2245 img_2252 img_2259 img_2264 img_2278

img_2445 img_2358 img_2357 img_2374 img_2424 img_2462 img_2470 img_2675 img_2679 img_2484 img_2507 img_2669 img_2667

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

img_9863

ÍBÚÐIRNAR MÍNAR Í RVK

FerðalögHeimiliHönnunÍslandMyndirNýtt

Ég má til með að pósta hér smá innliti í eina af íbúðunum okkar Emils í miðborg Reykjavíkur. Hægt verður að leigja íbúðirnar, sem eru glænýjar og á jarðhæð, til skamms tíma. Á næstu dögum verður hægt að fá frekari upplýsingar um þær á heimasíðunni www.homeaway.com. Íbúðirnar, sem eru innréttaðar nánast alveg eins, taka max fjóra fullorðna ( hægt að bæta við barnarúmi) en þær eru samliggjandi þannig átta manns gætu deilt íbúðunum sín á milli. Ef þið eruð að fá gesti erlendis frá og vantar gistingu, þá getið þið haft okkur í huga :-)

Undanfarnar vikur hef ég grandskoðað heimasíður íslenskra húsgagnafyrirtækja og í huganum skapaði ég ákveðna stemningu sem ég vil að gestirnir finni. Þetta er útkoman sem ég er mjög ánægð með og ég vona að það muni fara vel um gestina okkar í þessu umhverfi.

Ég valdi að hafa húgögnin frekar einföld en það sem mér þykir setja punktinn yfir i-ið eru myndirnar á veggjunum. Ég fékk hana Áslaugu Þorgeirsdóttur ( Fóu Feykirófu) til að setja upp fyrir mig texta sem ég hafði ákveðið og er útkoman svona góð. Í stofunum er textabrot úr einu af uppáhaldslögum föðurs Emils, hans Fredda, sem nú er látinn. Lagið heitir Live Like You Were Dying eftir Tim Mc.Graw og í svefnherbergjunum er brot úr laginu Love me Tender eftir Elvis Presley. Myndirnar voru prentaðar í Pixel og límdar á einhverskonar foamplötu þannig hægt var að hafa rammann djúpan, sem er svo fallegt. Þar sem myndirnar eru svo risastórar ákváð ég ásamt Innrömmun Hafnarfjarðar að hafa ekkert gler á myndunum. Af gefnu tilefni fá öll þessi fyrirtæki mín bestu meðmæli !

Screen Shot 2015-05-17 at 10.11.31

Screen Shot 2015-05-17 at 10.18.21

Screen Shot 2015-05-17 at 10.16.53

Screen Shot 2015-05-17 at 10.12.43

10989414_10153297065194793_8146841709774206109_n

 Klikkið á myndirnar til að stækka

Ruggustóllinn, rúmteppið, skordýramyndin og eldhússtólarnir, lamparnir og kollurinn er allt frá ILVA. Borðstofuborðið er frá Fritz Hansen. Ljósakrónan sem heitir caravaggio pendant lamp er keypt  ì Epal og sömuleiðis snagarnir í svefnherberginu. Grái stóllinn er frá Línunni í Kópavogi og sófaborðin frá Sostrenen Grene í Kringlunni.

Eftir viku verð ég á…

FashionLífið Mittloreal

Copenhagen-Fashion-Week1cfw_aw14_campaign_top_01_03-1Ójá! Þið vitið ekki hvað ég er orðin spennt. Á þriðjudaginn eftir viku liggur leið mín til Kaupmannahafnar til að vera viðstödd tískuvikuna sem fer fram þar. Ég er nú þegar komin með miða á sex ótrúlega spennandi sýningar og baksviðs passa á þær. Ég segi ykkur meira frá þessu spennandi verkefni sem ég er að fara að vinna með L’Oreal þegar nær dregur og segi líka þá frá sýningunum sem ég fer á.

Það ískrar í mér þessa dagana ég er svo spennt – en ein af sýningunum sem ég er að fara á er hjá uppáhalds danska hönnuðinum mínum. Auk þess fæ ég að taka viðtal við eitt af átrúnaðargoðunum mínum í förðun.

EH

Norður Ítalía – Lago di Tenno

BörnFerðalögHreyfingInstagramMyndirPersónulegtVerona

Ef þú ert á ferðalagi um norður Ítalíu, í kringum Gardavatn til dæmis, mæli ég með að þú smyrjir nesti og farir í picnic við Lago di Tenno. Kyrrðin og fegurðin er engu lík.

Guð hefur verið í alveg svakalega góðu skapi þegar hann skapaði þessa einstöku náttúruparadís. Litavalið hjá honum er algjörlega óaðfinnanlegt og að setja þessi rosalegu fjöll allt í kringum vatnið var frábær hugmynd. Að lokum skreytti hann með fagurgrænum trjám sem setti að sjálfsögðu punktinn yfir i-ið.

Ég er síðan viss um að orðið stórfenglegt hafi komið upp í huga hans þegar hann leit yfir það sem hann hafði búið til ;-)

Endilega látið orðið berast – Lago di Tenno er nefnilega vel geymt leyndarmál á meðal fjallanna.

Suður Ítalía – Scilla & Reggio Calabria

BörnFerðalögInstagramMyndirPersónulegtVerona

Í lok júlí flúði ég íslenska sumarið og fór til suður Ítalíu með Emanuel á meðan Emil æfði með Hellas í Austuríki. Við Emil bjuggum þar á sínum tíma og erum því hálfgert heimafólk í Scilla og í Reggio Calabria sem er staðsett syðst á Ítalíu, rétt við Sikiley.

Eins og við vitum flest er Ítalía þekkt fyrir afbragðs matargerð en fyrir minn smekk verður maturinn betri eftir því sem sunnar dregur. Grænmetið er ferskara og tómatarnir rauðari. Pizzan er betri og svo er fiskurinn svo ferskur að hann nánast kemur sprikklandi á diskinn til þín. Að auki er sjórinn kristaltær, fólkið frábært og gestrisið með eindæmum og þjóðarsálin svo hlý og afslöppuð.

Það er því ómetanlegt að eiga heimangengt hjá góðu fólki í Scilla og geta þannig verið partur af þessum yndislega stað og samfélagi sem er okkur svo kært – og svo fallegt eins og þið sjáið kannski á myndunum.

Ég ❤ Grikkland

FerðalögInstagramMyndirPersónulegtVerona
Svona líta símamyndirnar mínar út frá liðinni viku. Santorini og Mykonos eru í mínum huga himnaríki á jörðu. Við áttum svo dásamlega daga þarna í suðrinu og ég er eiginlega ennþá að sætta mig við að vera komin heim og að morgunmaturinn bíði ekki eftir mér hérna úti á svölum ;-)
Ég alveg kolféll fyrir landi og þjóð og er núna orðin sérstök áhugamanneskja um Grikkland, haha. Ég mun fara þangað aftur strax við fyrsta tækifæri. Maturinn, fólkið, umhverfið, allt! Þetta er allt geggjað. Ég hafði ekki hugmynd um að grískur matur væri svona góður og að Grikkir sem þjóð er frábær. Ég elska grísku þjóðarsálina sem er ekki ólík þeirri ítölsku, nema bara kannski aðeins ýktari og ég fíla það í tætlur. Umhverfið er einstakt, ég get ekki lýst því hversu fallegt það er. Það er ólýsanlegt.
Við vorum líka á einstaklega smekklegum og góðum hótelum þannig við fengum að kynnast rjómanum af því besta og ég held svei mér þá að þetta hafi verið besti tími lífs míns. :-)

Í gleðikasti á Santorini !!

FerðalögInstagramMyndirPersónulegt

Já við erum mætt til Santorini og sitjum nú úti á svölunum okkar með þetta ólýsanlega útsýni og þessa dásemdar einkasundlaug. Þetta er það fallegasta sem ég hef séð og er enn orðlaus yfir þessari fegurð !

Perched atop the most stunning volcanic cliffs, resembling a quaint Cycladic village, discover the Astra Suites hotel of peaceful Imerovigli village in Santorini, Greece offering breathtaking panoramic views of the mysterious caldera, a sleeping volcano, and the endless blue Aegean sea.

Astra Suites is now listed in the Top 25 Hotels of the World, also recognized in the exceptional service category for hotels in Greece as chosen by TripAdvisormembers and awarded by Conde Nast Johansens as the Most Romantic Hotel!


Come experience a true luxury suite hotel in Santorini, in the absolute best location on the island to enjoy the most breathtaking sunsets on earth, right from your own private balcony!”

Það er nefnilega það !

Það eina sem ég hef sagt í dag er “Guð minn góður”, “Guð, þetta er svo fallegt”, “ÓMÆGAD!!”, “Ég trúi þessu ekki” og “SÉRÐU ÞETTA EMIL?!”. hahaha.. þetta er svo TRYLLT !

Það kemur mér ekkert á óvart að hótelið, Astra Suits, sé í TOP 25 yfir bestu hótel heims. Það er allt ólýsanlegt hérna, umhverfið, þjónustan, maturinn, ALLT ! Ég get ekki beðið eftir að vakna í fyrramálið og halda áfram að njóta þessarar upplifunar. Ég er að springa úr þakklæti en ég hefði varla getað ímyndað mér í mínum villtustu draumum að ég ætti nokkurn tímann eftir að gista á og vera á svona stað.

Ég er orðlaus og fer þannig að sofa. Góða nótt :-)

Brúðkaupið okkar 16.júní 2012

BrúðkaupFerðalögMakeupMaturMyndirPersónulegt
10x15cm120616_18.22.37

Loksins. Hér kemur það, langt brúðkaupsblogg !

Að skipuleggja og halda gott brúðkaup er ekki hrist fram úr annarri erminni bara sí svona. Það er að mörgu að huga og því ágætt að fá hugmyndir frá öðrum sem maður getur svo bara sniðið eftir sínu höfði.

Ég held að við höfum haldið ansi gott brúðkaup og því langaði mig að deila þessu með ykkur. Það má vel vera að þetta sé eitthvað sem hægt er að kalla “2007” en ég nenni ómögulega að fá svoleiðis komment hérna í kommentakerfinu. Við ákváðum að hafa brúðkaupið okkar svona og erum alsæl með það.

Ég vil byrja á að mæla með Reykjavík Letterpress sem sáu um að gera boðskortin okkar. Ótrúlega klárar stelpur sem þar vinna og geta gert mjög kúl boðskort. Það er líka skemmtilegt að persónugera frímerkin t.d með mynd af ykkur en það er mjög auðvelt að gera það á posturinn.is. Hér getið þið séð okkar boðskort.
Hverjum á svo að bjóða í veisluna er svo einn af hausverkjunum en okkar mottó var bara að bjóða þeim sem okkur langaði til að bjóða. Ég bauð t.d vinkonum systra minna, því mér þykir þær skemmtilegar.

Ég vil síðan mæla með góðum tímasetningum og staðsetningum. Það skiptir miklu máli að hugsa það aðeins ! Brúðkaupsdagurinn okkar er 16.júní en við ákváðum þann dag því þá er alltaf frídagur daginn eftir þegar við eigum brúðkaupsafmæli. Athöfnin í kirkjunni okkar byrjaði klukkan 16:30 en það er vinsælasta tímasetningin, held ég, því það passar vel uppá borðhaldið. Við giftum okkur í Dómkirkjunni, héldum veisluna í Norðurljósasal Hörpu og sváfum síðan á Hótel Borg á brúðkaupsnóttina ( og ég einnig daginn fyrir brúðkaupið ásamt mömmu minni og systrum). Allt er þetta á sama blettinum ! Gestirnir gengu því á milli staða í blíðskaparveðri, með stuttu stoppi á kaffihúsum borgarinnar áður en í veisluna var haldið. Ég frétti að það hafið verið frábær stemning í því. Við hlupum síðan uppá hótel með smá aðstoð frá leigubíl þegar veislan var búin og það var einstaklega skemmtilegt.

Þegar gestirnir okkur mættu í veisluna í Hörpu tóku á móti þeim ljúfir tónar í boði bræðranna Óskars og Ómars Guðjónssona. Þeir spiluðu á kontrabassa og gítar. Fólk gat gætt sér á frönskum makkarónum og skolað þeim niður með ýmsum drykkjum en ég frétti að mojito-inn hafi verið sérstaklega góður. Á meðan fórum við í myndatökuna og vonandi vorum við ekki of lengi í henni. Við reyndum að stilla tímanum í hóf og vorum ekki lengur en 50 mínútur. Ég held það megi ekki taka mikið lengri tíma en það.

Myndatakan okkar fór að mestu fram í Laugarnesfjöru. Ég hafði hringt í ljósmyndarann fyrir brúðkaupið og sagði henni mínar pælingar hvað myndatökuna varðar. Ég hugsaði til dæmis kjólinn minn mikið útfrá myndunum – ég vildi að hann fengið að fjúka um í íslenska rokinu. Hún útfærði hugmyndina síðan fullkomlega.

Skreytingarnar voru mjög stílhreinar en ég kaus að hafa orkideu á hverju borði, bóndarósir í vendinum mínum, helling af kertum og blöðrur með gasi í. Allt hvítt, að sjálfsögðu. Það er líka gaman að hafa minni útgáfu af vendi brúðarinnar sem hægt er síðan að kasta til kvennanna í veislunni.

Háborðið okkar var hringborð – en þá gátum við öll sem þar sátum spjallað vel saman. Og þar sem við kusum að hafa smáréttahlaðborð hófst borðhaldið stuttu eftir að við komum í veisluna. Hún elsku Tobba mín og veislustjóri sá um að setja veisluna ásamt elskulegum tengdaföður mínum sem bauð fólki að gjöra svo vel í stuttri og góðri ræðu.

Við ákváðum að hafa smáréttahlaðborð með fjölbreyttum réttum en þá getur fólk valið hvað það vill borða  og farið eins oft og það vill til að seðja hungrið. Það skapar einnig góða stemningu en fólk spjallar meira og hópurinn hristist betur saman en þegar þjónað er til borðs. Ég mæli sérstaklega með þessu !

Matseðillinn okkar var svohljóðandi:

Sushi, hellingur af sushi!
Crispy Duck með hoisin sósu
Nautaspjót með tilheyrandi sósu
Grænmetisspjót
Kjúklingaspjót með tilheyrandi sósu
Litlir hamborgarar
Klassískt sesar salat

og síðast en ekki síst var kokkurinn að skera nauta rib-eye ofan í gestina og með því var boðið upp á bernaise og franskar. Það sló alveg í gegn !

Í eftirrétt voru sígildar pönnukökur með sykri, cake pops og brúðartertur sem Dagbjört systir gerði að mestu leyti. Áfengi var í boði til klukkan 23 en eftir það var opinn bar.

Í borðhaldinu spilaði Kristján Sturla, snillingurinn sem hann er, klassísk og góð lög á píanó en það gaf einstaklega góða og ljúfa stemningu. Ég mæli mjög mikið með því !

Það var síðan heill hellingur af æðislegum ræðum og frábærlega skemmtilegum skemmtiatriðum sem fengu mig ýmist til að gráta úr hamingju og/eða gleði og færri komust að en vildu. En hún Tobba mín sá um að halda vel utan um það allt. Hún áminnti þá sem vildu tala mjög lengi með gulu spjaldi en sem betur fer fékk enginn rautt ! Ég verð henni ævinlega þakklát fyrir að taka þetta að sér fyrir okkur en hún stjórnaði veislunni algjörlega hnökralaust ! Takk enn og aftur elsku Tobba mín.

Ingó Veðurguð hélt síðan uppi fjörinu í partýinu með dyggri aðstoð Jóns Ragnars og Biddu. Jesús minn, þvílíkt stuð, haha ! Emil söng reyndar líka og ég meira að segja líka. Guð, ég syng sko hræðilega eins og allir veislugestir fengu að sjá í gæsunarmyndbandinum mínu. En það er gott að fólk viti bara gallana manns – nú get ég t.d sungið fyrir framan alla án þess að fólk detti niður dautt. Fólk getur þá a.m.k forðað sér áður.

Til að fá gestina út á gólf til að dansa er góð hugmynd að fá þann sem sér um dansiballið að spila lagið sem þið ætlið að dansa brúðarvalsinn við og svo um leið og brúðarvalsinn er búinn að setja eitthvað hresst og skemmtilegt lag á en þá koma allir út á gólf. Ég var búin að biðja mína nánustu að þegar líða tæki á dansinn okkar að koma út á gólfið til okkar og dansa með okkur smá rómó vals. Mamma dró afa út á gólf og tengdamamma dansaði við bróður sinn sem síðar tryllti dansgólfið, haha. Að lokum voru allir komnir út á gólf. Einhverjir töluðu um að hafa aldrei séð sal tæmast jafn hratt út á dansgólfið en það er víst það sem maður vill ! Og þá hófst partýið ! Og það var dansað fram á rauða nótt ..

——-

Eins og ég nefndi áðan að þá sváfum við mæðgin, við mæðgur og allar systur mínar saman á Hótel Borg daginn fyrir brúðkaupið. Það var æðislegt og setti algjörlega stemninguna fyrir daginn. Við spjölluðum langt fram á nótt, opnuðum freyðivín og skáluðum ( bindindismanneskjurnar sem við erum drukkum það þó ekki ) bárum á okkur brúnkukrem og áttum dásamlegt kvöld saman. Þegar ég vak

naði voru þær búnar að fara út í bakarí og leggja á borð. Oh, hvað mér fannst þetta geggjað ! Þarna gerði ég mér svo innilega grein fyrir hvað ég á bestu og frábærustu mömmu og systur í heimi. Ég hef alltaf vitað það en þarna var þetta eitthvað svo sérstakt. Ég get ekki þakkað foreldrum mínum nógu mikið fyrir að hafa búið til þessa frábæru og vel heppnuðu fjölskyldu ! Ég elska ykkur. Og allar gestina okkar líka. Ég vissi að við Emil ættum gott fólk að en við fengum það algjörlega staðfest að við eigum skemmtilegustu fjölskyldu og vini heims !!! =)

… Á meðan ég var á hótelinu hélt Emil hamborgarpartý heima fyrir fjölskylduna sína og vini – það er brilliant stemmari líka og ég mæli svo sannarlega með því !

Uppúr hádegi skiptum við um herbergi og fórum á svítuna en þangað mættu sminkurnar og hágreiðsludömurnar sem gerðu okkur stelpurnar fínar fyrir daginn. Guðbjörg Hulddís, Theodóra Mjöll og Sigríður Dúna sáu um að fegra mannskapinn og gerðu það svona líka ljómandi vel. Ég mæli svo sannarlega með þeim. Það varð reyndar smá misskilningur hjá mér, allt endaði á síðasta snúningi og því stóð ég nakin uppi á hóteli þegar ég átti að vera að ganga inn kirkjugólfið. Ég mæli ekki með svoleiðis misskilningi, passa að allt sé á hreinu, en ég mæli þó með því að finna sig allar til saman. Það var frábær stemning. Ljósmyndarinn okkar hún Aldís Pálsdóttir sem ég mæli svo hjartanlega með, mætti uppá herbergi og myndaði okkur við undirbúninginn og einnig þegar við svo gengum öll saman yfir í kirkjuna þar sem pabbi beið mín. Og allir hinir :)

Ég sá mig ekki áður en ég fór út af hótelinu. Ég setti ekki heldur eyrnalokkana í mig sem ég vildi hafa og fleira í þeim dúr. Æji, það er ekki gaman og ég verð smá svekkt þegar ég hugsað um þetta.

Emanuel var allan tímann í öruggum og góðum höndum elsku Katrínu minnar. Ég vissi ekki af honum en hann var í veislunni að ganga 22 held ég. En þá fór hún með hann upp á Hótel Borg í herbergið okkar og svæfði hann þar. Við kusum að hafa hann hjá okkur því hann var bara 6 mánaða og það heppnaðist rosalega vel með þessu fyrirkomulagi.

Yndislegu systur mínar og vinkonur með elsku Sonju mína í fararbroddi voru svo búnar að skreyta herbergið okkar með heilum helling af kertum og skilja eftir stóra körfu fulla af góðgæti. Ég hakkaði í mig roastbeef samloku um miðja nótt og mér fannst það geðveikt, hahah !! Í körfunni hékk síðan hjartablaðra. Æji, þetta var bara allt fullkomið.

Ég geti ekki mælt nógu mikið með Hótel Borg. Fyrir utan að vera flottasta hótel borgarinnar ( Lady Gaga var þar t.d líka ;) að þá er þjónustan þar sú allra besta sem ég hef vitað um. Það var stelpa sem heitir Heiða sem sá um okkar mál og ég á enn eftir að hringja og segja yfirmanninum hennar að betri þjónustu hef ég ekki fengið. Heiða, sem ég þekki ekki neitt, sá um að gera daginn okkar enn betri með einstakri þjónustulund og almennilegheitum. Ef þið þekkið Heiðu þá bið ég að heilsa ;)

Að morgni 17.júní vöknuðum við, við íslenska þjóðsönginn spilaðan á Austurvöllum. Það var algjörlega til að trompa daginn. Þetta var í einu orði sagt ÆÐISLEGT !!!

.. og hvað það var síðan skemmtilegt að hitta marga vini Emils óvænt á KFC í hádeginu daginn eftir. Það var frábært ! haha !

Eru ekki allir löngu hættir að lesa núna ? haha..

Tökum þá saman nokkur meðmæli:

Ég mæli með:

 • Fyrst og fremst mæli ég með að hafa ALLT skriflegt þegar kemur að kostnaði og verðtilboðum. Ef þú ert ekki búin að sjá pistilinn minn varðandi það hér að neðan þá mæli ég með að þú lesir hann.
 • Hörpu og starfsfólki Hörpudisks ! Þau fá 100% meðmæli. Allt algjörlega tipp topp hjá þeim eins og við var að búast.
 • Hótel Borg. Flottasta hótel landsins með bestu þjónustuna.
 • Dómkirkjunni – fullkomin að stærð og góð staðsetning
 • Hlýralausum kjól ef þú ert með barn á brjósti. Ég kippti svo kjólnum bara niður og smellti Emanuel á í miðjum ræðuhöldum. Það er ekkert gaman að þurfa að fara bakvið til að klæða sig úr og gefa.
 • Prestinum okkar honum Hafliða Kristins.
 • Páli Óskari og Monicu. Þau spiluðu og sungu eins og englar, eins og þeim einum er lagið.
 • Ingó Veðurguð. Betri partýhaldari er ekki til.
 • Pétri Jóhanni, hann kemur öllum til að hlægja
 • Aldísi Páls ljósmyndara. Ótrúlega fær á sínu sviði
 • Fara á KFC og fá sér “post wedding” mat !
 • Óskari Guðjóns og Ómari Guðjóns sem spila einstaklega flotta live tónlist.
 • Live dinnertónlist gefur góða stemningu.
 • Að vera með mömmu sinni, systrum eða vinkonum daginn/kvöldið fyrir brúðkaupið !
 • Að finna sig til með þeim líka !
 • Að hafa dresscode. Íslendingar klæða sig alltof mikið í svart, líka í brúðkaupum !
 • Díönu Björk Eyþórsdóttur fyrir að gera neglurnar mínar svona fínar.
 • Súrefnisandlitsmeðferð í Systraseli.
 • Að hafa smáréttahlaðborð. Þá fá allir eitthvað við sitt hæfi og hópurinn hristist vel saman.
 • Rib-eye, franskar og bernaise – það er killer blanda og allir fara glaðir heim.
 • Að brúðguminn keyri sjálfur bílinn eftir kirkjuna. Það er talsvert meira kúl en að hafa bílstjóra.
 • Sminkunni henni Guðbjörgu Hulddís og hárgreiðsludömunum þeim Theodóru og Sigríðu Dúnu.
 • Hamborgara eða pulsupartý daginn fyrir brúðkaupið fyrir fjölskyldu og vini.
 • Jóhönnu Bertu Bernburg – hún er snillingur í brúðardönsum.
 • Að verðandi brúður fari í kalt fótabað og gangi í stuðningsokkum á meðan á undirbúningi stendur. Það hjálpar til að halda fótunum ferskum í háu hælunum.
 • Að hafa hringborð sem háborð.
 • Að gestirnir ráði sjálfir hvar þeir sitja við borðið – það er algjör óþarfi að raða fullorðnu fólki niður í sæti, finnst mér. 
 • Að skrifa stutta og fyndna lýsingu á öllum gestum veislunnar og hafa á hverju borði fyrir sig. Þannig er kominn grundvöllur fyrir samræður innan borðsins og góð stemning skapast. Ég ætlaði að gera þetta en hafði að lokum ekki tíma.
 • Að fara úr veislunni á undan gestunum. Þú vilt ekki lenda í því að standa og kveðja alla gestina..

Og svo það sem ég mæli ekki með:

 • Að gleyma að taka mynd af ykkur brúðhjónunum með foreldrum og systkinum. Það er agalegt að hafa gleymt því !
 • Að spara þegar kemur að ljósmyndaranum. Ég sé mjög mikið eftir því að hafa ekki haft professional ljósmyndara í veislunni líka.
 • Að vera í tímaþröng með hár og förðun.
 • Að brúðguminn sé steggjaður tvisvar sinnum vikuna fyrir brúðkaupið.
Ég er örugglega að gleyma heilum helling en þetta er svona það helsta sem ég man eftir ákkúrat núna.

——-

Smá um brúðkaupsferðina þar sem ég fékk fyrirspurn í kommentunum.

Ég mæli með því að öll nýbökuð hjón fari í smá brúðkaupsferð. Sama hvort það er út á land eða erlendis. Það er svo hátíðleg stemning í loftinu dagana eftir brúðkaupið, maður vill helst svífa bara um á bleika skýjinu sínu og gera ekkert annað. Mér finnst líka vel við hæfi að hjón fari smá í burtu tvö ein og haldi uppá það að vera orðin gift !! Ég upplifði reyndar algjört spennufall líka. Sumir ( lesist við Emil ) höfðum var

la talað saman dagana fyrir brúðkaupið og því fannst mér brúðkaupsferðin mjög kærkomin til að endurnýja kynnin, ef hægt er að orða það þannig. Við fórum til Dubai í algjöra afslöppun en það hentaði líka Emil vel því hann var nýkominn heim eftir mjög langt season með Hellas. Fyrir áhugasama eru nokkrar myndir úr ferðinni okkar hér.

Það eru örugglega flest brúðhjón sammála mér en eftir brúðkaupsdaginn stendur eftir þessi djúpa og ólýsanlega þakklætistilfinning. Það er svo ótrúlegt hvað allri lögðust á eitt fyrir okkur og voru tilbúnir að leggja hönd á plóg svo að dagurinn yrði sem bestur. Ég hélt í alvörunni að ég myndi springa úr þakklæti dagana á eftir og ég verð ævinlega þakklát öllum fyrir þetta.

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi brúðkaup eða brúðkaupsundirbúning og viljið spurja mig getið þið haft samband við mig á asareginsdottir@gmail.com en svo finnið þið mig einnig á facebook.