fbpx

HELLIRINN: SAMA ÚTSÝNI, FYRIR & EFTIR

HOMESAMSTARF
Ath. einhverjar vörur í færslunni fengust með afslætti 

Þegar við tókum þá ákvörðun að leyfa Ölbu að vera á Íslandi í leikhúsalífi, þá byrjuðum við að plana hvernig við gætum gert það á sem bestan máta þannig að öllum liði eins vel og hægt var. Í samráði við ömmur og afa tókum við ákvörðun um það hvar væri best fyrir hana að búa, hvaða skóla hún færi í og svo framvegis. Vegna vinnu minnar þarf ég oft á ári að koma heim til Íslands og þessvegna sáum við það fyrir okkur að ég og litli bróðir gætum verið mikið hjá Ölbunni okkar (þessar ákvarðanir voru teknar fyrir covid) og þegar við værum úti í Danmörku þá væri hún í góðum höndum á Íslandi undir sama þakinu.

Brugðið var á það ráð að útbúa fyrir okkur auka aðstöðu í kjallaraíbúð tengdaforeldra minna svo að Alba væri alltaf að koma heim úr skóla á sama heimilið, hvort sem það væri til ömmu sinnar og afa eða til mín þegar ég væri á Íslandi. Það væri lang best fyrir hana og við erum svo þakklát fyrir að það gekk upp og þakklát tengdó fyrir þeirra þátt.

Það er svo magnað hvað lítið rými getur breyst mikið með því að velja “þinn” stíl og fylla það af fallegum hlutum. Fyrir mig skiptir öllu máli að ég finni að ég sé “heima” ef ég er lengi á sama staðnum, í litla hellinum höfum við reynt að gera voðlega kósý með einföldum hætti. Hlutir skapa svo sannarlega heimili.

Ég á ekki margar myndir og hann er kannski ekki alveg tilbúinn, hellirinn okkar, en mér datt í hug að það væri gaman að sýna ykkur fyrir/eftir af sama útsýninu með nokkra vikna millibili. Þegar ég var á Íslandi fékk ég töluvert af spurningum frá ykkur á Instagram story þegar ég opnaði mig um það að þarna værum við að búa okkur til íslenska aðstöðu, ég finn því sannarlega áhugann á því að koma þessu efni að á blogginu líka og deili þessum myndum með gleði.

FYRIR

 

EFTIR

Íbúðin er lítil og með einu svefnherbergi sem þýðir að þegar við erum þar öll þá notum við líka stofuna sem svefnaðstöðu. Ég leitaði mjög lengi að fallegum svefnsófa sem mætti samt ekki taka of mikið pláss í litlu rýminu. Fann þennan sem við erum ótrúlega ánægð með hjá ILVA.

Ef þú hefur ekki efni á því að skipta um gólfefni – af hverju ekki að teppaleggja allt gólfið? Ódýrara gerist það varla, ég var svo glöð þegar ég mældi fyrstu mottuna og sá að stærðin passaði nánast fullkomlega. Til að byrja með keypti ég bara eina til að mæla og ég var svo vitlaus að ég byrjaði að svara fólki á Instagram strax og hún sást þar, sem varð þess valdandi að hún seldist upp áður en ég gat keypt fleiri daginn eftir, eins og planið var. Ég beið í nokkrar vikur og gat þá keypt fleiri til að fylla upp í rýmið. Flatofin og svo þægileg að ganga á, mæli með. Frá IKEA

Sú ákvörðun sem ég er hvað ánægðust með eru gardínurnar. Ég hef aldrei verið eins fljót að taka ákvörðun um neitt eins og þegar ég sá þær og kom við þær. Þær eru hvítar hör og mér finnst hálf fyndið að segja frá því að ég eiginlega sakna þeirra þegar ég er hér í Danmörku. Hér á meginlandinu erum við með þungar dökkar gardínur og ég tengi ekki jafn sterkt við þær þó þær séu vissulega ágætar. Elsku Elli og Ingunn, vinkona mömmu minnar, eru eigandi verslunarinnar þar sem við völdum gardínur á Íslandi og ég var því með góðan ráðgjafa á hliðarlínunni sem kunni sitt fag. Takk fyrir aðstoðina, ef þú lest þetta <3
Gardínurnar ramma vel inn heimilið, gefa hlýju og halda utan um fólkið sem er þar. Frá: Álnabæ

Hringborðið keypti ég notað í Vesturbænum af Facebook síðu, það passar pörfekt þarna inn. Eldhús stólarnir eru frá ömmu og afa mannsins míns en ljósi hægindastóllinn er íslensk hönnun frá Agustav.

Takeaway á borði: Sumac.

Vinkonur: Elsku bestu Brynja og Rósa María og okkar dýrmæta kvöldstund í Hellinum.

Taska á gólfi: Fendi.

HÉR getið þið séð meira inn á heimilið – í næstu heimsókn reyni ég svo að uppfæra betur. Eins skulda ég ykkur ýtarlegri heimsókn á danska heimilið. Það kemur að því ..

Er þetta ekki ágæt færsla í heimaveru? #STAYHOME … aðeins lengur. Við getum þetta, saman.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FIMM FALLEGAR FLÍKUR Á AFMÆLIS-AFSLÆTTI ANDREU

Skrifa Innlegg