GÓÐAN DAGINN

DAGSINS

Góðan daginn – æ minn er svo sólríkur og fallegur, en líka ískaldur.
Hér sit ég í lestinni á leið til Kaupmannahafnar þar sem ég verð að vinna í dag. Bætið endilega @trendnetis á Snapchat ef þið eruð ekki búin að því nú þegar. Ég fer í skemmtilegar heimsóknir og tek fylgjendur Trendnet með mér. Sjáumst þar!

Útsýnið í augnablikinu ….

15302392_10154265650547568_1102983792_o15302456_10154265650357568_1457375998_o15311627_10154265663767568_202803450_o

Lest er uppáhalds ferðamátinn minn. Maður kemur svo miklu í verk.

Gleðilegan föstudag!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN

DAGSINSLÍFIÐ

English Version Below

Góðan daginn …. ég er komin heim til Svíþjóðar og hér tók hvít jörð á móti mér. Það helltist yfir mig jólaandinn og ég settist með tölvuna fyrir framan arininn þar sem ég sit ennþá við vinnu. Skál í kaffibolla númer þrjú! Uppsöfnuð vinna bíður mín fram að helgi en ég ætla líka að njóta þess að geta andað léttar eftir annasama viku á Íslandi – mögulega fara út úr húsi og leika mér við börnin mín í hvíta duftinu. Hvernig hljómar það?

Útsýnið –

img_8527 image1
Bolli: Royal Copenhagen

Ég ætla ekki að trufla fallega sænska útsýnið mitt með leiðinda fréttum frá USA en mikið sem ég er sjokkeruð, eins og við öll. Linnea kom þessu ágætlega “niður á blað” hér.

//

I am back home in Sweden after a crazy week in Iceland. This is my (white) view at the moment, and I love it. Now I sit with my coffee cup and the computer trying to finish alot of work that have been waiting for me. Cheers!

I do not want to speak about today´s news (I am so sad!!) but you can read Linneas words here.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DAGSINS: GARDENIA

DAGSINSDRESS

English Version Below

Þó það sé dásamlegt að hafa langt og gott sumar þá er mig farið að langa í fleiri lög af klæðum og þannig komast í haustgírinn sem fylgir þessum tíma árs. Ég fór í þessum út úr húsi í dag , en það var mögulega röng ákvörðun (?)  því hér sit ég á kaffihúsi að kafna í nýjum fínum leðurskóm. Hugsa að þið eigið eftir að sjá þessa ansi oft hér á blogginu í vetur – ég er rosalega ánægð með kaupin.

14182474_10154015070367568_1553416891_n 14193754_10154015070477568_653714991_n

Þetta er vikulega útsýnið á mínum bæ / Friday view.

Bolur: Casual Clothing/gamall, Buxur: H&M, Skór: Gardenia Copenhagen/GS skór
Manu: Buxur: Iglo+Indi

Pæjustælar í hámarki, á þessum ágæta föstudegi. Á morgun ætla ég þó aftur í strigaskó eða sandala.

//

Today I am wearing these (to warm) shoes, just because they are new in my closet and I wanted to wear them right away … But maybe that was not so good decision. I love spring. But I also love layers and leather … waiting for fall these days.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

17 JÚNÍ

DAGSINSDRESS

English Version Below

 

 

13487781_10153823184512568_1205700154_n 13480213_10153823184502568_1904171258_n 13474022_10153823184447568_345182027_n   13479798_10153823184492568_1234915339_n

 

Gleðilegur Þjóðhátíðardagur með uppáhalds litla fólkinu mínu fór fram innandyra í Hörpu þetta árið.
Gott kaffi – fullt af plássi til að hlaupa um – og þetta íslenska útsýni gaf mér gleði í hjartað.

 

13459706_10153823184467568_1120550744_n

 

 

Alba:
Kjóll: Iglo+Indi, Leggings: Iglo+Indi, Skór: Hunter

13454067_10153823184472568_31735671_n

Kápa/Dress: VeroModa

Ég notaði nýja kápu sem kjól – það kom skemmtilega vel út.

Nú er það smá dans með bestu vinkonum …
Njótið dagsins og kvöldsins með ykkar fólki!

//

Today we celebrate Independence day here in Iceland. A little bit earlier this was my view – family and the ocean.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KOMONO FYRIR TVO

DAGSINSLÍFIÐ

Hæ héðan, frá sólríkum lunch.
Ég ákvað að sýna ykkur úrið sem ég ber á hendinni að þessu sinni. Það var í afmælispakka til Gunna á dögunum en ég keypti það ekki bara fyrir hann og það sannar sig í dag.
Ég fékk það lánað í morgun þegar hann skyldi það eftir á glámbekk heima – óheppinn hann – heppin ég.

//

My birthday present to Gunnar was not only for him – today he left it at home and lucky me. Simple and nice from Komono.

 IMG_7627IMG_7626
Úr: Komono / Húrra Reykjavík
.. á myndinni sést reyndar líka glitta í nýjan hring sem ég fékk að gjöf frá netversluninni Anabel – 3 lita ryðfrítt stál.

Annars vona ég bara að þið eigið flest gleðilegan föstudag. Þið sjáið að ég er mætt í blómabúðina þar sem ég ætla að næla mér í föstudagsblómin að þessu sinni. Ég mæli með að þið gerið slíkt hið sama.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DAGSINS

DAGSINSLÍFIÐ

IMG_6009
Besti dagur vikunnar er mættur. Halló héðan .. af svölunum í Þýskalandi með tærnar upp í loft í orðsins fyllstu. Ef ekki í dag, þá hvenær? Ég var svo heppin að fá þessa fínu sokka senda frá Oroblu í vikunni. Myndin verður fallegri fyrir vikið – þið sleppið við að horfa á táslurnar í beinni.
Svartir en sumarlegir, hentar mér vel.

IMG_6008

Sokkar/socks: Oroblu
Buxur/Denim: Levis Vintage

//

Best day of the week is back. Hallo from my home … with my feet up in the air. I got these socks from Oroblu in the week. Even though they are black, they still have some summer feeling. Do you agree?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

XO: BÚÐARÖLT

DAGSINSLANGARSHOP

English version below

Halló héðan –

Það er svona dagur í dag … ég borðaði dýrindis morgunmat í góðum félagsskap og leyfði mér síðan að rölta á milli verslana þar sem freistingarnar leynast víða. Þessir urðu á vegi mínum rétt í þessu, mér finnst þeir rosa góðir og sé fyrir mér að notagildið gæti orðið töluvert enda með eindæmum látlausir þó að rennilásinn setji punktinn yfir i-ið og geri þá töffaralega. Af eða á að ykkar mati?

IMG_3515 IMG_3514

Frá/From: &OtherStories

//

This kind of a day. It started with the best brunch at Salon Schmitz and now I am walking store to store checking out the new items arriving after some months of sales. This shoes are on my wishlist. Though the shoea are pretty plain, the zipper is a deatail that I like a lot. What do you think? .. Yes or no?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

DAGSINS

DAGSINSDRESS

Ég er ekki ein af þeim sem fjárfesti í sérstökum meðgöngufatnaði heldur hef ég síðustu mánuði fundið leiðir til að nýta það sem ég á í fataskápnum á stækkandi líkama. Ég er mjög dugleg að “stela” skyrtum og stuttermabolum af herra Jónssyni og para það við þröng pils eða undirkjóla. Þessa síðustu daga meðgöngunnar hef ég aðalega klæðst þröngum kjólum og kápum í yfirstærð, lúkk sem mér líður vel í á þessum allra síðustu metrum. Meðgöngusokkabuxur er það eina sem ég hef keypt sérstaklega ætlað þessum 9 mánuðum.

IMG_1009IMG_1020

Sólgleraugu: RayBan
Síðermakjóll: Vila
Kápa: Vila
Sokkabuxur: Lindex
Skór: GS skór / gamlir

//

I am not one of the those that buy a lot of maternity clothes. I try to mix what I already have in my closet that still fits my growing body. I also “steal” a lot from Jonsson – shirts (that are of course in size XL) and pare them to slim dresses or skirt. These last days I have been wearing slim dresses to oversized coats – look that I am wearing today, on this sunny Saturday.

Sunnys: RayBan, Dress: Vila, Coat: Vila, Tights: Lindex, Shoes: Old

xx,-EG-.

HANDTASKAN INNIHELDUR ..

DAGSINSÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ

photo

Ég er ein af þeim sem er alltaf með handtösku. Yfirleitt geng ég lengi með sömu og frá því í haust hef ég borið þessa íslensku frá Andreu Magnúsdóttur. Stærðin er frábær því það komast ótrúlegustu hlutir ofan í hana. Í dag er hún nokkuð tóm, miðað við oft áður.

Útsýni dagsins –

Úps – það sést ekki útsýnið sem ég er að reyna að fanga.

 

photo 4

 

.. og inn með bumbuna. Til að taskan náist með á mynd.

photo 1

Leður á leður á leður.
Jebbs – þessir dásemdar skór eru mínir!

photo 3
Fín – mín.
Fæst: HÉR

photo 2

Ég hellti úr veskinu til að sýna ykkur innihaldið. Hef stundum fengið þá beiðni inná póstinn hjá mér.

Í dag er staðan þessi:
Súkkulaði: Nói Síríus suðursúkkulaði sem kom í póstkassann í morgun (takk mamma)
Varalitur: Loréal – litur:234
Tannþráður: OralB
Svampur: Real Techniques
Naglalakk: Essie Mademoiselle
Concealer penni: H&M
Púður: Mac Mineralize Skinfinish
Bláa Lónið krem: Ferðastærð af uppáhalds andlistkreminu mínu / Rich nourishing cream
Sími: Iphone 5S – skjárinn er mölbrotinn og því 6s mín næstu kaup
Teygja: Apótek
Sólgleraugu: RayBan Wayfarer
.. Einnig sést glitta í minnismiða og penna sem er mikilvægt þessa dagana.

__

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

 

DAGSINS

DAGSINSDRESSLÍFIÐWORK

Hæ, héðan …
Suma daga situr maður á rassinum án þess að ná að standa upp.  Í dag er einn slíkur þar sem ég sit við vinnu í kappi við tímann. Þið þekkið tilfinninguna?
Ég hef oft komið inná það að þegar “to do” listinn er langur þá reyni ég að finna mér notalegra vinnuumhverfi sem gerir setuna bærilegri. Ég er svo ánægð með þá ákvörðun þessa stundina horfandi á fólkið í kringum mig, nartandi í smáköku og kakó.

photo 1

Þetta gólf sem sést á myndunum býr yfir einhverjum innblæstri sem ég fæ ekki heima við. Það eru allskonar sjarmerandi hlutir sem gera það að verkum að ég fer út úr húsi .. oft í sömu hornin sem ég hef fundið mér hér og þar um bæinn.

Velkomin á Salon Schmitz, þann uppáhalds stað.

photo 2
Hálsmen: AndreA, Bolur: Lindex, Buxur: Vila, Skór: Nike Huarache

Þessar buxur eru mesta snilld í heimi, enda fer ég ekki úr mínum og get því ekki annað en mælt með þeim.
Hér að neðan sjáið þið þær betur. Frá Vila og fást á Íslandi síðast þegar ég vissi ..

ViSpecta pants

Áfram gakk!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR