fbpx

TOPP FIMM Á DÖNSKU TÍSKUVIKUNNI

FASHIONFASHION WEEKFÓLKÍSLENSK HÖNNUN

Í fyrsta sinn í mörg ár fylgdist ég með tískuvikunni í Kaupmannahöfn úr fjarlægð. Margt vakti athygli mína og það kom mér á óvart hversu vel maður getur fylgst með í rauntíma þrátt fyrir að vera ekki á staðnum – takk tækni. Það er þó auðvitað ekki hægt að líkja því saman við að mæta og upplifa stemninguna. Hér að neðan hef ég tekið saman topplista af því sem vakti mest mínn áhuga. Lesið lengra og metið eftir ykkar smekk :)

GANNI x 66°NORÐUR

Þau gerðu það aftur! Íslenska Sjóklæðagerðin og danska hátískumerkið kynntu samstarfsflíkur í fjórða sinn á nýliðinni tískuviku í Kaupmannahöfn. Klárlega hápunktur hjá undirritaðri sem er mikill aðdáandi beggja merkjanna, en líka sérstakur aðdáandi þess þegar íslensku gengur vel erlendis. 66°Norður hefur svo sannarlega sannað vinsældir sínar á erlendri grundu. Eins og fyrri ár þá byggir samstarfið áfram á borgarstíl Ganni og arfleifð og þekkingu 66°Norður í útivistarfatnaði. Útkoman fer rábær og það verða ekki bara æstir Íslendingar sem munu bíða eftir þessu í sölu í haust.

66°Norður x GANNI FW23

Bráðlega megum við eiga von á samstarfsflíkum sem kynntar voru í ágúst, þar mætti ég eftirminnilega á spíttbát, komin 35 vikur á leið haha: LESTU HÉR

TENNISBOLTAR HJÁ BAUM UND PFERDGARTEN

Nokkrar tískuvikur í röð hef ég heimsótt sýningarherbergi BAUM UND PFERDGARTEN daginn eftir show. Ó hvað ég vildi að ég hefði verið í dönsku höfuðborginni þegar þessi lína var sýnd. Tennisþema … mig langar í boltaveskið.

BAUM UND PFERDGARTEN FW23

FYRIRSÆTAN SEM DRÓG DÚKINN Á EFTIR SÉR

(Di)vision sýndi fatalínuna “Dressed for Disaster” fyrir næsta haust. Lokalúkkið sprengdi netheima, ekki að ástæðulausu.
Ég elskaði sýninguna en er persónulega ekkert að tryllast yfir fatnaðinum sem henni fylgdi, ekki fyrir minn smekk. Þetta kemst því á listann fyrir frábæra hugmynd sem skilaði sér í gríðarlegri dreifingu á öllum miðlum.

 

OPNAÐI HJÁ OpéraSPORT

Það var hin fagra Isabella Lu Warburg sem opnaði sýninguna hjá OpéraSPORT … það er kannski ekki frásögu færandi fyrir alla nema fyrir þær sakir að þessi flotta fyrirsæta býr hér á Íslandi og kannski ekki margir sem vita það.

Haustlínan hjá Opera er svo næs og mig langar í alltof margar flíkur í minn fataskáp.
Ég hef verið fan frá fyrsta degi af þessu merki og fagnaði þegar Húrra Reykjavík hóf sölu á því fyrir um ári síðan.

 

OPÉRASport FW23

 

SAKS POTTS Á ALLA FJÖLSKYLDUNA

Veiii elska elska að Saks hafi sýnt fatalínu í fyrsta sinn á alla fjölskylduna. Er líka svo ánægð með ungu hönnuðina Cathrine Saks og Barböru Potts að fá það í gegn að sýna haustlínuna í tívolíinu þrátt fyrir að því sé lokað á þessum tíma árs – sýnir mér ákveðnina og áræðnina í þessum öflugu og hæfileikaríku konum. Saks Potts fæst í Andrá á Laugavegi.

Þetta og margt fleira vakti athygli mína – takk fyrir mig danska tískuvika, rafrænt að þessu sinni.

Hlakka til haustsins.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HRINGRÁS: dansverk til heiðurs kvenlíkamans

Skrifa Innlegg