MORGUNBLAÐIÐ: TÍSKA

FASHIONMAGAZINE
Hvað er í tísku í sumar?

Morgunblaðið gaf út sérstakt fylgirit sem leggur okkur línurnar um hvað koma skal í tísku og förðun í sumar. Hin glæsilega Saga Sig prýðir forsíðuna glæsilegu.

Ég var ein af álitsgjöfum sem situr fyrir svörum. Vert er að taka það fram að ég valdi ekki skóna, sundfötin og sólgleraugun sem sett eru meðfylgjandi í greininni en sundfötin mættu alveg verða mín þó skórnir og gleraugun séu ekki “minn stíll”.

Lesið viðtalið við mig í heild sinni hér að neðan en fleiri skemmtileg ráð í blaðinu: HÉR

Frábært framtak Morgunblaðsins og tilvalinn helgarlestur fyrir okkur öll.

Þegar Elísabet Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur og eigandi vefsíðunnar Trendnet.is, er beðin að lýsa stílnum sínum segir hún hann vera frekar mínimalískan, en þó með smá „twisti“. Þá segist hún eiga yfirhafnir í tonnatali, enda setji þær punktinn yfir i-ið þegar kemur að heildarútlitinu. Elísabet sat fyrir svörum, en hún er með puttann á púlsinum þegar kemur að sumartískunni.

Ég gæti vel hugsað mér að ganga í gallabuxum, stuttermabol og fallegum skóm alla daga, og skipta síðan bara um yfirhafnir. Það myndi auðvelda lífið mikið. Ég íhuga þetta,“ segir Elísabet kát, en hver skyldu nýjustu kaupin vera?

„Samsoe Samsoe stuttbuxur, röndóttur síðermabolur með stórum ermum úr Monki og dásamlegir eyrnalokkar sem hafa lengi verið á óskalista frá Soru Jewellery. Lokkana fékk ég hjá Hlín Reykdal úti á Granda.“

Elísabet segir að fátt vanti í fataskápinn, þótt hana langi að sjálfsögðu í ansi margt.

„Þessa dagana er ég að leita mér að strigaskóm fyrir sumarið. Ég er eitthvað hrifin af „old school“ Adidas og held að Gazelle Super verði fyrir valinu. Þetta úrval af strigaskóm er samt orðið bilað, og ekki svo auðvelt að velja. Ég mæli með www.nakedcp- h.com fyrir stelpur sem vilja skoða og pæla á netinu. Svo er Húrra Reykjavík með langmesta úrvalið á Íslandi,“ segir Elísabet, sem einnig er með á hreinu hvaða flík sé nauðsynleg fyrir sumarið.

 

„Hvít, stór skyrta úr léttu efni sem hægt er að dressa upp og niður eftir tilefnum. Þetta er hugmynd að góðum bloggpósti. Fylgist með á Trendnet þegar ég kem með nokkrar hugmyndir að skyrtum í mismunandi verðflokkum,“ bætir Elísabet við og kímir. „Svo eru auðvitað S-in þrjú mikilvægust; sundföt, striga- skór og sólgleraugu.“

Elísabet bætir þó við að hún sé ekki ýkja hrifin af sumartískunni, enda heilli hausttískan miklu frekar.

„Ef ég á að vera hreinskilin heillar hausttískan mig alltaf meira, fleiri lög af flíkum búa til skemmtilegra lúkk. Það sem heillar mig við sumarið er meira sálrænt,“ segir Elísabet. En er eitthvað sem hún myndi aldrei klæðast?

„Fyrir nokkrum árum sá ég ekki fyrir að við myndum grafa upp Buffalo-skóna í bráð. Önnur varð raunin og því hef ég lært að maður á aldrei að segja aldrei,“ segir Elísabet.

Sjálf viðurkennir Elísabet að hún hafi gert sek um fullt af tískumistökum í gegnum tíðina, þótt hún sé nú ekki að velta þeim mikið fyrir sér.

„Já, svo sannarlega, og fullt af þeim. En eins og einhver vitur maður sagði koma fleiri góðar ákvarðanir með reynslunni og reynslan kemur með slæmu ákvörðunum. Það er því ágætt að gera stundum mistök, þetta á auð- vitað ekki bara við um tísku.“

 

Elísabet er búsett í Svíþjóð en unnusti hennar, Gunnar Steinn Jónsson, spilar með sænska handknattleiksliðinu IFK Kristianstad. Íslenskir hönnuðir eru því í miklu uppáhaldi þessi dægrin.

,,Ég elska að klæðast íslenskum flíkum erlendis. Hildur Yeoman, 66°Norður, AndreA, iglo+indi á smáfólkið og svo framvegis. Einnig hrífst ég af hönnun Guðrúnar Helgu vinkonu minnar, sem er að gera það svo gott þessa dagana. Í hátískunni fell ég meira fyrir einstökum línum hönnuða hverju sinni. Frönsku tískuhúsin eru eiginlega alltaf með þetta, og get ég þar nefnt Saint Laurent og Isabell Marant sem mín uppáhalds. Ég hrífst líka af sænska merkinu Acne, danska merkinu Ganni og fleirum.”

Elísabet segist ekki eiga sér sérstaka tískufyrirmynd en hún fái þó innblástur frá smekklega fólkinu í kringum sig.

,,Það sem gefur mér mestan innblástur er þegar ég sit á góðu götuhorni og velti fyrir mér mannlífinu. Það er líka hægt að sitja fyrir framan tölvuna og fá innblástur af tískubloggum og samfélagsmiðlum. Sem sagt veitir alls konar fólk mér innblástur, og það er eitthvað við eldra fólk sem er með stíl eða vel klætt sem er í sérstöku uppáhaldi, “ segir Elísabet.

,,Ég hef síðan til dæmis fylgst með hinni sænsku Elinu Kling í mörg ár, hún er ,,basic” og flott og með viðskiptavit. Síðan mætti nefna Olsen-systurnar sem veittu mér kannski meiri innblástur þegar ég var yngri. Þær virðast alltaf vera með þetta þó að þær hafi verið minna áberandi undanfarið.”

Elísabet segir að það verði nóg að gera í sumar og margt skemmtilegt á dagskrá næstu mánuði.

,,Trendnet verður á tánum en þar er aldrei sumarfrí og því tilvalinn staður til að kíkja í heimsókn í sumarfríinu. Við fjölskyldan ætlum síðan að taka sumarfrí saman. Við byrjum á Íslandi, þar sem draumurinn er að njóta sveitasælunnar í góðu veðri. Síðan eru brúðkaup á dagskránni, en við maðurinn minn ætlum einnig að fagna tvöföldu þrítugsafmæli okkar með vinum. Þá er planið að keyra til Þýskalands þar sem við bjuggum, og reyna síðan að komast í örlitla afslöppun á Spáni áður en stutta handboltasumarfríið er búið.”

Takk fyrir mig, Morgunblaðið.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SANDALAR SUMARSINS?

SHOPTREND

English Version Below


Munum við allar klæðast loðnum sandölum í sumar? Miðað við áhugann sem ég hef fengið á mínum nýju skóm þá virðist allt benda til þess. Skórnir voru keyptir fyrir mig í London og eru frá merki sem ég þekki ekki til – DUNE.
AndreA Boutiqe mun vera með einhverja svipaða (betri segir hún) í sölu í vor og einnig frétti ég af sambærilegum sem eru væntanlegir í Focus eða GS skó. Það er því greinilegt að sama lúkk verður í boði í íslenskum verslunum þegar líða fer á vorið.

River Island, Céline, Puma x Rihanna, Asos og fleiri bjóða líka uppá skemmtilega kosti af þessu nýja trendi eins og sjá má á myndunum að neðan.

Inniskór fyrir veturinn, sandalar fyrir sumarið – ég hugsa að ég reyni að fá mér annað par. Mínir eru því miður ekki alveg nægilega þæginlegir.

//

I have had a lot of questions about my new fluffy sandals. They were bought for me in London and are from the brand DUNE, which I have never heard of before.

It seems like we will be seeing a lot for this trend soon – I collected some photos from different brands above. I am afraid that I will have to buy a new pair because mine are not comfy enough.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FIMM DÖNSK FASJÓNTREND

FASHION WEEKMAGAZINETRENDWORK

17354721_10154568868032568_1469245938_n

Þetta er útsýnið í augnablikinu. Glamour skilaði sér loksins inn um lúguna og í þessum mánuði á ég þrjár síður í blaðinu. Síðurnar tvær á myndinni innihalda fimm dönsk fasjóntrend sem við megum búast við að sjá meira af í haust. Ég er strax byrjuð að taka þátt í mörgum þeirra en hettur og merktir bolir er eitthvað sem við sjáum í verslunum nú þegar.

glamour

Lesið um mína upplifun af tískuvikunni í Kaupmannahöfn – það mátti finna margar hliðstæður hjá hönnuðum sem sýndi mér betur hvað koma skal.

1. RAUTT
Dönsku hönnuðirnir eru sammála um að rautt sé litur haustsins. Rauðir skór voru áberandi og þá mátti sjá rautt frá toppi til táar í klæðaburði. By Malene Birger, Won Hundred, og Ganni sýndu öll stígvél í þessum eldheita rauða lit. Allt eru þetta merki sem sem fást í íslenskum verslunum.

2. STATEMENT T SHIRT
Kannski besti staðurinn til að koma skilaboðum á framfæri? Merktir stuttermabolir voru áberandi og mátti finna frá flestum hönnuðum. Þetta er trend sem einnig má finna í sumarlínum hönnuða og auðvelt er að taka þátt í. Það þarf ekki að kosta mikinn pening og getur verið nóg að gramsa eftir gömlum hljómsveitarbolum í geymslunni.

3. HETTUR
Hettupeysan hefur verið áberandi undanfarið og sú tíska virðist vera að ná hámarki. Hönnuðirnir sýndu okkur peysuna í ólíkum útfærslum á pöllunum en þetta var líka sú flík sem gestir tískuvikunnar klæddust hvað mest.
Klæðum hettupeysuna upp og niður eftir tilefnum, yfir rómantíska kjóla, undir kápuna sem við kaupum í yfirstærð eða eina og sér. Alveg pottþétt vinsælasta flík ársins!

4. VÍÐAR SKÁLMAR
Niðurþröngar skálmar hafa átt langan líftíma en nú fögnum við víðum skálmum og mittissniði. Malene Birger, Henrik Vibskov, Baum Pferdgarten eru dæmi um hönnuði sem sýndu eingöngu þetta snið í sínum línum. Það getur tekið tíma að venja sig við þessa breytingu og því þarf að sýna henni smá þolinmæði.

5. HLÉBARÐAMUNSTUR
Það er komið aftur, fyrr en okkur grunaði. Við bjóðum hlébarðamunstrið velkomið á ný. Við fegnum að sjá það í mismunandi myndum, t.d. í kjólum og yfirhöfnum. Oftast var það parað við látlausari liti. Trend sem mikilvægt er að para rétt saman að mati undiritaðrar.

 

//
I had three pages in the newest Glaomur Magazine in Iceland. I wrote about the main trends I saw on Copenhagen Fashion Week.
The top five fashion trends were:
The color RED, Statement T-shirts, Hoodies, Wide leg jeans and leopard pattern.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HETTUPEYSUR VIÐ ALLT

FASHION WEEKTREND

English Version Below

Þegar Glamour spurði mig út í heitasta götutískutrendið í Kaupmannahöfn var ég ekki lengi að hugsa mig um. Hettupeysur eru svo sannarlega málið miðað við hvernig fólk klæddi sig á fremstu bekkjum tískuvikunnar. Þetta er flík sem hefur verið áberandi uppá síðkastið en heldur velli áfram miðað við það sem pallarnir sýndu. Það gleður mig að sjá að Andrea Röfn virðist vera sammála mér, en hún var hinn álitsgjafinn í þessari föstudags grein.

16467312_10155030985019485_1300376106_n
Hettupeysan hefur verið áberandi undanfarið og miðað við götustílinn á tískuvikunni þá virðist þetta trend vera að ná hámarki.

Smekklegir gestir klæddu peysurnar upp og niður, á mismunandi hátt og við mismunandi ólíkar flíkur sem var mjög áhugavert að sjá.
Það verða hettupeysur undir allt núna og fram á vor og árfam inní haustið.

img_1298

WoodWood // Húrra Reykjavík

bob123

BOB Reykjavík

top

Topshop

Kaup helgarinnar? Ég held það …  segi ég og skrifa í minni ágætu BOB peysu sem ég hef notað svo mikið síðustu mánuði, sú er í algjöru uppáhaldi.

Glamour er með vikulega fasjón síðu í Fréttablaðinu á föstudögum.

//

Glamour asked me about the most prominent street style trend at Copenhagen Fashion Week. I said hoodies. Everyone was wearing it and I love it. Now I am wearing mine from Bob Reykjavik – Check it out: HERE

xx,-EG.-

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

UPPHÁ STÍGVÉL: WANT

TÍSKAWANT

Þetta er eitt af trendum sem ég hélt að ég myndi aldrei falla fyrir, en svo er ekki! Ég er gjörsamlega fallin fyrir Over Knee Boots, eða uppháum stígvélum. Ég er lengi búin að vera leita mér af fullkomum stígvélum en um daginn fann ég stígvél sem ég er mjög hrifin af, en ég keypti þau af Asos.com en þau voru frá merkinu Missguided.

//Hér eru hugmyndir sem ég fann á Pinterest, hvernig hægt er að klæðast uppháum stígvélum, en ég mun sjálf setja inn outfit myndir af mér í nýju stígvélunum á næstunni.

x

b5f110c1ab3f1630795f1f0545a894ac 3a3e9242e1c33acc2e6c7b33159d8cb1 e94634abacb44b40dd43a0dbb6cde411

b920e064b4f6844298b40dd03834e885 0f960a20fd7b191d1dd5e911faa6867a Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
trendnet

ADIDAS ER INN

FASHIONTREND

English Version Below

14518251_10154099569512568_1361742689_n

Þetta er mynd frá því í morgun. Ég og Manu að gera okkur klár í daginn … bæði í Adidas Stan Smith skóm. Þessir eru með hörðum botni og litli maðurinn kann ekki alveg nógu vel á þá. Ég var því að panta mjúka frá sænskri netverslun – koma vonandi í vikunni.  Alba hefur átt nokkur pör og pabbinn líka en hann var smá trendsetter þegar hann hermdi eftir sjálfum Marc Jacobs á sínum tíma. Ég sagði ykkur “hér” árið 2013 að þetta gæti orðið næsta IT dæmið. Skemmtilegt að sjá að það gekk svo upp. 
Það má segja að þessi týpa séu fjölskylduskórnir á heimilinu í þessa dagana.

Adidas er INN og það fer ekki fram hjá nokkrum manni þessa dagana. Þýska merkið hefur sannarlega sótt í sig veðrið á tískusviði og nú má sjá Adidas útum allt hjá alls konar týpum. Ég á nokkrar flíkur frá merkinu en passa mig hér eins og annarsstaðar að taka þátt með hlédrægum hætti. Passið ykkur að “missa það ekki” í trendum – Adidas á adidas á adidas á adidas er ekki málið fyrir minn smekk.

Ég tók saman smekklegar myndir sem veita innblástur. Adidas fasjón fólk – gjörið þið svo vel –

//

My and my little baby boy are getting ready for the day, both wearing our Stan Smith’s. Now the whole family have a pair – the family shoes these days. I told you 3 years ago, when I saw Marc Jacobs wearing the shoes at a Coke Light event, that it could be the next IT item and it is fun to see that it became a fact.

Adidas has been growing fast the last years. The German sport brand has been breaking into the fashion world and it seems to be working. I have been wearing some items but it is not my style to wear Adidas on adidas on adidas …

Above you have some Adidas fashion – worn in a way that I like.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LEVIS VINTAGE

DRESSTREND

Auðvitað ákvað rigningin að láta sjá sig þegar við hjónleysin kíktum loksins út án barna eitt ágætt laugardagskvöld hér í sænska. Eins og sannur Íslendingur skyldi ég regnhlífina eftir heima og notaði því uppáhalds leðurjakkann sem hlíf yfir hárið – það má bjarga sér á ýmsa vegu. Laugardagslúkkið er frá því fyrir nokkrum vikum en vegna fjölda fyrirspurna um hvaðan þessar buxur væru ákvað ég að koma því að hér á blogginu.

14137722_10153986805332568_770128344_n

Buxur/Denim: Levis 501 , Toppur/Top: Zara, Leðurjakki/Biker: Moss by Elísabet Gunnars/gamall

Þessar svörtu Levis 501 gallabuxur eru nokkura ára gamlar í mínum fataskáp, frá frönsku árunum. Ég nota þær óspart þessa dagana og mun líklega nota þær enn meira þegar fer að kólna. Það er eitthvað sem er svo sjarmerandi við einfaldleikann í beina stutta sniðinu.
Nú leita ég að hinum fullkomnu í bláum lit. Ég á einar en þær eru ekki jafn góðar og þessar að ofan. Maður þarf að vera þolinmóður í leit sinni að hinu einu réttu því þær eru jafn ólíkar og úrvalið er mikið í góðum second hand búðum. Ég veit að Spútnik er með mikið úrval fyrir áhugasamar stúlkur á Íslandi.

 

463027c3b68947ba2779d25f607548c8
Þessar tískudívur veittu mér innblástur. Þær eru allar að vinna með sama lúkk og ég eeeelska það! Rétt upp hönd sem vill klæðast gallabuxum við allt í haust? Ég (!) ..

NYFW ss2015 day 2, outside Jason wu, Elin Kling 893f3fb8243c37d3a9d1967240937c34 d3fd463bf784f3510d79de3483f9d7e3 44b307d2336eb12c7467a5eabf6e29693e29e6a20454365c1d82756bebc53372  e16c79b189fc38fb7afa513bec809025 b9a013e5a95395712a67095c6a7142ed aa7c9ca2641869a9c7642068050302c6 e3eebdc05f3715bfc1a013320004bca5 60106279374e1a5d6a55683d7cd0e71a 2ce6c9b0dac80233c979eaf41d750a34 40144d8d1954afa3a5116cf2568b06bd 661d1d5e1949afb76362b9f2e3c36d63
//

Finally I had a date with my fiancé without children. We went out for a dinner and of course the rain wanted to join us.
This was my dress that night – I had a lot of questions about the pants, which are vintage Levi’s. You really have to look for the perfect ones in the second hand shops because the pass form is so different between pants.
Now I am looking for the perfect ones in blue. The ladies above have already found them – lucky you!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

Trend: Mattar varir!

Nýjungar í SnyrtivöruheiminumSmashboxTrendVarir

Varan sem ég skrifa um í þessari færslu fékk ég að gjöf, allt sem ég segi og skrifa er frá mér sjálfri og allt sagt af hreinskilni og einlægni.

Mattar varir hafa sjaldan verið jafn áberandi og nú, hjá mörgum snýst allt um að finna hinn fullkomna matta varalit sem gefur vörunum fallega áferð og smellpassar við skemmtileg tilefni. En þó matta varatrendið sé stórt þá er það aldrei stærra en varalitatrendið. Sannleikurinn er sá að það koma nýjir og nýjir varalitir með alls konar áferðum hjá snyrtivörumerkjum í hverri viku en nú er komin vara á markaðinn hér á Íslandi sem býður okkur uppá að matta hvaða varalit sem er án þess að breyta litnum!

En fáum fyrst smá innblástur í boði Pinterest fyrir möttum vörum…

Mattar varir eru það sem við erum að sjá á tískupöllunum á bloggum, á Instagram síðum og á Snapchat. Stundum er erfitt að nálgast fullt af litum sem eru bara ekki í boði hér á landi en með nýjunginni frá Smashbox getur þú skapað þinn eigin matta varalit – I LIKE!

mattarvarir2

Insta-Matte frá Smashbox

Þetta er vara sem kæmi mér ekkert á óvart að yrði bara svona instant hit vara sem margar konur verða að eignast. Þetta er nefninlega svo sniðugt að þið getið notað þetta yfir hvaða varalit sem er og hann verður bara mattur – þetta er svona eins og matt top coat fyrir varirnar.

Ég er með svakalegan varaþurrk… úff mig svíður stundum og sumir svona mattir litir þurrka mínar varir. Sem mér finnst voða leiðinlegt því ég er mjög hrifin af möttum vörum. En með þessum get ég verið með hvaða varalit sem er sem gefur mér næringu og sett mattandi gelið yfir og fengið matta áferð!

mattarvarir

Hér er ég með varalitinn Posy Pink frá Smashbox líka sem er með glansandi áferð, góðum pigmentum en meira svona glossy. Ég dúmpaði bara yfir varirnar Insta-Matte með fingrunum og hviss bamm búmm þær urðu mattar!

Mér finnst þetta mjög skemmtileg vara sem ég er búin að prófa síðustu vikur yfir ýmsa varaliti (virkar ekki yfir gloss) og viti menn þetta kemur bara virkilega vel út og meirað segja finnst mér liturinn endast betur á vörunum, það er bara eitthvað sem ég sjálf hef tekið eftir.

Virkilega flott TREND – vara! Hvernig lýst ykkur á mattar varir?

Erna Hrund

Ný augabrúnarútína

Makeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniSmashbox

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég annað hvort sendar sem sýnishorn eða sem jólagjöf. Ég skrifa um allt af hreinskilni og vil að þið getið treyst mínum skrifum.

Nýtt ár – nýjar augabrúnavörur! Árið 2015 var svo sannarlega ár augabrúnanna, ekki bara hjá sjálfri mér heldur hjá svo fjölmörgum öðrum. Allt í ein urðu augabrúnir að ómissandi fylgihlut sem margar gátu ekki farið úr húsi án þess að móta og skerpa á. Augabrúnanýjungar hafa held ég bara aldrei verið jafn margar og persónulega sankaði ég að mér alls konar vörum því að sjálfsögðu þá er engin eins ;)

Ég tók fyrir augabrúnapælingar, uppáhalds augabrúnavörurnar mínar frá síðasta ári ásamt sýnikennslu á nýjustu augabrúnavörurnar í snyrtibuddunni inná snapchat rásinni minni —> ernahrundrfj <— endilega fylgist með!

smashboxbrunir2

Vörurnar sem ég sýndi eru frá Smashbox, þetta er skrúfblýantur, púður og highlighter fyrir augabrúnirnar. Mér þykja vörurnar frá Smashbox alltaf mjög skemmtilegar, þær eru nýstárlegar og koma alltaf vel út. Vörurnar eru hannaðar í stúdíóum Smashbox og eru hannaðar með það umhverfi í huga – að þær skapi fallega ásýnd andlits fyrir myndatökur – hver vill ekki vera alltaf photo reddí í þessum blessaða heimi sem við lifum í ;)

Mig langaði að setja hér smá texta þar sem ég fer yfir augabrúnirnar mínar hér fyrir ofan og hvernig ég fór að því að ná þeim. Augabrúnirnar mínar eru fyrir mjög dökkar og frekar svona miklar, ég hvorki plokka né lita þó ég lagi nú stundum aðeins til svona á milli þeirra. En það sem ég þarf helst að gera er að ef ég vil móta þær og ekki hafa þær of  miklar þá ramma ég þær inn og svo þarf ég smá fyllingu. Hárin eru mjög dökk en húðin er mjög ljós svo þær eru stundum tómlegar og þá þykir mér alltaf gott að nota vöru eins og púðrið hér að neðan.

smashboxbrunir4

Brow Tech Shaping Powder frá Smashbox í litnum Dark Brown.

Ég byrjaði á því að móta útlínur augabrúnanna með skrúfblýantinum frá Smashbox sem þið sjáið hér neðar. Myndirnar eru kannski smá í vitlausri röð. En þegar ég hef rammað inn útlínur augabrúnanna og fyllt svona smá inní hér og þar þá greip ég í púðrið. Þetta er svona örmjór svampoddur sem er notaður til að bera þetta alveg matta og nánast hreina púður umhverfis augabrúnirnar. Það sem þessi svampur hefur fram yfir aðra svona sem ég hef notað er að han er oddmjór svo ég á auðveldara með að líka ramma inn augabrúnirnar með þessum. Ég gerði það líka hér bara til að skerpa enn frekar mótunina og ná að þykkja augabrúnirnar og þétta alveg frá rót háranna. Ég set lítinn sem engann lit alveg fremst í augabrúnirnar til að halda þeim náttúrulegum þar því ef ég geri of skarpt eða of dökkt þar þá verð ég mjög grimm og hvöss í framan – endilega hafið það í huga líka.

Þegar ég notað púðrið fyrst þá kom dáldið mikið uppúr en ef maður strýkur aðeins úr svampinum við fyrstu notkun þá kemur það í veg fyrir að það fari of mikið af formúlu á augabrúnirnar. Svo er líka alltaf betra að setja minna en meira því það er auðvelt að bæta við en aðeins mera vesen að draga úr.

smashboxbrunir3

Brow Tech Matte Pencil í litnum Taupe & Brow Tech Highlight í litnum Gold Shimmer frá Smashbox.

Hér fyrir ofan sjáið þið skrúfblýantinn – hann er þessi fyrir neðan sem er ekki í fókus ;). En hann er alveg mattur og það kemur alveg passlega mikið magn af lit. Munið að því fastar sem þið þrýstið blýantinum niður því meiri litur kemur og þvi lausar sem þið þrýstið því minni litur kemur. Alltaf gott að byrja að þrýsta laust þegar þið prófið fyrst til að átta ykkur betur á vörunni. Ég ramma inn útlínur augabrúnanna með þessum lit, ég byrja á að nota greiðuna til að greiða hárin upp, móta þannig undir augabrúninni, svo greiði ég hárin niður og móta aðeins fyrir ofan augabrúnina – ég móta aldrei alveg alla fyrir ofan bara ytri helminginn, frá boga og útí enda. Svo fylli ég smá inní með blýantinum og teikna nokkur hár þar sem ég þarf.

Næst setti ég svo púðrið á…

Svo er það highlighterinn virkilega skemmtileg vara! Ég setti hann undir bogann í augabrúnunum til að lyfta þeim upp og gefa húðinni ljóma. En þennan má líka nota inní augabrúnirnar til að setja smá strípur í hárin og lífga þannig aðeins uppá þær – ég þarf að prófa það næst. Svo fannst mér líka bara mjög fallegt að nota þennan í kringum augun, kemur mjög falleg gyllt áferð frá honum. Elska vörur sem má nota á fleiri en eina vegu!

smashboxbrunir5

Gleðilegt nýtt augabrúnaár!

Hvað ætli verði aðal trendið á nýju ári, ég ætla alla vega að giska á að highlighterinn muni endanlega sigra snyrtibuddur íslenskra kvenna – passið bara að setja ekki of mikið ;)

Erna Hrund