fbpx

VINSÆLAST ÁRIÐ 2022 – TOPP 20

LÍFIÐ

Halló 2023 – mikið líður þessi blessaði tími.

Árið 2022 var mitt tíunda hér á Trendnet, mitt þrettánda í bloggskrifum. Ég var ófrísk meiri part árs, við héldum áfram framkvæmdum í húsinu okkar, ég náði að ferðast mikið með og án barna, vinnu vegna en líka í frí, tískubablið heldur alltaf áfram og ég deili því sem ég finn að þið viljið fá frá mér – kauptips er alltaf vinsælt sem og persónuleg nálgun á mín lúkk og lífið almennt. Það er alveg magnað og skemmtilegt að sjá að 4 ára brúðkaupsfærslan mín nái enn á ný inn á topplistann en það hefur hún gert frá því 2018. Förðun – föt – matur og ferðalög verður allt á sínum stað á nýju ári og Beta Byggir er hvergi hætt en framkvæmdirnar eru þær vinsælustu á árinu.

Gleðilegt ár kæru lesendur.
Þakklæti til ykkar!

ást og friður. xx, Elísabet Gunnars.

20. NEW YORK MEÐ PLAY – STÓRBORGARLÍF, SVEITASÆLA OG SKEMMTIGARÐAR

Við fjölskyldan héldum í spennandi sumarfrí og í samstarfi við Play Air varð New York fyrir valinu. Við áttum yndislega viku þar sem við fengum sitt lítið af hverju – stórborgarlífið í New York, sveitasæluna í Hudson Valley og all-in Legoland heimsókn fyrir smáfólkið.

19. NÝTT Í FÖRÐUNARRÚTÍNUNA

Ég sat helgarnámskeið Makeup Studio Hörpu Kára á dögunum þar sem ég lærði eitt og annað þegar kemur að förðunartrixum fyrir sjálfa mig. Frábær og mjög þörf helgi fyrir undirritaða!  Water mist í förðunarrútínuna er eitt af því sem Harpa miðlaði úr sínum verðmæta reynslubanka og ég tók til mín, hef notað daglega síðan. Að nota Water Mist gefur ferskari tón og heldur dagsförðuninni við þegar líður á dagana. Ég nota það án förðunar og með í förðunarskrefum. Hörpu trix var að spreyja því vel á milli í förðunarskrefum og því meira – því betra, þannig helst förðunin betur á inn í daginn. Að geyma vöruna í veskinu yfir daginn og spreyja á mig síðdegis þegar þreytan fer að segja til sín gefur svo ótrúlega virkni til að halda í ferskleikann fram á kvöld. Frábær vara sem ekki allir vita af og því skemmtilegt tips að deila með ykkur hér á blogginu.

Water Mist fæst frá mörgum merkjum og ég nota frá La Roche-Posay, fæst: HÉR

LESA MEIRA

18. SUMARSALAT Í JÚLÍ HAUSTVEÐRI

Ég elska elska nýju fallegu skálina mína frá KER sem geymir ávextina dagsdaglega í nýja eldhúsinu mínu – en ég hef verið svo spennt fyrir að nota til sumarsalatgerðar. Búin að bíða eftir blíðskaparveðrinu en þar sem það er í felum þá læt ég þetta ganga upp án sólar.

Salatið sem ég gerði í gær inniheldur allt sem mér finnst gott

Uppskrift:

Ferskt salat
Jarðaber
Vínber
Agúrka
Örnu fetaostur
Brauðteningar
Döðlur

allt sett saman í skál ..

Með eða án kjöts, eftir smekk, en okkur fannst passa einstaklega vel að grilla með því kjúkling og beikon –

17. HÆ FRÁ HUDSON VALLEY

Halló HUDSON VALLEY, NEW YORK CITY. Til hamingju PLAY með þennan nýja og spennandi áfangastað sem við hlökkum til að kynnast. Við ætlum að skipta ferðinni smá upp, gistum á mismunandi stöðum og hér hefst stuðið. Ég hef aldrei séð son minn jafn sáttann með neitt! Þetta er svefnherbergið okkar! Eins og þið vitið þá þekkjum við Legoland vel eftir búsetu okkar í Danmörku. Legoland New York er samt nýtt og við erum spennt fyrir fyrstu dögum.

THE KIDS ARE ALRIGHT

LESA MEIRA

16. GANGIÐ HÆGT UM GLEÐINNAR DYR

Furðulegur raunveruleiki á þessum föstudegi – dagur sem við höfum mörg beðið eftir í lengri tíma. Aflétting allra takmarkanainnanlands og á landamærum er hafin hérlendis, til hamingju Ísland með venjulegt líf á ný!

Það er við hæfi að taka saman Frá Toppi Til Táar fyrir okkur sem viljum kíkja út á lífið næstu daga. Það er TaxFree af snyrtivörum í Hagkaup um helgina og þar má gera góð kaup, sjaldan meira við hæfi myndu einhverjir segja.

Eins og áður vel ég vörur úr íslenskum verslunum og ekki er um samstarf að ráða.

Góða helgi, gangið hægt um gleðinnar dyr.

LESA MEIRA

15. BABYMOON – ÖÐRUVÍSI ALICANTE

Ó hvað spontant getur verið best. Einn erfiðan sumardag þegar lægð skall á landið í byrjun mánaðar þá ákvað ég að við Gunni skyldum hoppa í foreldrafrí í sólina, líklega það síðasta í einhvern tíma þar sem von er á nýjum fjölskyldumeðlim í haust. Við sáum alls ekki eftir ákvörðuninni að hoppa í hitann og náðum að fullnýta vikuna okkar vel.

Við byrjuðum í Valencia, borg sem fylgjendur mínir á Instagram vildu vita meira um. Það voru fáir sem gerðu sér grein fyrir hversu nálægt Alicante borgin er. Strönd í borg er concept sem ég kann mjög vel að meta. Ef ég ætti að lýsa Valencia þá upplifði ég hana sem litla Barcelona nema einhvernvegin hreinni og rólegri. Ást við fyrstu kynni hjá undirritaðri. Ég mæli með heimsókn í haust og “framlengja” þannig sumarið.

Ég á einhver góð tips fyrir ykkur sem leggið leið ykkar til borgarinnar…

LESA MEIRA

14. FRÁ FJÖLLUM ÍTALÍU Á HEIMILI Á ÍSLANDI

Beta Byggir hefur verið í smá pásu undanfarið eftir létta framkvæmdakulnun. Eftir frí og ferðalög þá kemur hún fersk inn aftur. Heimilið er komið á ágætis stað núna – þó svo að það sé heill hellingur af smáatriðum eftir.

Ég ætla að segja ykkur aðeins frá fallegu borðplötunni sem við völdum. Við heimsóttum í raun bara einn stað og fengum frábæra þjónustu og fræðslu frá Granítsmiðjunni. Við vorum ákveðin í að velja nokkuð látlausan ljósan stein á móti eikar eldhúsinu, ég vildi hafa hann alveg basic á meðan Gunni vildi hafa smá líf í honum. Við enduðum einhvers staðar þarna mitt á milli –  og ég er í skýjunum með útkomuna!!

LESA MEIRA

13. ALLIR FÁ ÞÁ EITTHVAÐ FALLEGT

Eins og fyrri ár hef ég tekið saman gjafahugmyndir sem ég held að gætu hitt í mark. Allt eru þetta flíkur og vörur sem mættu vera undir mínu jólatré og allt frá íslenskum verslunum, sem þýðir að þið ættuð að geta nálgast allt saman fyrir jólin.
Ég setti upp FYRIR  HANA og FYRIR SMÁFÓLKIÐ hér í sömu færslunni en ég vona að þið getið nýtt ykkur hugmyndirnar.

Allir fá þá eitthvað fallegt –

FYRIR HANA

LESA MEIRA

12. HVÍT GÓLF Í DÖNSKUM STÍL

Ég hef fengið fjölda fyrirspurna um hvítu gólfin okkar. Þau eru innblásin af yndislega húsinu okkar í Danmörku, en þetta er nokkuð algengt hjá frændum okkar Dönum, að þeir lakki plankagólfin hvít.

Þetta var ekki endilega planið hjá okkur til að byrja með. Planið var að skipta um gólfefni og á sama tíma setja hita í gólfið til að geta fjarlægt ofna og opnað betur rými. En í hreinskilni sagt þá var þolinmæðin gagnvart grófum framkvæmdu á þrotum ásamt því að bankabókin var farin að erfiða. Við tókum því skyndiákvörðun eitt kvöldið að halda bara gólefnum og sjarmerandi pönnuofnum, en að mála þau öll hvít og halda þannig smá heildarsvip í gegnum allar hæðir.

LESA MEIRA

11. EIN STOFA – 4 MOTTUR FRÁ KARA RUGS

Ég hef lengi haldið upp á fjölskyldufyrirtækið Kara Rugs sem stofnað var árið 2018 af fótboltamanninum Ólafi Inga og eiginkonu hans Sibbu Hjörleifsdóttur. Þau byrjuðu ævintýrið með því að flytja inn handofnar tyrkneskar mottur eftir búsetu í Tyrklandi um nokkurt skeið. Í dag hefur vöruúrvalið breikkað og bjóða þau upp á mottur frá ýmsum vel völdum birgjum hvaðan af úr heiminum. Sænska merkið Classic Collection er virkilega veglegt merki sem sérhæfir sig í handofnum mottum frá Indlandi. Fyrirtækið setur mikinn metnað í handverkið og vinnur náið með verksmiðjum sínum til að skapa vörur sem endast. Classic Collection motturnar eru handofnar í vefstólum, hver og ein, eftir ævagömlum hefðum á Indlandi. Engar vélar koma þar við sögu. Hver motta er því einstök.

Ég mátaði nokkrar mottur fyrir stofuna okkar heima og fór yfir málið á story með ykkur. Hægt er að sérpanta flestar mottur frá Classic Collection mjög stórar, 250×350 og 300×400. Það er örugglega gott tips að fá fyrir marga.

CURVE IVORY

LESA MEIRA

10. LÍFIÐ 3.0

Og þá stækkaði hjartað enn meira, þegar ég varð á einni nóttu forrík þriggja barna móðir. Það má með sanni segja að litla vogin mín hafi viljað hoppa með hraði í heiminn en ég rétt náði á spítlann áður en daman skaust í heiminn, í orðsins fyllstu. Ég á tvær fæðingasögur á undan þessari sem báðar voru langar, erfiðar og átakanlegar. Ég hef því verið að grínast með það á meðgöngunni að ég sé ekkert voðlega góð að eignast börn – en hver er það svosem? Auðvitað á maður kannski ekki að tala svona enda sagt með brosi á vör, allar konur eru góðar að eignast  börn, sama hvernig þau komast í þennan stóra heim. Það allra mikilvægasta og magnaðasta sem við fáum að upplifa og ég er svo lánsöm að hafa nú gengið í gegnum þessa upplifun þrisvar sinnum. Að þriðja fæðing hafi verið svona frábrugðin hinum tveimur setti svo fallegan punkt á þetta hlutverk í mínu lífi. Þetta var síðasta fæðingin mín og að fá nýja mynd á það magnaða móment er svo gefandi og gaman. Bestu móment lífsins sem gefa fallegustu gjafirnar. Ég er mjög þakklát kona og ber svo mikla virðingu fyrir öðrum konum sem ganga í gegnum þessa athöfn, VÁ hvað við erum geggjaðar – sterkar og stórkostlegar, það þarf sko ekkert að spara hrósin fyrir mæður.

LESA MEIRA

9. MÍN 11.11. KAUPTIPS

Gleðilegan 1111 dag kæru lesendur.

Er þetta dagurinn sem þú klárar allar jólagjafirnar og hvílir sig þig svo bara fram að jólum? Ég vildi að ég væri það skipulögð en það kannski kemur með reynslunni. Ég er aftur á móti með nokkra hluti í körfum hér og þar og að velta fyrir mér hvar peningunum verður best eytt á þessum ágæta afsláttardegi sem flestar verslanir taka þátt í.

Hér að neðan hef ég tekið saman vörur frá samstarfsverslunum mínum í bland við annað sem ég bara kann vel að meta og hef því með. Allt vörur frrá íslenskum netverslunum sem allar eru með afslátt út miðnætti í kvöld. Um að gera að skoða vel og nýta til góðs.

Tíska – heimili – smáfólkið? 

LESA MEIRA

8. FYRIR HANN

Strákar koma reglulega upp að mér og óskað eftir að ég sýni meira af kauptipsum fyrir herramenn landsins. Hér er því tímabært að verða við þeirri ósk. Eins og þið vitið hef ég verið dugleg að sýna hvað íslenskar verslanir hafa upp á að bjóða fyrir okkur konurnar. Nú er komið að því að taka saman Frá Toppi Til Táar fyrir herrana. Njótið –

LESA MEIRA

7. BRÚÐKAUP – UNDIRBÚNINGUR FRÁ A TIL Ö

Brúðkaup okkar Gunna fyrr í sumar er einn af hápunktum lífs míns og minning sem lifir að eilífu. Það hefur verið svo gaman að fá að deila ástinni, gleðinni & hamingjunni með ykkur sem fylgið mér hér á blogginu og annarsstaðar. Þið eruð margar sem hafið haft samband út af ólíkum atriðum sem tengjast brúðkaupsundirbúningi og ég hef gefið þau loforð að allt slíkt efni verði aðgengilegt á Trendnet fyrr en síðar. Hér er komið að því að standa við stóru orðin.

Þessi póstur er ætlaður tilvonandi brúðhjónum til viðmiðunar við skipulagningu stóra dagsins. Við minn undirbúning var þetta einmitt pósturinn sem mig vantaði og því ætla ég að deila með ykkur hvaða leiðir ég valdi og vonandi getur fólk nýtt það til viðmiðunar og týnt atriði úr sem henta fyrir þeirra dag. Það er engin rétt leið í þessu og hér fáið þið mína leið.

Uppsetningin er einnig nokkurn veginn í þeirri röð sem ég gerði hlutina.

LESA MEIRA

6. B27 – BAÐHERBERGIÐ

Nýja baðherbergið í kjallaranum okkar er loksins klárt og ég frumsýndi það víst alveg óvart um síðustu helgi. Fannst eins og ég hefði áður sett það í mynd á Instagram hjá mér en það var greinilega ekki staðan því spurningunum rigndi inn.

Við fengum allt á einum stað – í BYKO – og erum í skýjunum með útkomuna.

PRESSAÐU Á PLAY

 

 

LESA MEIRA

5. ELDHÚSIÐ – SAMI LITUR Á VEGG OG SKÁP

Beta Byggir er ekki dauð í öllum æðum og ég ætla að fá að segja ykkur aðeins betur frá breytingum okkar í eldhúsinu. Við fórum í miklar pælingar fram og tilbaka og að lokum fengum við þær snilldar dömur frá M studio til að gefa okkur faglegt ráð og það borgaði sig heldur betur.

 

Vissuð þið að það er hægt að fá sama lit á vegg og innréttingu? Þetta er eitthvað sem ég bara hafði ekki hugmynd um fyrr en í okkar ferli og mér finnst þetta svo frábær punktur að deila með ykkur ef þið eruð eins og ég, og viljið ekki hafa skil á milli mismunadni tóna hvítu, sem dæmi.

PRESSIÐ Á PLAY

 LESA MEIRA

4. MEÐ KITKAT FLÍSAR Á HEILANUM

Hvort sem við köllum þetta kitkat flísar, píanóflísar eða fingra flísar þá eru þessar þunnu mjóu flísar fegurð fyrir augað og ég hef verið með þær á heilanum í nokkra mánuði. Þær gefa rýmum mikinn klassa að mínu mati. Við leituðum lengi að þessum fínu flísum í verslunum hér á Íslandi en án árangurs, þær voru hugsaðar fyrir nýtt lítið baðherbergi sem við erum að bæta við í húsið í kjallara.

LESA MEIRA

3. KONUR ERU KONUM BESTAR VOL6

Það er eitthvað sérstaklega dýrmætt að byrja sölu þessa árs með mína litlu konu í maga. Verkefnið byrjaði auðvitað með það að leiðarljósi – við viljum hafa áhrif á næstu kynslóð kvenna –  tökum pláss – verum næs – höldum með hvor annarri – það er nóg pláss fyrir alla til að blómstra á mismunandi, eða sömu, sviðum samfélagsins.

Ég er virkilega ánægð með bolinn í ár en við fengum unga listamanninn kridola með okkur í lið að þessu sinni en hún er eigandi setningarinnar sem prýðir bolinn:

ENGINN VEIT NEITT OG ALLIR ERU BARA AÐ GERA SITT BESTA

LESA MEIRA

2.  TVÖ VERÐA ÞRJÚ

Hæ og æ hvað það gleður mig að hætta loksins í feluleik með nýjustu fréttir af okkur fjölskyldunni. Það bætist í hópinn í haust þegar lítil systir mætir til okkar – spennandi!
Það hefur verið heldur átakanlegur tími hjá mér síðustu mánuði við að halda þessu leyndu en við Gunni vildum segja Ölbu á undan öllum öðrum. Við foreldrarnir héldum þessu því út af fyrir okkur fyrstu 12 vikurnar+ og sögðum svo nánasta hring eftir að börnin vissu fréttirnar. Núna loksins segi ég svo frá hér og á mínum miðlum. Í fréttum er þetta helst …

LESA MEIRA

1. FALLEGASTA HEIMILIÐ Í SKANDINAVÍU?

Forsíða AD Magazine, mars isssue

Ohh hvað ég elska elska heimili hjónanna Pernille Teisbæk og Philip Lotko sem þau hafa nýlega tekið alfraið í gegn í Kaupmannahöfn. Eins og svo margir þá fylgdist ég með ferlinu í marga mánuði í gegnum Instagram aðgang Pernille sem sýndi þar reglulega frá stöðu mála.
Heimilið þeirra er eitt af fáum einbýlum í Frederiksberg, húsið var byggt árið 1875 og það tók hjónin 8 mánuði að gera það upp áður en þau gátu flutt inn með strákana sína þrjá. Það var arkitektinn Malene Hvidt hjá Spacon & X sem á heiðurinn af vel heppnuðu skipulagi sem skiptir sköpum í endurbyggingu á slíkri eign.
Undirrituð er heilluð af einfaldleikanum og einstöku húsgögnum fjölskyldunnar sem virðist ekki stíga feilspor í heimilis stíl frekar en annarstaðar. Trendy en samt einhvern veginn tímalaust –

LESA MEIRA (MYNDBAND OG MYNDIR)

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

OPNUM FAÐMINN OG VERUM GÓÐ

Skrifa Innlegg