fbpx

EPLAKAKA – FORRÉTTINDI AÐ NOTA HRÁEFNI ÚR GARÐINUM

MATUR

Eins og þið vitið þá leyfi ég mér oft slow morning með fjölskyldunni minni á sunnudögum þegar ég er heima í Danmörku. Þið vitið, þar sem ég drekk nokkra kaffibolla og er ekkert að drífa mig úr náttfötunum. Um síðustu helgi þegar við Gunnar Manuel vöknuðum saman klukkan 7:00 (já það er ekkert verið að sofa út hér á bæ ..) fórum við mæðgin út í garð og týndum saman epli af trénu okkar til að nota í eplaköku bakstur áður en Gunni og Alba vöknuðu.

Ég fékk mikið af fyrirspurnum um hvaða uppskrift ég væri að nota og sagðist ætla að reyna að rissa hana niður á blað til að deila með ykkur á blogginu. Mig langaði að gera hana eins holla og ég kæmist upp með og samnýtti því nokkrar uppskriftir frá góðum konum eins og Evu Laufey, Röggu Nagla, Cafe Sigrún og GRGS – takk allar fyrir að vera snillingar, það hjálpar mér svo oft í eldhúsinu. Mín uppskrift er semsagt góð blanda af því sem ég átti til í eldhúsinu og því sem ég sá að þær voru að nota.

Ég er alls enginn bakari og því gladdi það mig mikið hvað þessi heppnaðist með eindæmum vel.

Hráefni:
4 græn epli
1 rautt epli (þarf ekki)
Afhýðuð og skorin í litla teninga og sett í form.
Hafrar – Dass (ég setti svolítið mikið því mér finnst hafrar svo góðir)
Heilhveiti – eða einhverskonar hveiti: 2 DL
Good Good brand sykur  – 2 matskeiðar
2 egg
2 eggjahvítur
Smá haframjólk (til að fá deigið í það fljótandi form sem við viljum)


Allt sett í skál og blandað vel saman
Inn í ofn á 175° í 40-45 mínútur …


Við borðuðum hana bara eina og sér enda borin fram sem morgunmatur í þetta sinn en hún er líka mjög góð með rjóma eða ís sem eftiréttur.

Mæli með! Gleðilegan sunnudag!

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: TAKK FYRIR KOMUNA

Skrifa Innlegg