fbpx

19. október

PERSÓNULEGT

Hver haldiði að hafi komið í heiminn fyrir tveimur vikum síðan? Dóttir okkar Davíðs. Ég átti hana á Akranesi. Þarna voru allar bestu ljósmæður Íslands samankomnar og þær hugsuðu svo vel um mig og okkur. Ég er þeim ævinlega þakklát fyrir faglega þjónustu. Þær létu mér líða vel og fylltu mig af öryggi þegar ég sá ekki fyrir endanum á þessu.

Að koma barni í heiminn er það erfiðasta sem ég hef gert en á sama tíma yfirþyrmandi og ólýsanleg tilfinning sem toppar allar mínar bestu minningar samanlagt.

screen-shot-2016-10-24-at-8-35-26-pm

screen-shot-2016-11-02-at-4-00-14-pm

Æ hún er svo mikið krútt. Ég myndi segja að hún líkist pabba sínum (enn sem komið er, ég held í vonina, haha :) ). Lífið er ótrúlega breytt og það er löngu tímabært. Mikið er ég þakklát fyrir þá gjöf að vera mamma hennar.. Ég er heppin með hana og hún er heppin með mig.

xxx

karenlind1

Voal - hlýlegar gardínur

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Lára

  2. November 2016

  Svo mikið best í heimi ❤️ Innilega til hamingju með hana

 2. Heiða Birna

  3. November 2016

  ❤️❤️❤️

 3. Margrét

  4. November 2016

  Til hamingju! :) Má ég spyrja afhverju þú ákvaðst að eiga á Akranesi ? Og mega það allar, sem vilja ?