NORR x 101

HOMESHOP

English version below

Við Gunni vorum svo heppin að ná að slá nokkrar flugur í einu höggi þegar við eyddum degi í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Eins og lesendur mínir vita þá er ég mjög hrifin af danska húsgagna merkinu Norr11 og sit einmitt í sófa frá þeim í þessum skrifuðu orðum. Nú hefur bæst í Norr11 fjölskylduna, systurmerkið 101 Copenhagen og að því tilefni var opnuð popup verslun á besta stað í Kaupmannahöfn (Købmagergade). Sýnin á bak við 101 Copenhagen er að skapa heim af fallegum fylgihlutum og ljósum með áherslu á hágæða handverk og tímalausa hönnun.

Merkinu var launchað í París á Maison & Objet hönnunarsýningunni og voru viðbrögðin svo góð að stór hluti af línunni er þegar uppseldur en sem betur fer er meira á leiðinni. 101 Copenhagen er væntanlegt á Hverfisgötuna í NORR11 í Nóvember.

Ég fékk þau hjá Norr11 til að segja mér aðeins meira um þessa nýju línu:

“101 Copenhagen er systurmerki NORR11 og mun leggja höfuð áherslu á fylgihluti og ljós og má segja að þetta séu þeir fylgihlutir sem okkur hafi þótt vanta með NORR11. Þó svo að merkið sé danskt og hönnuðirnir danskir sækir fyrsta línan innblástur víða að en annar hönnuðuna er menntaður í Japan og hinn hönnuðurinn sækir mikinn innblástur til Indónesíu. Það sem gerir línuna sérstaka er samspil ýmissa efna og sérstök nálgun á efnisval. Sem dæmi koma vasar úr sérmeðhöndluðu járni, ljós úr oxideruðu áli, ýmsar útgáfur af keramiki, viði, flaueli, leðri og fleira. Þó svo að allt séu þetta fylgihlutir gerðir með einhverjum ákveðnum tilgangi þá minna sumir hlutanna hreinlega á skúlptúr og gefa heimilinu eitthvað sérstakt.”

 

Gunnar Steinn og Magnús Berg –

Þetta ljós er efst á óskalista undiritaðrar –

Fer þessi hönnun mér vel? –

Magnús Berg CEO hjá Norr11. Í hillunni fyrir aftan hann má sjá helstu hluti frá 101 Copenhagen –

Þessir vasar heilluðu mig. Líta út eins og skúlptúr en gegna sínu hlutverki –

Borðlampi –

Fallegt og tímalaust –

Mig langar að drekka kaffi úr þessum bollum á morgnanna –


Svo bara eitt að lokum sem tengist 101 línunni ekki beint. Þessi væntanlegi Norr11 stóll!! Má hann plís verða minn? Bjútífúl!


//
One of my favorites, Norr11, just opened a pop-up shop downtown Copenhagen. We visited the shop last week and got to know their new sister-brand, 101 Copenhagen. It includes accessories for the home, lights and lamps – something that Norr11 was missing.

___

Ég biðst velvirðingar á gæðum myndanna sem eru allar upplýstar vegna þess að myndavélin var vitlaust stillt. Vonandi kemur það ekki að sök.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÚTSÝNIÐ: MYNDIR Á VEGGINN

HOMEÍSLENSK HÖNNUN

Ég heyrði einhverstaðar að heimili væri ekki orðið að heimili fyrr en búið væri að hengja myndir á veggina. Hvort eitthvað sé til í því veit ég ekki. Við fluttum í sænska húsið okkar fyrir 11 mánuðum og í gær fóru þrjár nýjar myndir upp á vegg. Mér þykir vænt um hverja fyrir sig og því var útsýnið yfir morgunbollanum aðeins fallegra og betra þennan daginn.

//

I heard that a home is not really a home unless you have something on the walls. Finally, after 11 months in our house, we put up 3 new photos on the wall. I really like all of them, you can see below where I got the items included in my view this morning.

ÚTSÝNIÐ:

Lampi: Sænskt Second Hand / Eriks Hjälpen
Sófi: Norr11
Mynd1: Cathrine Raben Davidsen
Mynd2: Áslaug Íris
Mynd3: By Garmi
Hilla: String
Púði: Not Knot
Teppi: TAKK Home
Ljóst borð: HAY – fæst t.d. í Epal
Dökkt borð: Netto (ótrúlegt en satt!)
Vasi: Finnsdottir – fæst t.d. hjá Snúrunni
Blóm í vasa: Beint úr garðinum
Stóll: Sænskt Second Hand / Myrorna
Kaffibolli: Royal Copenhagen
Tímarit: Glamour Iceland

Við Gunni keyptum þessa í Gautaborg á dögunum
Laying on of Hands – Cathrinera Bendavidsen

Afmælisgjöf frá vinkonum mínum – Áslaug Íris

Skissumyndir heilla mig.
Holding on – By Garmi

 

Í dag er sunnudagur og mæðradagur. Til hamingju allar mömmur.  Njótið vel og mikið!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KÆRI JÓLASVEINN

HOMELANGARSHOPSMÁFÓLKIÐ

English Version Belowimage1

Ég verð að byrja þennan póst á að hrósa eiginmönnum og kærustum lesenda minna. Það hafa nokkrir sent mér skilaboð og beðið um jólagjafahugmyndir fyrir konurnar sínar og ég kann að meta að þeir biðji mig um ráð – vei (!)

Hér að neðan hef ég tekið saman nokkra ólíka lista – “fyrir hana” , “fyrir hann” , “fyrir smáfólkið” og “fyrir heimilið”. Eitthvað fyrir alla! Vonandi kemur þetta að góðum notum síðustu vikuna fyrir jólin. Tíminn flýgur … það er í alvöru aðeins ein vika til jóla. Dásamlegt…

Kæri jólasveinn! Þetta er á óskalista fyrir mig og mín. Allt vörur frá íslenskum verslunum.

jol

Sloppur: F&F, Peysa: WoodWood/Húrra Reykjavik, Nærföt: Lindex, Skór: Bianco, Blússa: Stine Goya/Geysir, Ullasokkar: 66°Norður, Hanskar: Gallerí 17

 

alba

Náttkjóll: Name it, Húfa: 66°Norður, Bók: Rúnar Góði/Hagkaup, Pils: iglo+indi, Spegill: Snúran, Mús í boxi/Petit.is, Bakpoki: Fjällravän/Mount Hekla, Heyrnaskjól: Lindex

gm__

Platkat: Playtype/Norr11, Náttföt: Mini A Ture/BiumBium Store, Úlpa: 66°Norður, Baukur: Tulipop/Hrím, M ljósaskyldi: Petit.is, Púðar: OYOY/Snúran.is, Peysa. iglo+indi, Peysa: As We Grow, Buxur: Lindex

hanngj

Myndavél: Canon G7X/Nýherji, Bolli: Revol/Rekstrarvörur, Úlpa: 66°Norður, Leðurveski: WoodWood/Húrra Reykjavik, Bolur: Bob Reykjavik/Húrra Reykjavik, Rakspíri: Calvin Klein/Hagkaup, Skór: Nike/Húrra Reykjavik, Peysa: Bahns

 

 

heima

 

Diskur: Royal Copenhagen/Líf og List, Vasi: Norr11, Saltskrúbbur: Angan/Heilsuhúsið, Rúmföt: SemiBasic/Snúran.is, Kollur: Fuzzy/Epal, Kaffikanna: Chemex/Te&Kaffi, Kerti: Völuspá/MAIA, Leðurpúði: AndreA Boutiqe, Rúmteppi: Takk Home/Snúran

//

Dear Santa – this is what I want for Christmas…

I made some wishlist to help my readers out with the last minute Christmas shopping. All the products are from Icelandic shops.


Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

TAKK TAKK HOME

FRÉTTIRHOMEÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Á dögunum eignaðist ég fallegt handklæði úr hönnun TAKK Home. Hér að neðan er sonurinn minn umvafinn því eftir sunnudagsbaðið fyrr í kvöld.

img_8924

Persónulega hef ég aldrei átt eins fallegt handklæði og ég er því alveg í skýjunum með þessa fínu viðbót inn á baðherbergið.
TAKK Home er ný íslensk hönnun tveggja kvenna, Ollu og Drafnar, sem hafa skapað gæðavöru sem ég kann vel að meta.
Megináhersla hönnunarinnar er einfaldleiki, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfið.
Þessi tyrknesku handklæði er þeirra fyrsta vara. Þau koma í nokkrum stærðum og gerðum en ætla mætti að stærri gerðin sé heldur hið fallegasta teppi eins og sjá má á myndinni.

100x180_haf_zebra_black-i_stafla_grande100x180_deniz_diamond_grey-_i_stafla_1024x1024100x180_hav_zebra_grey-_i_stafla_grande

Það verður gaman að fylgjast með TAKK Home vaxa og dafna næstu árin. Hef trú á því að merkið eigi eftir að hitta í mark hjá fleirum en mér. Nú þegar má finna hönnunina í mörgum betri verslunum, meðal annars í Epal og Snúrunni.

Áfram íslensk hönnun! Meira: HÉR

//

I am so happy with my new Turkish towels from the Icelandic label TAKK Home. 
The brand is new and the towels are their first products. I have a good feeling about this and look forward to see them grow.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

The World

HOMESHOPSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Ég hef sjaldan fengið jafn mikið af fyrirspurnum úr ólíkum áttum eftir að ég birti þessa mynd á Instagram í gærmorgun. Fólk (mömmur) virðast hrífast af þessari ágætu heims-mottu og er ég þar sammála, hún er æðisleg. Ég ætlaði ekki endilega að blogga um hana en kemst nú eiginlega ekki upp með annað.

Mottan er frá danska merkinu OYOY og mér finnst hún henta vel á okkar heimili þar sem við fjölskyldan lifum þessu flökkulífi hér og þar um heiminn.

Ég las að landakortið er unnið í samvinnu við WWF samtökin og þvi rennur hluti af hverri seldri mottu til að bjarga ísbjörnum. Það var nú ekkert sem hjálpaði til við að sannfæra mig, en gaman að segja frá því.

01 14445772_10154076032087568_848628299_n14463763_10154076032152568_1356008488_n

Svona eru allir mínir morgnar þessa dagana. Kaffibollinn tekinn á stofugólfinu með lítinn mola fyrir framan mig. Við búum á tveimur hæðum og ég leyfi mottunni að vera á gólfinu niðri í stofu þó planið hafi verið í upphafi að hafa hana inni hjá Manuel. Hér finnst mér hún búa til fallegra leikrými og hentar því vel til að afmarka hans rými á neðri hæðinni.

Frá OYOY.
Á Íslandi fæst það í Snúrunni.

//

Many of you have asked for this World-carpet that I posted on Instagram yesterday. It is from the danish label OYOY and we love it in our home here in Sweeden.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR: ELDHÚS

HOMEINSPIRATION

Góðan sunnudaginn … þessi póstur er skrifaður í beinni með heitan kaffibolla við hönd. Útsýnið er þó aldeilis ekki eins og myndirnar að neðan. Hér sit ég í garðskálanum heima hjá mér þar sem við höfum eytt heldur miklum tíma síðustu tvær vikur eða síðan að við fluttum í þetta gamla sænska (og sjarmerandi) hús hér í Kristianstad. Fyrir innan skálann er allt á hvolfi og ég anda inn og út og hugsa til þess hversu fínt þetta verður hjá okkur… einhvertíman. Ég er reyndar svo lánssöm að þekkja besta smiðinn á Íslandi sem er tengdapabbi minn. Hann hefur hjálpað okkur heilan helling að gera og græja en hann er einmitt að pússa veggina í eldhúsinu mínu í þessum töluðu. Við hefðum aldrei farið út í þetta verkefni án hans.

Þó ég eigi ekkert eldhús, þá er ég samt komin með nettengingu og Pinterest er uppáhalds síðan mín þessa dagana. Ég reyni að hoppa inná einhverjar af myndunum hér að neðan þangað til ég get fært mig yfir þröskuldinn í sambærilegt útsýni hér heima einn daginn. Svona legg ég mitt af mörkum – ég sé um hugmyndavinnuna og þið fáið að njóta góðs af því. Sunnudags innblástur dagsins er tekinn úr “Eldhús” möppunni á desktopinu –

1b0aad74c563e363592309003a741f0f 3e083ee82027cea73305758602f0446c 7f5bc0277a41e2090c96a534156ebfb8 7f89b9b44d30bb4dc9beebdc0f2b63ae-1 12e5cec9902c1a32d068a3def01b3888 27b202f1145117580dd05c41f708fbf7 65bbb2e111564866e3aa4fa7a0d681d6 74d894cb396d65f678fe2e693cad525b 86f44b6982d442dcbca6a58ce32b1651 19778b2a8cf7c51c6968075136c40e68 a7b5b5914114be664bba42c8df6098eb bb0135c1d91a6e2125cfdf4a2a7707ad c17e41b63aa6c2f4eff9b79226548d42 c2925c1b8a33971c37441949ccfde155 cc1b4644043834ef05246e314ccb42f8 f64b5cc33dcaec04e4752239161f4ea4 SFD3F56350E7E724D4EA137EC0E35F51EED

//
I am writing this post from my garden house. I am almost living there for the moment because we are renovating our new (but very old) house in Sweden. My kitchen is in the making so in the meanwhile I try to jump into the pictures above.
I can’t wait to have the quality moments when everything will be ready – some day!

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ERTU Á LEIÐ Í BRÚÐKAUP?

HOMESHOP

 

UPPFÆRT

Nú hef ég valið brúðargjöf fyrir tvo lesendur í samstarfi við Hrím.

Nr.3 – Bomedo plakat og Nr. 5 –  Chasseur pottur  eru þær vörur sem dregnar voru út af handahófi …

Með hjálp random.org fékk ég upp nöfnin:

Heiðrún Arnsteinsdóttir

 sem nú má byrja að elda með útsýni á fallegan drauma pott
&
Ragnheiður Braga Geirsdóttir sem fær kampavínsflösku á vegginn hjá sér – hið vinsæla Bomedo plakat

Takk allir sem tóku þátt. Frekari upplýsingar má nálgast á eg@trendnet.is –

 

13695101_10153885809517568_1896905712_n-1

Auðvitað finnur maður alltaf eitthvað fyrir sjálfan sig í gjafarleiðangri – fallegar brillur í orange lit.

13689655_10153885809482568_595746030_n-1

Ég kíkti í heimsókn í verslun Hrím í Kringlunni og leitaði þar eftir gjöf fyrir brúðkaup sem ég er boðin í um helgina. Ég átti mjög bágt með að velja og fór reyndar tómhent út í þetta skiptið. Nú sit ég með morgunbollann og skoða netverslunina og reyni að taka ákvörðun um hvaða vörur henta best að þessu sinni. Það er nefnilega erfitt að kaupa brúðargjafir, það fer eftir brúðhjónum hverju sinni og þessi á laugardaginn láta mig finna fyrir því …

Mér datt í hug að fleiri séu í sömu hugleiðingum? Brúðkaup framundan? Í samstarfi við Hrím fékk ég að velja nokkrar kauphugmyndir sem mér finnst henta í pakkann. Hugmyndirnar eru ólíkar en hver og ein einstök á sinn hátt. Það sem er skemmtilegast er að ég má gefa tveimu heppnum sitthvora gjöfina bara fyrir það eitt að þið nefnið ykkar helstu óskir.

Hvað óskar þú þér í brúðargjöf? Þó þú sért mögulega ekkert á leiðinni upp að altarinu alveg strax… Hjálpið mér að finna hina einu réttu gjöf með því að smella ykkar óskum í kommentakerfið (í fleirtölu fyrir meiri möguleika á að vera dregin út) –

2

 

1. Arne Jakobsen Vatnskarafla
2. Íslenskur svartur krummi
3. Bomedo plakat – kampavíns flaska
4. Stelton kaffikanna í koparlit
5. Chasseur Casserole pottur
6. Diskamotta – korkur með hvítu mynstri 
7. Ferm Living brass salatáhöld

1

8.  Ratzer ullarteppi
9.  Arne Jacobsen espressobollar
10. Bloomingville eldhúsvog
11. Baumalu kopar panna
12. Hybrid Isaura diskur
13. SMEG brauðrist
14. Viskastykki

Það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á að fá “brúðargjöf” –

1. Skrifa komment á þessa færslu með þeim númerum sem heilla ykkur hér að ofan
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri.
3. Líkar ekki öllum við Elisabetgunnars á Facebook? (ekki skylda til að taka þátt)

Ég dreg út vinningshafa á miðvikudag (20.07.16)

xx,-EG-.

W LCOME TO THE C TY OF CH MPIONS

HOMESHOP

English version below

Ég var fljót að gera mér ferð á Hverfisgötuna þegar ég sá að Norr11 voru byrjuð að selja nýtt merki í verslun sinni – Playtype.
Welcome to the City of Champions hefur lengi verið á óskalista og nú er það mitt!
Það er svo skemmtileg tilviljun að ég ætlaði einmitt að blogga um þetta tiltekna plakat fyrr í vor og var því með tilbúna möppu í tölvunni með innblásturs myndum sem tileinkaðar voru því bloggi.

IMG_9705

 

Playtype er dönsk hönnun og er upprunalega netverslun sem hannar og selur leturgerðir. Í framhaldinu hefur merkið síðan komið vörum á markað sem einkennast af þessum leturgerðum. Það má finna margt áhugavert á síðunni þeirra og vinsælustu vörurnar eru líklega bollarnir, bækurnar og plakötin.

Þó maður sé ekki vanur að hugsa of mikið um leturgerð þá sýnir það sig að hún gerir ótrúlega mikið fyrir texta og bókstafi.

SFD8DE4AB5BB4A94F94B134017E7EE03B0F71d53ff113e00b176fede8f1eb37f367 746240209812723902_66dad2b64a53  SFD10B8D4F3E0D643F4A032CE400FA373EB8408ffd5c3c8505cfd3a1b8bdf26cee7-1

 

Eftir að hafa skoðað merkið betur á netinu er ég nokkuð spennt fyrir g og M til að hafa í barnaherbergi Gunnars Manuels.

//

The Norr11 shop in Iceland are presenting new brand in their store, the danish font designer Playtype.
I have followed the brand the last months after this poster got me on pinterest – Welcome to the city of champions. Now it’s mine!
I am also wandering if I should buy g and M for my little Gunnar Manuel to decorate his room.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

NÝTT HEIMILI ASHLEY OLSEN

FÓLKHOMEINSPIRATION

English Version Below

Tommy Hilfiger Fall 2010 Fashion Show - Backstage

 

Á þessum ágæta sunnudegi hef ég ákveðið að kíkja í heimsókn hingað – á nýtt heimili Ashley Olsen sem eitt sinn var listasafn. Er það ekki það sem við gerum á sunnudögum? Förum á söfn? ;)

Innblástur dagsins ….

 

outside-DQgrfQPFTAilROCckOIZYA-1
Gullfalleg bygging í miðri New York borg –

03-ashley-olsen-home-pictures-0504-courtesy-streeteasy-2
Hátt til lofts og súlur sem setja punktinn yfir i-ið –

04-ashley-olsen-home-pictures-0504-courtesy-streeteasy-2 05-ashley-olsen-home-pictures-0504-courtesy-streeteasy-1

Hér má halda eldhúspartý!

06-ashley-olsen-home-pictures-0504-courtesy-streeteasy-1 07-ashley-olsen-home-pictures-0504-courtesy-streeteasy-2 08-ashley-olsen-home-pictures-0504-courtesy-streeteasy-2

Gullfallega baðherbergi!

09-ashley-olsen-home-pictures-0504-courtesy-streeteasy-2

Í draumum mínum myndi ég vilja festa kaup á sambærilegri eign (!) en þessi kostar 9.8 million dollara svo ég held mig bara við draumórana í bili. Og ykkur er velkomið að vera þar með mér.

//

Ashley Olsen’s Brand New $9.8 Million (!) New York Apartment is my sunday inspiration. It used to be a museum and on sundays we go to a museum dont we?  Dream home ..

Gleðilegan sunnudag !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

101 REYKJAVIK

HOMEÍSLENSK HÖNNUN

English version below

Ein af betri jólagjöfum ársins hefur verið hengd uppá vegg hér í þýska. Þó ég búi vissulega langt frá Reykjavík þá á ég þar íbúð sem ég vonast til að geta notað meira næstu árin. Götuheitið sést á þessu korti og það gleður að hafa það nálægt sér í útlöndunum.
Stílhreint og fallegt á vegg.

IMG_0955IMG_1229

Ég hlakka til að rölta þessar götur með vorinu, elsku sjarmerandi Reykjavíkurborg.
Frá: Reykjavik Posters / Fæst: Epal, Snúran

//

This picture was one of my christmas gifts this year. I have Reykjavik in my heart though I live overseas. Now I can watch this clean poster in my home here in Germany. From Reykjavik Posters

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR