fbpx

SNYRTIVÖRURNAR MÍNAR

PERSÓNULEGT

Góðan daginn!

Líkt og ég kom örlítið inn á í síðustu færslu þá er ég að sitja 5 vikna námskeið um þessar mundir. Ég mæti nánast alla daga vikunnar svo það er því lítill frítími sem gefst. Það útskýrir bæði hversu óvirk ég hef verið á samfélagsmiðlum undanfarið og einnig hversu lítinn tíma ég hef til að blogga. En þetta er stutt tímabil sem klárast fljótt – ég lofa að vera ofsalega skemmtileg þegar þessum annasama tíma líkur! ;)

Ein af þeim færslum sem ég ákvað strax að ég myndi skella í þegar ég byrjaði hér á Trendnet var að segja frá hvaða snyrtivörur ég nota. Inboxið mitt fyllist daglega af fyrirspurnum varðandi hvaða snyrtivörur ég nota og fannst mér því tilvalið að henda í eina slíka færslu.

Af gefnu tilefni langar mig að koma því fram að þessi færsla er alls ekki kostuð, þetta eru allt vörur sem ég kaupi mér sjálf og hef fundið með tímanum að henta mér. 

Húð:

Þegar ég hef þrifið húðina á morgnanna og borið á mig dagkrem nota ég þetta fullkomna kombó í kjölfarið. Ég á það til að glansa og hef alltaf verið með mjög mismikla olíuframleiðslu. Mér finnst Photo Finish primerinn frá Smashbox henta mér fullkomnlega til að halda olíuframleiðslunni í skefjum og minnka glansinn yfir daginn. Í kjölfarið læt ég svo Bronzing gel frá Sensai en það hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér í nokkur ár. Það er komið ca. ár síðan ég hætti að nota farða svo þetta læt ég duga á húðina ásamt svo hyljara, setting powder og sólarpúðri.

Ég byrjaði að nota þennan “drug-store” hyljara frá Maybelline eiginlega um leið og hann kom út. Ég keypti hann alltaf þegar ég flaug reglulega til Bandaríkjanna og finnst hann henta mér fullkomnlega. Hann set ég undir augu og á þau svæði sem mér finnst þurfa aðeins meiri þekju hverju sinni. Ég er ótrúlega ánægð með hann og var mjög glöð þegar hann kom svo loksins til Íslands. Ég ber hann á mig og nota svo Beauty Blender til að dreifa honum.

Þegar hyljarinn er kominn á læt ég setting powder frá Laura Mercier undir augu og dreifi svo restinni sem er í burstanum yfir allt andlitið. Þetta finnst mér æðislegt laust púður sem hjálpar mér einnig að koma í veg fyrir glans og heldur farðanum betur yfir daginn. Þetta kaupi ég í Sephoru og er ekkert smá ánægð með þessa vöru.

Sólarpúðrið sem ég nota er frá Too Faced og það kaupi ég í Sephora. Mér finnst það æðislegt. Ég hef prófað þau nokkur en ég sé mig ekki skipta þessu tiltekna út á næstunni. Það er enginn glans í því svo ef mig langar að poppa það aðeins upp bæti ég við smá high-lighter á kinnbeinin. Ég vil ekki hafa highlighter hér í þessari færslu þar sem ég nota slíkan alls ekki daglega, en sá sem ég nota kaupi ég einnig í Sephora og er frá Becca. Mér finnst hann fullkominn. Hann er nýkominn í sölu í Hagkaup fyrir áhugasama.

Augu og augabrúnir:

Nú lýg ég ekki en ég held ég fái að minnsta kosti 10 spurningar á hverjum einasta degi varðandi hvaða maskara ég nota. Einnig er ég stundum spurð hvort að ég sé með gerviaugnhár, en svarið er nei við því. Ég hef alltaf verið með mjög löng augnhár og aldrei notað augnhárabrettara eða neitt slíkt. Ég hef forðast það að byrja að nota hann þar sem ég er hrædd um að það muni skemma náttúrulega útlitið. Ég hinsvegar lenti í því að nánast missa augnhárin í kjölfarið eftir að ég fæddi dóttur mína. Það fannst mér ansi skondin viðbrögð. En þau eru öll að koma til og að komast í sitt eðlilega gamla horf. En nóg um það – það eru tveir maskarar í algjöru uppáhaldi hjá mér og báða hef ég notað mikið og lengi. Annar er frá Lancome Paris og heitir Drama og hinn er frá Gosh og heitir Bombastic. Mér finnst mjög gaman að mæla með þessum frá Gosh þar sem hann er töluvert ódýrari og er þessi svokallaða “drug store” vara. Ég mæli ótrúlega með honum. Drama maskarinn frá Lancome er einnig æðislegur sem og allir maskarar frá því merki að mínu mati. Ég hef fundið það að þessir tveir henta mér ofboðslega vel og það sem ég geri til að ná að greiða vel úr augnhárunum er að láta þunnt lag, ca tvær umferðir af maskara og bíða svo örstutt svo að hann þorni örlítið. Síðan maskara ég aðra umferð og þannig finnst mér auðveldara að greiða þau og móta.

Í augabrúnirnar nota ég svo Dip Brow frá Anastasia Beverly Hills og augabrúnagel frá Benefit til að greiða úr hárunum til að reyna að “boosta” þær örlítið.

Ég vona að þetta hafi svarað nokkrum spurningum og sé einhverjum gagnlegt. Ef þið hafið einhverjar spurningar megið þið endilega skilja eftir athugasemd.

Þangað til næst,

x Fanney

Instagram: fanneyingvars

 

DRESS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    20. March 2018

    En gaman að lesa og flott að sjá vörur úr ólíkum áttum. Hjálpar eflaust mörgum :)

  2. Katrín

    4. June 2018

    Væri gaman að fá meiköpp tutorial vidjo frá þér hvernig þú málar þig fyrir flug til dæmis- ert svo fallega máluð :)