INTERIOR INNBLÁSTUR: ELDHÚS

HUGMYNDIRINNBLÁSTURINTERIOR

Ég er nokkuð viss um að framtíðar eldhúsið mitt verði að hafa hvítar flísar, plöntur, við & marmara! Hér eru nokkur drauma eldhús sem ég fann á Pinterest!

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

img_9863

INNBLÁSTUR FYRIR HEIMILIÐ: MOTTUR

INNBLÁSTURINTERIOR

Ég er mikið fyrir fallegar og stílhreinar mottur. Ég er með eina stóra mottu inní hjá mér sem nær yfir allt golfið en hún heitir Lappljung Ruta & hún er úr IKEA að sjálfsögðu. Mottuna er ég búin að eiga lengi & ekki enn komin með leið á henni enda finnst mér hún mikilvæg fyrir herbergið.

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamaggaimg_9863

MINIMALÍSK JÓL:

INTERIOR

Ég er mjög hrifin af stílhreinum & minimalískum skreytingum. Að skreyta með hvítum, silfur, grænum & svörtum litum um jólin er ég virkilega hrifin af. Mér finnst þeir litir einstaklega fallegir & þá sérstaklega á jólatrénu.

Mér persónulega finnst fallegra að hafa einfaldar & stílhreinar skreytingar í stað þess að blanda fullt af litum saman & fleira.

Hér eru myndir af fallegum stílhreinum jólum sem ég fann á Pinterest.

x
0e6be0f1729ad3d5ace25d8c9917fdf5 59cf58a5ad64fcd5fc2e930245b0b328 172c77569a7b9848afaec89a7fddcb3a 839fb723eca5c30e435878c86e87cc18 993977a32b29c44626ce1c723527b780 a09288e303d4b7f77c5b71df04f78b68 c9c62baf893b8c3a70dceeb4ee98518aEndilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

TAKK TAKK HOME

FRÉTTIRHOMEÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Á dögunum eignaðist ég fallegt handklæði úr hönnun TAKK Home. Hér að neðan er sonurinn minn umvafinn því eftir sunnudagsbaðið fyrr í kvöld.

img_8924

Persónulega hef ég aldrei átt eins fallegt handklæði og ég er því alveg í skýjunum með þessa fínu viðbót inn á baðherbergið.
TAKK Home er ný íslensk hönnun tveggja kvenna, Ollu og Drafnar, sem hafa skapað gæðavöru sem ég kann vel að meta.
Megináhersla hönnunarinnar er einfaldleiki, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfið.
Þessi tyrknesku handklæði er þeirra fyrsta vara. Þau koma í nokkrum stærðum og gerðum en ætla mætti að stærri gerðin sé heldur hið fallegasta teppi eins og sjá má á myndinni.

100x180_haf_zebra_black-i_stafla_grande100x180_deniz_diamond_grey-_i_stafla_1024x1024100x180_hav_zebra_grey-_i_stafla_grande

Það verður gaman að fylgjast með TAKK Home vaxa og dafna næstu árin. Hef trú á því að merkið eigi eftir að hitta í mark hjá fleirum en mér. Nú þegar má finna hönnunina í mörgum betri verslunum, meðal annars í Epal og Snúrunni.

Áfram íslensk hönnun! Meira: HÉR

//

I am so happy with my new Turkish towels from the Icelandic label TAKK Home. 
The brand is new and the towels are their first products. I have a good feeling about this and look forward to see them grow.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMILI FULLT AF HÖNNUN

Heimili

Hér má sjá heimili sem er pakkað af öllu því sem skandinavískur stíll stendur fyrir, stílhreint, bjart og með fallega hönnun í hverju horni. Hay, Ferm Living, Ikea og Muuto svo fáein séu nefnd, þarna má einnig finna íslenska hönnun, Notknot púðann sjálfan sem framleiddur er af Design House Stockholm fyrir erlendan markað og er alltaf jafn fallegur. Mögulega dálítið eins og sýningarrými í vel uppstilltri verslun en þetta heimili var einmitt stíliserað fyrir fasteignasöluna Bjurfors. Í slíkum tilfellum fer ég meira að skoða hlutina en heildina og þarna rek ég augun í fallega stundarglasið frá Hay ásamt ballerínu myndinni eftir ljósmyndarann Vanessu Paxton, sjá hér. Ein góð vinkona mín er með þá mynd upp á vegg hjá sér og ég dáist alltaf af henni svo falleg.

a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-02 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-03 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-04 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-05 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-06 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-07 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-08 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-10 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-11 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-12
Myndir via Bjurfors

skrift2

INTERIOR INNBLÁSTUR: BLEIKUR DAGUR

INNBLÁSTURINTERIOR

Í dag er hinn árlegi bleiki dagur – á þessum degi hvetur Krabbameinsfélagið fólk til að klæðast bleiku til að styðja átakið sem sett er hvert ár í október, nú til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Í tilefni dagsins ákvað ég að henda í bleikan innblástur fyrir heimilið.

Ég er mjög hrifin af bleikum og þá sérstaklega fyrir heimilið. Liturinn er líflegur & gleður augað. Ég er sjálf byrjuð að safna fallegum hlutum inn í herbergið í litnum. Ég er einnig mjög hrifin af því að blanda bleikum við gráan lit, en það sjáið þið á myndum hér að neðan.

Myndirnar fann ég á Pinterest.

Góða helgi!

x

7f22badbf253a1a6c8c8ba13f9bdd2e4

71410fb6c1c4ce29dc62a7846b6b13e9 10c608a539d3ed2beb924c8c12c93545 a193809b4cce04f25338167b7e3c6e8d 7f8d786ba73108f9521b5b7120474222 72d281f3f93fc7672a1a86ab25f5485c47ccc9e5548900c8dfb1ced1214da326
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamaggatrendnet

NÝTT Í HERBERGIÐ:

INTERIORNEW IN

Ég fór í Ilva um daginn að skoða. Ég var svo heppin að það var akkurat 30% afsláttur af völdum vörum. Ég fann þessa fallegu mynd & alveg kolféll fyrir henni. Myndin er seld í nokkrum litum en ég ákvað að fá mér hana í nude. Einnig keypti ég mér kerti fyrir veturinn sem ilmar alveg eins og jólin eða svona kanil lykt af því.

x

e b a dja   Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
trendnet

DAGATÖL FYRIR HEIMILIÐ:

INNBLÁSTURINTERIORINTERIORWANT

ja2Upp á síðkastið hef ég verið rosalega hrifin af dagatölum. Mér finnst mjög þæginlegt að skipuleggja dagana mína. Ég er með dagatal í símanum sem ég nota alltaf, en mér langar hinsvegar að fá mér eitt fallegt dagatal sem skraut í herbergið. Ég var að pæla að kaupa mér eitthvað fallegt dagatal & setja það síðan inn í ramma & hafa það sem skraut.

Hér eru nokkrar hugmyndir sem ég fann á Pinterest sem ég er mjög hrifin af.

Hægt er að kaupa falleg dagatöl í Snúrunni & inn á mamaisonblanche.cz & snugonline.bigcartel.com.

Góða helgi. 

x

1db7eb13b500054d1fba69848b57cf37 4a5444b0b740054671441c1077bc8400 370283694d7c089652c7babc2c4f00acja899b3c4bd136c979515fe8f658e714dc

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

sigridurr3

Á sunnudagskvöldi…

FallegtLífið Mitt

Dreymir mig um rúmið mitt. Ég fer að skríða uppí eftir smástund og vonandi mun mig dreyma um þessa yndislegu helgi sem er að baki okkar fjölskyldunnar. Ég nýt þess að vera mamma um helgar, þegar Tumi fæddist ákvað ég að reyna að komast hjá því sem mest að vinna um helgar og meirað segja er ég lítið sem ekkert að stressa mig á því að vera að blogga – vona að þið fyrirgefið ;) Það að fá að njóta mín sem mamma í frítímanum er að gera það að verkum að ég er miklu meira fókuseruð í vinnunni og set mér frekar markmið í hverri viku, þetta ætla ég að gera og klára, og það geri ég. Þá næ ég að slaka meira á og njóta – ég vona einmitt líka að þið munið eftir því núna þegar desember er að koma – NJÓTIÐ!

En eitt af því sem er skilyrði fyrir því að ég nái að nýta vikurnar vel er góður svefn. Ég veit ég er nú með einn lítinn sem vaknar enn á nóttunni til að drekka en á milli þess verð ég að ná að slaka á og vitið þið það gengur stundum ekkert alltof vel. Ég ákvað þó í dag í IKEA ferð dagsins að dekra aðeins við rúmið og gefa því ný sængurver sem eru nú komin á og bíða eftir mér og mínum. Ég held ég þurfi nú aðeins að eyða meiri tíma í að dekra við svefnherbergið mitt og gera það meira að griðarstað en nú inniheldur það bara óheyrilegt magn af snyrtivörum…

Ef ég ætti tíma núna í kvöld, já og orku ef útí það er farið, þá myndi ég vilja umbreyta mínu herbergi í takt við myndirnar hér sem fundust á Pinterest flakki dagsins…

af4fb3bb43a8c3a0a29ddb46b5626ed1 d3ff919f4cb730ced6ef35772e9bf362 be62d6c3b58819450e917427f5389015 080c95c5f8cf8ec154e96cb26b660edd 5c10f17e798f25180d247b957f29c75f 2340b1d030b4a256446eeb076a5b1dfb 62c90d3df79492d8ad8d73599e4e3cb1 da9456589ff82a1ac60ecaf3d070780f 3602f4f9c4b69b330b57c99c1bf3150b 451cec2e01eef7ec5a0c87c0d308fe84 ca0984892d5fbfee64947b4334ded7e1 a9734c1200aff430d1b782fd704063c8 d07078d0d556d8d77a838dc521ec4ca1 01ecc17adcfa2fd1a7028f3023eb974e caaeaada74b03377ba53d2da8fb33bdf 0d24859346312a5446e7052fd4e71cf6 e5b64bb29f5aa9fb7350ce95e252fdf3

Ég hef komist að því núna að ég er búin að vera að hugsa þetta allt vitlaust! Maður á að eyða peningunum í að gera svefnherbergið, þar endurhlöðum við batteríin og þar á að vera okkar umhverfi til að slaka á. Ég er alla vega búin að gera eitthvað rétt með kaupum á nýjum sængurverum. Nú lítur rúmið sirka svona út…

ab1357aa42ca5474bcc8a07974cda2ea

Fyrir áhugasama heita þessi ombre sængurver Smaldun og fást í þremur litum, mín eru grá og koddaverið er dökkgrátt en ekki hvítt eins og hér.

En það er greinilegt að ég er að breytast í einhvern sængurverasérvitring en á gjafalista fyrir brúðkaupið vorum við t.d. að setja sængurver.

Nú er það bara að skella sér í sturtu, fara tandurhrein að sofa í hreinu rúmi og hvílast vel því það er önnur löng vika framundan ;)

Erna Hrund

ÍBÚÐ SEM HEILLAR ÞIG UPPÚR SKÓNUM

Heimili

Það er eitthvað við þessa íbúð sem heillar mig alveg uppúr skónum og ég er viss um að þið sjáið það líka. Hún er ekki nema 34 fm en þó ofsalega vel skipulögð sem skiptir miklu máli þegar búið er svona smátt. Eldhúsið er einstaklega fallegt með sjarmerandi blómaveggfóðri og Mirror ball ljósi Tom Dixon sem fer ekki framhjá neinum. Plönturnar í íbúðinni eru svo toppurinn yfir i-ið en þessi íbúð var stíliseruð fyrir fasteignasölu, þó svo að ég lifi í voninni að einhver sé svona ofsalega smekklegur því mér þykir þessi íbúð vera algjört  Æ Ð I …

ahre9aahre2ahre6 ahre54eia5gt1nnurphim.skanstorget3_mg_8536ahre3Screen Shot 2015-10-12 at 23.15.39 ahre7 ahre9Screen Shot 2015-10-12 at 23.15.29 ahre9c ahre9d4eia62cm5nurpi2a.skanstorget3_mg_8650Screen Shot 2015-10-12 at 23.47.23myndir via ahre.se

Ég verð líka að minnast á sófaborðin frá Hay sem eru to die for… sérstaklega þetta silfraða (líka til gyllt), verst hvað þau eru óbarnvæn því annars gæti ég vel hugsað mér eitt stykki. Og svo þessi plöntuskógur á gólfinu, mjög smart, en glætan að það búi krakki þarna!;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211