LE MARCHÉ

LE MARCHÉSHOP

photo 1photo 5
Ég klæddist Moss by Elísabet Gunnars frá toppi til táar.

Ef ég eyði ekki sunnudegi í dýrindis brunch og marga kaffibolla … , þá er ég hér.

Fyrir viku síðan eyddum við mæðradegi á markaðsrölti í Köln. Úrvalið er endalaust af allskonar mörkuðum og við reynum að vera dugleg að heimsækja þá þegar tími gefst til. Þó það sé ekki til að finna fjársjóði, þá allavega til að skoða fólkið. Þennan daginn skemmdi veðrið ekki fyrir.

11257604_10152907912947568_1247398780_nimage_3 image photo 2photo 4 photo 3 11270049_10152907913012568_2063791965_n
Eftir að hafa birt Instagram myndir af Ölbunni frá deginum þá fékk ég mikið af fyrirspurnum hvaðan buxurnar hennar eru. Þær eru nýlegar frá Lindex. Sumarlegar og sætar á smáfólkið.

Kíkið í Kolaportið í dag … og eigið gleðilegan sunnudag!

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN

LE MARCHÉLÍFIÐ

 

image-34

Góðan daginn!

Það er tilvalið að bjóða ykkur með mér á franska markaðinn minn í dag, í tilefni laugardags. Án efa mín uppáhalds stund í vikunni.
Hér er svo margt að sjá og upplifunin ólík í hvert sinn.

Eitthvað fyrir alla ….

image-35image-36 image-32 image-31 image-30 image-29 image-28 image-27image-33 image-26 image-25 image-24 image-23 image-22 image-21 image-20 image-19 image-18 image-17 image-16 image-15 image-14 image-13  image-11 image-10 image-9 image-8 image-7 image-6 image-5 image-4 image-3 image-2 image-1

Ég hefði getað náð betri nærmyndum af hlutum en í þetta sinn reyndi ég að fanga upplifunina, til að deila með mér.
Myndirnar hér að ofan eru auðvitað bara brotabrot af því sem er í boði, og alltaf bætist í úrvalið frá viku til viku.
Er eitthvað sem þið viljið að ég kippi með mér fyrir ykkur í dag?

Það er sjaldan sem við löbbum tómhent heim. Ef við kaupum ekkert á þessum tiltekna þá röltum við niður hliðargötu að ávaxta og matarmarkaðnum sem ég sýni ykkur síðar ef áhugi er fyrir því.

Góða helgi kæra fólk – eigið hana góða!

xx,-EG-.

LE MARCHÉ

HOMELE MARCHÉSHOP

Það eru nokkur góð kaup sem að við fjölskyldan höfum gert á markaðsrölti okkar á laugardögum. Síðast þegar að markaðurinn var heimsóttur fór þessi krúttlegi kollur með okkur heim. Það sem að er fyndið við kaupin er það að kollurinn fylgdi okkur undir hendinni þangað sem að við þvældumst þennan daginn, við vorum því alltaf með sæti ef að við urðum þreytt. ;) Þið getið séð það fyrir ykkur …
Kaupin eru sjaldnast dýr en þessi tiltekni var keyptur með því klinki sem að fannst í vösunum, mér fannst það eiginlega óþægilegt: prúttuðum 10Evru koll niður í 6,5Evrur – gjöf en ekki gjald.

DSCF0551DSCF0554DSCF0553

Vel með farinn og í svo fallega gulum lit. Hann gerir mikið fyrir stofuna sem fínasti aukahlutur en ég sit einmitt á honum núna þegar að ég rita þenna póst. Mjúkur fyrir rassinn.

xx,-EG-.