LUMMUDAGUR

LÍFIÐMATUR

img_9987

Sunnudagur = lummudagur hér á bæ. En það hefur aldeilis skilað sér til ykkar sem fylgið mér á Instagram.
Ég hef nú þegar sent ykkur mörgum þessa einföldu hollu uppskrift sem ég hendi reglulega í á þessum besta degi vikunnar. Mig minnir að ég hafi líka sett hana á bloggið en ég fann hana ekki í fljótu bragði enda líklega nokkur ár síðan. Hún gæti líka hafa breyst svo það er allt í góðu að setja hana hingað inn aftur.

Bananalummur eru uppáhalds uppskriftin hér á bæ. Þær eru hollar með meiru en það má vissulega bæta óhollustunni við með því að smyrja þær með nutella súkkulaði, sem er algjört spari hjá okkur. Annars er það besta bragðið að borða þær með osti, skinku og fersku avakató – mmmm …

fullsizerender_2 fullsizerender fullsizerender_3 fullsizerender_4 fullsizerender_5

 

UPPSKRIFT

2 stappaðir bananar
1 egg
Dass af höfrum
Smá mjólk

Hráefni hrært saman og hellt á pönnu – voila!

Þetta er vissulega einfalt og það er ástæðan fyrir því að ég geri þær aftur og aftur.
Gleðilegan lummudag!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN

INSPIRATIONMATUR

Góðan daginn !! … minn byrjaði sérstaklega vel þegar girnilegur pakki leyndist í póstkassanum. Gullhúðað konfekt í þessu fallega jólaboxi (fæst í Söstrene Grene), bakað hinu megin við hafið. Þetta kallar maður alvöru vinkonur  – takk Margrét!!
Ég get fullvissað ykkur um að þetta er jólakonfektið í ár.

Útsýnið í augnablikinu er einhvernvegin svona –

img_9805

 

Gyllt þema með desember útgáfu Glamour (sem þið getið eignast frítt hér í dag) og gylltum konfekt molum.

img_9806
Margrét er hinn mesti listamaður í bakstri og það er hrein unun að fylgjast með henni í eldhúsinu. Hún heldur úti vefsíðunni KakanMín.com þar sem hún deilir dásamlegum uppskriftum – margir þekkja nú þegar síðuna en þið hin ættuð endilega að bæta henni á bloggrúntinn: hér

15193657_1268727333179918_9032143129702316012_n

Eru einhverjir komnir með vatn í munninn?
Hér fáið þið uppskriftina af þessum molum …

250 g döðlur með lakkrísdufti
1 poki sterkar djúpur
1 poki Freyju Hrís (ca. 200 g)*
100 g smjör
100 g púðursykur
150 g súkkulaði (dökkt eða ljóst)**

… en aðferðina finnið þið: hér 

Verði mér og ykkur að góðu!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GEIRI SMART

LÍFIÐMATURUncategorized

English Version Below

Þessa dagana spretta upp veitingastaðir í borginni okkar og fólk virðist taka því misvel. Ég kann vel að meta það og er dugleg að heimsækja nýja staði í öllum mínum Íslands stoppum.

Ég er yfir mig hrifin af nýjum veitingastað í Reykjavík – Geira Smart. Ég heimsótti staðinn ásamt nokkrum smekkpíum í síðustu Íslandsferð og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Maturinn var góður og þjónustan til fyrirmyndar. Það sem setti þó punktinn yfir i-ið er hlýleg hönnun húsnæðisins en þó ekki bara á veitingastaðnum heldur einnig á hótelinu sem hýsir staðinn. Þarna var greinilega hugsað út í hvert smáatriði og það skilar sér fullkomlega.

15175581_10154247683442568_186457769_n

– Matarklúbburinn GÆS –

Meðfylgjandi eru myndir af félagsskapnum og það er synd að ég hafi ekki tekið fleiri myndir af hönnun og stemningu staðarins sem ég fílaði svo vel. Þið verðið endilega að kíkja þangað við tækifæri þó það sé ekki nema bara í einn kaffibolla ;) Mér leið smá eins og ég væri í útlöndum – er það gott eða slæmt að ykkar mati?

 img_8375

Aldís – AndreA – Álfrún og Elísabet – Hvað eru mörg A í því? –

img_8376

Staðsetningin er skemmtileg en hefur verið mjög umdeild ásamt uppbyggingu hótelsins sem hýsir staðinn. Mér þykir það þó hafa tekist nokkuð vel til og mun pottþétt gera mér leið þangað aftur.

 Mér þykir leiðinlegt að þurfa að taka það fram, en þessi póstur er ekki sponsaður á neinn hátt. Ég bara var að fíla staðinn og ákvað að deila því með ykkur. Vonandi kunnið þið bara vel að meta slíkt :)

img_8378

Mig langar í þessar flísar hingað heim!! Fallegt –

img_8370
Ég elska þennan vegg, og þessa konu –

Elísabet
Kápa: Norse Projects
AndreA
Kápa: AndreA Boutiqe

 

//

I had a great evening with even greater company some weeks ago in Iceland. I went with good friends to the new restaurant, Geiri Smart. I really recommend it for those of you who want to try something new. Good food, good service and nice design.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGS BRUNCH

INSPIRATIONMATUR

photo

Í þessum skrifuðu sit ég í mínum uppáhalds brunch í þýska heimabænum. Sunnudagar eiga að vera til sælu – alltaf.
Notið þessar myndir að neðan til að fá innblástur fyrir ykkar brunch dagsins –

Sun-day í orðsins fyllstu hérna megin. Það gleður og gefur.

HÉR er ágæt uppskrift af lummum fyrir þá sem ætla að útbúa sinn brunch sjálf.

Eigið góðan (konu)dag.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

TRENDNET ÁRSFÖGNUÐUR

MATURTRENDNET

Við fjölskyldan lentum með hraði hér á klakanum daginn fyrir gamlárs. Fyrsta mál á dagskrá var að mæta í hitting með dásamlegum meðbloggurum á veitingastað í Austurstrætinu. Apotekið hefur þar vaknað til lífsins flottara sem aldrei fyrr. Ég fangaði mómentin á filmu. Passið ykkur að renna ekki í gegnum póstinn mjög svöng – það gæti orðið hættulegt.

 DSCF5878DSCF5893
Sætar Sveinsdætur mættu í fordrykk –

DSCF5896

Andrea Elísabet Gunnars – Irena

DSCF5883 DSCF5885
Við fengum valkvíða á forréttamatseðlinum og pöntuðum því sitt lítið af hverju til að deila – það var góð hugmynd.

DSCF5881DSCF5879
Ég er enn með vatn í munninum eftir gómsætan humar sem borinn var fram með einhverskonar “Crème brûlée” –

DSCF5876
Ljósin í loftinu fönguðu augun, sem og önnur falleg hönnun sem prýðir staðinn.
Glerljósin heita: Never Ending Glory og kúluljósin eru héðan samkvæmt Svönu snilla á Svart á Hvítu

DSCF5902DSCF5907

Gulur rauður grænn eða blár?
Smá sætt í lok kvölds –

DSCF5927

Það vill oft verða smá stífleiki þegar farið er á fína veitingarstaði. Apotekið leyfir casual klæðnað í flottu umhverfi sínu og býður upp á létt andrúmsloft. Ég mætti í sneakers en leið samt ekkert underdressed. Einnig voru þjónarnir léttir í lund og með bros á vör. Maður fann að þeim finnst gaman í vinnunni – mikilvægt.

Við söknuðum Helga, Ernu Hrundar, Karenar Lindar, Pöttru og Ásu Regins. Þið komið með næst!

Takk fyrir ljúfa stund Trendnetarar og takk fyrir mig Apotek Restaurant – ég kem pottþétt aftur.

xx,-EG-.

SUMARSALAT Á FYRSTA SUMARDEGI

DAGSINSLÍFIÐMATUR

Gleðilegt íslenskt sumar kæru lesendur. Vonandi áttuð þið ljúfan frídag. Þetta var svo ekki lengri vinnuvika eftir alltsaman (!)

Hér á bæ var sumarsalat í tilefni dagsins – fljótlegt, ferskt og rooosalega gott.

photo 1-1 photo 2-1 photo 3-1

Hráefni
Salat, kjúklingabringa, kokteiltómatar, avakató, graslaukur, sætar kartöflur, svartur pipar & ólífuolía.

.. ekki flóknara en það!

Takk Local fyrir hugmyndina af sætu kartöflunum, það gerir salatið svo miklu betra.
Það er líka möst að nota svartan pipar og olíuna að mínu mati.

Verði ykkur að góðu. 
.. Einfalt en tilvalið í sumar (!)

xx,-EG-.

SUNNUDAGUR: BANANALUMMUR OG BOOZT

LÍFIÐMAGAZINEMATUR

Untitled 3

Í helgarblaði Morgunblaðsins gef ég mína uppskrift af bananalummum og boozti.

2

1

Fyrir ykkur sem eruð að fara að hafa það huggulegt í sunnudagsáti frameftir degi þá getið þið endilega nýtt ykkur mína aðferð. Ég mæli með því að þið hafið pönnuna á lágum hita svo að auðveldara sé að eiga við lummurnar. Mér finnst lang best að borða þær með osti og avakadó – gefur svo gott bragð og ég er alveg húkt á því. Í booztið prófaði ég í fyrsta sinn súrmjólk frá nýja mjólkurframleiðandanum Örnu, mjög gott.

Gleðilega morgunstund! Vonandi njótið þið dagsins vel með ykkar fólki.

♡ frá franska yfir hafið xxx

xx,-EG-.