fbpx

NÝTT Í FÖRÐUNARRÚTÍNUNA

BEAUTYHEILSASAMSTARF

Ég sat helgarnámskeið Makeup Studio Hörpu Kára á dögunum þar sem ég lærði eitt og annað þegar kemur að förðunartrixum fyrir sjálfa mig. Frábær og mjög þörf helgi fyrir undirritaða!  Water mist í förðunarrútínuna er eitt af því sem Harpa miðlaði úr sínum verðmæta reynslubanka og ég tók til mín, hef notað daglega síðan. Að nota Water Mist gefur ferskari tón og heldur dagsförðuninni við þegar líður á dagana. Ég nota það án förðunar og með í förðunarskrefum. Hörpu trix var að spreyja því vel á milli í förðunarskrefum og því meira – því betra, þannig helst förðunin betur á inn í daginn. Að geyma vöruna í veskinu yfir daginn og spreyja á mig síðdegis þegar þreytan fer að segja til sín gefur svo ótrúlega virkni til að halda í ferskleikann fram á kvöld. Frábær vara sem ekki allir vita af og því skemmtilegt tips að deila með ykkur hér á blogginu.

Water Mist fæst frá mörgum merkjum og ég nota frá La Roche-Posay, fæst: HÉR

Mynd: Aldís Páls

Thermal Spring Water Mist er léttur andlitsúði með lindarvatninu frá La Roche-Posay. Vatnið hefur róandi áhrif á húðina, það er ríkt af andoxunarfenum sem frískar upp á húðina og stuðlar að heilbrigðari húð.  Notist með og án farða.

LESTU LÍKA: NÆS NÆTUR DÚÓ – HÚÐVÖRUR SEM HÚÐLÆKNAR MÆLA MEÐ

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

4,5 MILLJÓNIR TIL STÍGAMÓTA - BESTA TILFINNING ÁRSINS

Skrifa Innlegg