FIMM DÖNSK FASJÓNTREND

FASHION WEEKMAGAZINETRENDWORK

17354721_10154568868032568_1469245938_n

Þetta er útsýnið í augnablikinu. Glamour skilaði sér loksins inn um lúguna og í þessum mánuði á ég þrjár síður í blaðinu. Síðurnar tvær á myndinni innihalda fimm dönsk fasjóntrend sem við megum búast við að sjá meira af í haust. Ég er strax byrjuð að taka þátt í mörgum þeirra en hettur og merktir bolir er eitthvað sem við sjáum í verslunum nú þegar.

glamour

Lesið um mína upplifun af tískuvikunni í Kaupmannahöfn – það mátti finna margar hliðstæður hjá hönnuðum sem sýndi mér betur hvað koma skal.

1. RAUTT
Dönsku hönnuðirnir eru sammála um að rautt sé litur haustsins. Rauðir skór voru áberandi og þá mátti sjá rautt frá toppi til táar í klæðaburði. By Malene Birger, Won Hundred, og Ganni sýndu öll stígvél í þessum eldheita rauða lit. Allt eru þetta merki sem sem fást í íslenskum verslunum.

2. STATEMENT T SHIRT
Kannski besti staðurinn til að koma skilaboðum á framfæri? Merktir stuttermabolir voru áberandi og mátti finna frá flestum hönnuðum. Þetta er trend sem einnig má finna í sumarlínum hönnuða og auðvelt er að taka þátt í. Það þarf ekki að kosta mikinn pening og getur verið nóg að gramsa eftir gömlum hljómsveitarbolum í geymslunni.

3. HETTUR
Hettupeysan hefur verið áberandi undanfarið og sú tíska virðist vera að ná hámarki. Hönnuðirnir sýndu okkur peysuna í ólíkum útfærslum á pöllunum en þetta var líka sú flík sem gestir tískuvikunnar klæddust hvað mest.
Klæðum hettupeysuna upp og niður eftir tilefnum, yfir rómantíska kjóla, undir kápuna sem við kaupum í yfirstærð eða eina og sér. Alveg pottþétt vinsælasta flík ársins!

4. VÍÐAR SKÁLMAR
Niðurþröngar skálmar hafa átt langan líftíma en nú fögnum við víðum skálmum og mittissniði. Malene Birger, Henrik Vibskov, Baum Pferdgarten eru dæmi um hönnuði sem sýndu eingöngu þetta snið í sínum línum. Það getur tekið tíma að venja sig við þessa breytingu og því þarf að sýna henni smá þolinmæði.

5. HLÉBARÐAMUNSTUR
Það er komið aftur, fyrr en okkur grunaði. Við bjóðum hlébarðamunstrið velkomið á ný. Við fegnum að sjá það í mismunandi myndum, t.d. í kjólum og yfirhöfnum. Oftast var það parað við látlausari liti. Trend sem mikilvægt er að para rétt saman að mati undiritaðrar.

 

//
I had three pages in the newest Glaomur Magazine in Iceland. I wrote about the main trends I saw on Copenhagen Fashion Week.
The top five fashion trends were:
The color RED, Statement T-shirts, Hoodies, Wide leg jeans and leopard pattern.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÚTSÝNIÐ

LÍFIÐWORK

English version below

Jæja … Gleðilega nýja vinnuviku. Ég hef sjaldan verið eins peppuð á mánudegi eins og ég er í dag. Síðasta vika einkenndist af hinu mesta heilsuleysi og ég hélt að flensan ætlaði engan endi að taka. Í 7 (!!) daga var ég með háan hita og beinverki og í dag er ég loksins með sjálfri mér aftur – Halelúja!

Ég nýtti tækifærið og færði vinnuna í notalegra útsýni þennan morguninn. Hér hefur margt safnast upp og um að gera að fara að spýta í lófana ….

IMG_4447

Kaffi: Latte, Matur: Hafragrautur með kókosflögum og berjum, Tölva: Apple, Skór: Isabel Marant,
Sokkar: Topshop, Buxur: Lindex, Blússa: H&M Trend

IMG_4449

Áfram gakk! Eigið góðan dag ♡

//

Finally !! I am back on track after 7 days (!) with fever, I never get sick so this was very hard week for me. Today I went out with my computer and this is my Monday view – love it!
Have a nice day ♡

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

DAGSINS

DAGSINSDRESSLÍFIÐWORK

Hæ, héðan …
Suma daga situr maður á rassinum án þess að ná að standa upp.  Í dag er einn slíkur þar sem ég sit við vinnu í kappi við tímann. Þið þekkið tilfinninguna?
Ég hef oft komið inná það að þegar “to do” listinn er langur þá reyni ég að finna mér notalegra vinnuumhverfi sem gerir setuna bærilegri. Ég er svo ánægð með þá ákvörðun þessa stundina horfandi á fólkið í kringum mig, nartandi í smáköku og kakó.

photo 1

Þetta gólf sem sést á myndunum býr yfir einhverjum innblæstri sem ég fæ ekki heima við. Það eru allskonar sjarmerandi hlutir sem gera það að verkum að ég fer út úr húsi .. oft í sömu hornin sem ég hef fundið mér hér og þar um bæinn.

Velkomin á Salon Schmitz, þann uppáhalds stað.

photo 2
Hálsmen: AndreA, Bolur: Lindex, Buxur: Vila, Skór: Nike Huarache

Þessar buxur eru mesta snilld í heimi, enda fer ég ekki úr mínum og get því ekki annað en mælt með þeim.
Hér að neðan sjáið þið þær betur. Frá Vila og fást á Íslandi síðast þegar ég vissi ..

ViSpecta pants

Áfram gakk!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ: LINDEX X GLAMOUR

LÍFIÐWORK

12071801_10153293741262568_136494078_n

Víða hafa verið birtar myndir frá glæsilegu boði Lindex og Glamour sem fram fór um nýliðna helgi. Um var að ræða fögnuð í tilefni af útgáfu glænýs október blaðs Glamour á sama tíma og nýjar haustflíkur fóru í sölu hjá sænsku snillingunum. Ég var á landinu vegna þessa og hjálpaði til við undirbúning á viðburði sem heppnaðist svona líka vel.
Myndavélin var með í för þó ég hefði sannarlega mátt vera duglegri að smella á takkann. Hér eru nokkrar til að deila með ykkur –

image_7
Bak við blaðið er ein frábær kona sem mætti fyrst og fór síðust –

image_8
Hildur Erla með myndavélina á lofti –

image_10 image_17

Ég hef fengið mjög margar fyrirspurnir um þetta ágæta dress eftir Instagram mynd sem ég birti af mér í því. Þessi póstur hefur því greinilega farið fram hjá einhverjum ykkar.

image_20
Með Nönnu minni –

image_21
Írena lét sig ekki vanta í veisluna –

image_22 image

Vinkonur. Þyri (til vinstri) fór ekki tómhent út –

image_2
Álfrún og Hildur frá Glamour –

image_3

Að fá að vinna með Lindex af og til er ómetanlegt. Það eru falleg hjörtu sem þar slá –

image_4 image_5 image_6
Í góðum félagsskap ritstjóra og fatahönnuðar. Þekkið þið hvaðan leðurjakkinn hennar Álfrúnar kemur?

image_9  image_12

Þessi sá um veitingar. Pís –

image_13

Litla systir ljúfa og góða –

image_14 image_15image_11
Öll betri boð bjóða uppá veglega gjafapoka –

image_16 image_18

Erna Hrund – Rósa María – Þórunn

image_19

Frábært kvöld!
Takk fyrir mig –

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS

DRESSFASHIONWORK

Ég átti gott kvöld í gær þegar Lindex og Glamour tóku höndum saman og héldu frumsýningarpartý í Kringlunni. Rjúkandi heitt oktoberblað Glamour var afhent í veglegum gjafapokum innan um nýja haustlínu Lindex.

image_2
image_3 image_5image_4
Ég klæddist Lindex frá toppi til táar – það var við hæfi fyrir atburð sem þennan. Dragtin er komin í mikið uppáhald en ég mun líklega nota hana mikið saman og í sitthvoru lagi.

Jakki: Lindex, Buxur: Lindex, Bolur: Lindex

Þessa dagana stendur Lindex fyrir Instagram leik sem snýst um að við merkjum myndirnar okkar #LINDEXICELAND. Einu skilyrðin eru að myndin tengist Lindex og Íslandi. Þrjár myndir verða valdar daglega út næstu viku og fá vinningshafar 10.000 krónur að inneign í versluninni.

Ég sýni ykkur fleiri myndir frá frumsýningar-kvöldinu hið allra fyrsta.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN

LÍFIÐWORK

“Jess! Það er mánudagur .. “
.. Er það ekki þannig sem er best að fara inn í nýja vinnuviku eftir (ljúfa) helgi.
Ég get allavega ekki kvartað yfir vinnuumhverfi dagsins. Það er kannski tips til að deila með fleirum.

photo 1

Hér sit ég í frönsku fallegu útsýni (þó í Þýskalandi) á sjarmerandi kaffihúsi sem ég heimsæki reglulega í belgíska hverfinu í Köln. Fyrir skólafólk og aðra sem hafa tök á að “vinna heima” mæli ég með að breyta reglulega um umhverfi. Í dag varð til dæmis erfiður mánudagsmorgun að mun huggulegri kaffistund sem þó var vel nýtt í ókláruð verkefni. Mæli með …

photo 2 photo 3

Kaffihús: Miss Päpki

Ég komst að því í dag að mánudagar á haustdögum eru betri en á sumardögum. Þegar maður byrjar að mæta aftur í sín horn hér og þar um bæinn með þessa gráu vinkonu í fanginu. Auka félagskapur dagsins skemmir alls ekki fyrir …

Góðar stundir!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Three Is A Magic Number

LÍFIÐTRENDNETWORK

Three Is A Magic Number !!! Til hamingju Trendnet með að hafa náð þeirri tölu. Trendnet fagnar í dag þriggja ára afmælisaldri – tíminn flýgur hratt …
Ég finn á mér að fjórða árið verði það besta hingað til. Margt er nefnilega í uppsiglingu sem gaman verður að segja frá á næstunni.

Hér býð ég ykkur í heimsókn á svalirnar í tilefni dagsins … mér finnst það vel við hæfi á sunnudegi því þá leyfi ég mér notalegri stundir við tölvuna eins og þið þekkið orðið flest. Í þetta sinn færði ég vinnuna (og kaffibollann) út. Skál í boðinu xxx

photo 1 photo 2 photo 3
Kjóll: &OtherStories, Hálsmen: Hildur Hafstein , Bolli: Design Letters/Hrím

Ég mæli með að þið fylgist með á Trendnet þessa ágætu afmælisviku. Í tilefni áranna verða lesendur gladdir með fjöldanum öllum af glæsilegum afmælisgjöfum. En þeir sem að hjálpa okkur að gefa gjafirnar eru eftirfarandi:

Bláa Lónið
Nike
LINDEX
Joe & The Juice
VILA
ESSIE
I Love body baðsápur
BOB Reykjavik
GLAMOUR
JÖR by Guðmundur Jörundsson

.. og fleiri. 

Ekki missa af !!!

Nýtt ár, ný tækifæri –
TAKK og aftur TAKK
kæru lesendur – án ykkar væri þetta ekki hægt.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

LÍFIÐ: TAKK

LÍFIÐWORK

Í dag er ég þakklát – svo ósköp þakklát fyrir allan stuðninginn sem þið hafið sýnt mér kæru lesendur. Viðbrögðin við fatalínu Moss by Elísabet Gunnars voru framar björtustu vonum. Ég er eiginlega nýkomin niður úr skýjunum.

TAKK TAKK TAKK eru orð sem eru mér efst í huga.

Þetta var föstudagur til fagnaðar og elskuleg Hildur Erla fangaði það á filmu.

28 2911081787_10152806104807568_1922970187_n 30 32 34 35 36 38 39 40 41 43 44 45 46 47 48 49 50 52 53 54 55 56 57 58 60 62 29 11 12 13 16 20 25 26 27 5-1

Ég klæddist: Tshirt, vesti og leðurbuxum, öllu úr línunni: Moss by Elísabet Gunnars

Eins og áður sagði ætla ég að gefa flík úr línunni en HÉR er hægt að skrifa sig á blað til vinnings. Ég dreg út heppna lesendur á morgun!

HÉR getið þið séð viðtal við mig sem birtist í Íslandi í dag á þessum fína föstudegi.

Áfram Ísland! .. Eða er það ekki bara?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

MOSS BY ELÍSABAET GUNNARS

LÍFIÐSHOPWORK

Uppfært:

Úr 120 kommentum fékk ég tölurnar 73 og 26 þegar ég setti inní random.org – hið ágæta úrlausnarforrit. Hvað myndi ég gera án þess? Það er svo mikilvægt að sami sénsinn gangi yfir alla. Takk (!)  til ykkar sem skrifuðuð undir póstinn að þessu sinni.

Það gleður mig að gleðja aðra og sérstaklega þegar um mína eigin vöru ræðir.

Karitas Heimisdóttir (komment 73)
(svört kápa)

&

Halldóra Víðisdóttir (komment 26)
(leðurbuxur)

.. þið voruð þær heppnu að þessu sinni (!)

Vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

Moss by Elísabet Gunnars fæst í Gallerí 17 Kringlunni og núna einnig í Smáralind. 

Happy shopping!
_

Stóra stundin er runnin upp, Moss by Elísabet Gunnars kemur í búðir í dag – 12:00 í Galleri Sautján Kringlunni.

Við skutum í vikunni lookbook fyrir línuna. Myndirnar að neðan hefðu aldrei orðið svona fínar ef ekki hefðu eintómir snillingar hjálpað til. Saga Sig kann sitt fag svo sannarlega og leiðbeindi byrjendanum, mér,  með sinni einstöku hæfni. Mér fannst mikilvægt að vera sem líkust sjálfri mér og fékk því makeup og hár í takt við það. Theodora Mjöll rétt snerti við krullunum sem urðu ýktari fyrir vikið og Erna Hrund töfraði fram það sem hún kann best. Hulda Halldóra er hæfileikaríkasti stílisti landsins og ég er svo heppin að hún er vinkona mín – sú hjálp var ómetanleg, sérstaklega fyrir þær sakir að ég “þurfti” að sitja sjálf fyrir.

Vá hvað ég er heppin með allt þetta góða fólk sem ég á í kringum mig.
Lookbook Moss by Elísabet Gunnarsddist.

elisabet1-2 elisabet1 elisabet2 elisabet3-2 elisabet5 elisabet7 elisabet9 elisabet24 elisabet16 elisabet20 elisabet21 elisabet3 elisabet6

Myndir: Saga Sig
Módel: Elísabet Gunnarsdóttir
Stílisti: Elísabet Gunnarsdóttir & Hulda Halldóra Tryggvadóttir
Makeup: Erna Hrund Hermannsdóttir
Hár: Theodóra Mjöll
Andleg aðstoð: Gunnar Steinn Jónsson & Rósa María Árnadóttir

-LOOKBOOK LEIKUR-
Ég ætla að vera með léttan leik. Þið megið smella á “Deila” takkann niðri til hægri eða nota “Pin it” takkann á myndunum sjálfum. Skrifið síðan athugasemd við færsluna með einni flík sem þið vijlið eignast úr línunni og ég dreg út heppinn lesenda eftir helgi.

Ég hlakka til að sjá sem flesta í dag! Þið verðið auðvitað að koma og sjá hvað er í boði með eigin augum. ;) Ég verð á gólfinu fram eftir degi.

Basic er best! En það lýsir fatalínunni vel.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

LITLA LEYNIVERKEFNIÐ

LÍFIÐWORK

Það er búið að vera nóg að gera síðustu daga .. meira en nóg. Í gær sinnti ég hlutverki fyrirsætu í einn dag – en það er góð ástæða fyrir því.

11076055_10152796852207568_836761115_n

Loksins má ég segja ykkur frá leyniverkefni sem ég hef unnið að í nokkurn tíma.
Ég held að fyrsti undirbúnings fundur með fyrirtækinu hafi verið í janúar fyrir ári síðan, í tískuborginni París sem lá svo nálægt þáverandi heimili mínu. Mikið líður tíminn hratt!

Þið hafið eflaust einhver tekið eftir smá “tease-i” á samskiptamiðlum uppá síðkastið. Um er að ræða samstarfsverkefni við NTC sem snýr að fatalínu undir mínu nafni – Moss by Elísabet Gunnars.
Í hádeginu á föstudag munum við “launcha” línunni í verslun Galleri Sautján í Kringlunni og ég er orðin voða spennt.

11081387_10152796834652568_499591637_n11051284_10152796834632568_606928320_n11073510_10152796834617568_339229788_n 11079078_10152796834637568_178201841_n 11076128_10152796834627568_1432713774_n 11081657_10152796834592568_1935559671_n 11082698_10152796834597568_1120611249_n 11076068_10152796908112568_917132324_n11075325_10152796834607568_2034279582_n
Við skutum lookbook með Sögu snilling Sig sem lét mér líða eins og kvikmyndastjörnu – sú er fær í sínu fagi! Hlakka til að sýna ykkur afraksturinn. Ég var reyndar bara með gott fólk í kringum mig í tökunni og kem betur að þeim síðar. Þið sjáið hvað var gaman hér að ofan, bak við tjöldin.

Ég hvet ykkur til að fylgjast með á blogginu næstu daga. Ég mun halda ykkur upplýstum.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR