19. október

PERSÓNULEGT

Hver haldiði að hafi komið í heiminn fyrir tveimur vikum síðan? Dóttir okkar Davíðs. Ég átti hana á Akranesi. Þarna voru allar bestu ljósmæður Íslands samankomnar og þær hugsuðu svo vel um mig og okkur. Ég er þeim ævinlega þakklát fyrir faglega þjónustu. Þær létu mér líða vel og fylltu mig af öryggi þegar ég sá ekki fyrir endanum á þessu.

Að koma barni í heiminn er það erfiðasta sem ég hef gert en á sama tíma yfirþyrmandi og ólýsanleg tilfinning sem toppar allar mínar bestu minningar samanlagt.

screen-shot-2016-10-24-at-8-35-26-pm

screen-shot-2016-11-02-at-4-00-14-pm

Æ hún er svo mikið krútt. Ég myndi segja að hún líkist pabba sínum (enn sem komið er, ég held í vonina, haha :) ). Lífið er ótrúlega breytt og það er löngu tímabært. Mikið er ég þakklát fyrir þá gjöf að vera mamma hennar.. Ég er heppin með hana og hún er heppin með mig.

xxx

karenlind1

XO: SANDALAR Í SEPTEMBER

DAGSINSLÍFIÐPERSÓNULEGT

Hvaða vitleysa er það að klæðast sandölum í september? Við fjölskyldan erum svolítið krúttleg í stíl í dag – Birkenstock family. En ég skrifaði einmitt um skóna í fyrrasumar þegar ég var að meðtaka trendið. Nú höfum við öll eignast sitthvort parið og hafa þeir aldeilis verið notaðir í sumar. Ætli þeir verði það svo ekki um ókomin ár? Mjög líklega!
photo
Góðar stundir á ykkur héðan “í beinni”.

xxx, -EG- (posted from my iPhone)

INGIBJÖRG BY HELGI ÓMARS

BEAUTYFÓLKPERSÓNULEGT

 What a model! Jebbs. Þetta er einmitt litla(!) systir mín sem núna er orðin stór.
Hún hjálpaði vinkonu sinni í lokaprófi í make-up námi og sú stóð sig með prýði. Borgrún, sem á heiðurinn af förðuninni, virðist líka vera klár í sínu fagi þrátt fyrir litla reynslu.


1780862_10152373009904384_1894494154_n

Ingibjörg er alltaf stórglæsileg, en á myndinni finnst mér ég horfa á vana fyrirsætu, með pósu sem ég hef aldrei séð hjá henni áður. Þegar ég spurði hana út í nýja svipinn þá benti hún mér á frábæra ljósmyndarann, að hann ætti heiðurinn af vel heppnaðri mynd af sér. ,,Gerðu bara svona og ég smelli af … sem hann svo gerði”
Helgi – þú ert greinilega snillingur! Gaman að heyra falleg orð um þína vinnu. Það er nefnilega Helgi okkar Ómars sem sér um myndatökurnar fyrir prófin hjá MOOD Make up school og sá kann greinilega sitt fag.

6
Það eru ekki síður mannleg samskipti sem gera myndatökur vel heppnaðar. Eins og reyndar með svo margt í þessu lífi.

Bogga beib, ég sakna þín – þú ert alveg með þetta!

xx,-EG-.

VARIR x 2

BEAUTYLÍFIÐPERSÓNULEGT

Svo ég svari nokkrum póstum um varalitinn sem ég notaði um síðustu helgi … þá er hinn sami frá MAC og heitir Media.

photophoto_2
Með Media á vörunum keypti ég mér svo nýjann. Sá og hinn sami er frá Maybelline og heitir Lady Red.  Ég er með hann á mér í dag.

image photo

Báðir eru þeir ansi góðir að mínu mati.

Litaðar varir x vorveður = Mæli með …

Kveðjur frá franska,
xx,-EG-.

XO

DAGSINSLÍFIÐPERSÓNULEGTWORK

Það má vel vera að ég sé svolítið sorgmædd yfir litlu úrvali í H&M heimsókn minni vegna Isabel Marant línunnar. En það flottasta kláraðist upp á fyrsta hálftímanum í morgun. Ég var nefnilega ekki ein þeirra sem að beið í röð frá því klukkan 07:00 – hafði það ekki í mér en missti þá líka af því sem að mig langaði í og er pínu sorry yfir því. Ég hef þó ekki gefið alveg upp vonina.
_

Ég er hvergi leið lengur í þessu nýuppgötvaða franska vinnuhorni. Finnst ykkur ekki kósý hjá mér? Ohh .. mér finnst það.

photohphoto 1

Umhverfið: @ Homy´s
Bolli: Grand Café
Tölva: Apple MacBook Pro
Taupoki frá Einveru
Hattur: Lafayette

Eigið góðan dag. Það fer alveg að líða að nýrri helgi .. ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.

xx,-EG-.

DRESS

ALBADRESSLÍFIÐPERSÓNULEGT

1450748_10151783319982568_1590829491_nphoto 2

  Helstu stuðningsaðilar mannsins hérna á myndunum að ofan létu sig ekki vanta á handboltaleik gærkvöldsins frekar en fyrri daginn. Það sem að ég elska þessa íþrótt, en samt fékk ég tap í gær. Það er ekki skemmtilegt og þá allra síst fyrir leikmanninn tapsára sem að þó stóð sig með prýði.

photo 1photo 4photo 5photo 3

 Ég klæddist.

Kápa: Zara
Bolur: SecondHand
Undirkjóll: Zara
Buxur: Mango
Skór: Adidas
Varir: VividRose frá Maybelline

xx,-EG-.

WORK

PERSÓNULEGT

Við Álfa erum á fullu.
Það styttist í spennandi hluti.
Ég mæli með því að þið fylgist vel með næstu vikuna.

Góðar stundir !
xxx,-EG-.

SHOP

PERSÓNULEGT

Þó að það séu engar vörur í boði hjá mér undir SHOP, þá er ég fjarri því hætt að heimsækja búðirnar í Svíalandinu.
Ég er í Ginu. Vantar þig eitthvað? ;)

xx, -EG- (posted from my iPhone)