Hvað er hamingja?

ORÐ

Á mánudögum hef ég stundum komið með nokkur orð sem ég kann að meta og gott er að taka með sér inní nýja viku. Í dag er því viðeigandi að koma með þessi að neðan, þó þau séu örlítið fleiri en ég hef lagt í vana minn.

Ég rakst á þessa frábæru dæmisögu á sænsku bloggi og fannst hún svo góð að ég ákvað að þýða hana og deila með ykkur.

b5fa37d5132ddeb92cd892a58ba2271c

Sagan fjallar um mismunandi sýn fólks á lífsgæði og hvaða sé mikilvægt í lífinu. Að við eigum ekki að reyna að elta það sem aðrir skilgreina sem hamingju, heldur finna það sem gerir okkur sjálf hamingjusöm.

Hér kemur sagan – gjörið svo vel:

Stórlax úr viðskiptalífinu var í sumarfríi í litlum mexíkönskum fiskibæ. Hann var í morgungöngu við höfnina þegar hann sá heimamann koma inn á fiskibát sínum eftir veiðar. Í bátnum sá hann marga stóra fiska sem veiðimaðurinn hafði fangað. Kaupmaðurinn gekk fram og spurði forvitinn: “Hversu langan tíma tekur það fyrir þig að veiða þennan feng?”

Fiskimaðurinn svaraði “Ekki svo langan tíma”.

Kaupmaðurinn varð forvitinn: “Af hverju eyðir þú ekki meiri tíma í að veiða og tekur inn stærri feng?”

Fiskimaðurinn svaraði að þessi fengur væri nægur til að gefa fjölskyldu sinni gott líf með öllu því sem þau hefðu þörf á.

“Hvað gerir þú þá það sem eftir lifir dagsins?” spurði forvitni kaupmaðurinn.

Fiskimaðurinn svaraði: “Venjulega vakna ég snemma á morgnanna, sigli út til að veiða. Síðan sigli ég tilbaka síðar um morguninn til að leika með börnunum mínum. Seinni part dagsins eyði ég með konu minni og á hvíldarstund með fjölskyldunni. Á kvöldin förum við niðrí bæ til að spila á gítar, syngja og dansa.”

Kaupmanninum fannst þetta mikli synd og sagði við fiskimanninn: “Ég er menntaður viðskiptafræðingur, hef gert það gott í mínum viðskiptum og get auðveldlega hjálpað þér að verða ríkur. Mitt ráð er að frá og með nú eyðir þú meiri tíma í veiðina. Þá færðu stærri feng og þegar þú selur fiskinn áttu fljótt efni á stærri bát. Þá getur þú veitt enn meira og hefur fljótlega efni á heilum báta flota. Síðan selur þú fiskinn beint í verslanir í stað þess að selja hann hér við höfnina. Þá getur þú flutt inn í borgina og rekið þitt vaxandi fyrirtæki. Síðar getur þú flutt höfuðstöðvarnar til Mexíkóborgar og stundað útflutning um allan heim.

“Og hvað gerist eftir það?” spurði fiskimaðurinn.

Kaupmaðurinn hló hátt. “Þá getur þú lifað sem konungur! Og þegar rétta augnablikið kemur þá getur þú selt fyrirtækið og þénað milljarða.”

“Og hvað gerist þá?” spurði fiskimaðurinn.

“Eftir það getur þú minnkað við þig og dregið þig aðeins tilbaka, flutt í hús hér í fiskibænum. Vaknað snemma á morgnanna, veitt nokkra fiska, farið heim og leikið með börnunum, notið dagsins með konu þinni og á kvöldin getið þið farið út og spilað á gítar, dansað og sungið”.

————

Það virðist vera þannig að um leið og við hættum að elta þessa hamingju sem aðrir hafa skilgreint þá kannski áttum við okkur á þvi að þessi hamingja er rétt handan við hornið, við bara höfum ekki áttað okkur á því.

Sagan er frábær innblástur inn í nýja viku – eigið hana góða!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ÞAÐ BORGAR SIG AÐ BROSA

LÍFIÐORÐ

 

43e98d6b8e91b71960b616190c999a92


Bara eitt lítið ráð sem þarf að komast til skila inn í vinnuvikuna, mánuðinn, árið.

BROSTU!

Ég hef alla tíð tileinkað mér að brosa. Ég veit að það á að vera voða mikið fasjón að vera alvarlegur en ég hef aldrei tekið þátt í því “trendi” og vil ekki að þið gerið það heldur.

smile1 smileMyndir: Saga Sig

bros
Það er betra að vera sá sem brosti að fyrra bragði heldur en sá sem brosti ekki tilbaka.
Ég hef oftar en ekki lent í þeirri stöðu … og þið mögulega líka. Hinn aðilinn mun brosa næst, örugglega.

Glaðlind andlit eiga það til að smita út frá sér. Bara það að fá einlægt bros gefur hlýju í hjarta þess sem tekur á móti.
Spörum því ekki brosin og gefum alltaf mikið af þessari fríu gjöf – það mun borga sig.

a-smile-is-the-prettiest-thing-you-can-wear-4

Mánudagsorðin eru einföld. Enga mæðu á þessum ágæta degi. Lífið verður betra með bros á vör.

= )

Eigið hann góðan.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ORÐ: LÍFSINS REGLUR

INSPIRATIONLÍFIÐORÐ

Ég mun líklega ekki birta mánudagsorð næstu 45 vikurnar. Hér að neðan fáum við nefnilega margar margar línur af innblæstri inn í lífið. Línur sem hafa farið eins og eldur um Internetið uppá síðkastið.

20291_10151352371150477_637258383_n

Lífsins reglur by Regina Brett – gjöriði svo vel.
Ég mæli með að þið lesið þær allar.
_

1. Life isn’t fair, but it’s still good.

2. When in doubt, just take the next small step.

3. Life is too short – enjoy it.

4. Your job won’t take care of you when you are sick. Your friends and
family will.

5. Pay off your credit cards every month.

6. You don’t have to win every argument. Stay true to yourself.

7. Cry with someone. It’s more healing than crying alone.

8. It’s OK to get angry with God. He can take it.

9. Save for retirement starting with your first paycheck.

10. When it comes to chocolate, resistance is futile.

11. Make peace with your past so it won’t screw up the present.

12. It’s OK to let your children see you cry.

13. Don’t compare your life to others. You have no idea what their journey is all about.

14. If a relationship has to be a secret, you shouldn’t be in it.

15. Everything can change in the blink of an eye. But don’t worry; God never blinks.

16. Take a deep breath. It calms the mind.

17. Get rid of anything that isn’t useful. Clutter weighs you down in many ways.

18. Whatever doesn’t kill you really does make you stronger.

19. It’s never too late to be happy. But it’s all up to you and no one else.

20. When it comes to going after what you love in life, don’t take no for an answer.

21. Burn the candles, use the nice sheets, wear the fancy lingerie. Don’t
save it for a special occasion. Today is special.

22. Over prepare, then go with the flow.

23 Be eccentric now. Don’t wait for old age to wear purple.

24. The most important sex organ is the brain.

25. No one is in charge of your happiness but you.

26. Frame every so-called disaster with these words ‘In five years, will
this matter?’

27. Always choose life.

28. Forgive but don’t forget.

29. What other people think of you is none of your business.

30. Time heals almost everything. Give time time.

31. However good or bad a situation is, it will change.

32. Don’t take yourself so seriously. No one else does.

33. Believe in miracles.

34. God loves you because of who God is, not because of anything you did or didn’t do.

35. Don’t audit life. Show up and make the most of it now.

36. Growing old beats the alternative — dying young.

37. Your children get only one childhood.

38. All that truly matters in the end is that you loved.

39. Get outside every day. Miracles are waiting everywhere.

40. If we all threw our problems in a pile and saw everyone else’s, we’d
grab ours back.

41. Envy is a waste of time. Accept what you already have not what you need.

42. The best is yet to come…

43. No matter how you feel, get up, dress up and show up.

44. Yield.

45. Life isn’t tied with a bow, but it’s still a gift.”

Virkilega góðir punktar. Það er svo margt sem við mættum svo sannarlega minna okkur oftar á. Það eru þessir litlu hlutir í lífinu sem við eigum til með að gleyma …
Ég er búin að lesa oft yfir, og ætla að reyna að tileinka mér það reglulega framvegis. Spara þessi orð á góðum stað. Ég mæli með því að þið gerið það líka. Þeir eiga nefnilega við okkur flest.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ORÐ

ORÐ

Mánudagsorð dagsins snúast um núið.

N Ú N A er það sem skiptir máli N Ú N A.

od

Mánudagur til mæðu er ekki velkominn hingað í dag. Ég hef margt á To do listanum sem ég mun klára N Ú N A. 

Eigið hann góðan.

xx,-EG-.

ORÐ

ORÐ

Mánudagsorðin að þessu sinni – ordman

“Create a life that feels good on the inside, not one that just looks good on the outside.”

Búum okkur til líf sem hentar okkur sjálfum. Allir hafa eitthvað fram að færa og það er mikilvægt að við finnum okkur í því sem við tökum okkur fyrir hendur – þannig blómstrum við best inná við sem að utan. Það sem hentar þér þarf ekki endilega að henta öðrum.

ORÐ dagsins inn í nýja vinnuviku.
Eigið hana góða.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ORÐ

ORÐ

Mánudagur kallar á vel valin orð –

Breytt hugarfar getur skipt sköpum. 

ord

.. svo einfalt er það nú!

Jafnvægi er orð sem ég er að læra að vinna með … stundum virðist sem mig vanti auka tíma í sólahringinn til að ná að sinna öllum og öllu því sem mig langar til. Það eru örugglega fleiri í svoleiðis stöðu?
Við stjórnum lífinu sjálf og því er mikilvægt að fara vel með það.
Tileinkum okkur jákvæðni og ég lofa að öll lífsins verkefni verða árangursríkari fyrir vikið.

Höfum þessi orð að ofan sem leiðarljós inn í vikuna.

Gleðilegan mánudag!

xx,-EG-.

Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ORÐ

ORÐ

Ég fékk ábendingu um að langt væri liðið frá síðustu “orðum”. Ég má víst ekki hætta þeim ágæta lið.

_

Tileinkum okkur þessi orð. Þau verða ekki mikið sannari.
Orð sem eiga við um innri og ytri fegurð og þið megið túlka að vild.
10937666_10152686439172568_1534440688_n
Ef við gerum okkar besta í því sem við tökum okkur fyrir hendur þá mun það leiða okkur langan veg. Það er aldrei hægt að gera betur en best. Ég fell fyrir alvöru, sterku og brosandi fólki sem smitar með góðri orku – það er fegurð fyrir mér.

xx,-EG-.

ORÐ

INSPIRATIONORÐ

ordÞetta getur átt við með svo margt. Heimilislífið, starfsframa, íþróttir ….. og svona mætti lengi telja. Við þurfum ekki alltaf að fara eftir bókinni heldur höfum við kost á að skapa okkar eigin framtíð með þessi orð að leiðarljósi.
Stundum þarf maður að taka af skarið og skapa sinn eigin vettvang, verkefni eða vinnu.

Gleðilega nýja vinnuviku.

xx,-EG-.