SUMAR YEOMAN

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUN

Þið sem fylgið mér á blogginu vitið að ég er yfirleitt frekar fljót að birta póst eftir heimsóknir í verslanir eða showroom. Nú er ég lent á Íslandi yfir helgina og þegar ég heimsótti Skólavörðustígin fyrr í dag þá fattaði ég að síðasta heimsókn mín þangað snérist um heimsókn í verslun Hildar Yeoman þar sem ég skoðaði vöruúrvalið. Ég valdi mínar uppáhalds flíkur og tók myndir af nokkrum dressum. Ég hef reyndar sagt frá samstæðudressi (hér) og ilmvatni sem ég er ný byrjuð að nota (hér) en hef ekki sýnt ykkur restina af myndunum sem við tókum.
Undirituð var svolítið þreytt þannan daginn og horfir því mest til hliðar þegar smellt var af en það eru líka klæðin sem eiga að vera aðal atriðið og þau koma vel til skila. <3

Þegar þessi heimsókn fór fram þá voru nýju kjólarnir hennar ekki mættir í verslunina en í dag er raunin önnur. HÉR getið þið skoðað frekara úrval í versluninni.

Áfram íslensk hönnun!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMSÓKN: WON HUNDRED

HEIMSÓKN

English Version Below

Þið sem fylgið Trendnet á Instagram gátuð fylgst með Köben heimsókn minni í gær í beinni á Story. Helgi Ómars kom með mér og mun örugglega koma með sína upplifun á sitt blogg síðar.

Eins og lesendur mínir vita þá reyni ég að vera dugleg að heimsækja showroom fyrir íslensk fyrirtæki og kynnast þannig þeim merkjum sem eru í sölu á klakanum okkar. Won Hundred er merki sem ég hef fylgst með síðustu árin eða síðan að GK Reykjavík tók það í sölu á Laugaveginum. Ég á og elska gallabuxur frá þessu merki og titlaði þær sem mínar bestu buxur í bloggpósti hér um árið. Ég stend enn við þau stóru orð, háar í mittið og móta rassinn á einhvern góðan máta ;)

Það var sumarlínan sem hékk á slánum í gær og ég valdi úr mínar uppáhalds flíkur til að sýna ykkur. Línan ber nafnið Promotion og er skipt niður í nokkra parta þar sem ólík efni og munstur fá að njóta sín, kannski ólíkt því sem gengur og gerist í fatalínum almennt þar sem sama flæðið er látið njóta sín í gegnum heildina. Það er falleg saga sem gefur okkur svarið við þessum uppruna en yfirhönnuður Won Hundred var staddur í París að kaupa efni þegar hann labbaði inn í Vintage verslun og heillaðist gjörsamlega af því sem var í gangi. Andinn þar gaf honum innblástur sem hann tók með sér í hönnun sumarlínunnar sem heppnaðist vel. Sumarlínan heitir því eftir þessari tilteknu verslun, Promotion. Við þurfum kannski að gera okkur ferð þangað ef við eigum leið um París!

Ég leyfi myndunum að njóta sín –

//

I paid a visit to the Won Hundred showroom in Copenhagen yesterday. They showed me the SS18 collection which is inspired by a Parisian vintage shop called Promotion – which is also the name of the collection. You can really see the second hand, rock influence and I think it’s an exiting look. I look forward to see how people will react.

 

Won Hundred eru þekktir fyrir leðurjakkana sína – í sumarlínunni bæta þeir stjörnu og hafa rautt fóður – punktar sem gera mjög mikið.

Mér finnst ólíklegt að þessar buxur verði pantaðar en dressið kallaði á mig og ég varð að fá að prufa. Þið sem fylgdust með á Trendnet story sáuð að hægt er að renna hliðinni sem geymir sömu skilaboð og eru á bakinu á jakkanum – promotion.

Nude on Nude .. Elísabetarlegt dress út í gegn. Kápan er dásamleg og má gjarnan verða mín.

Þarna mátaði ég í fyrsta sinn nýtt snið af gallabuxum frá merkinu. Þessar heita Pearl og ég er heilluð.

Rauði bolurinn er úr herradeildinni og kemur líka í svörtu. Mér finnst þetta alveg lúkka.

Öll þessi litlu smáatriði á skyrtunni !! Síðu ermarnar og hvernig þær eru teknar saman, klaufinn á hliðinni og svo framvegis ..

Denim við allt ..

Það sést ekki á myndunum að blái liturinn í efninu er úr glimmeri …

Sneakers sem verða örugglega á óskalista margra fyrir vorið ..


Þetta eru eins buxur og ég á og hef talað svo vel um. Marilyn held ég að þær heiti ..

Síðustu þrjár myndirnar sýna vörur úr haust og vetrarlínunni. Kápan og peysan eru því væntanlegar í GK á næstunni og gallabuxurnar eru líka flíkur sem eru alltaf í sölu.

 


Takk fyrir okkur Won Hundred og GK Reykjavík.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMSÓKN: GANNI

HEIMSÓKNSHOP

English Version Below

Ég heimsótti sýningarherbergi GANNI í höfuðstöðvum merkisins í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum. Þvílík fegurð sem tók á móti mér – gamalt franskt hús með hátt til lofts og stórum gluggum sem gáfu útsýni yfir dönsku miðborgina – draumur! Ekki voru fötin síðri, á slánum héngu klæði frá sumar og haustlínu. Þó ég hafi skoðað báðar línurnar þá ákvað ég að einblína eingöngu á sumarið í þessari heimsókn, það eru þær flíkur sem hægt er að nálgast í verslunum þessa dagana. GEYSIR er söluaðili Ganni á Íslandi og þau voru að fá í hús stóra sendingu núna á dögunum þar sem finna má eitthvað af þessum flíkum sem birtast á myndunum hér að neðan.

Ganni er merki sem hefur vaxið ótrúlega hratt síðustu árin og gaman hefur verið að fylgjast með þeirri þróun. Ég er mikill aðdáandi þó ég eigi ekki margar flíkur frá þeim. Nú finnst mér ég persónulegri vinur eftir að hafa fengið svona góðar móttökur í heimsókn minni. Því þarf ég að bæta upp fyrir Ganni leysið í mínum fataskáp, hið allra fyrsta.

Pressið á myndirnar til að fá þær stærri á skjánum.

Mig langar að nota þennan við háar buxur og hárið upp í hnút.

Nafnið mitt er skrifað á þetta dress. Efnið er dásamlegt en yfirhönnuður Ganni á heiðurinn af blóma teikningunum ásamt öllum öðrum munstrum sem koma fyrir á flíkum merkisins.

Innblástur sumarlínunnar var fengin frá kúrekum en þessi silki skyrta endurspeglar það.

Ganni hannar eingöngu fatnað á kvenfólk en Helgi (Ómars) var alveg sjúkur í þessa hestapeysu sem er í unisex sniði og því vel við hæfi fyrir karlmenn eins og konur.

Dásamleg details. Flower power!!

Broderuð fegurð ..

Leðurjakki sem hægt er að dressa upp og niður. Ég er alveg sjúk í hann!

Merktir bolir hafa aldrei verið eins áberandi og um þessar mundir. Ljósblái liturinn er einnig vinsæll í sumar.

Dökkbláu buxurnar eru best seller í Danmörku í vor ..

Þessi kemur í svörtu og ljósu ..

Peysa drauma minna. Kolféll fyrir prjónaskapnum og þessum eldrauða lit. Sumarlína sem inniheldur ullarpeysu er eitthvað fyrir okkur á Íslandi.

Það var tekið sérstaklega vel á móti mér í heimsókninni. Hlýjustu þakkir til Alexöndru sem sér um showroomið – sinnir sínu starfi með sóma. Svoleiðis móttaka gefur enn betri upplifun – takk.

.. svo hefði ég auðvitað aldrei getað klárað þessa heimsókn nema með hjálp besta ljósmyndarans og snillingsins mikla, Helga Ómars.

//

Couple of weeks ago I visited the Ganni showroom in Copenhagen. The brand has been growing fast the last years, they seem to be doing something right and I agree to that. Scandinavian style with class.
The showroom was in a beautiful old house with a view over the center of Copenhagen. Alexandra, who welcomed us in the showroom was really lovely and made the visit even more intressant – so important to get the right impression for the brand. Aboe you can see some of my favorites from the summer collection which should be in stores now. In Reykjavik you can find Ganni in the Geysir shop.

 

 

Takk fyrir mig Geysir og Ganni // Thanx Ganni !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMSÓKN: LINDEX SHOWROOM

HEIMSÓKNSHOP

Heimsóknir í showroom eða til áhugaverðra fyrirtækja er liður sem þið lesendur mínir kunnið alltaf að meta. Heimsóknirnar færa okkur nær hönnuðum eða fyrirtækjum og búa til persónulegri nálgun á þeirra verk. Sú nálgun er að mínu mati mun betri en þegar línurnar eru sýndar á fyrirsætum í auglýsingum eða á tískupöllunum.
Ég finn að þið eruð sammála miðað við þau komment sem ég hef fengið.

Jæja …
Lindex lofar góðu miðað við það sem ég sá og snerti í heimsókn minni í sýningarherbergið í Stokkhólmi. Jess!! Þið fylgduð mér mjög mörg í beinni í gegnum Story á Trendnet og á mínu persónulega Instagram aðgangi. Það var skemmtileg upplifun fyrir alla því þannig gat ég sýnt ykkur það sem óskað var eftir og svarað spurningum fljótt og örugglega – skemmtilegt.

Ég “babblaði” eitthvað við myndavélina, sagði ykkur meðal annars frá frábærri nýjung sem féll vel í kramið já mörgum, þar á meðal mér. Lindex gefur gömlum flíkum nýtt líf með því að endurhanna úr efnum sem annars myndu fara í ruslið. Ég var til dæmis alveg sjúk í gallabuxurnar sem eru einfaldar en með línu á hliðinni sem setur punktinn yfir i-ið. Komnar á minn óskalista! Ég mátaði líka nokkrar flíkur og sýndi hvernig má nota þær á mismunandi vegu eftir tilefnum. Eitthvað sem mér finnst mikilvægt að hugsa út í þegar ég fjárfesti í nýjum flíkum – notagildið. Annars drakk ég líka heitt kaffi og spjallaði við indælar stúlkur sem þarna unnu um hvað koma skal hjá Lindex.

Þetta fékk ég svo að sjá og snerta –

//

I went on a little road trip and visited the Lindex showroom in Stockholm. I had a nice time, tried out some selected items from the summer collection, drank a little coffee and had a chat with the friendly girls working there. A lot of my readers followed me on Story on the Trendnet Instagram (@trendnetis).

I was impressed by the collection and my favorite was the recycled clothes. They have made some items from the fabrics that would normally be thrown away. Great move by Lindex! Here you have pictures –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Blúnda og statement eyrnalokkar – sumarið er klárt!

Processed with VSCO with c1 preset

Stúlkurnar sem tóku á móti mér í sýningarherberginu voru voða ánægðar með hnútinn sem ég batt á þennan gegnsæa kjól. Þannig er hægt að poppa hann upp og niður eftir skapi –

 

Processed with VSCO with c1 preset

Litir og falleg print –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Ég var næstum búin að ræna þessari með mér heim … þunn og dásamleg fyrir góða veðrið í sumar en í dag myndi ég klæðast henni yfir rúllukragabol –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with f2 preset

 

img_2966

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Útskrift í vor? Boð í brúkaup í sumar? Ljósbleik blúnda frá toppi til táar fær mitt samþykki –

Processed with VSCO with f2 preset

Það er allt fallegra með smá glitri –

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Þessi vakti mikla athygli. Þegar ég sá hann fyrst þá hugsaði ég sandalar og hvítur sandur. En svo mátaði ég hann og þá kom í ljós að hann myndi líka henta sem hinn fallegasti samkvæmiskjóll –

Processed with VSCO with f2 preset

Gyllta hálsmenið er líka frá Lindex og er væntanlegt í vor. Punkturinn yfir i-ið –

Processed with VSCO with g3 preset

 

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Falleg þykk peysa með opnu baki. Hún mun koma í tveimur litum –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Pífur á allt í sumar. Þessi kjóll gæti glatt margar –

Processed with VSCO with c1 preset

 

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Þetta lúkk er mikið ég. Ég var svo heppin að fá þessar buxur með mér heim – eeelska smáatriðið á skálmunum –

Processed with VSCO with c1 preset

Einfalt leðurveski sem fangaði auga mitt þegar ég sá hringinn sem býr til handfangið. Ykkur líka? –

Processed with VSCO with g3 preset

Langar –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Hér  sjáið þið nærmynd af þessum dásamlega kjól sem ég veit að yrðu svo góð kaup –

Processed with VSCO with c1 preset

Veldu nú það sem að þér þykir best? –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Takk fyrir mig Lindex // Tack snälla Lindex showroom.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMSÓKN: WOOD WOOD

HEIMSÓKNLÍFIÐWORK

English Version Below

Snemma í síðasta mánuði fenguð þið að fylgjast með ferð minni til Kaupmannahafnar þar sem ég heimsótti tvö ólík en áhugaverð fyrirtæki. Annað þeirra var Frederik Bagger fyrir Norr11 en hitt danska tískuhúsið WoodWood sem ég heimsótti fyrir Húrra Reykjavík. Wood Wood er merki sem ég hef fylgst með lengi og kynntist fyrst þegar ég bjó í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum (mörgum!) árum. Ég var því glöð þegar KronKron tók það inn örlítið síðar. Merkið hefur átt sínar hæðir og lægðir og er í dag á mjög góðu róli. Í sumarlínunni ræður léttleikinn ríkjum í þægilegum klæðum sem samt búa yfir elegance – eitthvað fyrir mig!
Í febrúar munu Wood Wood síðan í fyrsta sinn sýna á tískuvikunni í Milano – það er stórt!

15320492_10154972664221535_901227579_n

Frábæri Helgi Ómars

15300589_10154972664476535_1728763440_n

 

Húrra Reykavík er ein af nokkrum góðum verslunum sem selja merkið á Íslandi. Sumarlínan 2017 tók á móti okkur Helga í gömlu sýningarherbergi sem staðsett er í bakhúsi á Nørrebro. Sú lína lofar virkilega góðu!! Ég er strax komin með langan óskalista og þið sem fylgduð Trendnet á Snapchat þann daginn sáuð að við eigum fallegar flíkur í vændum.

img_1280 img_1282

Langar í þetta dress fyrir sumarið. Helst myndi ég vilja klæðast stuttbuxunum berleggja við mega fína jakkann sem ég myndi hneppa að mér

img_1283

Sjúk í þessar buxur!

img_1284 img_1285 img_1286 img_1287 img_1289

Elísabetar-legir

img_1290 img_1291 img_1279img_1292

Þessi leðurjakki var það fyrsta sem greip augu mín

img_1293

Þessi romantic peysa á eftir að verða bestseller – viss um það!

img_1294

 

Ég mátaði smá en lagði meiri áherslu á að koma við og sýna ykkur “í beinni” þann daginn. Fljótlega getum við síðan mætt á Hverfisgötuna og keypt eðal flíkurnar þegar þær detta í Húrra hús. Fyrr í dag fékk ég þær fregnir að fyrsta sending væri nú þegar lent á klakanum og verður komin upp í verslun klukkan 11 á morgun (þriðjudag) – heppileg tímasetning á heimsóknarpóstinum mínum.

Meira af SS17: HÉR

Takk fyrir mig Húrra Reykjavik og WoodWood.

//

Last month I visited the WoodWood showroom on Norrebro in Copehagen. I went with my co-blogger and friend Helgi Ómars and we were both impressed.

I like the summer collection which is hitting the stores these days, light and comfortable with some elegance – my kind of style.
You can see photos from our visit above and in Reykjavik you can find the brand in Hurra Reykjavik – which hooked me up with the visit.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMSÓKN: FREDERIK BAGGER

HEIMSÓKN

English Version Below

Þið sem fylgið Trendnet á Snapchat (@trendnetis) fenguð að koma með mér í tvær spennandi heimsóknir í Kaupmannahöfn í gær. Önnur þeirra var hjá Frederik Bagger mönnum sem náðu að heilla mig upp úr skónum með sögustund um sjarmerandi stöðu merkisins frá upphafi til dagsins í dag.

Frederik Bagger er ungt merki sem Íslendingar fengu nýlega að kynnast þegar verslun Norr11 hófu sölu á því fyrir ekki svo löngu. Dönsk hágæða hönnun sem gaman var að fá betri innsýn í.

Ólíkt öðrum sambærilegum vörum vilja Bagger menn að glösin þeirra séu nýtt á marga vegu. Sem dæmi get ég nefnt að viskíglösin sem eru hvað vinsælust frá merkinu eru gjarnan notuð sem kaffibollar eða fyrir betri morgunmat. Af hverju að festast í einhverju einu notagildi þegar má nýta fallega vöru á fleiri vegu? Ég kann að meta þessa sýn. Við viðskiptavinirnir fáum þá meira fyrir peninginn.

Merkið hefur náð ótrúlegum vinsældum á stuttum tíma og er komið í sölu í fallegar verslanir um alla Evrópu. Viðurkennd hönnun sem á bara eftir að vaxa á næstu árum og ég hlakka til að fylgjast með þeirri þróun.

 

img_0750

Það var tekið vel á móti mér –

img_0763img_9387

Ég ásamt Frederik sjálfum Bagger –

img_0754

Vinsælustu vörur Baggers eru rómantískar og margnýtanlegar –

img_0758 img_0751 img_0752
Meira minimalískt  –

img_0756 img_0767

Íslenskar kleinur á borðum – ekki slæmt!

img_0766

Farið yfir málin –

Efst á mínum óskalista er Frederik Bagger matarstell fyrir jólin. Sjáið þið þessa fegurð! Ég fór yfir það á Snapchat í gær og þar voruð þið margar sammála mér. Ekki að undra …

HyperFocal: 0

agetimage-ashx getimage-ashx_

 

 

Takk fyrir mig Norr11 og nýju vinir mínir hjá Frederik Bagger. Ég mun áreiðanlega koma aftur í heimsókn fyrr en síðar.

//

Yesterday I visited lovely Copenhagen. The purpose was work related as I was visiting two showrooms.
The first one was at the danish design studio Frederik Bagger. I really love the products which are sold in Norr11 Showroom in Iceland but in many beautiful stores here in Sweeden, Danmark and big in Norway as well.
I was impressed by the history of the young company and even more impressed how fast they have grown from start.

One of the idea at Bagger is that people can use the products in different ways. To take an example the most popular glasses, the Crispy Lowball, would be used as whisky glass in most cases, but they encourage you to use it for your morning coffee, breakfast or dessert. I like the vision because when I buy nice things I don’t want to save them for nice occasions, I want to use them!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMSÓKN TIL HILDAR

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUN

Þið voruð nokkrar sem hrifust af kjólnum sem ég klæddist á skírnardegi Gunnars Manuels. Ég sagði ykkur hér að hann væri frá nýrri fatalínu Hildar Yeoman sem kom í sölu í sumar.

Hildur kann að halda tískusýningar en nýjasta línan hennar var sýnd fyrr í sumar þar sem ég var með nokkra hluti á óskalista –  ég er ennþá sjúk í þennan hatt!!

IMG_0055

Ég heimsótti Hildi í Kiosk á dögunum og mátaði mínar uppáhalds flíkur úr sumarlínunni. Þessi Kimono (!) plís má hann verða minn? Sá yrði notaður mikið – fyrst fínt – síðan hversdags – og yrði svo langlífur í notkun sem náttsloppur, er það ekki eitthvað?
Printin eiga sér langa sögu. Hildur safnar að sér ólíkum hlutum sem hún raðar upp og tekur ljósmyndir af, efnin eru síðan unnin upp úr myndunum sem búa til þessi ólíku munstur – einstakt.

IMG_0058IMG_0059IMG_0042IMG_0040IMG_0063IMG_0061IMG_0029 IMG_0030 IMG_0017IMG_0001IMG_0020 IMG_0045   IMG_0054

Ég mátaði bara brotabrot af því sem er í boði, valdi út það sem ég hreifst af. Það er því meira í boði og var einnig von á meiru til landsins eftir mína heimsókn.

Íslensk hönnun, já takk!

//

I visit Hildur Yeoman in her shop, Kiosk, on Laugavegur the other day. She is a unique designer and her prints are special and designed by herself. I tried out some of my favorites and the Kimono is very welcome in my closet. I would use it first for a special occasion – then casual and finally it would have long life as a bathrobe.

Hildur had this a say about the collection:

Euphoria collection was born when I started planning my wedding.
The collection is like a love letter. I have been with my husband for 10 years now and it has been full of joy and light. We got married a few days ago in a magical ceremony in the countryside that our friends and family took part in.

It´s a very light, loving and happy collection. Our favorite flowers are in the prints, there are also illustrations of litle lovebirds in some of them. There was so much light and happiness put into designing it that I´m quite shure it will rub onto the person that wears the collection.
Beautiful!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÍGLÓ&INDÍ Í SMÁRALIND

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Ég og börnin gerðum okkur ferð í Kópavoginn í gærkvöldi þar sem verið var að leggja lokahönd á nýja Ígló+Indí verslun. Íslensk heimsókn fyrir smáfólkið mitt.

Verslunin hefur hætt í Kringlunni og mun opna stærri og glæsilegri verslun í Smáralind í dag, 2. júní. Það var tilvalið að velja daginn í dag fyrir opnunardag því það verður opið til 00:00 í kvöld á Miðnæturopnun í Smáralind. Verslunin verður með 25% afslátt af sínum vörum í en einnig sá ég glitta í veglega gjafapoka sem munu fylgja með kaupum fyrstu viðskiptavinanna sem versla fyrir 10.000 eða meira.
Ég leyfi myndunum að tala sínu máli. Alba er í aðalhlutverki enda þótti henni mjög spennandi að skoða sig um í lokaðri verslun.

Til hamingju með glæsilega nýja búð , vinir mínir hjá Ígló+Indí!

 

 

Ég hef einu sinni mætt á Miðnæturopnun í Smáralind og það kom mér á óvart hvað var mikið líf og gleði. Kannski sjáumst við þar í kvöld?

//

Yesterday I went with the kids to have a look at the new Iglo+Indi store in Smaralind, shopping mall in Kópavogur, Iceland.
They will open today (2nd of June) on Smaralind midnight opening. You should check it out! Congrats, my friends at Ígló+Indí.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMSÓKN: HILDUR YEOMAN

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUN


IMG_0065IMG_0066
IMG_0070DSCF6318DSCF6315

Flóra SS15 / AW15

Í brjálæðis vinnutörn á Íslandi gaf ég mér tíma til að heimsækja Hildi Yeoman á krúttlega vinnustofu í miðbænum. En ég hef áður heimsótt hana hér.

Heimsóknin fór fram rétt eftir vel heppnaða sýningu hönnuðarins í Vörðuskóla (sjá að ofan). Hildur er þekkt fyrir að fara aðrar leiðir í tískusýningum og var stemningin í skólanum engu öðru lík. Dansandi uppvakningar og allskonar fyrirsætur í fronti – ég skemmti mér vel.

11087418_10152814501742568_1581578193_n

Þó að sýningin hafi verið vel heppnuð þá er oft þægilegra fyrir hinn almenna kúnna að sjá fötin mátuð flík fyrir flík eins og ég sýni ykkur hér að neðan. Þau njóta sín á annan hátt – verða meira “wearable”.

Hildur hafði þetta að segja um línuna:

Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna?

Ég var fyrir austan á Seyðisfirði síðla siðasta sumars. Það var allt í blóma og ég fór að týna grös til að vinna með. Kynntist seiðkonu sem kenndi mér að gera blöndur sem hafa allskyns mismunandi tilgang, t.d. til að lækna sálarmein, auka sjálfstraust eða tæla hjarta. Mig langaði til að þróa þessar mixtúrur yfir í prent og vann með það að leiðarljósi. Línan er einnig inpiruð af þeim konum sem hafa nýtt sér grösin frá örófi alda og ekki síður öllum þeim flottu konum sem eru í kringum mig og eru rammgöldróttar á ýmsum sviðum.

Hvaða skilyrði leggur þú helst uppúr að hönnun þín uppfylli?

Ég reyni að gera flíkur sem henta fleiri en einni líkamsímynd. Ég vil að fötin séu úr gæðaefnum og að frágangur sé til fyrimyndar. Það mikilvægasta er þó að konum líði vel í fötunum frá mér og að þau gefi þeim gleði.

 

11077901_10152814501977568_1875622011_n 11081569_10152814501947568_1306221023_n 11104280_10152814501942568_851965181_n 11081745_10152814501927568_1027066131_n 11101779_10152814501867568_1854473555_n 11079158_10152814500367568_326525888_n 11103920_10152814500312568_1685618276_n 11072743_10152814501757568_1177436670_n 11096750_10152814501752568_806347535_n 11077528_10152814501812568_1260609905_n 11087418_10152814501687568_329978934_n 11103898_10152814501682568_869660606_n 11072269_10152814501657568_1768867086_n 11088701_10152814501567568_487792827_nDSCF6411 11079997_10152814501562568_1299758616_n 11103973_10152814494572568_1808686405_n 961730_10152814502062568_1769417373_n 10951942_10152814502057568_619632629_n 11092592_10152814502052568_107780586_n

Það sem ég mátaði er aðeins brot af því sem við eigum von á að sjá í sölu – mínar uppáhalds vörur. Það gefur að skilja að yfirhafnasjúka konan sé spenntust fyrir þeim þremur yfirhöfnum sem þið sjáið að ofan. Allar svo ólíkar en eiga það sameiginlegt að vera mjög mikið fassjón – munu setja punktinn yfir i-ið þegar þannig ber undir.

Yfir heildina gef ég “high five” á Hildi (Yeoman) sem kann sitt fag. Listakona fram í fingurgóma og við njótum góðs af því.

Áfram Ísland! (er ég byrjuð að segja það í hverjum einasta pósti?)

xx,-EG-.

HEIMSÓKN: AndreA Boutique

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUN

Ég sagði ykkur frá heimsókn minni í Andrea Boutique á dögunum: HÉR
Heimsóknin í verslunina var persónulegri en aðrar því þessari fylgdi kaffistund með hönnuðinum, sem er gömul vinkona sem ég hitti alltof sjaldan – dýrmætur bolli í Hafnafirði.

AndreA á stóran hóp af tryggum fastakúnnum sem hún hannar fyrir af mikilli ástríðu. Ég fann það þegar ég var í búðinni að hver og einn einstaklingur sem kom í heimsókn var hjartanlega velkominn í þetta heimilislega andrúmsloft. Það var gaman að sjá og gefur íslensku versluninni meiri sjarma fyrir vikið.

Ég tók út mínar uppáhalds flíkur og mátaði nokkrar til að sýna ykkur. 

DSCF6031
DSCF6040

Settu punktinn yfir i-ið –
Þessi sloppur er ný vara úr fallega munstruðu efni sem setur punktinn yfir i-ið á meðan við þurfum enn að klæðast vetrarklæðunum. Það hlakkar samt í mér að nota þessa see through flík á sólríkum dögum í þýska.
Sloppur sem sýnir línurnar fallega í gegnum baðklæðin. Er ekki að koma sumar?  Vonandi …

DSCF6054 DSCF6057

Everyday dress –
Boyfriend skyrta og bestu Lee buxur. Buxur sem ég hef verið hrifin af frá því að ég seldi þær sjálf í versluninni Centrum(RIP) í gamla daga. Ég er sérstaklega hrifin af þessum bláa lit en þær fást í fleiri þvottum og tveimur sniðum.

Uppáhalds dressið mitt í mátuninni er þetta hér að neðan …

DSCF5986 DSCF5987 DSCF5988

.. nei, þetta er ekki samfestingur. Þetta eru buxur og bolur sem ganga saman og í sitthvoru lagi. Hættulega þægilegt dress sem gengur casual og fyrir fínni tilefni. Rataði í minn innkaupapoka enda mjög Elísabetar-legt. Ekki rétt?

DSCF5996
Maður getur ekki alltaf verið “tilbúin í töku” .. eins og þessi svipur sýnir. Kápuna getið þið skoðað betur: HÉR en hún fæst í þremur ólíkum litum.

Takk fyrir mig AndreA Boutique. Gaman að sjá að þið blómstrið meira og meira með árunum.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR