HELGIN

LÍFIÐ

Ég tók þátt í íslensku verslunarmannahelginni með því að yfirgefa heimilið og skella mér í sænsku sveitarsæluna. Mikið var það ljúft. Hér úti á engi með mínum eina sanna Manuel sem sprengdi alla krúttskala berleggja og í stígvélum – það verður ekkert krúttlegra.

//

We had the weekend off and went to the country side …. lovely family moments.

Ég
Sólgleraugu: Second Hand

Yfirhöfn: H&M (herradeild)

Manuel
Stígvél: Polarn O. Pyret
Hattur: Petit
Bolur: COS

Nú er ég nýlent í Kaupmannahöfn þar sem tískuvikan stendur sem hæst. Ég verð í beinni á Trendnet story á morgun (trendnetis á Instagram) og vona að þið fylgið mér sem flest þar.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ

Við erum alltaf að uppgötva nýja uppáhalds staði í kringum heimilið okkar. Mitt laugardagagskvöld var hér – við höfnina í Ahus þegar sólin var að setjast. Virkilega notalegt.

//

Sunset with these two at Ahus Harbour last night – lovely.

Hettupeysa: H&M, Bolur: Minumum, Pils: Gina Tricot, Sólgleraugu: SecondHand frá París, Eyrnalokkar: AndreA Boutiqe

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: SPÁNN

DRESSLÍFIÐ

English version Below

Það var algjör draumur að fá að njóta lífsins í hitanum á Spáni í nokkra daga. Afslöppun var í hámarki og því lítið hugsað um útlitið eins og von er vís. Æ hvað það var næs!

Ég fór í síðbuxur eina kvöldstund og notaði þær við skvísu topp sem ég keypti á netinu í vor. Buxurnar voru skyndikaup sem ég gerði á útsölu í Smáralind daginn sem ég fór í sveitabrúðkaupið góða. Ég var búin að leita eftir þessu létta náttbuxna lúkki í mjög mörgum verslunum án árangurs áður en ég sá þessar í VILA. Þær kostuðu mig litlar 3000 krónur á 40% afslætti og ég er mjög ánægð með þær þó þær hafi ekki orðið fyrir valinu í brúðkaupið. Kannski eru þær enn til og þið getið gert sömu kjarakaup ;)

 

 

Blússa: Mango
Toppur: WoodWood Underwear

Buxur: Vila

Skór: Calvin Klein

Bleiku blóm: Dásemdin einÉg kveð Spán með trega en við tekur skemmtilegur tími heima í Svíþjóð.

//

Like many of you have probably noticed .. I stayed for the last couple of days in Spain with my family. Most of the time was really relaxed, by the pool or on the beach. Only one evening I put on a pair of long pants with a little lipstick.
The pants are from VILA and the top is from Mango, both SS17.

Now back to Sweden…

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGS DEKUR:

HUGMYNDIRLÍFIÐ

Systir mín var svo æðisleg að gefa mér í afmælisgjöf Spa í Sóley Natura Spa & brunch á Satt! En ég á afmæli í ágúst en þá verð ég flutt til Kaupmannahafnar í nám! Það var æðislegt að komast í smá slökun með systir minni á góðum sunnudegi..

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

JÓLAKVEÐJA

LÍFIÐ

English Version Below

Jóladagur að kvöldi kominn og ég leyfi mér að setjast aðeins við tölvuna til að skrifa litla jólakveðju til ykkar. Það er yfirleitt tölvubann á þessum besta degi ársins en þar sem hann var ekki alveg hefðbundinn þá leyfi ég mér að brjóta útaf vananum hér líka.

Við fjölskyldan héldum uppá jólin heima í sænska kotinu og í fyrsta sinn vorum við fjögur. Í nokkur ár höfum við reynt að skapa okkar eigin hefðir sem mér finnst alveg frábært. Hér á bæ er ekkert jólastress heldur förum við á okkar hraða inn í jólin.

Þessi tími er hátíð barnanna og ég elska að fylgjast með mínum upplifa þetta kvöld með mikilli spennu og gleði. Myndir eru minningar og þess vegna vil ég eiga nóg af þeim til að fletta upp fallegum augnablikum síðar meir. Þessar fönguðu okkar stemningu.

img_0238 img_0236 img_0195img_0234

Gleðileg jól kæru lesendur. Vonandi áttu þið ljúfar stundir – gleði, ást og frið með ykkar fólki.
Ég sendi ykkur öllum hlýjar hátíðarkveðjur yfir hafið frá sænska landinu <3 Höldum áfram að njóta.

//

Me and my family of four celebrated our Christmas in Sweden for the first time.
We have been making our own traditions the last years and we love it. Calm and easy evening with our own pace.

Marry Christmas dear readers !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK: CPH

DRESSLÍFIÐ

English Version Below

IMG_0167
Þær verða líklega nokkrar ferðirnar yfir þessa fallegu brú næstu árin. Gærdeginum eyddum við í Kaupmannahöfn í blíðskaparveðri. Það er um að gera að nýta sér að vera svona nálægt dönsku höfuðborginni sem ég þekki svo ágætlega. Einhver ykkar fylgdust með deginum “í beinni” á Instagram story hjá mér – elgunnars.
Ég eyddi hluta af deginum í Lyngby sem kom skemmtilega á óvart. Þar hefur orðið mikil uppbygging síðustu árin og myndast skemmtileg stemning, einskonar mini Köben. Þar má finna margar af helstu verslununum ásamt góðum kaffihúsum og veitingahúsum. Til að gefa betri mynd þá fórum við á kaffihús, kíktum í Illum Bolighus, HAY store, Söstrene Grene og Magasin, Nespresso búðina,  Joe & the Juice og Sticks & Sushi. Ég mæli með því fyrir einhverja sem vilja upplifa aðra og rólegri hlið af Kaupmannahöfn. Maður þarf víst ekki alltaf að fara á sömu staðina.

IMG_0191 (1)

Ég klæddist nýjustu uppáhalds flíkinni minni, Kimono frá Hildi Yeoman.

14303842_10154040802312568_1245246513_o

Gunni
Gleraugu: RayBan, Skyrta: Calvin Klein, Buxur: Cheap Monday, Skór: Nike Mayfly Woven/Húrra Reykjavík

IMG_0177

Manuel

Samfella: BiumBium, Hattur: Bestu kaup frá Petit.is, Skór: Zara Home

IMG_017914329383_10154040802472568_1363512756_o

Sólgleraugu: Céline, Sloppur: Hildur Yeoman, Stuttbuxur: H&M, Skór: Adidas Stan Smith

Svona dagar gefa manni auka orku inn í komandi viku.

//

The September sun is giving me some extra warm in my heart these days. So nice to get some sunny days before the Autumn will hit us soon.
Yesterday the family took a road trip to the danish capital – Copenhagen. I will probably travel there regularly now when it is so close.  We had a lot of fun in the sun.
I was wearing my favorite item these days, my new kimono.
My outfit:

Sunnies: Céline, Kimono: Hildur Yeoman, Shorts: H&M, Shoes: Adidas Stan Smith

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÉG ER KOMIN HEIM


LÍFIÐ

English Version Below

God morgon Sverige ! Þó að síðustu dagar hafi verið ansi skrautlegir þá er ég í smá hamingjukasti þegar þetta er skrifað.
Ný vika – nýtt land – nýtt upphaf… enn á ný. Gunni skrifaði undir samning við meistaradeildarliðið IFK Kristianstad og við fjölskyldan fylgjum að sjálfsögðu með.

Hér sit ég á pallinum á nýju heimili okkar fjölskyldunnar í uppáhalds landinu mínu. Mér líður smá eins og ég sé komin heim …

Svona verður morgunútsýnið mitt næstu árin – draumur í dós.

egna

 

Þið sem hafið fylgt mér lengst vitið að ég byrjaði einmitt að blogga þegar ég bjó í Svíþjóð, þá í Halmstad. Það er frábært að fá svona góða tilfinningu strax á nýjum stað. Það fer okkur ágætlega þetta “sígaunalíf” sem við höfum valið okkur.

//

New week with a new start in new country. I feel like I am moving “home” to Sweden. My husband signed a contract with IFK Kristianstad where we will be living the next years.
My usual morning view will be something like this the next years – coffee and children playing in the garden …. LOVE IT.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK

Ég átti deit við sætasta sjóarann í bænum um helgina … Mömmu og Manu stundir eru ansi ágætar.
Nýji hatturinn hans Manuels er í algjöru uppáhaldi en ég gat ekki staðist hann í verslun Petit. Takk Linnea fyrir þá fínu freistingu. Ég sé notagildið mikið því hann verður settur sem aukahlutur í hillu í herberginu hans þegar stærðin verður of lítil á höfuðið.

13823159_10153914985087568_67879809_n 13816745_10153914985082568_354514063_n
Manu
Hattur: Petit
Galli: BiumBium
Klútur: Petit.is (Búin að fá mjög margar fyrirspurnir um þennan “klút” sem er taubleia notuð á þennan veg)
Skór: Zara Home

ÉG
Jakki: Zara
Buxur: Andrea Boutiqe
Belti: Vintage
Bolur: Vero Moda
Skór: WonHundred

 

Njótið veðurblíðunnar sem framundan er. Hangið sem minnst í tölvunni þessa fáu daga sem við fáum svona fallegar tölur á hitamælinum.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KÁTT Á KLAMBRA

SMÁFÓLKIÐ

Á morgun, sunnudag, verður kátt á Klambratúni fyrir smáfólkið okkar. Ég var beðin um að deila því með ykkur og finnst það hið sjálfsagðasta mál. Dagskráin hefst klukkan 14:00 og stendur til 17:00.

Á svæðinu verða ýmsar uppákomur: Listasmiðjur – Andlitsmálning – Húllafjör – Tattoo bás – Ljósmyndabás – Tombólumarkaður – Kósýtjald með barnanudd kynningu, sögustund og margt fleira. Barnayoga í boði Lóu Ingvarsdóttur, Frikki Dór tekur lagið & Margrét Erla Maack mun standa fyrir barnadisco.

Líklega stærsta barnapartý sumarsins? Æðislegt framtak –

13697007_10153652981158639_2816641085643114581_n

 

Veitingar verða til sölu á svæðinu og á kaffihúsinu Kjarvalstöðum verður hægt að fá sér köku og kakó á sérstöku tilboði í tilefni dagsins. Það er laumukaffihúsið mitt – heimsæki húsið reglulega fyrir einn bolla og góðan anda.

Fjölskyldur sameinist á Klamratúni í stuði, sjáumst þar!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BRR …

ÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ

Mér finnst tilvalið að segja frá nýrri peysu, “vetrarflík” , sem ég fékk mér fyrir ferðalag um Ísland fyrr í mánuðinum. Hér sit ég nefnilega föst við tölvuskjáinn að klára uppsafnaða vinnu sem setið hefur á hakanum í vikunni, dúðuð í þessa tilteknu flík. Kannski ekki endilega draumastaða á föstudagskvöldi! Flíkin er falleg og ég gleðst yfir því að fletta í gegnum myndir úr ólíkum ferðalögum síðustu vikna. Við fjölskyldan vorum sannarlega ekki heppin með veður og því notaði ég peysuna full mikið miðað við árstíma. Ísland – best í heimi ;)

13734625_10153887215262568_1489792460_n

Drungalegt en dásamlegt í Fnjóskadal

13705056_10153887215322568_1788393310_n
Fyrsta útilegan hjá vísitölufjölskyldunni

13689510_10153887215032568_1493115906_n

Alba við bátahöfnina á Húsavík

Flíkin er mjög umtöluð fyrir þær sakir að hún er prjónuð erlendis en merkt 66°Norður sem íslensk vara. Þó að hún sé framleidd erlendis þá er hönnunin að sjálfsögðu íslensk. Ég er mjög ánægð með þessa nýju flík sem hefur haldið á mér hita uppá síðkastið. Þetta skemmtilega video var tekið þegar ég mátaði hana í fyrsta sinn … í stuði í verslun 66 í Bankastræti.

Góða helgi kæru lesendur – hvar sem er á landinu – hvernig sem viðrar.

//

This sweater has been keeping me warm during my travel in Iceland. It seems like I was chasing the bad weather so the sweater saved my life on cold Icelandic summer nights.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR