fbpx

BAUM UND PFERGARDEN NÆSTA HAUST

FASHIONFASHION WEEKHEIMSÓKNSAMSTARFSHOP

Færslan er unnin í samstarfi við Baum und Pfergarden á Íslandi

Það var svo gaman hvað þið voruð spennt fyrir heimsókn minni í sýningarherbergi Baum und pfergarden í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Ég elska að heimsækja og skoða fallegar flíkur í beinni og það er ennþá skemmtilegra þegar þið takið svona virkan þátt með því að senda mér línur á IG á meðan dvöl minni stendur. Fyrir ykkur sem misstuð af mér máta þá getið þið fundið heimsóknina í highlights HÉR

Cindarella story?

Þetta var mín fyrsta heimsókn í sýningarherbergi Baum í Kaupmannahöfn og tímasetningin var einstaklega skemmtileg, daginn eftir frumsýningu fatanna á CPHFW. Ég hafði setið og séð fyrirsætur ganga tískupallana í sömu fötum daginn áður og fékk svo að máta mínar uppáhalds flíkur strax í kjölfarið. Svo er það alltaf þessi blessaða bið …. allar flíkurnar hér að neðan eru að koma í sölu í haust, ágúst –  október. Ég hlakka svo til!

Þetta bláa sett greip augu mín strax ..

Vesti í öllum gerðum og litum .. 

Þessi yfirhöfn er mjög mikið Baum und Pfergarden ..

.. og það er til hattur í stíl. Langar!

Æi þessi drauma kjóll, sjáið hann líka í bláum lit neðar í póstinum ..

Þetta sett er efst á óskalista undiritaðrar, kemur líka í svörtu ..

Hnepptar peysur í miklu úrvali .. 

Þessi blái kjóll var vinsæll af Instagram fylgjendum mínum, kemur líka í hlébarðamunstri ..

Okkur yrði ekki kalt í þessari ..

Þetta vesti kemur líka sem úlpa en ég heillaðist sjálf af ermalausa lúkkinu, myndi klæðast því yfir létta jakka ..

Þessi gallaskokkur!!

Baumf und pfergarden á Íslandi er staðsett á Garðartorgi og ég hef reynt að heimsækja verslunina reglulega þegar ég er heima.  Hér í DK finn ég merkið til sölu í fallegustu tískuvöruverslunum og það verður alltaf betra eftir árunum sem líða.

Í færslunni finnið þið aðeins brotabrot af því sem koma skal og ég skal minna ykkur á þegar þetta fer í sölu .. ætli ég verði ekki fremst í röð, jafn spennt og ég var í þessari heimsókn.

Takk fyrir mig Baum und Pfergarden, miikið hlakka ég til haustsins!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram
@Baum und Pfergarden Ísland á Instagram

 

 

 

 

HILDUR VAR BEST KLÆDD AÐ MATI VOGUE

Skrifa Innlegg