fbpx

WOMAN – FEMME – DONNA

DAGSINSSAMSTARFSHOP
Færslan er unnin í samstarfi við Vero Moda á Íslandi

Alþjóðalegur baráttudagur kvenna (International Women’s Day) verður haldinn hátíðlegur í vikunni, þann 8. mars. Ég tók forskot á sæluna og klæðist nýrri peysu úr góðgerðarlínu Vero Moda sem fór í sölu á Íslandi í dag. Eins og þið vitið líklega þá er ég einn helsti talsmaður þess að konur eigi að standa saman og því tek ég þátt í þessari gleði með bros á vör. Bolirnir og peysurnar komu í takmörkuðu magni og bera printið “WOMAN – FEMME – DONNA” sem er ekki svo ósvipuð leið og við fórum í Konur Eru Konum Bestar verkefninu. Ætli innblásturinn komi frá okkur? ;) hihi.

Vörurnar eru gerðar úr lífrænni bómull og eru hluti af AWARE línunni þeirra sem er þeirra umhverfivænasta lína.

Ég er að fíla þennan eldrauða lit og klæðist minni með stolti.

Verkefnið er einnig að mínu skapi – en Vero Moda fer þessa leið núna í annað skiptið. Ágóðinn af sölu línunnar verður notaður til að styðja við konur í Norður Úganda. Verkefnið hefur hjálpað fleiri þúsundum kvenna að vera fjárhaglega sjálfstæðar og gefið þeim tækifæri á að stofna eigin fyrirtæki, hvetja þær til frumkvöðlastarfsemi og láta drauma sína rætast – semsagt góðgerðarmál sem ég kann sko að meta!

Meiri upplýsingar um verkefnið finnið þið í þessu skemmtilega myndbandi sem var skotið í Úganda.
Fleiri týpur af flíkum finnið þið: HÉR

Happy International Women’s Day kæru vinkonur sem lesið þetta blogg.

Happy shopping!

xx, -EG-

SMEKKFÓLK SELUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Fanney Ingvars

    6. March 2019

    Geggjuð peysa!!