fbpx

TVÖ VERÐA ÞRJÚ

ÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ

Hæ og æ hvað það gleður mig að hætta loksins í feluleik með nýjustu fréttir af okkur fjölskyldunni. Það bætist í hópinn í haust þegar lítil systir mætir til okkar – spennandi!
Það hefur verið heldur átakanlegur tími hjá mér síðustu mánuði við að halda þessu leyndu en við Gunni vildum segja Ölbu á undan öllum öðrum. Við foreldrarnir héldum þessu því út af fyrir okkur fyrstu 12 vikurnar+ og sögðum svo nánasta hring eftir að börnin vissu fréttirnar. Núna loksins segi ég svo frá hér og á mínum miðlum. Í fréttum er þetta helst …

Ekki bara að byggja okkur heimili, líka að búa til börn. Verður stuð í haust.

Mér hefur liðið skelfilega, ógleðin var mikil en er að skána. Að vera með opinn Instagram reikning og búsettt á Íslandi var sérstök upplifun því mér leið svo oft eins og ég væri að ljúga. Sem dæmi þegar ég pantaði mér kaffi á fundum þó ég væri ekki með neina lyst á annars uppáhalds drykk. Ég er nýbyrjuð að fá kaffilystina aftur og að líkjast sjálfi mér á fleiri sviðum, það gleður mig. Ég held að þetta sé allt uppávið, vona það miðað við fyrri reynslur .. maður er samt svo fljótur að gleyma. Sem er örugglega ágætt annars ætti ég bara eitt barn líklega.


*sjáið svipinn á Ölbu, ósvikin gleði. Bæði stóru systkinin svo spennt. Við pabbinn áttum móment ein fyrr um daginn þar sem við kíktum í umslagið. Ég var ca. eins og Alba þá haha.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

LÍFIÐ: DAY OF FUN

Skrifa Innlegg