fbpx

FIMM DÖNSK FASJÓNTREND

FASHION WEEKMAGAZINETRENDWORK

17354721_10154568868032568_1469245938_n

Þetta er útsýnið í augnablikinu. Glamour skilaði sér loksins inn um lúguna og í þessum mánuði á ég þrjár síður í blaðinu. Síðurnar tvær á myndinni innihalda fimm dönsk fasjóntrend sem við megum búast við að sjá meira af í haust. Ég er strax byrjuð að taka þátt í mörgum þeirra en hettur og merktir bolir er eitthvað sem við sjáum í verslunum nú þegar.

glamour

Lesið um mína upplifun af tískuvikunni í Kaupmannahöfn – það mátti finna margar hliðstæður hjá hönnuðum sem sýndi mér betur hvað koma skal.

1. RAUTT
Dönsku hönnuðirnir eru sammála um að rautt sé litur haustsins. Rauðir skór voru áberandi og þá mátti sjá rautt frá toppi til táar í klæðaburði. By Malene Birger, Won Hundred, og Ganni sýndu öll stígvél í þessum eldheita rauða lit. Allt eru þetta merki sem sem fást í íslenskum verslunum.

2. STATEMENT T SHIRT
Kannski besti staðurinn til að koma skilaboðum á framfæri? Merktir stuttermabolir voru áberandi og mátti finna frá flestum hönnuðum. Þetta er trend sem einnig má finna í sumarlínum hönnuða og auðvelt er að taka þátt í. Það þarf ekki að kosta mikinn pening og getur verið nóg að gramsa eftir gömlum hljómsveitarbolum í geymslunni.

3. HETTUR
Hettupeysan hefur verið áberandi undanfarið og sú tíska virðist vera að ná hámarki. Hönnuðirnir sýndu okkur peysuna í ólíkum útfærslum á pöllunum en þetta var líka sú flík sem gestir tískuvikunnar klæddust hvað mest.
Klæðum hettupeysuna upp og niður eftir tilefnum, yfir rómantíska kjóla, undir kápuna sem við kaupum í yfirstærð eða eina og sér. Alveg pottþétt vinsælasta flík ársins!

4. VÍÐAR SKÁLMAR
Niðurþröngar skálmar hafa átt langan líftíma en nú fögnum við víðum skálmum og mittissniði. Malene Birger, Henrik Vibskov, Baum Pferdgarten eru dæmi um hönnuði sem sýndu eingöngu þetta snið í sínum línum. Það getur tekið tíma að venja sig við þessa breytingu og því þarf að sýna henni smá þolinmæði.

5. HLÉBARÐAMUNSTUR
Það er komið aftur, fyrr en okkur grunaði. Við bjóðum hlébarðamunstrið velkomið á ný. Við fegnum að sjá það í mismunandi myndum, t.d. í kjólum og yfirhöfnum. Oftast var það parað við látlausari liti. Trend sem mikilvægt er að para rétt saman að mati undiritaðrar.

 

//
I had three pages in the newest Glaomur Magazine in Iceland. I wrote about the main trends I saw on Copenhagen Fashion Week.
The top five fashion trends were:
The color RED, Statement T-shirts, Hoodies, Wide leg jeans and leopard pattern.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SVALA: LÚKK KVÖLDSINS

Skrifa Innlegg