fbpx

Hvað er hamingja?

ORÐ

Á mánudögum hef ég stundum komið með nokkur orð sem ég kann að meta og gott er að taka með sér inní nýja viku. Í dag er því viðeigandi að koma með þessi að neðan, þó þau séu örlítið fleiri en ég hef lagt í vana minn.

Ég rakst á þessa frábæru dæmisögu á sænsku bloggi og fannst hún svo góð að ég ákvað að þýða hana og deila með ykkur.

b5fa37d5132ddeb92cd892a58ba2271c

Sagan fjallar um mismunandi sýn fólks á lífsgæði og hvaða sé mikilvægt í lífinu. Að við eigum ekki að reyna að elta það sem aðrir skilgreina sem hamingju, heldur finna það sem gerir okkur sjálf hamingjusöm.

Hér kemur sagan – gjörið svo vel:

Stórlax úr viðskiptalífinu var í sumarfríi í litlum mexíkönskum fiskibæ. Hann var í morgungöngu við höfnina þegar hann sá heimamann koma inn á fiskibát sínum eftir veiðar. Í bátnum sá hann marga stóra fiska sem veiðimaðurinn hafði fangað. Kaupmaðurinn gekk fram og spurði forvitinn: “Hversu langan tíma tekur það fyrir þig að veiða þennan feng?”

Fiskimaðurinn svaraði “Ekki svo langan tíma”.

Kaupmaðurinn varð forvitinn: “Af hverju eyðir þú ekki meiri tíma í að veiða og tekur inn stærri feng?”

Fiskimaðurinn svaraði að þessi fengur væri nægur til að gefa fjölskyldu sinni gott líf með öllu því sem þau hefðu þörf á.

“Hvað gerir þú þá það sem eftir lifir dagsins?” spurði forvitni kaupmaðurinn.

Fiskimaðurinn svaraði: “Venjulega vakna ég snemma á morgnanna, sigli út til að veiða. Síðan sigli ég tilbaka síðar um morguninn til að leika með börnunum mínum. Seinni part dagsins eyði ég með konu minni og á hvíldarstund með fjölskyldunni. Á kvöldin förum við niðrí bæ til að spila á gítar, syngja og dansa.”

Kaupmanninum fannst þetta mikli synd og sagði við fiskimanninn: “Ég er menntaður viðskiptafræðingur, hef gert það gott í mínum viðskiptum og get auðveldlega hjálpað þér að verða ríkur. Mitt ráð er að frá og með nú eyðir þú meiri tíma í veiðina. Þá færðu stærri feng og þegar þú selur fiskinn áttu fljótt efni á stærri bát. Þá getur þú veitt enn meira og hefur fljótlega efni á heilum báta flota. Síðan selur þú fiskinn beint í verslanir í stað þess að selja hann hér við höfnina. Þá getur þú flutt inn í borgina og rekið þitt vaxandi fyrirtæki. Síðar getur þú flutt höfuðstöðvarnar til Mexíkóborgar og stundað útflutning um allan heim.

“Og hvað gerist eftir það?” spurði fiskimaðurinn.

Kaupmaðurinn hló hátt. “Þá getur þú lifað sem konungur! Og þegar rétta augnablikið kemur þá getur þú selt fyrirtækið og þénað milljarða.”

“Og hvað gerist þá?” spurði fiskimaðurinn.

“Eftir það getur þú minnkað við þig og dregið þig aðeins tilbaka, flutt í hús hér í fiskibænum. Vaknað snemma á morgnanna, veitt nokkra fiska, farið heim og leikið með börnunum, notið dagsins með konu þinni og á kvöldin getið þið farið út og spilað á gítar, dansað og sungið”.

————

Það virðist vera þannig að um leið og við hættum að elta þessa hamingju sem aðrir hafa skilgreint þá kannski áttum við okkur á þvi að þessi hamingja er rétt handan við hornið, við bara höfum ekki áttað okkur á því.

Sagan er frábær innblástur inn í nýja viku – eigið hana góða!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Svala

    27. July 2015

    Flott saga :)

  2. Rakel

    27. July 2015

    Frábær saga og góð áminning xx