fbpx

SÓFAKARTÖFLUR Á COVID TÍMUM

HOME

Sófa season … útaf dálitlu? Við höfum flest átt allt of margar stundir með rassinn fastan við húsgögnin heima hjá okkur síðustu misserin. Undirrituð er eins og margir löngu komin með leið á þessu langa ástandi í heiminum, en .. held áfram að reyna að vera jákvæð á að þetta taki nú brátt enda, það hlýtur að vera.

Sófablæti hefur aldrei verið meira við hæfi … góða helgi sem sófakartöflur enn einu sinni? Væri meira næs í fallegri sófa. Hér eru nokkrir á draumalistanum.

TOGO

Er ekki um að gera að byrja þetta á Togo. Sá eini sanni hefur orðið innblástur fyrir margt sem á eftir hefur komið í tísku og trendum. Togo sófinn var fyrst sýndur á húsgagnasýningunni Expo í París árið 1973 og hefur frá því þá hoppað upp á yfirborðið reglulega. Síðustu misserin hefur Togo togað sig inn í tiskusenuna þar sem marga dreymir um að eignast allavega smá í þessari fallegu hönnun sem í dag er hægt að kaupa í nokkrum stærðum.

 

Mario Bellini Camaleonda

Þetta er sófinn sem við sjáum út um allt á samfélagsmiðlum, stóru skandinavísku áhrifavaldarnir Emili Sindlev og Pernille Teisbaek eru dæmi um sölumenn sófans á Instagram en þær velja hann báðar inn á fallegu dönsku heimili sín sem sjást mikið í mynd fyrir tug þúsundir áhorfenda dag hvern.

Í Bandaríkjunum hefur svo kokkurinn og módelið Chrissy Teigen tryllt líðinn, sem dæmi. Eins velja Marc Jacobs og Stella Mcartney sófann í áberandi litum í New York verslanir sínar, sem er nokkuð góð auglýsing.

Þó Camaleonda sófinn sé í algjöru hæpi núna á Covid tímum þá varð hann til 1972 þegar Ítalinn Mario Bellini sýndi hann fyrst.

Bubblu lúkk sem lokkar mig og fleiri til sín –

 

STUDIO sófi NORR11

Ég heimsótti sýningarherbergi Norr11 í Kaupmannahöfn þar sem nýji STUDIO sófinn þeirra heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum. Hægt er að kaupa sófann í nokkrum pörtum, sem hentar einkar vel til að allir geti notið hans. Ég er mikill Norr11 fan og finnst flest on point úr þeirra smiðju. Elska t.d. ennþá gamlan góðan sófa sem við eigum mjög mikið, sem við keyptum fyrir mörgum árum, sá er þó allt öðruvísi en þessi að ofan.

70s innblástur sem samt nær að halda í minimaliskt lúkk – svo hrifin! .. en hvítur sófi með börn? Ætli ég þyrfti ekki að velja mér annan lit. Það er hægt að panta Studio sófann í fullt af efnum og litum.

 

 

SJÖSTRAND SÓFINN

Nýja Sjöstrand kaffirýmið okkar á Hólmaslóð keypti sér nýjan sófa sem hefur verið vinsæll á Intagram hjá mér þegar hann laumar sér á mynd. Um er að ræða Kelly sófa úr versluninni Heimili og Hugmyndir. Mjög notalegur og fer rýminu vel.

HAY

Meira minimaliskt sem ég er líka hrifin af eru einstöku sófarnir frá HAY sem virðast ekki detta “úr tísku” heldur lifa vel og lengi.

 

Þessa dagana er ég með augun opin fyrir þægilegum (en fallegum) sófa í sjónvarpskrókinn á nýja heimilinu okkar. Hvort það verði eitthvað af þessum að ofan eða eitthvað allt annað kemur í ljós. Valkvíði fyrir stórum kaupum –  en samt snýst þetta bara um að taka ákvörðun og standa með henni.

Vonandi höfðuð þið ánægju af  upptalningunni sem hefði getað verið lengri því það er ansi mikið úrvalið.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FYRSTI DAGUR ÁRSINS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1