fbpx

GÓÐAN DAGINN ÚR ÍSLENSKA HELLINUM

HOMEÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ

Fyrir þá sem ekki vita þá flaug ég óvænt til Íslands fyrr í vikunni. Smá bras að mæta hingað nánast bara til að fara í sóttkví en ég hef mína ástæðu að þessu sinni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)


Morgunstund og kveðjur til ykkar úr íslenska hygge hellinum okkar sem ég sagði ykkur frá HÉR á dögunum.

Er ég nokkuð ein um að þykja svolítið vænt um þessar lægðir? Það er einhver sérstök orka í rokinu fyrir utan gluggann minn sem ég kann svo ágætlega við, með kertaljós, heitan kaffibolla og nýja fallega bók til lesturs. Og tölvuna á kantinum, vissulega ..

heimili er ljósmyndabók með myndum af íslenskum heimilum. Svana á Svart á Hvítu sagði ykkur frá henni HÉR á dögunum.
Höfundar bókarinnar eru smekkhjónin Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður og Gunnar Sverris ljósmyndari sem einhverjir kannast við sem Home And Delicious.

Takk fyrir að búa til þessa fallegu bók kæru Gunnar og Halla Bára og til hamingju með hana.
heimili er sóttkví gjöf sem mér barst í gærkvöldi og hún hefði ekki getað komið til mín á betri tíma.

Fæst td: HÉR & HÉR

Íslenska heimili(ð) mitt

Farið varlega í óðveðrinu, reynið að vinna heima, kveikið á kertum, passið upp á ykkur.
Eigið góðan dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

DRESS: BLUE BLUE BABY

Skrifa Innlegg