fbpx

LEVI’S VINTAGE

DRESSLE MARCHÉ

Ætli Levis vintage buxur séu bestu gallabuxnakaup sem þú gerir? Ég á allavega nokkrar sem ég hef keypt á árum mínum erlendis og einar sem ég keypti í Kolaportinu af vinkonu minni 2006 (!) – þetta er því allavega flík sem lifir lengi.

Ég fékk mjög mikið af fyrirspurnum um buxur sem birtust á Instagram hjá mér á dögunum og ég hef verið að hjálpa nokkrum lesendum í kjölfarið við það að finna sambærilegar. Þessar sem ég klæddist í sænska skóginum komu í leitirnar þegar við fórum í gegnum geymsluna fyrr í vor. Ég keypti þær í Frakklandi 2013 og var búin að steingleyma að ég ætti þær. Ég hef notað þær reglulega síðustu vikur, eftir að þær urðu “nýjar” í fataskápnum frá tiltektinni .. aldeilis fínt. Ég á samt aðrar sem ég nota meira og þið hafið líklega séð oftar, þær eru víðari (og því þægilegri) fyrir nautnasegginn mig. Þær eru í 501 sniði sem er örugglega vinsælast, þessar að neðan eru Levis 498 sem var mjög óvænt þegar ég fór að skoða það.

Hvernig getið þið fundið góðar Levis Vintage á Íslandi? Ég mæli með að gramsa í Spúútnik eða Wasteland en oft finnum við þær á fatamörkuðum eða á netinu með því að googla okkur áfram.

Eyrnalokkar: H&M, Buxur:  Levis Vintage,  Skyrta: WoodWood af Gunna (bundin að framan), Skór: Converse

 

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LAUGARDAGSLÚKK

Skrifa Innlegg