DRESS

Ég skellti mér á stórskemmtilegan viðburð á mánudaginn var, en hann var í boði snyrtivörumerkisins Sensai og tískutímaritsins Glamour. Viðburðurinn var haldinn á Grillinu á Hótel Sögu með pompi og prakt. Veitingar, dagskrá og staðsetning var algjörlega upp á tíu og svo fengu gestir að sjálfsögðu vænlegan gjafapoka með heim.
Þessa dagana sit ég á námskeiði nánast alla daga vikunnar svo ég greip tækifærið og smellti nokkrum dress myndum áður en haldið var í teitið, sólin skein enn klukkan 18:00 og það gladdi mig ansi mikið.

Fake loðfeldur: H&M
Buxur: ASOS
Sokkastígvéli: ZARA
Taska: Blanche / Húrra Reykjavík

Takk fyrir mig Sensai og Glamour. Alltaf gaman að fá sér kampavínsglas á sólríkum mánudegi!

x Fanney

Instagram: fanneyingvars

Halló Trendnet!

Skrifa Innlegg